Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 53
Sex eininga Salix hillusamstæða frá VIÐJU á kr. 23.800,- Hvít með bláum eða rauðum skúffum og skápahurðum. 20% ÚTBORQUM 12 MÁHADA QREIÐ5LUKJÖR Þetta hefur verið ánægjulegt Michel Brown þingmaður áður. Á hinn bóginn þá erum við atvinnumenn sem gerum ekkert annað en að leika knattspyrnu og það vegur auðvitað þungt í svona samanburði. Ætli ég svari þessu ekki bara eins og þegar ég er spurð- ur að því hvort ég muni vinna kosningar: Ég skal segja þér það þegar búið er að telja síðasta at- kvæðið. Og á sama hátt skal ég segja þér hvernig leikurinn fer þeg- ar dómarinn hefur blásið til leiks- loka.“ - Hefurþértekistaðlæraeitt- hvað í íslensku þann stutta tíma sem þú ert búinn að dvelja hér? „Nei. Ég er hinn dæmigerði Eng- lendingur sem er mjög latur við að læra tungumál og ég hef ekki lært eitt einasta orð í íslensku á þessum dögum," sagði Michel Brown hinn eldhressi þingmaður íhaldsflokks- ins í Bretlandi. ur bókstaflega gert kraftaverk í sambandi við þessa heimsókn. Það hefur verið alveg sama hvað hefur komið uppá, hann hefur reddað hlutunum á augabragði og það er með ólíkindum hversu duglegir þeir hafa verið og liðlegir," svarar Magni. „Hingað til hefúr allt geng- ið mjög vel og móttökumar hjá honum Magna eru frábærar," sagði Jón og bætti síðan við: „Hann er góður skipstjóri og sem slíkur hefur hann skipulagt allt eins og best verður á kosið — meira að segja veðrið." í Grimsby verður haldin íslands- kynning dagana 22. og 23. septem- ber í haust og sagði Jón að þessi ferð knattspyrnumanna borgarinn- ar væri passaði mjög vel inní það allt saman því ferðarinnar verður lengi minnst í Grimsby og mun ör- ugglega hafa sín áhrif á velvild í garð Islands. „Það er alveg öruggt að skipverjar á Berki þurfa ekki að fara í vasa sinn eftir pundum þegar þeir fara næst á völlinn hjá Grimsby," sagði Jón Olgeirsson ræðismaður að lokum. HUSGAGNAVERSLUNIN VIBJA Smiöjuvegi 2 Kópavogi sími 44444 Þar sem góöu kaupin gerast hagsmála sem ég vissi eitthvað um landið. Mitt áhugasvið er mest á sviði stjórnmála og því eðlilegt að ég viti einna mest um þá hlið. Þegar kunningjar mínir í Eng- landi vissu að ég væri að fara til Islands sögðu allir mér hve gífur- lega fallegt væri hérna þannig að ég var viðbúinn hinni miklu nátt- úrufegurð sem hér er. Þessi ferð hefur sannfært mig um að það sem ég hafði heyrt af henni voru engar ýkjur. Það eru mikil viðbrigði fyrir mig að köma hingað og sjá öll þessi fjöll því ég er úr héraði þar sem allt er flatt og hvei'gi sjást fjöll þannig að þetta hefur verið mjög eftirminnilegt allt saman. Gestrisni ykkar hefur komið mér verulega á óvart. Það er sama hvar við kom- um, allir eru boðnir og búnir til að gera allt fyrir okkkur." — Hvað um knattspyrnu, fylg- ist þú mikið með henni? „Já, ég fylgist talsvert með henni og þá sérstaklega mínu liði, Grims- by Town, en ég er ekki góður í knattspyrnu sjálfur. Ég hlusta reglulega á útvarpið heima um helgar þegar sagt er frá úrslitum helgarinnar og þannig fylgist mað- ur með þessu. Það hefur verið sérstaklega ánægjulegt að vera hér með strákunum í liðinu og nú þekki ég þá miklu betur en áður. Þetta eru allt góðir strákar sem hafa áhuga á því sem þeir eru að gera og ég er sannfærður um að þeim gengur vel í vetur.“ - Segðu mér, hvernig fer leik- urinn á eftir við Þrótt? „Tja, nú er erfitt að spá. Þróttur hefur vinninginn vegna þess að það er leikið á malai-velli og strákamir okkar hafa aldrei séð svona völl Jón Olgeirsson _ Er þetta ekki dýrt fyrir- tæki? „Jú, þetta kosta allt sitt, en það hafa margir lagt okkur lið í þessu öllu saman. Sérstaklega á Agúst Rúnarsson hjá Æfíntýraferðum miklar þakkir skildar því hann hef- — sagði Miehel Brown þingmaður um íslandsferðina ÞAÐ VORU ekki eingöngu knatt- spyrnumenn sem komu hingað í boði Þróttar. Einn þingmaður var einnig með í förinni og heit- ir sá Michel Brown og er þingmaður Ihaldsflokksins í Brigg Cleethorpes-héraði en það er það svæði sem Grimsby er í. Við ræddum við þingmanninn á Neskaupstað á laugardaginn fyr- ir leik Grimsby