Morgunblaðið - 12.08.1986, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
Neytendasamtökin mótmæla verðhækkun á kartöflum:
Telja hækkunina um 100%
umfram matvöruvísitölu
— Kartöfluverð mun
lækka talsvert, segir
talsmaður Ágætis
Neytendasamtökin hafa sent
frá sér yfirlýsingu þar sem þau
mótmæla harðlega þeim miklu
verðhækkunum sem orðið hafa
að undanförnu á kartöflum og
ýmsum öðrum tegundum garð-
ávaxta. Heildsöluverð á nýjum
islenskum kartöflum hefur
hækkað um 39% milii ára á
meðan verðbólga hefur verið
um 20%. Það misræmi ásamt
yfirlýsingu kartöflubænda á
Suðurlandi um að ekki væri von
á mikium verðlækkunum á næst-
unni gerir það að verkum að
Neytendasamtökin sjá sig knúin
til að mótmæla.
^ Á blaðamannafundi sem neyt-
endasamtökin héldu, kom m.a. fram
að frá því í byijun júlí sl. hefur
verð á kartöflum hækkað úr 47 kr.
kílóið, að meðaltali, í 82 kr., sem
er rösklega 74% hækkun. I septem-
ber í fyrra, þegar nýjar íslenskar
kartöflur voru komnar á markað,
kostuðu þær 37 kr. kílóið, og eru
kartöflur því nú, tæpu ári síðar,
seldar á 122% hærra verði.
Á undanfömum 12 mánuðum
hefur framfærsluvísitalan Iiækkað
■ ium 21,5% og matvöruvísitalan um
23%. Samkvæmt því ætti meðalverð
á kartöflum að vera um 45 kr. kíló-
ið. Þrátt fyrir þetta misræmi og
væntanlegt offramboð vegna mikill-
ar uppskeru, lýsir formaður Félags
kartöflubænda á Suðurlandi því
yfir í fjölmiðlum, að ekki sé von á
miklum verðlækkunum á næstunni.
Neytendasamtökin vilja því skora
á framleiðendur og dreifingaraðila
að lækka nú þegar verð á kartöflum
og öðrum garðávöxtum sem hækk-
að hafa óeðlilega mikið. Ennfremur
vilja neytendasamtökirv beina því til
alþingismanna að á næsta þingi
verði felld niður heimild landbúnað-
arráðherra til að leggja allt að 200%
jöfnunargjald á innfluttar kartöflur.
Jóhannes Gunnarsson, formaður
neytendasamtakanna, sagði að sú
hækkun sem jöfnunargjaldið hefði
valdið hefði verið notuð til þess að
fá neytendur til að sætta sig betur
við hið háa verð sem nú væri á
nýjum íslenskum kartöflum. „Neyt-
endasamtökin óska eftir því við
verðlagsyfirvöld að verðmyndun
kartaflna og annars grænmetis
verði nú þegar rannsökuð og borin
saman við verðmyndunina áður en
verðlagning var gefin fijáls. Við
höfum til þessa verið hlynntir
fijálsri verðlagningu en ef hún leið-
ir til þess sem við höfum orðið vitni
að nú, sjáum við okkur tilneydda
að krefjast verðlagsákvæða eða
grípa til annarra ráðstafana til að
knýja fram verðlækkun," sagði Jó-
hannes.
„Eðlileg samkeppni er ekki fyrir
hendi á kartöflumarkaðnum eins
og málum er háttað nú. Innflutning-
ur á kartöflum er bannaður og
einungis fjórir innlendir aðliar
standa að dreifingu á kartöflum.
Engar eldri kartöflur eru á mark-
aðnum svo neytendur eru tilneyddir
að kaupa nýjar íslenskar kartöflur.
Tvær tegundir kartaflna eru á
markaðnum en það eru annarsveg-
ar fljótsprottnar Premier-kartöflur
og hins vegar gullauga sem eiga
að vera betri og dýrari. Að sögn
Jóhannesar Gunnarssonar vill verða
misbrestur á því að verð og gæði
kartaflna fylgist að í verslunum þar
sem kaupmenn þekki ekki í sundur
gullauga og Premier. „Við hjá Neyt-
endasamtökunum leggjum áherslu
á að innlend gæðaframleiðsla sé
forsenda innflutningsbanns. Neyt-
andinn á rétt á að velja og hafna.“
„Kartöflur og garðávextir eru
nauðsynjavara sem fráleitt er að
íþyngja með tollum eða öðrum
gjöldum. Þess vegna hvetja Neyt-
endasamtökin stjórnvöld til að fella
niður gjöld af þessum vörum þegar
þær eru fluttar til landsins. Jafn-
framt verði gjöld af rekstrarvörum
garðjurtaframleiðenda afnumin.
