Morgunblaðið - 12.08.1986, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
27
Israel:
Rannsókn hafin
í máli leyni-
þjónustunnar
Tel Aviv, AP.
SAMKVÆMT fréttum ísraelskra
dagblaða hóf lögregla landsins í
gaer rannsókn á dauða tveggja
Palestínumanna árið 1984 og
ásökunum um að reynt hafi verið
að hylma yfir málið. Rannsóknin
mun m.a. beinast að þætti ísra-
elsku leyniþjónustunnar Shin
Bet, og verða leyniþjónustumenn
fyrst yfirheyrðir um máiið.
ísraelska útvarpið skýrði frá því
í gær að sjö starfsmenn leyniþjón-
ustunnar hefðu farið fram á að
þeim yrði veitt sakaruppgjöf. Tals-
menn lögreglunnar neituðu að
staðfesta fréttimar, en samkvæmt
fyrirmælum stjómarinnar verður
ekkert skýrt frá gangi rannsóknar-
innar fyrr en lokaniðurstöður liggja
fyrir.
Avraham Shalom, yfirmanni
ísraelsku leyniþjónustunnar, og
þremur aðstoðarmönnum hans hef-
ur veitt sakaruppgjöf, en þeir em
sakaðir um að hafa fyrirskipað
morðin á Palestínumönnunum og
reynt að hylma yfir málið með því
m.a. að falsa sönnunargögn.
Hæstiréttur ísraels staðfesti í
síðustu viku lögmæti ákvörðunar
forsetans Chaim Herzogs um sakar-
uppgjöf fjórmenninganna. Ymsir
lögfræðingar höfðu dregið í efa að
forsetinn hefði vald til að náða
Shalom áður en þeir hefðu verið
ákærðir.
Holland:
Sprenging í tehúsi
Schiedam, Hollandi, AP.
MIKLAR skemmdir urðu á tyrkn-
esku tehúsi í sprengingn í borg-
inni Schiedam í Hollandi snemma
á sunnudag. Tveir menn voru
handteknir síðar um daginn.
Samtök hægri öfgamanna, sem
nefnast Ungliðaflokkur Schiedam,
lýsti yfir ábyrgð á verknaðinum, að
sögn lögreglu. Þessi flokkur ber
einnig ábyrgð á árás, sem gerð var
á samkomustað fyrir útlendinga í
borginni í mars.
Sciedam er skammt frá Rotter-
dam og er þar mikið um erlenda
verkamenn. Hægri samtök hafa
undanfarin ár haldið fram að útlend-
ingarnir tækju bæði atvinnu og
félagsleg hlunnindi af Hollending-
um.
Flóð í Ástralíu
Að undanförnu hafa verið mikii flóð í Ástralíu, en þau komu í
kjölfar gífurlegra rigninga eftir þurrasta vetur aldarinnar. Hér
sést hvar úthverfi Sidney liggur að miklu leyti undir vatni. Nýja
Suður-Wales varð verst úti í flóðunum og er vitað um a.m.k. sex
manns sem fórust í þeim.
Samkomulag*
OPEC verði
framlengt
Abu Dhabi, AP.
Olíumálaráðherra Iraks spáði
því um helgina að gildistími sam-
komulags OPEC-ríkja um tak-
mörkun olíuframleiðslu yrði
framlengdur. Samkomulagið
gildir til októberloka.
Ráðherrann, Qassan Taqi, kvaðst
ennfremur í viðtali við blað í Samein-
uðu arabísku furstadæmunum,
búast við því að aðildarríki OPEC
mundu draga úr olíuframleiðslu í
september og október, svo að hún
yrði 16,7 milljónir tunna á dag.
Olíumálaráðherrar OPEC-ríkja
munu hittast að máli að nýju 6.
október nk. til að ræða um hvort
bráðabirgðasamkomulag þeirra
verði framlengt eða ekki.
Átöká
skyndi-
bitastað
London, AP.
KONA lét lífið og tveir menn slös-
uðust í hnífabardaga á Gatwick--
flugveili á sunnudaginn. Fólkið
starfaði á skyndibitastað á flug-
vellinum.
Fréttir voru nokkuð á reiki en svo
virðist sem starfmenn skyndibita-
staðarins hafi lent í hinni hatrömm-
ustu rimmu með fyrrgreindum
afleiðingum. 24 ára gömul kona, sem
stungin hafði verið í brjóst og háls,
lést á leiðinni í sjúkrahús og tveir
menn, sem einnig höfðu hlotið
hnífstungur, þurftu á aðhlynningu
lækna að halda.
Lögreglan hefur handtekið einn
mann vegna máls þessa.