Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 47

Morgunblaðið - 12.08.1986, Page 47
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 47 Spánarkonungur séður með myndavél Snowdons lávarðar Konungur Spánveija, Juan Carlos, hefur nú setið á valdastóli í ára- tug og þykir hafa gengið vel að festa sig í sessi. Það var engan veginn sjálf- gefið að spænska konungdæmið stæðist þau stjómmálalegu átök, sem hlutu að fylgja í kjölfarið á endalokum einræðistíma Francos hershöfðingja, sem var einræðisherra í landinu ( 36 ár. En Juan Carlos og Soffía drottning njóta sívaxandi vinsælda þegna sinna, ekki síst eftir að konungur brást snöf- urmannlega við einu valdaránstilraun- inni sem gerð hefur verið frá því að hann settist í hásæti. Það var eins og menn muna árið 1981, að Tejero ofursti í hemum réðst inn í þingsali með vopnum og hélt þingheimi í gíslingu meðan heimurinn horfði agn- dofa á allt saman, þar sem valdaráns- menn áttuðu sig ekki á því að sjónvarpsmyndavélar í þingsalnum vom í gangi og sýndu allt sem fram fór á skjám landsmanna. En konungur brá skjótt við og hélt sjálfur í sjónvarpssal, þar sem hann hvatti þjóð sína og hershöfðingja til þess að standa vörð um lýðræðið, sjálf- ur klæddur búningi æðsta yfirmanns hersins. Síðan hefur lýðræðið á Spáni styrkst og jafnframt konungsdæmið. Á sínum tíma gerði spænski málarinn Goya marga samtímamenn sína ódauðlega á léreftinu, bæði eðalborna og almúgamenn. Á okkar dögum gegnir Ijósmyndin að nokkru leyti því hlutverki sem pensill listmálarans sá einn um áður. Og því var það þegar ákveðið var að nú skyldi ímynd kon- ungshjónanna greypt í hugi þegnanna í tileftii tíu ára valdaferils, að ljós- myndarinn Snowdon lávarður var fenginn til verksins. Snowdon þykir hinn liðtækasti ljós- myndari og auk þess skemma þau ekki fyrir honum, samböndin sem hann hefur við evrópska aðalinn gegn- um tengsl sín við bresku hirðina. En hann er, eins og kunnugt er, fyrrver- andi eiginmaður Margrétar prinsessu og mágur Englandsdrottningar. Ekki verður þó annað séð á myndunum en Snowdon hafi eitthvað sótt í smiðju meistara Goya við uppbygginguna, því þær minna mjög á málverk fyrri alda af kóngafólki. Ljósmynd Snowdons lávarðar af Spánarkonungi minnir á málverk gömlu meistaranna, sérstaklega landa konungs, Goya. Lýsingin er höfð dauf og það var ákvörðun ljós- myndarans að láta konung skrýð- ast sígildri svartri spænskri skikkju, frekar en fullum herklæð- um nútímans. Merkingu úlfhunds- ins og taksins sem konungur hefur á honum geta menn síðan lagt út á ýmsa vegu. Það er örlitlu léttara yfir myndinni af drottn- ingunni, enda hefur greinilega ekki þótt sama ástæða til að und- irstrika völd hennar og konungs. Það er amk. enginn úlfhundur, sem hún heldur á í fanginu, þó að öll sé Ijósmyndin, og ímyndin, hin virðu- legasta. í tilverunni eftir að þeim kafla var lokið. Ég lagðist í algert þung- lyndi, missti alla sjálfsvirðingu og glataði öllum vinum mínum. Loks var svo komið að ekkert komst að nema næsta sprauta og ég bjó í gluggalausu hreysi, en var sama. Á elleftu stundu gerði ég mér þó grein fyrir því að ef svona héldi áfram biði mín ekkert nema dauðinn og mér tókst að virkja síðustu kraftana til að koma mér í meðferð.“ Að- ferðin sem Headon segir að hafí hrifið var nálastungumeðferð og nú kveðst hann þess albúinn að byggja upp tónlistarferilinn að nýju. Hea- don er höfundur alvinsælasta lags sem Clash létu frá sér fara á sínum tíma, „Rock the Cashbah", og lék sjálfur á öll hljóðfærin í því lagi, þvó svo að það væri gefið út í nafni hljómsveitarinnar allrar. Hann hef- ur því sýnt og sannað að hæfíleik- amir eru til staðar, svo framarlega sem þeir hafa ekki horfíð í heróínið. COSPER Skapa f ötin manninn? Það er oft sagt að fötin skapi manninn — en hugum eilítið að þeirri staðhæfingu. Það er nefnilega líka sagt um suma að allt sé fallegt sem þeir klæðast, persónan sjálf gefi fötunum (eða umgjörðinni) ljóma við það eitt að klæðast þeim. Víst er að fötin sem menn klæð- ast hafa mikið að segja fyrir heildarútlit og eigin vellíðan, þau geta í besta falli undirstrikað per- sónuleikann, ef svo má að orði komast. íslendingar fá það orð að þeir fylgist mjög vel með öllum tísku- straumum og tileinki sér tískuna á allan máta án þess að hika. Ef til vill gengur þetta sumsstað- ar út í öfgar og verst er þegar börnin fá ekki að vera böm í friði. Ung íslensk stúlka, sem leggur stund á fatahönnun í sjálfri háborg tískunnar, París, lét nýlega hafa eftir sér í blaðaviðtali að íslending- ar virtust vera með fatadellu. Illt er ef satt er. Glöggt er gests augað, segir íslenskur málsháttur og eru áreið- anlega allir tilbúnir að samþykkja það þegar það góða við land og þjóð vekur athygli. Ef það eru að- finnslur horfír málið öðruvísi við. En það hefur vakið athygli er- lendra gesta, og þeir haft orð á, að það sé undarlegt að sjá hvað allir eru eins klæddir, hárið eins greitt og klippt, kvenfatnaður sé meira og minna eins litur og fleira (þeim dúr. Það sé aftur á móti lítið um að menn skeri sig úr með per- sónulegum stfl. Það er ekki laust við að stundum verði heimamenn varir þess sama á götum úti og á mannamótum og taki allt í einu eftir. Getur það verið að við höfum öll sama smekk? Eða þurfum við helst að vera eins og næsti maður í útliti sem öðru? „Úniform“ og samtrygging Fyrir skömmu velti heimspeki- prófessor við háskólann í Osló, Anfinn Stigen heitir hann, því fyrir sér í blaðaviðtali hvað væri þess valdandi að menn hlypu stanslaust eftir duttlungum tískunnar. Sjálfur sagðist hann engan veginn vera óháður tísku- straumum. „Að klæðast tísku- fatnaði," segir prófessorinn, „er í raun tilraun mannsins til að kom- ast í nokkurs konar „úniform", þar sem allir eru eins, eru jafningj- ar og falla með því inn í fjöldann, verða nafnlausir. Menn hræðast það að skera sig úr, vera öðru- vísi, en með því tapa þeir því sem einkennandi er við eigin persónu. Slík tilhneiging er (raun áhyggju- efni,“ segir prófessorinn, „menn hlíta fyrirmælum tískufrömuða möglunarlaust og tískufötin verða nokkurskonar samtrygging í til- verunni, gerir alla eins.“ Svo mörg voru þau orð. Ef óhætt er að leggja trúnað á orð prófessorsins má segja, að ekki sé allt sem sýnist í mannlegu eðli þegar grannt er skoðað. Texti: B.I.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.