Morgunblaðið - 12.08.1986, Síða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
Leikhús í hættu
— rætt við Guðmund Steinsson í
Guðmundur Steinsson er þjóð-
kunnur fyrir leikrit sín. Honum
hefur á undanförnum árum boð-
ist að kynna þau í ýmsum löndum
og nú siðast í Bandaríkjunum.
Þar fluttu íslenskir leikarar nýtt
verk Guðmundar „Brúðarmynd-
ina“ á nokkurskonar starfsþingi
þarlendra leikskálda. Þetta þing
er haldið í júlímánuði ár hvert í
Eugene O’Neill leiklistarmið-
stöðinni i Waterford í Connecti-
cut-fylki. Þingið nefnist á ensku
“National Playwrights Confer-
ence“ og er einn af mikilvægari
viðburðum í bandarísku leik-
húslifi.
Þama í Waterford er O’Neill leik-
listarmiðstöðin til húsa á fallegu
sveitasetri við ströndina. Til þings-
ins er boðið 15 bandarískum
höfundum, sem hafa verið valdir
úr hópi 1.500 manna sem bjóða
fram handrit sín. Þingið á að vera
vettvangur þar sem menn einbeita
sér að textanum en ekki umgjörð-
inni. Leikarar fá aðeins fjóra daga
til æfinga og er skylt að hafa hand-
ritið í hendi allan tímann sem þeir
eru á sviðinu. Hugmyndin er bæði
að minna áhorfendur á að þeir sjá
ekki fullmótaða sýningu og að
draga fram vandkvæði leikritsins
höfundinum til leiðsagnar.
Hvert leikrit er sýnt tvisvar og
sækja sýningamar þátttakendur,
íbúar úr nágrenninu, blaðamenn og
leikhúsmenn. Báðar sýningar
„Brúðarmyndarinnar" voru mjög
vel sóttar og undirtektir góðar.
Rétt er að geta þess að ensk þýðing
textans var lesin í takt við flutning-
inn á íslensku og fengu áhorfendur
sérstök þráðlaus heymartæki til að
hlusta. Morguninn eftir síðari sýn-
ingu mæta þátttakendur í þinginu
á fund til að ræða um leikritið.
„Brúðarmyndin" hlaut einróma lof
á fundinum þann 12. júlí.
Guðmundur Steinsson tók þátt í
leikskáldaþinginu sem lauk 26. júlí,
en leikhópurinn fór heim um miðjan
júií. Fréttaritari Morgunblaðsins
ræddi við Guðmund nokkmm dög-
um eftir að þinginu lauk.
— Hvað viltu segja okkur um
bandariskt Ieikhús?
Bandarískt leikhús gæti verið
stórkostlegt. í þessu stóra landi er
fjöldinn allur af hæfileikafólki, en
það gengur grátlega illa að nýta
möguleikana. Atvinnuleysi er mikið
meðal leikhúsfólks, leikarar og leik-
stjórar vinna ekki nógu samfellt til
að vera í fyllsta formi. Leikhúsið er
í svelti, æfingatími er oft aðeins
fjórar vikur — í íslensku leikhúsi
em það 6 til 12 vikur.
Það líður oft langt á milli þess
að menn leiki, tíminn til æfinga er
of naumur, peningasjónarmiðið
ríkjandi og leikhúsin fá allt of lítinn
stuðning. Maður dáist að þeim sem
em í leikhúsinu hér þrátt fyrir þessa
óhemju erfiðleika. Fæstir gera sér
grein fyrir því, hvað þetta fólk þarf
að leggja á sig og hveiju það þarf
að fóma.
Það er orðið mjög torvelt að lifa
af leikhúsvinnu í Bandaríkjunum.
Þetta veldur því að leikarar, leik-
stjórar og höfúndar líta til sjón-
varpsins og þeir stökkva nánast úr
miðri uppfærslu yfir til sjónvarps-
ins, ef það kallar á þá.
Samt em allir óhamingjusamir,
vegna þess að hjá sjónvarpinu er
ekki verið að vinna listræn störf.
Menn em í auglýsingum eða í
sápuópemm, og þar er takmarkið
það eitt að halda fólki við skerm-
inn. Þetta er fullkomin afþreying,
og fullkomin niðurlæging fyrir lista-
manninn, sem smám saman tapar
Bandaríkjunum
getunni eða þörfinni fyrir að tjá sig
listrænt. Og leikhúsið bíður afhroð.
