Morgunblaðið - 12.08.1986, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
21
En það er ekki aðeins flónska að
hafa Gere í titilhlutverkinu; gerð
myndarinnar almennt er flónska.
Hvað sem segja má um þetta tíma-
bil sem nú stendur yfir í sögu
amerískra bíómynda, þá er það
ekki tímabil epískra biblíumynda.
Davíð konungur fylgir frásögn-
um biblíunnar í hvívetna og þrátt
fyrir góðar bardagasenur, vandaða
búninga og leikmyndir vottar ekki
fyrir frumlegum vinnubrögðum í
meðferð sögunnar frá því spámað-
urinn Samúel tilkynnir Sál konungi
að drottinn hafi ekki lengur áhuga
á honum og þar til Davíð deyr í
hárri elli. Hvergi er neitt sem kem-
ur á óvart, engin hliðarspor eni
tekin, ekkert er gert til að auka
skilning manns á efninu og síðast
en ekki síst hefur Riehard Gere
jafnmikið að gera í hlutverk Davíðs
og Mikki mús.
Það er lítið af ástralanum Beres-
ford í Davíð- konungi. í stað þess
að blása ferskum vindum um
draumaborgina hefur hann samlag-
ast mollunni og gerst þátttakandi
í kapphlaupinu um stórgróðamynd-
ina. Megi „Davíð" honum að
kenningu verða.
★ A *
4
Fegrum borgina á 200
ára afmælinu
Við bjóðum fyrirtækjum og ein-
staklingum mjög vandaðar og
sterkar sænskar trefjaplast flagg-
stangir 6 og 8 metra.
Framleiddar af:
5£i
iotmenia mb
Þær eru nu með mest seldu fíag*
_. * ; , ,■ - •' '
á Islandi og má sjá víða
bandi nauðsynlegt að undirstrika
að vinna hópsins héma og kynning
á verkinu sýndi fólki sem vann hér
og þeim sem hingað komu að á
Islandi er frábært leikhús. Menn
voru nánast undrandi yfir því hvaða
vald 'islenskir leikarar háfa á því
að skila verki til áhorfandans. Menn
sögðu: „Vá, eru þeir að gera svona
góða hluti á íslandi, er svona gott
leikhús þar?“
Já! Það er vegna þess að við
höfum hæft fólk og það hefur að-
stöðu til að vinna stöðugt að sinni
list, náttúrulega fyrst og fremst hjá
Þjóðleikhúsinu og Leikfélaginu. Á-
hinn bóginn er leikhúsfólk hér í
Bandaríkjunum meira og minna í
svelti, það er þrengt að því úr öllum
áttum.
Þetta verðum við að hafa í huga
og megum ekki gleyma nauðsyn
þess að varðveita okkar leikhús.
Við getum ekki sagt að við viljum
eiga leikhús sem skiptir máli og
samtímis að það eigi að sjá um sig
sjálft.
v Menn þurfa bara að spyija sig:
Viljum við eiga íslenskt leikhús eða
ekki. Og ef við viljum það, þá verð-
um við að gera eitthvað iyrir
íslenskt leikhús, fjárhagslega og í
öðrum skilningi. Ef við stöndum
ekki vel að þessum leikhúsum okk-
ar, þá eigum við ekkert leikhús eftir
nokkur ár og förum ekki til útlanda
að sýna neitt. Islensk leiklist koðnar
niður og höfundamir flytja burt —
á sama hátt og Guðmundur Kamb-
an og Jóhann Siguijónsson fóru til
útlanda, vegna þess að á íslandi
var ekkert leikhús.
— Er íslensku leikhúsi hætta
búin?
Því er hætta búin eins og pólitík-
in hefur verið rekin að undanfömu.
Það hefur verið rekinn hatrammur
áróður gegn leikhúsinu. Það er
sagt: Tökum fyrir fjárveitingar til
þeirra og látum þá spjara sig sjálfa.
En leikhús þarf fjárhagslegan
stuðning og hann skilar sér í mörg-
um myndum. Hann skilar sér í
menningu okkar og sjálfstæði.
