Morgunblaðið - 12.08.1986, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986
39
Afmæliskveðja:
Sveinn Tryggvason
fv. framkvæmdasljóri
í dag er sjötugur Sveinn
Tryggvason, mjólkurfræðingur,
fyrrverandi framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs landbúnaðarins.
Sveinn fæddist á Akranesi 12.
ágúst 1916. Foreldrar hans voru
hjónin Tryggvi Benónýsson, sjó-
maður ættaður úr Skorradal, og
Sveinsína Sveinsdóttir. Þau bjuggu
og störfuðu á Akranesi alla tíð.
Sveinn ólst upp með foreldrum
sínum við heldur kröpp kjör eins
og flestir í smáþorpum á Islandi
bjuggu við í lok fýrri heimsstyijald-
arinnar og fram yfir kreppuárin.
Hann stundaði gagnfræðanám í
Reykjavík 1932—1933 og iðnnám
á Akureyri 1933-1934. Ungur fór
hann í sumarvinnu að Hvanneyri
til Halldórs Vilhjálmssonar skóla-
stjóra.
Halldór var næmur á að finna
góð mannsefni og hvetja þau til
dáða. Hann hvatti Svein til að fara
í landbúnaðamám. Um þessar
mundir var Sigurður Guðbrandsson
nýtekinn við forstöðu mjólkursam-
lagsins í Borgamesi, þá nýkominn
úr mjólkurfræðinni í Noregi. Hann
bar með sér nýjar hugmyndir um
framleiðslu, meðferð og vinnslu
mjólkur frá Noregi.
Það réðst svo að Sveinn fór í
mjólkufra^ðinám og starf til Sigurð-
ar Guðbrandssonar. Eftir tveggja
ára starf í mjólkursamlaginu í Borg-
amesi og á Akureyri réðst svo fyrir
hvatningu Sigurðar og þó enn meir
Halldórs skólastjóra á Hvanneyri
að Sveinn fór til Noregs í fram-
haldsnám í mjólkurfræði.
Hann réðst til inngöngu í Statens
Meieriskole, Þrándheimi í Noregi
1935 og lauk þaðan námi 1937.
Eftir heimkomuna tók hann til
að vinna samkvæmt menntun sinni
í mjólkuriðnaðinum.
Fyrst réðst hann til mjólkustöðv-
Þessir krakkar efndu til hlutaveltu í Langagerði 29 hér í bænum
fyrir nokkru til ágóða fyrir Blindrafélagið. Þau söfnuðu 846 krónum
til félagsins. Þau heita: Ása Einarsdóttir, Jörgen A. Guðmundsson
og Anna L. Sigurðardóttir.
Bryndís, Berglind og Jóhanna efndu til hlutaveltu i Bakkaseli 12,
Breiðholtshverfi fyrir þó nokkru. Ágóðanum sem var rúmlega 600
krónur færðu þær Krabbameinsfélaginu.
Þessir krakkar heita: íris E. Elísdóttir, Bragi V. EHsson, Svanfríður
I. Guðbjörnsdóttir og Guðbjörg A. Guðbjörnsdóttir. Þau færðu Lyng-
ási 1.100 krónur sem var ágóði af hlutaveltu sem þau efndu til.
arinnar í Reylq'avík og var stöðvar-
stjóri þar í eitt ár. Þá réðst hann
til mjólkurstöðvar Hafnarfjarðar.
Þar vann hann í fjögur ár frá
1938-1942.
Síðan réðst hann norður á Sauð-
árkrók og var mjólkurbússtjóri þar
í eitt ár.
Á þessum árum voru miklar
breytingar að geijast í íslenskum
landbúnaði. Ný tækni hélt innreið
sína í landbúnaðinn. Á stríðsárun-
um flutti fólk úr sveitum í strfðum
straumum til þéttbýlisins. Færri
hendur voru til að vinna verkin og
vélar urðu að koma til svo búskap-
urinn gæti gengið. Mæðiveiki
herjaði á sauðfjárstofn landsmanna
og bændur snéru sér meira að
mjólkurframleiðslu til sölu en áður
hafði verið. Þéttbýlisfólkið hafði um
aldirnar orðið sjálft að bjarga sér
með mjólk eða vera án hennar ella.
En nú hófst framleiðsla á mjólk,
smjöri og ostum til sölu í þéttbýlinu
en kúaeign þar lagðist smám saman
af. Þessar miklu þjóðlífsbreytingar
og atvinnuháttabreytingar kröfðust
nýrrar þekkingar og aukinnar leið-
beiningarstarfsemi.
Búnaðarfélag íslands stóijók
ráðunautastarfsemi sína á stríðsár-
unum og í lok stríðsins til að mæta
þessum nýju viðhorfum og kröfum.
