Morgunblaðið - 12.08.1986, Síða 55

Morgunblaðið - 12.08.1986, Síða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 12. ÁGÚST 1986 55 Morgunblaðið/Ámi Sæberg Björgúlfur Lúðvíksson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Reykjavikur, hefur í nógu að snúast þvi að þetta er orðið allmikið fyrirtæki, með um tuttugu manns i vinnu og tugmilljón króna veltu. Morgunblaðið/Þorkdl Sóley Halldórsdóttir er bara 11 ára og ekki enn í félagi í GR, en áhuginn er mikill og hún æfir sig við hvert tækifæri. Hver veit nema að sú spá Björgúlfs vinar hennar rætist, að hér fari verðandi íslandsmeistari í kvennaflokki. varla alla alla þá golfmenn, sem þangað leggja leið sína. Nú eru um 700 manns í klúbbnum, þar af 100 konur, sem er hátt hlutfall af með- limum í íþróttafélagi. Hefur um helmingur félagsmanna gengið í klúbbinn síðustu þijú til flögur árin. Nú er svo komið að verðandi kylf- ingar í borginni eiga það undir borgaryfirvöldum hvort þeir geta stundað íþróttina hér í borginni. Við erum að vinna að því að fá land undir 18 holu völl í landi Korp- úlfsstaða, en þar erum við með lítinn níu hola völl núna. Ef það gengur ekki verðum við að loka klúbbnum fyrir nýliðum, því að völlurinn hér annar ekki eftir- spuminni öllu lengur. Það er nú þegar orðið svo að menn geta ekki búist við að komast út á völlinn þegar vel viðrar, nema vera búnir að panta fyrirfram, annaðhvort daginn áður eða fyrir hádegi, ef á að spila eftir hádegi. Ef klúbbnum verður lokað þýðir það að aðeins þeir kylfingar sem nú iðka íþróttina munu eiga þess kost að stunda golf, en fram að þessu höfum við getað tekið alla inn sem áhuga hafa og svoleiðis vildum við hafa það áfram. Það er mikill og mjög vaxandi áhugi á golfi hérlendis. Það er lítill völlur, níu holur, á Seltjamamesi, það er kominn völlur í Mosfellssveit sem annar þörfínni þar. í Garðabæ er klúbbur en eng- inn völlur og það er ekki heldur neinn völlur í Kópavogi. Þörfin er því brýn. Þá dreymir okkur um að koma upp litlum æfingavelli, níu hola par þrír-velli, hér á Grafar- holtinu, en það er ekki á dagskrá alveg á næstunni. Við emm alltaf að bæta völlinn hér, nú síðast var gerð ný flöt á níundu braut. Það var sáð í hana í fyrra og það er undravert að við skulum geta spilað þar innan við ári seinna, oft hefur það tekið flat- ir tvö til þtjú ár að gróa nægilega vel upp. Þá emm við að byggja æfíngaskýli og stækka áhalda- geymsluna. Þá þyrftum við að stækka klúbbhúsið, það vantar meira rými til að geyma útbúnað golfleikaranna, og sal sem hægt væri að æfa í á vetmm. Fjarstýrðir úðarar og 22 þús. tré Stærsta framkvæmdin sem er á döfínni er að leggja fjarstýrt úðun- arkerfí um völlinn. Fyrr fáum við völlinn ekki nógu góðan en það er komið. Það er ekki hægt að treysta rigningunni, að hún komi þegar á þarf að halda. Hluti af nýja kerfinu verður lagður í sumar en afgangur- inn á næsta ári. Þetta verður þannig að þegar ýtt er á takka hér í klúbb- húsinu koma 2 eða 3 stútar upp úr jörðinni á hverri flöt og úða þær. Annað stórt verkefni, sem unnið er að, er að gróðursetja tré héma. 22 þúsund tré vom gróðursett í fyrra og annað eins í ár. Skógrækt- arfélag Reykjavíkur stendur fyrir því að gróðursetja hér innan girð- ingarinnar hjá okkur, og einnig hafa aðrir gróðursett lundi. Það er samt eitt af sérkennum vallarins hvað hann er ber, og því má ekki breyta. Ætli það verði ekki svona 10 ár uns fer að sjást árangur af gróðursetningunni. Eins og gefur að skilja er Golf- klúbbur Reykjavíkur mikið og dýrt fyrirtæki að reka. Veltan í ár er