Morgunblaðið - 12.08.1986, Side 54

Morgunblaðið - 12.08.1986, Side 54
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 54 Morgunblaðid/Ámi Sæberg Grafarholtsvöllurinn er með óvenjulegri golfvöllum í heiminum. Það vekur furðu þeirra útlendinga sem hann heimsækja, að nokkrum manni skuli hafa komið til hugar að yygera goifvöll þarna, á grýttum holtunum upp af Grafarvoginum. Það var líka harðsótt að koma honum upp, moldina og sandinn þurfti að flytja að, og ókjör af gijóti burt. Nú er þetta eitt mest sótta útivistarsvæði höfuðborgarinnar. Og til stendur að prýða völlinn með tijám. 22 þúsund tré voru gróðursett i fyrra og svipaður fjöldi í sumar. Golfvöllurinn í Grafarholti: Einn vinsælasti útivist- arstaðurinn í Reykjavík GRAFARHOLTSVÖLLURINN er heimkynni Golfklúbbs Reykjavík- ur. Hann var lagður á erfiðum stað, á gijótholtum upp af Grafarvog- inum, í um 100 metra hæð yfir sjávarmáli. Samt hefur tekist að koma þar upp einum besta golfvelli landsins, sem fjöldi fólks sækir. Ekki er ofsagt að þetta sé einn vinsælasti útivistarstaður á landinu. Morgunblaðsmenn komu þar við einn fagran sólskinsdag og heilsuðu upp á fólkið. Golfklúbbur Reykjavíkur var stofnaður 1934, og hafði til að bytja með aðsetur í Laugardalnum, þar sem Laugardalshöllin er núna. En sambýli við búfé var all-erfitt þar, svo klúbburinn flutti von bráðar yfir í Leynimýri við Öskjuhlíðina, þar sem nú er hluti af Hlíða- og Háaleitishverfum. Um 1960 þurfti borgin á því svæði að halda undir byggingar og flutti golfklúbburinn þá upp á Graf- arholt. Þá var þar bara smá-tún- skiki, svo að það þurfti að brjóta nánast allt landið til að hægt væri að gera þar golf-völl. Ekki var landið árennilegt, stórgrýtt malar- holt og mýrar á milli. Völlurinn var fyrst notaður 1963, og nú hefur verið leikið á 18 hola velli í um 20 ár. „Það var óskiljanlegt að menn skyldu láta sér detta í hug að gera hér golfvöll," sagði Björgúlfur Lúðvíksson framkvæmdastjóri GR. „Útlendingar eru alveg undrandi á þessum velli, þetta er einn óvenju- legasti völlurinn í heimi. Það þurfti að flytja jarðveginn að og ijarlægja ósköpin öll af gijóti. Gijótið er eilíft vandamál hér. Það kemur upp úr jörðinni á hveijum vetri. Það er ekki nokkur leið að giska á hveiju til hefur verið kostað við gerð vall- arins. Það er slík óhemjuvinna, sem hefur farið í þetta. Viljum ekki loka klúbbnum Nú er völlurinn að verða of lítill fyrir starfsemina. Hann rúmar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.