Við leggjum áherslu á að hér er
um sameiginlegt hagsmunamál
neytenda og framleiðenda að ræða.
Óeðlilega hátt verð er líklegt til að
hvetja til breyttra neysluvenja og
auka þannig á offramleiðlu og þann
vanda sem af henni leiðir," sagði
Jóhannes.
„Ef leyft væri að flytja inn kart-
öflur núna myndu þær kosta á
bilinu 44-57 kr. kílóið. Ef jöfnunar-
gjaldið væri afnumið myndu þær
kosta á bilinu 29-39 kr. en nú kost-
ar kílóið af nýjum íslenskum
kartöflum 82 kr.
Hvað verð á öðrum garðávöxtum
en kartöflum varðar er afar brýnt
að verð á hvítkáli lækki. Kílóið af
hvítkáli kostar nú 80 kr. en inn-
flutt kál myndi kosta um 30 kr.
Helsta baráttumál okkar er þó að
verð á kartöflum og gulrófum, sem
eru 58% af heildargrænmetisneyslu
landsmanna, verði lækkað, en það
hefur hækkað lang mest og verður
það að teljast harla óeðlilegt þar
sem þarna er um hollustu- og nauð-
synjavöru er að ræða,“ sagði
Jóhannes Gunnarsson, formaður
Neytendasamtakanna, að lokum.
Morgunblaðið hafði samband við
Gest Einarsson, framkvæmdastjóra
Ágætis, sem sér um dreifingu á
kartöflum og sagði hann að ástæð-
an fyrir þessu háa verði á kartöflum
nú, væri að skortur hefði verið á
þeim og verðið því stjómast af
framboði og eftirspurn. Bændur
sæju sér ekki hag í að taka upp
hálfsprottnar kartöflur nema fá
fyrir þær gott verð. Hann sagði
ennfremur að nú hefði framboð af
Premier-kartöflum aukist til muna
og markaður fyrir þær orðinn svo
til mettaður og því myndi verð á
þeim lækka talsvert. Enn væri
skortur á gullauga og rauðum og
því lækkuðu þær minna.
T
Dömur
skartíð ykkar fínasta
á 200 ára afínæli Reykjavíkur
★ í MAIDENFORM undirfatnaði
★ í BITTE fötunum vinsælu frá Danmörku
★ í sumarlegum, léttum samkvæmiskjólum, síðum eða stuttum.
★ Og heildarsvipurinn fæst með GINUSKÓM og veski í stíl við.
VERIÐ VELKOMNAR
Blái fuglinn
Sjávarútvegsráðuneytið;
Synjaði löndun-
arbeiðni fær-
eysks loðnuskips
— Astæðan m.a. sú að ekki hafa tekist
samningar um skiptingu loðnustofnsins
Sjávarútvegsráðuneytið synjaði Síldarverksmiðjum ríkisins
leyfis að taka við afla úr færeysku loðnuskipi síðastliðinn föstu-
dag, en fyrirspurn hafði borist frá færeyska skipinu þar að
lútandi.
Að sögn Árna Kolbeinssonar,
ráðuneytisstjóra í sjávarútvegs-
ráðuneytinu, barst ekki formlegt
erindi frá Síldarverksmiðjum ríkis-
ins varðandi löndunarbeiðni fær-
eyska skipsins, heldur var haft
símasamband við ráðuneytið og
spurst fyrir um hvernig slíkri beiðni
yrði tekið. „Meginreglan í okkar
löggjöf er sú að erlendum skipum
er bannað að landa hér á landi og
heimild til löndunar og verkunar
afla hér er bundin við íslensk skip,“
sagði Árni. „Hins vegar eru sérstak-
ar 'undanþáguheimildir sem ráð-
herra hefur til að víkja frá þessari
meginreglu og okkur sýndist ekki
að ástæða væri til að víkja frá
meginreglunni í þessu tilviki."
Ámi Kolbeinsson sagði að í þessu
máli væru mörg sjónarmið, meðai
annars þau, að samningar hefðu
ekki náðst við Grænlendinga um
skiptingu á loðnustofninum. Meðan
þannig væri ástatt væri ekki við
því að búast að íslensk stjórnvöld
færu að teygja sig eins langt og
íslensk lög framast leyfðu í að auð-
velda þessar veiðar. Norðmenn
hefðu tekið svipaða afstöðu gagn-
vart svipuðum beiðnum af sömu
ástæðu. „Án þess að ég vilji full-
yrða að þetta sé eina eða megin
ástæðan fyrir því að við synjuðum
beiðni færeyska skipsins held ég
að þessi sjónarmið hljóti að vera
uppi í rnálinu," sagði Árni Kol-
beinsson.