Morgunblaðið - 12.08.1986, Blaðsíða 56
3»
Flugleiðir:
Samningur um
vöruflug* í Saudi-
Arabíu í eitt ár
FLUGLEIÐIR hafa samið við Saudia Airlines, ríkisflugfélag Saudi-
Arabíu, um vöruflutningaflug. Til þessa verkefnis munu Flugleiðir
nota eina Douglas DC 8-þotu og munu 10-15 íslendingar að jafnaði
starfa ytra. Flugið hefst 15. ágúst nk. og gildir 'samningurinn i eitt
ár en í honum eru ákvæði um framlengingu.
Guðmundur Pálsson, fram-
kvæmdastjóri flugrekstrarsviðs
Flugleiða, sagði í samtali við Morg-
unblaðið, að til þessa flugs yrði
notuð eina DC 8-vöruflutningaflug-
vél fyrirtækisins, TF-FLC. Undan-
farið ár hefur vélin verið í ieigu hjá
bandaríska flugfélaginu Evergreen
Intemational en þar áður var hún
í nokkur ár í vöruflutningum fyrir
Saudia Airlines á vegum ONA-
flugfélagsins sem leigði hana af
Flugleiðum.
Fiugvélin mun fljúga frá Jedda í
Saudi-Arabíu, þar sem verður aðset-
ur íslendinganna og verður aðallega
flogið til Amsterdam, Brussel og
Frankfurt. Einnigverður vélin notuð
í annað tilfallandi flug, innan
Saudi-Arabíu og til Afríku og Evr-
ópu.
Fyrir skömmu lauk leigusamn-
ingum við Evergreen-flugfélagið og
undanfama daga hefur vélin verið
í stórskoðun hjá Cargolux í Lúxem-
borg og jafnframt hefur verið unnið
að því að koma henni inn í við-
haldskerfi Flugleiða.
Sem fyrr segir munu eingöngu
íslendingar starfa að þessu verkefni
ytra, 3 flugáhafnir, flugafgreiðslu-
menn og flugvirkjar.
Lækkað olíuverð:
Minnkandi van-
skil útgerðarinnar
VANSKIL útgerðarinnar vegna
olíukaupa hafa farið mjög
minnkandi að undanförnu, sem
rekja má til batnandi afkomu
vegna lækkaðs olíuverðs. Þórð-
ur Ásgeirsson, forstjóri Olíu-
‘ verslunar íslands, staðfesti
þetta í samtali við Morgunblaðið
og sagði að útgerðin stæði nú í
skilum með olíukaup og væri
farin að greiða niður gamlar
skuldir.
„Það er ljóst að innheimta hefur
gengið mun betur á þessu ári held-
ur en í fyrra,“ sagði Þórður. „Við
fáum nú greitt umfram það sem
við seljum, þannig að við fáum nú
greitt upp í gamlar skuldir. Það
má segja að tími hafi verið til kom-
inn því skuldir útgerðarinnar voru
orðnar uggvænlegar. Hins vegar
er töluvert langt í það enn að
skuldaskil útgerðarinnar séu kom-
in niður í það sem eðlilegt má
telja,“ sagði Þórður ennfremur.
Morgunbladið/Jón Sigurðsson
Drengurinn sem heldur á 30 punda laxinum heitir Einar Örn
Jónsson og er frá Blönduósi. Einar er að verða 11 ára og er
154 sm á hæð en laxinn er 105 sm að lengd.
30 punda
hængur
veiðist
í Víði-
dalsá
Blönduósí.
GUÐMUNDUR B. Ólafsson úr
Reykjavík landaði á sunnudaginn
30 punda hæng úr Víðidalsá.
Veiðistaðurinn þar sem þessi risi
fékkst heitir Dalsárhús. Þessi 30
punda fiskur gein við rauðum
„Francis" nr. 8 og stóð viðureign
manns og lax yf ir í fjórar klukku-
stundir og fjörutiu minútur.
Þennan sama dag fékk enskur
veiðimaður, Richard Butler, 25
punda hæng einnig á rauðan
„Francis". Sú viðureign stóð
einnig yfir í um fimm klukku-
stundir.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Guðmundur B. Ólafsson að klukkan
hefði verið 11.50 þegar 30 punda
laxinn tók fluguna og þegar að við-
ureigninni lauk var klukkan orðin
16.30. „Laxinn stökk fljótlega og
stikaði niður á svokallaða Skip-
stjórabreiðu lagðist þar og hreyfði
sig tiltölulega lítið eftir það.“
En um síðir var laxinum landað
með dyggri aðstoð Birgis Hauks-
sonar leiðsögumanns við Víðidalsá.