Hann skilar sér í því að við emm
áfram þjóð.
Við segjum — ja, Islendingasög-
urnar, ef þær væm ekki til, þá
væmm við kannski ekki þjóð. En
ef við ættum ekki alla hina þætt-
ina, þar á meðal leikhúsið, þá
væmm við heldur ekki íslensk þjóð.
Og ef við höfum ekki efni á því,
hvetju höfum við þá efni á?
Mér fínnst þetta mjög alvarlegt
mál og ég sé það mun skýrar í ljósi
þessa samanburðar sem við höfum
rætt um. Við sem vomm héma úti
höfum gert okkur betri grein fyrir
þessu. Það er mjög auðvelt að eyði-
leggja, fljótgert að rífa niður — en
hvenær verður þá byggt upp aftur?
Hlutirnir em ekki alltaf eins ömgg-
ir og við skyldum halda.
— Hverju spáirðu um framtíð
islenskrar leikritunar?
Leikhópurinn við samlestur (talið réttsælis frá vinstra horni neðst): Sigrún Edda Björnsdóttir, Þor-
steinn Gunnarsson, Valgeir Skagfjörð, Guðmundur Pálsson, Guðmundur Steinsson, Sigríður Hagalín,
Róbert Arnfinnsson, Kristbjörg Kjeld, Guðrún Gísladóttir og Stefán Baldursson. Ennfremur voru Þór-
unn Sigurðardóttir aðstoðarleikstjóri og Þórunn Sigríður Þorgrímsdóttir leikmyndateiknari með í
förinni. Þau Toni Motter og William Atli Kendall lásu enska textann í hljóðflutningskerfið á sýningum.
Ég held að íslensk leikritun muni
aukast og að við eigum eftir að fá
fleiri og betri höfunda og leikhúsinu
eigi eftir að vaxa fiskur um hrygg.
Leiklistarskólinn er eftir því sem
mér sýnist mjög góður. Þaðan koma
leikarar sem eru með betri menn
tun og undirbúning en áður. Við
reiðum okkur á, að það fólk og
þeir sem fyrir em haldi uppi hinu
raunvemlega leikhúsi.
Dvölin þarna í Waterford var
okkur öllum feykileg uppörvun og
það er gott fyrir íslenska leik-
húsmenn að sjá að þeir em teknir
alvarlega erlendis. Mér finnst að
leikhús sé þrátt fyrir allt ekki tekið
nógu alvarlega á íslandi og mér
finnst stuðningur við það fara
minnkandi. íslenskt leikhús á í vök
að veijast.
Við þurfum, yfirvöld og þjóðin
öll, að veita leikhúsinu fullan stuðn-
ing, hlúa að því eins og lög gera
ráð fyrir — í bókstaflegri merkingu.
Við höfum ekki efni á því að vera
án leikhúss.
— Hvað veldur þessum minnk-
andi stuðningi?
Minni peningar til menningar-
og félagsmála. Það hefur borið á
neikvæðum viðhorfum — sumum
er í nöp við listir og finnst verið
að sóa peningum. Nú hafa þessi öfl
sig í frammi. Það gengur jafnvel
svo langt, að sumir listamenn hafa
orð á því að það eigi bara að leigja
leikhúsin hæstbjóðanda. Það eru til
leikhúsmenn sem vinna opinberlega
að því að drepa íslenskt leikhús.
Ég held að þetta orsakist öðmm
þræði af fávísi, skilningsleysi, skorti
á yfirsýn og gmnnhyggni.
Það er ekki hægt að láta ein-
hveijar almennar hugmyndir um
markaðshyggju vaða yfir allt og
eyðileggja. Bara af því að við ákveð-
um að markaðurinn eigi að ráða.
Það er alltof gróft. Það hefur oft
verið talað um að ídeólógían sé
hættuleg, þama finnst mér verið
að útfæra ídeólógíu á hinn mdda-
legasta hátt, af fólki sem geysist
fram og skilur hvorki eitt né neitt
í íslensku þjóðlífi.