Um þetta em aliir sammála, ég
er bara að segja það sem allir hér
vita, sem hafa hugsað um þessa
hluti. Fyrir vikið er leikhúsið ekki
eins gott og það gæti verið og fjarri
því að vera nógu gott.
Með því að vera á höfundaþingi
eins og í Waterford, skilur maður
þessa hluti betur. Þetta er heilmik-
il menntun fyrir mann, ekki bara
sem höfund heldur bara almenn
menntun um leikhúsið og heims-
málin, má segja.
— Þú ert þá að tala um
bandarískt leikhús almennt.
Já, raunar em til leikhús út um
land sem gera mjög góða hluti og
em í betri aðstöðu til að spjara sig
listrænt, heldur en leikhúsin í New
York. Broadway er nánast hætt
með alvarlegar leiksýningar, þar
em aðallega sýndir söngleikir. Þeg-
ar einföld uppfærsla á Broadway-
leikriti kostar um milljón dollara,
vilja menn vera ömggir um að ekk-
ert komi upp sem gæti vakið óróa.
Val verka og öll vinna miðast
mjög mikið við að sýnirtgarnar skili
arði og menn hafa lítið svigrúm til
þess að hugsa alfarið um gæði verk-
anna sjálfra, þegar þeir em að Ijúka
þeim. Umboðsmenn og þeir sem
setja upp verk, velta fyrir sér hvað
þurfi til að verk séu fjölsótt og
gera þessvegna kröfur til höfundar-
ins sem ganga á skjön við listrænar
þarfir verksins og sköpunarþörf
höfundarins sjálfs. Og verkið líður
fyrir bragðið.
Lloyd Richards er sífellt að undir-
strika að höfundamir verði að geta
lifað mannsæmandi lífi eins og aðr-
ir. En þeir geta það ekki, það er
ekki gert ráð fyrir því að leikhús-
fólk þurfi að komast af. Jú, menn
detta inn í sjónvarpið og sápuópe
mmar og verða ríkir. En það er
engin iist.
Leikritun líður vegna þess að
margir höfundar skrifa mikið fyrir
sjónvarp og hugsa á máli sjón-
varpsins þegar þeir skrifa fyrir
leiksvið. Howard Stein, prófessor í
leikhúsfræðum við Columbia-
háskólann, sagði við mig að kunn-
áttan að skrifa fyrir svið virðist
vera að glatast, að menn séu að
tapa getunni eða frumkvæðinu til
að skrifa fyrir leikhúsið sem sjálf-
stætt listform.
Takmark leikskáldaþingsins í
Waterford er meðal annars það, að
þar gefist höfundinum kostur á að
vinna að sínu leikverki með þarfír
verksins einar í huga. Þar eiga
ekki að koma við sögu fjárhagsleg
sjónarmið og höfundurinn á að fá
þar allan þann stuðning sem hann
þarf frá leikumm og leikstjóra.
— Hvaða gildi hefur Water-
ford þá fyrir bandarískt leikhús?
Mjög mikið, vegna þess að það
gefur amerískum höfundum von um
að það sé hægt að vinna af alvöru.
Þeir sem koma sínum verkum á
framfæri, hafa_ þama vettvang til
að ljúka þeim. í þessari hörðu sam-
keppni opnar O’Neill miðstöðin
möguleika á að vönduð leikverk
komist inn í leikhúsin. Þessi ráð-
stefna kemur líka þeim leikhúsum
til góða, sem em þrátt fyrir allt að
leita að alvarlegum verkum.
i — Hvaða þýðingu hefur það
fyrir þig að koma hingað?
Þetta er heilmikill lærdómur um
okkar vinnubrögð og um amerískt
leikhús og leikhús yfir höfuð. Við
í íslenska hópnum unnum hér að
okkar verki á sömu forsendum og
við sömu aðstæður og Bandaríkja-
mennimir. Við fengum því gott
tækifæri til að bera okkur saman
við bandarískt leikhús.
Bandaríkjamenn sjá mjög lítið
af erlendum verkum, þeir hafa lítinn
áhuga haft á því sem gerist í leik-
húsi utan landsteinanna, og
almennt á því sem gerist erlendis.
Við skulum hafa í huga að þetta
er stórveldi sem hefur áhrif um all-
an heim, en veit samt furðu lítið
um það sem menn eru að hugsa
annars staðar í heiminum.
Þetta er eitt af því sem hefur
lokist skýrar upp fyrir mér en áð-
ur: Hversu hættulegt það er að
stórveldi sé svona fáfrótt um hugs-
un og mennningu annarra þjóða —
og hversu lítill áhugi hefur verið á
því sem skeður annars staðar í leik-
húsinu.