um tíu milljónir. Þetta er rekið með háum félagsgjöldum, og svo höfum við fengið styrk frá ríki og borg ef svo ber undir, en annars em forsvarsmenn klúbbsins á kafí í fjáröflun. Það gengur svona í öllum íþróttafélögunum. Forsvarsmenn em önnum kafnir við að sníkja fé, sem tekur allan tímann frá félags- störfunum. Hér em 25-30 manns á launa- skrá, en fasta starfsliðið er 10 menn, og að auki tveir vallarverðir niðri á Korpúlfsstöðum. Tveir ensk- ir golfkennarar em hér starfandi, John Dmmmond og Martyn Knipe, mestu ágætismenn, og hafa þeir meira en nóg að gera. Þá efndum við til námskeiðs fyrir unglinga, 12 til 14 ára, í samstarfí við Æsku- lýðsráð Reykjavíkur og komust miklu færri að en vildu. Annar golfkennarinn rekur hér verslun með golfvömr, mjög góða. Þar fæst allt sem til golfiðkunar þarf. Þá er hér einnig rekin veit- ingasala, en við bjóðum út þann rekstur. Halldór Snorrason og Sig- urberg Jónsson reka hana nú. Hún er opin frá hádegi til kl. 10 að kvöldi virka daga en um helgar frá kl. 9 að morgni til kl. 7 að kvöldi. Menn byrja að spila fyrr um helg- ar. Annars em menn mættir á völlinn um sjö á morgnana og þeir síðustu em að um miðnættið. Níu af hverjum tíu meðlimum GR em virkir spilarar. Þetta er ekkert snobblið héma. Grafarholts- völlurinn er fyrir ofan neðstu snælínu sem ég kalla svo, þ.e. ef það gerir föl að vetrarlagi þá er lína héma niðri í Grafarvoginum þar sem morgunsólin bræðir snjóinn. Við byrjum venjulega að spila 1. maí ár hvert og höldum áfram eins lengi og fært er. í fyrra hættum við í lok október. En niðri á Korpúlfs- stöðum spila menn allan veturinn. Al-hörðustu spilamennina, svona 30 talsins, hittir maður fyrir þar jafnvel í 10 til 12 stiga frosti," sagði Björgúlfur að lokum. Kostnaður af golf-iðkun Hvað kostar svo að iðka golf. FuIIorðnir borga 2500 krónur í inn- tökugjald í GR en böm ekkert. Félagsgjöldin em svo 9200 krónur á ári fyrir fullorðinn karlmann en 5800 fyrir konur og 18 til 20 ára. 15 til 17 ára borga 4400 krónur og yngri en 15 ára borga 1500 krónur. Ellilífeyrisþegar borga svo hálft gjald. Búnaður þarf ekki að vera dýr til að byrja með. 2 til 3 notaðar kylfur kosta ekki mikið, að sögn Björgúlfs. Þegar mönnum fer fram er næsta skref að kaupa hálft sett. Notað slíkt kostar 5 til 15 þúsund. Svo kemur að því að menn fá sér heilt sett. Sumir bæta við einni kylfu á ári eða svo, en nýtt sett kostar frá 20 þúsund og upp í 70 þúsund. Félagsmönnum em heimil ókeypis afnot af völlum GR en fyr- ir aðra em vallargjöld á Grafar- holtsvelli 400 krónur fyrir kl. 2 virka daga, en 600 krónur eftir kl. 2 og á helgum. Á litla vellinum á Korpúlfsstöðum er vallargjaldið 300 krónur. „Æfi alltaf þegar égget“ Framan við klúbbhúsið vom nokkrir ungir golfleikarar að æfa sig af miklu kappi. Þeirra á meðal var Sóley Halldórsdóttir, 11 ára, dóttir Haildórs Snorrasonar og Sig- urveigar Sæmundsdóttur, sem em nú með veitingasöluna í klúbbhús- inu. Hún hafði nú svo sem snert á kylfu áður en nú hafði golfdellan alveg heltekið hana, eins og aðra í fjölskyldunni, nema Sigurveigu. Hún hafði of mikið að gera í eld- húsinu til að láta eftir sér að taka sýkina þótt ekki hafí hún tekið fyr- ir það að hún láti smitast. Sóley hjálpar til við veitingasöl^" una, og er „verslunarstjóri" í útibúi sem er staðsett við tíunda teig, fyr- ir þreytta golfara að hressa sig að hálfnuðum hring. En hún sagðist nota hvert tækifæri til að æfa sig í golfi, „ekki mjög oft, svona tíu sinnum í viku“. Hún ætlar að ganga í klúbbinn á næsta ári, en ekki va^. hún alveg