Þess skal geta að báðir þessir laxar
voru nokkuð legnir og hafa verið
að minnsta kosti 3 til 4 pundum
þyngri þegar þeir komu í ána. 30
punda laxinn var 105 sm langur
og 54 sm í ummál.
Síðast veiddist 30 punda lax
sumarið 1984. Þá veiddi Hörður
Helgason sendiherra slfkan risafisk,
einnig í Víðidalsá.
— Jón Sig.
Fundur um
endurskoðun
fiskveiði-
stefnu
Sjávarútvegsráðherra hefur
boðað til fundar á morgun um
fiskveiðistefnuna. Að sögn
Halldórs Asgrímssonar hafa
helstu hagsmunaaðilar í sjáv-
arútvegi verið kallaðir til
fundar, auk sjávarútvegs-
nefndar Alþingis.
„Það var ákveðið á síðasta ári
að taka fiskveiðistefnuna til end-
urskoðunar í haust,“ sagði
Halldór, „og við hittumst fyrst
og fremst nú til að skiptast á
skoðunum." Endurskoðuninni
verður haldið áfram í haust og
vetur. Halldór sagði að lögin um
fiskveiðargiltu fram á næsta ár.
4-5 helstu hvalverndarsamtök Bandaríkjanna samræma aðgerðir:
Hvetja fólk til að kaupa
ekki íslenzkar fiskafurðir
Frá Jóni Ásgeiri Signróssyiii, fréttaritara Mor^unblaösins í Bandarikjunum.
„VIÐ HÖFUM ákveðið að leggjast gegn því að fólk kaupi islenskar
fiskafurðir," sagði Campbell Plowden hjá Mannúðarsamtökum
Bandaríkjanna er fréttaritari Morgunblaðsins ræddi við hann í gær.
Helstu hvalaverndarsamtökin héldu samráðsfund í Washington í gær
og kváðust fulltrúar 4—5 helstu samtakanna, þar á meðal Green-
peace, ætla að mælast til að samtök þeirra taki sömu afstöðu á
næstunni.
Um það bil 450.000 manns greiða
ársgjöld til Mannúðarsamtaka
Bandaríkjanna, sem reka skrifstofu
með rúmlega 60 fastráðnum starfs-
mönnum í Washington. Samtökin
voru stofnuð 1954 og láta dýra-
vemdarmál af ýmsu tagi til sín taka.
„Við munum eiga fund með dr. Cal-
io hjá útvegsdeild bandaríska við-
skiptaráðuneytisins 20. ágúst
næstkomandi og ætlum þar að
leggja til að Bandaríkin haldi fast
við andstöðu gegn öllum innflutningi
á hvalkjöti til Japan," sagði Camp-
bell Plowden.
„Andstaða gegn kaupum á
íslenskum vörum krefst mikilla fjár-
útláta,“ sagði Dean Wilkinson full-
trúi Greenpeace á fundinum í gær.
Hann sagði fréttaritara Morgun-
blaðsins að á næstunni yrði kannað
nákvæmlega hvernig megi ná sem
mestum árangri í aðgerðum gegn
hvalveiðum íslendinga. „Við höfum
ekki tekið neina ákvörðun um að-
gerðir, það gerir alþjóðadeild
Greenpeace sem hefur aðsetur í
Englandi," sagði hann. „Það hefur
farið sérstaklega illa í fólk að Islcnd-
ingar skuli ætla að nota hvalkjötið
til að fæða loðdýr," sagði Dean Wilk-
inson.
Greenpeace í Bandaríkjunum tel-
ur um 550.000 fullgilda félagsmenn
og á skrifstofu þeirra í Washington
starfa um 35 fastráðnir starfsmenn.
Helstu málaflokkar eru kjarnorku-
mál, eiturefnaúrgangur og lífríkið í
hafinu. „Fundurinn 20. ágúst með
dr. Calio er oinnig sá fyrsti til undir-
búnings næsta ársfundar Alþjóða
hvalveiðiráðsins og við munum
leggja aðaláherslu á að taka þessar
vísindaveiðar föstum tökum,“ sagði
Dean Wilkinson.
Grímsey:
Engin veðurskeyti
vegna sumarleyfa
VEGNA sumarleyfa veðurathugunarmanns í Grimsey hafa ekki borist
veðurskeyti þaðan til veðurstofunnar að undanförnu.
Að sögn Flosa Hrafns Sigurðsson-
ar veðurfræðings hefur ekki verið
hægt að fá afleysingamann í
Grímsey að þessu sinni. Hann taldi
það ekki koma að sök i stuttan tíma
yfír sumarið. Eftir sem áður geta
sjómenn og aðrir hagað ferðum
sínum eftir veðurspánni frá veður-
stofunni. „Okkur þykir að sjálfsögðu
slæmt að ekki skuli vera regluleg
veðurathugun í Grímsey," sagði
Flosi.