Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 17 Morniónamusteri í bænum Paradise. fjármagnað rannsóknarstöð þar sem verið er að smíða nokkurs kon- ar „supercomputer", tölvu sem vinnur á margföldum hraða á við það sem í dag þekkist. Mikil körfu- boltahöll er á háskólalóðinni, gjöf frá herra Marryott, hótelhaldara, en hann var mormóni og er nýlát- inn. Þá lést einnig fyrir skömmu leiðtogi mormónakirkjunnar um áratuga skeið, Spencer Kimball. Var svo heppinn að sjá honum bregða fyrir eitt skipti á hóteli því sem ég bjó á, Hotel Westin Utah, miklu glæsihóteli. Þar hafði leið- toginn íbúð til umráða, enda stutt þaðan í Temple Square þar sem mormónakirkjan og aðaistöðvamar eru. Þeir eiga má segja allt fylkið, viðskiptahallir, útvarpsstöðvar o.fl. Fór í skoðunarferð um aðalstöðv- amar í Temple Square og er fróð- legt að sjá söguhús þeirra þar sem rakin er saga mormónatrúar með ævintýmm og erfíðleikum. Leið- sögumaður minn var afar duglegur og alúðlegur og útskýrði hvert at- riði af mikilli kunnáttu. Efst í sögusafninu er geysifalleg og há Kristsstytta eftir hinn „danska" listamann Thorvaldsen og heyrði ég leiðsögumennina sí og æ halda þessu fram. Ég hafði samband við yfirmann sögusafnsins og útskýrði fyrir honum fjölskylduhagi Bertels Thorvaldsen. Ég vona að nú sé búið að breyta öllum ferða- mannabæklingum og leiðrétta útskýringar leiðsögumanna safns- ins á þann veg að minnst sé á tengsl Thorvaldsens við ísland. Skellti mér upp til Sundance, en þar á Robert Redford ágætis bú- garð og lifir eins og blómi í eggi. Skíðasvæðin í fjöllunum í kringum Salt Lake City em nokkuð góð á að líta og fyrirtaks hótel og lyftur. Þá má og taka fram við væntanlega Utah-fara að á skíðahótelum í Alta em framreiddar þær beztu amerísku steikur sem til em þó víða séu þær góðar og stórar eins og allt í henni Ameríku. Það er margt að sjá í Utah, miklar eyðimerkur og líður manni vel í þessari hlýju víðáttu. Eyddi degi í að aka í kring- um Lake Utah fyrir sunnan Salt Lake City og var það dýrlegt ævin- týri, fallegir, beinir, malbikaðir vegir í gegnum eyðimörkina og þögnin alger. Var þá á heimleið frá bókasafninu við háskólann í Provo. Þar í kjallaranum er geysistórt safn íslenzkra bóka, bóka sem innflytj- endumir höfðu meðferðis, alþýðu- fróðleikur, gatslitnar skmddur sem bera vott um ást á landi, máli og þjóð. í safninu í Provo er og mikið ættfræðisafn, en mormónar hafa lagt sig fram við að ljósmynda kirkjubækur í um 40 löndum og er þar margan fróðleik að fínna og ávallt mikið um heimsóknir manna sem em að leita uppmna ætta sinna. Margt er að sjá í Utah, það er fallegt landslag, gott fólk og er gott að vita af svona fögm ríki þar sem kjami íslendinga hefur fundið það sem mestu skiptir í lífinu, ham- ingjuna. Höfundur starfar sem blaðafull- trúi bjá Menningarstofnun Bandaríkjanna. Stjórnunarfélag Islands Tölvuskóli Stjórnunarfélags íslands tók til starfa haustið 1985. í upphafi var Ijóst að áhugi fyrir aukinni menntun er tengdist tölvum og tölvuvæðingu var mikill. Á haustmisseri 1986 tekur skólinn til starfa 1. sept. og verður kennt í 4 klst. á dag í 14 vikur (samt. 280 klst.). □ □ □ □ □ □ □ Námsefni: Kynning á tölvum______ Stýrikerfi og skráarkerfi Kerfisgreining________ Kerfishönnun__________ Forritun______________ Gagnasaf nsf ræði_______ íslenski tölvumarkaðurinn. I Til að uppfylla kröfur atvinnulífsins Miklar kröfur eru gerðar til nemenda með prófum og heimaverkefnum. Einnig hefur reynst nauðsynlegt að gera kröfur um lágmarksmenntun nemenda, sem nú eru stú- dentspróf, sambærileg menntun eða starfsreynsla. Auk þess þurfa nemendur að taka inntökupróf í skólann. Nemendur sem útskrifast úr Tölvuskóla Stjórnunarfélagsins geta að námi loknu unnið með tölvunar-, viðskipta- og kerfisfræðingum við hugbúnaðarframleiðslu og rekstur tölvukerfa. Með því að gera miklar kröfur til nemenda uppfyllir Tölvuskólinn kröfur atvinnulífsins. Tölvuskólinn hefst 1. september og stendur í 14 vikur. Allar nánari upplýsingar í síma 62 10 66 Séð yfir Salt Lake City. BOMANITE BOMANITE BOMANITE Á höfuðborgarsvæðlnu AKURBYRI HAFNARFIRÐI / GARÐABÆ KEFLAVÍK / SUÐURNESJUM notum vlð elngongu steypu Magnús Glslason Bjðm Ámason Elnar Traustason frá ÓS. Múraramelstari Múrarameistari Múrarameistari ■KM STEVPA SEIVl STEINIST Lerkilundi 28 Hjallabraut 13 Hafnargótu 48 S. 96-21726 S. 53468 S. 92-3708 MUNSTUR NO. 1 DdJDC □CXD DOCDC CDCDCD MUNSTUR NO. 2 MUNSTUR NO. 3 MUNSTUR NO. 4 MUNSTUR NO. 5 MUNSTUR NO. 6 MUNSTUR NO. 7 T Á ÍSLANDI SMIÐJUVEGI lle S. 641740 mldos auglýslngaþjónusta, s. 685651
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.