sammála spá Björgúlfs vinar síns um að þar færi verðandi íslandsmeistari í kvennaflokki. „Maðurinn mesti vágesturinn44 Haraldur Ólafsson, sem vinnur við allt mögulegt „nema á skrifstof- unni eða í eldhúsinu“ á Grafar- holtsvellinum, er úr mikilli golf- fjölskyldu, en þrátt fyrir að hann hafí unnið þama ámm saman, frá því hann var polli, hefur hann ekki smitast af golf-bakteríunni. Aftur á móti er hann mikill fuglavinur og hefur mikið yndi af að fylgjast með fuglalífinu á svæðinu, sem er ailflölskrúðugt að sögn hans. Mest er þama af steindepli innan um allt grjótið, og af músarrindlum. Einn er sá fugl sem honum er mein- illa við, en það er máfurinn. „Þeir fara hér um þegar þeir skreppa niður í bæ að fá sér að éta, en stund- um koma þeir við héma og drepa unga og éta. Mér líður eins og ver- ið sé að rífa af mér höndina þegar ég sé það. Stundum em þeir svo saddir að þeir komast ekki á loft, og sitja þá héma á tjömunum, og þá næ ég í þá og sný þá úr hálsliðnn^ um.“ Haraldur sagði að áður, hefðu hestar, kýr og kindur verið helstu vágestimir á gólfvöllunum, en nú væri það maðurinn. Margir byrjend- ur ganga um vellina eins og naut í flagi, fara með kerrur inn á flatim- ar og slá þar upphafshögg, sem myndi varða tafarlausum brott- rekstri úr golfklúbbum erlendis. Á golfvellinum er á sumrin vinnu- flokkur frá Vinnuskóla Reykjavík- ur. I honum em nú eingöngu^ strákar. Áður vom stelpur líka en ekki lengur. Ástæðan er að sögn sú að grjótburðurinn sé heldur erf- iður fyrir þær. Strákarnir vinna við að hreinsa grjót sem hefur komið upp úr grassverðinum um veturinn, og að viðgerðum á malargangstíg- um milli brauta, sem fara yfirleitt mjög illa á vetuma. Einnig vinna þeir að snyrtingu flatanna, raka saman gras, sem starfsmenn GR sjá um að slá. „Þetta em dugnaðar- strákar, einn alduglegasti hópurinn sem hér hefur verið," sagði Harald- ur, „en ég fer ekki ofan af því að ég er langduglegasti starfsmaður- inn héma.“ Ekki vildu vinir hans úr Vinnu^^ skólanum viðurkenna þetta, og bentu Haraldi vinsamlega á að hann væri bara að kjafta við blaðamenn á meðan þeir væm önnum kafnir við að þekja. Ættumaðfá áhættuþóknun Strákamir hófu störf í byijun júní og áttu að vera út júlí. Vom þá 19 í hópnum en nú em 15 eftir, en unglingamir geta fengið frí úr vinnuskólanum til að fara með ijöl- skyldunni í sumarfrí. Vinnudagur- inn er frá hálf-átta á morgnana til hálf-fjögur á daginn. Kunnu þeir vel við sig, sögðu að það værj^ „næstum því eins og að vera úti í sveit að vera héma“. Þegar blaða- menn bar að garði vom sumir að mála vinnuskúra, aðrir að raka saman gras og enn aðrir vom að þekja. Ekki hafði samt golf-dellan grip- ið þá, „nema þá bræður Snorra og Sturlu". Samt hafði þeim einn dag- inn verið boðið í golf, þar sem þrír starfsmenn golfklúbbsins sögðu þeim til, og ,jú víst var það gam- an“. Aftur á móti er það mikið áhugamál hjá þeim að safna golf- kúlum sem mis-hittnir kylfinga!*? hafa tapað. Kúlumar em nefnilega veigameira og dýrara fyrirbæri en halda mætti við fyrstu sýn. Þær em merkilega þungar og ekki gott að fá þær í sig. Því höfðu strákamir það f flimtingum að eiginlega ættu þeir að fá áhættuþóknun fyrir að vinna þama. Gamli „Nallinn" er þarfasti þjónninn hjá strákunum, sem notuðu hann til að flytja að þökur. Vinnuhópur frá Vinnuskóla Reykjavík- ur, hefur unnið við léttara viðhald á Grafarholtsvelli í sumar, og kunna „fastamenn" þar eins og Haraldur Ólafsson, (lengst til hægri) vel að meta vinnubrögð strákanna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.