Ákveðið var að stofna embætti
ráðunauts í mjólkurfræðum og
Sveinn var valinn til að gegna því
embættí og var ráðunautur hjá BÍ
í mjólkurfræðúm frá 1942 til 1947.
Hann fór víða um land til að leið-
beina um bætta meðferð mjólkur
og að aðstoða bændur og félags-
samtök þeirra við að stofna ný
mjólkursamlög þar sem þeirra var
talin þörf og endurskipuleggja önn-
ur.
Mjólkurmatur hafði verið gerður
á heimilum landsmanna allt frá
landnámsöld. En nú voru kröfur
gerðar um aukna fjölbreyttni í vöru-
framboði, miklar kröfur voru gerðar
um hreinlæti og ný geymslutækni
tekin upp, enda um verksmiðju-
framleiðslu að ræða í úrvinnslu
mjólkurinnar.
Sveini þótti takast vel og farsæl-
lega að leysa þessi störf og hann
ávann sér traust þeirra manna, sem
hann vann með.
Þegar Framleiðsluráð landbún-
aðarins var stofnað með iögum er
tóku gildi 1. júlí 1945 varð nokkur
umræða um hvaða maður væri
líklegastur til að verða fram-
kvæmdastjóri þess.
Menn í Framleiðsluráði urðu
strax sammála um að leita til Sveins
um að taka starfið að sér og svo
varð. Sveinn var framkvæmdastjóri
Framleiðsluráðs frá stofnun þess
og til loka ársins 1979 eða í þijátíu
og tvö og hálft ár alls.
Það kom í hlut hans að móta að
miklu leyti starfsemi ráðsins og
fórst honum það mjög farsællega.
En jafnframt hélt hann áfram að
vera ráðgjafi um byggingu nýrra
mjólkursamlaga víðsvegar um
landið og sameiningu annarra þar
sem það átti við og átti stóran þátt
í umbótum og framförum mjólkur-
iðnaðarins um langt árabil.
Hann var frumkvöðull að land-
búnaðarsýningunni 1947, sem varð
mikil lyftistöng fyrir landbúnaðinn
og olli straumhvörfum um framtíð
hans. Síðar beitti hann sér fyrir
öðrum sýningum.
Hann var fulltrúi Stéttarsam-
bands bænda í stjóm útflutnings-
sjóðs 1957-1960.
Hann átti lengi sæti í sexmanna-
nefnd, sem einn þriggja fulltrúa
bænda í nefndinni. Sveinn gekksj^
fyrir stofnun íslandsdeildar nor-
rænu bændasamtakanna
1949/1950. Hann var lengi formað-
ur deildarinnar. Hann sótti fijölda
funda til Norðurlandanna fyrir ís-
lands hönd og átti stóran þátt í að
koma á nánari og betri verslunar-
samböndum á milli íslands og
annarra Norðurlanda en verið
höfðu, auk annarra tengsla við
bændur ( þeim löndum.
Sveinn var ritstjóri Árbókar land-
búnaðarins frá 1964 til 1983. Hann
átti sæti í mörgum stjómskipuðum
nefndum um fjölda ára.
Hann átti lengi sæti í miðstjóm
Framsóknarflokksins og var fulltrúi
í framkvæmdanefnd hans um mörg
ár. Hann var einn helsti ráðgjafi
stjómvalda um mótun stefnu í land-
búnaðarmálum á meðan hann var
framkvæmdastjóri Framleiðslu-
ráðs.
Sveinn er mjög glöggur á aðalat-
riði mála. Hann er öfgalaus í
skoðunum og setur þær fram skýrt
og skilmerkilega í fáum orðum.
Hann þekkti vel til landbúnaðar-
mála meðal nágrannaþjóða okkar
og gat miðlað öðmm af þeirri þekk-
ingu. Hann var mjög afkastamikill
og farsæll í störfum.
Kona Sveins er Gerður Þórarins-
dóttir. Þau hafa lengi átt fallegt
heimili í Brekkugerði 18 hér í borg.
Það verða margir til að þakka
Sveini ævistarfið í dag. Heillaóskir
fylgja honum fram á áttunda ára-
tuginn frá Framleiðsluráði land-
búnaðarins og gömlum vinnufélög-
um í bændasamtökunum með
þakklæti fyrir gott samstarf.
Gunnar Guðbjartsson
YTOMINNUMA
Okkar frábæru barna- og unglingahúsgögn. Fiölbreytt-
asta úrval sem völ er á. __ __
írVTTU / FURU
Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegi 68, Hafnarfirði, s. 54343.
Skrifstofiiliúsgögn
Skrifborð 90x180
kr. 14.400,-.
SENDUMIJM ALLT LAND
SKBIFBOU
MAUAKSIÆUn
VÉUUTIINAUOU
TÖLVUBOU
SKÁPAHNIN6AB
HHLLUEININ GAB