við gestgjafana og spurðum hann fyrst hvernig stæði á því að hann væri í för með liðinu. „Mér var boðið að koma með hingað til lands og það voru for- ráðamenn Fylkis sem buðu mér að koma og ég hafði ekkert á móti því að koma hingað. Þetta er kærkom- ið tækifæri fyrir mig sem þingmann að ræða við þá sem viðskipti eiga í Grimsby og einnig að kynnast landi og þjóð lítillega. Fyrirtæki í eigu íslendinga í Grimsby eru nokk- uð mörg og þau veita atvinnu á staðnum og fyrir það erum við þakklát. Ég er búinn að hitta hér þá sem selja físk til okkar í Grims- by og einnig hef ég skoðað salt- fiskverkunina hér í Neskaupstað, Ég er orðinn of gamall fyrir mölina — sagði Mark Lyons stjóri Grimsby Town „ÞETTA ER, í einu orði sagt, búið að vera stórkostleg ferð hjá okkur hingað til íslands,“ sagði Mike Lyons framkvæmdastjóri og leikmaður með Grimsby Town þegar blaðamaður ræddi við hann eftir leik þeirra við gestgjafa sína, Þrótt frá Neskaupstað, á laugar- daginn, en þann leik vann Grimsby með sex mörkum gegn engu. „Gestrisni íslendinga er alveg annarri ástæðu sem ég lék ekki í einstök og maður á varla orð til að lýsa þeim. Hvað okkur varðar þá var þessi ferð fyrst og fremst farin til þess að sameina strákana betur — fá þá til að vera saman á ferða- lagi. Við höfum notið ferðarinnar vel þó svo þetta hafi verið geysilga erfitt því við erum búnir að æfa mikið en engu að síður hefur þetta verið frábært í alla staði." Lyons sagði í samtali við Morg- unblaðið við komuna til landsins að hann hugsaði þessa ferð fyrst og fremst til að ná upp góðum anda í liðinu og sameina þá. Finnst honum þetta hafa tekist og var þessi ferð erfiðisins virði? „Já, þessi ferð hefur alveg full- komlega verið erfiðisins virði og ég er ánægður með hvernig strákamir virðast vera að ná vel saman og það er það sem við stefndum að með þessu og því er ég ánægður með ferðina." — Nú lékst þú ekki með í dag, hvers vegna ekki — varstu ef til vill hræddur við malarvöllinn? „Nei, nei,“ svarar hann hlæjandi en bætir svo við. „Þegar þú ert búinn að leika knattspymu eins lengi og ég þá treystir maður sér ekki til að leika á svona hörðum velli. Ef ég hefði leikið þennan leik í dag þá hefði ég verið að drepast í harðsperrum á morgun. Það má eiginlega segja að ég sé of gamall fyrir malarvöll. Annars var það af dag. Við ætluðum að nota alla mennina í þessari ferð og nú hafa allir fengið að taka þátt í leiknum þó í mismiklum mæli sé.“ — Nú stefnið þið í Grimsby á fyrstu deildina að ári, telur þú að þið eigið möguleika á að vinna 2. deildina? „Já, auðvitað eigum við mögu- leika á að vinna, að minnsta kosti jafn mikla og önnur lið. Annars veltur þetta mikið til á byrjuninni hjá okkur í vetur og hún er geysi- lega erfið. Fyrsti leikur okkar er gegn Ipswich á útivelli og ef við náum stigi, eða stigum, þar þá er bjart framundan hjá okkur. Fýrstu leikirnir verða erfiðir en ef okkur tekst að halda góðum anda í liðinu, sem ég hef reyndar mikla trú á, þá eigum við góða möguleika á að komast upp. Ann- ars veit maður aldrei neitt í þessu sambandi. Þegar ég var hjá Sheffi- eld Wednesday gekk allt á afturfót- unum hjá okkur í byijun. Við fengum aðeins eitt stig úr fyrstu sex leikjunum en síðan unnum við næstu nítján leiki þannig að það er erfitt að segja til um hver áhrif lélegs gengis í upphafi hefur á lið. í knattspymu getur allt gerst, en ég er vongóður um að okkur gangi vel í vetur,“ sagði hinn geðugi fram- kvæmdastjóri Grimsby Town að lokum. frystihús og spítalann og ég er mjög hrifinn af því hvernig fískur- inn er unninn hér. Hreinlætið og snyrtimennskan er mikil og við gætum lært ýmislegt af því hvemig þið vinnið fískinn hér. Aukin sala á físki til heimila í Bretlandi er ef til vill besta dæmið um hve ánægð- ir við emm með íslenskar sjávaraf- urðir." — Vissir þú eitthvað um Island áður en þú komst hingað? „Já, ég vissi svona ýmislegt um efnahagsástandið hér og einnig vissi ég um deilur ykkar við Banda- ríkjamenn vegna hvalveiðanna en það var fyrst og fremst á sviði efna- Mark Lyons
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.