Einn prófessorinn frá Stokkhólmi
sagði við mig: Við sjáum verk sem
gerist í Reykjavík, Moskvu eða
London og erum strax tilbúin að
meðtaka það, en meðaljóninn í
Ameríku — ja, ef það skeður í Bronx
eða Los Angeles, skilur hann — en
eitthvað se m skeður í Kaupmanna-
höfn eða Búdapest — það er ofar
hans skilningi.
nn Á hinn bóginn er áhugi á er-
lendu leikhúsi smám saman að
aukast í Bandarikjunum, og menn
vita vel að rætur leikhússins eru í
Evrópu. Tengslin eru enn sem kom-
ið er fyrst og fremst við önnur
engilsaxnesk lönd, það er komið
með bresk, áströlsk og kanadísk
leikverk hingað.
— Heimsókn ykkar er eitt af
því sem greiðir fyrir frekari sam-
skiptum?
Það er alveg rétt og í þessu sam-
Senan í kirkjunni var í senn alvarleg og sprenghlægileg: Kristbjörg, Þorsteinn og Guðmundur undir
beykitrénu á útisviðinu þar sem Brúðarmyndin var flutt.
Um Gere og
Davíð konung
Kvikmyndir
Amaldur Indriðason
DAVÍÐ KONUNGUR (King
David). Sýnd í Regnboganum.
Stjömugjöf: ★
Bandarísk. Leikstjóri: Bmce
Beresford. Handrit: Andrew
Birkin og James Costigan eftir
sögu James Costigan byggðri á
Biblíunni. Framleiðandi: Martin
Elfand. Kvikmyndataka: Donald
McAlpine. Tónlist: Carl Davis.
Leikmyndahönnuður: Ken Ad-
am. Helstu hlutverk: Richard
Gere, Edward Woodward, Alice
Krige, Denis Quilley, Niall Buggy
og Cherie Lunghi.
Margar stórstjömumar í
Hollywood hafa ákveðna ímynd í
hugum kvikmyndahúsagesta ann-
aðhvort af því að þeir eru takmark-
aðir leikarar og ráða helst ekki við
nema eina gerð af hlutverkum eða
þeir hafa fest sig í ákveðinni rullu,
sem þeir eiga erfitt með að slíta
sig frá. Þessar stjömur gætu aldrei
leikið ákveðin hlutverk vegna þess
að það hentar ekki ímynd þeirra.
Clint Eastwood gæti t.d. aldrei leik-
ið Jesús Krist án þess að það þætti
fáránlegt. Honum yrði heldur aldrei
boðið hlutverkið nema ef það væri
grínmynd. Það væri líka skrítið að
sjá Jack Nicholson í hlutverki
Gandhis eða Dustin Hoffman S hlut-
verki Rambós eða Richard Gere í
hlutverki Davíðs konungs.
En bíðið við. Þetta síðastnefnda
er engin firra. Stórborgartöffaran-
um og gigalónum Richard Gere var
Richard Gere í hlutverki Daviðs
"
boðið hlutverk Davíðs í stórmynd-
inni Davíð konungur (King David)
á sfðasta ári og til að trompa þá
vitleysu þáði hann boðið. Það hald
manna að stórstjömur trekktu
áhorfendur á myndir hefur ráðið
valinu á Gere en það hefur því mið-
ur sýnt sig æ ofaní æ að þeir tímar
em liðnir. Gere hefur sjálfsagt þeg-
ið boðið í virðingarverðri tilraun til
að breyta ímynd sinni á hvíta tjald-
inu. En það hefur þveröfug áhrif
og skemmir bæði fyrir Gere og
myndinni. Hann er sami töffarinn.
Hann er bara í skrítnari búningum.
Frá því Gere birtist fyrst (það
er auðvitað í rúmsenu) missir mað-
ur tökin á þvf sem er að gerast,
nærvera hans er svo ankannaleg
að athyglin beinist öll að honum
og það veldur óbætanlegu tjóni.
Þetta vissi Richard Attenborough
þegar hann fékk tiltölulega óþekkt-
an leikara (Ben Kingsley) til að
fara með hlutverk Gandhis og þetta
vissi Milos Forman þegar hann réði
Tom Hulse í hlutverk Mozarts í
Amadeus. Þessu hefúr leikstjóri
„Davíðs“, Bmce Beresford, hins
vegar gleymt þegar hann réði Gere.