Mér sýnist örla á því að Þjóðleik-
húsið sé farið að keppa við
skemmtanabransann og hafi ekki
hugsað sitt mál. Það á að — svo
ég noti þetta lummulega útjaskaða
orðalag — það verður að hafa „list-
rænan metnað". Mér fínnst að þar
hafi ekki verið unnið af nægri al-
vöm að listinni og ég held að
ráðmenn þar verði að hugsa sinn
gang.
Leikhús má ekki gefa eftir í list-
rænum efnum, þótt móti blási. Ef
leikhúsið stendur ekki sjálft fast á
listrænum kröfum, hvernig er þá
hægt að ætlast til að aðrir geri það?
— Fer áhugi almennings
minnkandi?
Við höfum á Islandi þá sérstöðu
að meirihluti íbúanna sækir leikhús.
En þessi áhugi verður að nærast
af góðum verkum og góðum sýning-
um, það má ekki breyta leikhúsinu
í einhvers konar skemmtanaiðnað.
Sú tilhneiging hefur gert vart við
sig , af ótta og getuleysi sumra til
að standa á listrænum metnaði.
I stað þess að reyna að gera
betur á listrænum forsendum, vilja
þessir menn slaka til, hlaupa í létt-
metið og auka aðsókn fólks á þeim
forsendum. Áhorfandinn glatar þar-
með skilningi á góðu leikhúsi og
missir það sem hann sóttist eftir í
upp hafi og veit að lokum ekki
hvað gott leikhús er. Þannig er það
með fjölmarga sem fai-a í leikhús í
Bandaríkjunum, þeir sjá sjaldan
gott leikhús og vita ekki hvað það
er. Auk þess fara margir ekki í leik-
hús, einmitt vegna þess að þeim
finnst það ekki nógu gott.
Ég hef alltaf haft þá trú að þeirn
mun betra sem verkið er, þeim mun
betur sem unnið er að því, þeim
mun betri verði árangurinn og þeim
mun fleiri fáum við í leikhúsið.
Fólk þráir gefandi leikhús sem hef-
ur það upp andlega í einhveijum
skilningi og þá þurfum við ekki að
hafa áhyggjur af því að menn
skemmti sér ekki.
— Hvað geta leikhúsmenn á
Islandi lært af O’Neill þinginu?
Með þessum aðferðum er hægt
að skoða mun fleiri verk en ella,
það er hægt að skoða verk höfunda
sem eru að byija að skrifa. Höfund-
amir kynnast verkum sínum mikið
betur með þessum hætti.
Það er hægt að gera þetta án
þess að viðstaddur sé stór hópur
áhorfenda, þetta gæti verið innan
leikhússins og bara komið aðstand-
endur þess. Þessa aðferð mætti
nota til kynna erlend verk, klassík-
ina og margt af því sem við sæjum
ekki annars.
Ég sé fyrir mér að það væri
hægt að taka einn höfundinn eftir
annan, það væri hægt að taka þijú
til ijögur Tsjékof verk og Garcia
Lorca og við skulum segja fjögur
til fimm af leikritum Shakespeares
í svona lestur. Maður skoðar verk-
in, fær tilfinningu fýrir inntakinu
og sér möguleika þeirra fyrir sér.
Þetta gæti verið aðdragandi þess
að fullvinna eitthvað eitt verk
hveiju sinni. Þetta gæti hjálpað
okkur að velja og hugsanlega gefið
áhorfendum yfirsýn yfir verk slíkra
höfunda.
Ég hugsa að þetta verði gert og
gæti jafnvel séð þetta fyrir mér sem
samvinnu leikhúsanna, eða þá að
einhveijir tveir eða þrír menn tækju
sig til að stæðu fyrir vinnubrögðum
af þessum toga. Leikhúsfólk þyrstir
auðvitað í að vinna sem mest, fólk
gengur alloft um verkefnalaust,
hvort sem það er á launum eða
ekki. Það væru hæg heimatökin að
fá fólk til að vinna að svona verkum
- sérlega ef þetta tengdist leik-
húsinu beint.
Texti: Jón Ásgeir Sigurðsson
Ljósmyndir: A. Vincent Scarano
og Jón Ásgeir.