Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 1

Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 1
72 SÍÐUR B STOFNAÐ 1913 209. tbl. 72. árg. FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 Prentsmiðja Morgnnblaðsins Alvarlegasta sprengju- tilræðið í París til þessa Á myndinni sjást ummerki þessa síðasta ódæðis hryðjuverka- manna í Frakklandi. Munir úr Tati-versluninni á Montpamasse liggja eins og hráðviði út um allt, en verslunin seidi aðallega fatn- að og vefnaðarvöru ýmiss konar. Fremst á myndinni eru björgun- armenn að koma einu fórnar- lambi illvirkisins fyrir á sjúkrabömm. AP/Símamynd Fjórir látnir og 62 slasaðir Paris, AP. FJÓRIR létust og 62 slösuðust i enn einu sprengjutilræðinu í París í gær. Fimmtán manns em alvarlega slasaðir og er óttast að fleiri kunni að látast af sámm sínum. Sprengjunni var kastað út um bílglugga að stórverslun í Montpamasse-hverfi. Þetta er fimmta tilræðið frá 8. septem- ber, en hálft þriðja hundrað manna liggur slasað eftir þau og níu hafa látist. Atburðurinn gerðist um hálfsexleytið að stað- artíma, en þá er háannatíminn. Karpov sigraði Lcningrad, AP. ANATOLY Karpov bar sigurorð af Garrí Kasparov í gær í 17. skákinni í einvíginu um heims- meistaratitilinn í skák og minnkaði forskot Kasparovs nið- ur í tvo vinninga. Kasparov gaf skákina eftir aðeins 31 leik. Staðan í einvíginu er nú sú að Kasparov hefur 9 V2 vinninga, en Karpov V/í Karjiov þarf 12Vz vinn- ing úr 24 skákum til þess að endurheimta heimsmeistaratitilinn. Sviptingar eru miklar í einvíginu því Karpov tapaði 16. skákinni, sem tefld var á mánudaginn var. Átj- ánda einvígisskákin verður tefld á morgun, föstudag. Sjá ennfremur skákskýringu á bls. 34. Viðskiptavinir verslunarinnar eru flestir konur. Þetta er alvarlegasta sprengjutil- ræðið að undanfömu, en það þykir auk þess sérstaklega óhugnanlegt þar sem sprengjunni var kastað að versiun, sem í voiu aðallega konur og börn. „Þetta var ótrúleg sjón,“ sagði maður nokkur, sem var í versluninni, þegar sprengjan sprakk. „Konur, böm og blóð út um allt. Sprengingin var geysiöflug, því ég var á sjöttu hæð og þar hríðskalf allt og allar rúður brotn- uðu í mél. Hjálp barst fljótt og brottflutningur hinna særðu hófst án tafar.“ Laurent Davenas, aðstoðarríkis- saksóknari, sagði fréttamönnum að sprengjunni hefði verið kastað úr svartri BMW-bifreið, en áður hafði lögreglan skýrt frá því að hún hefði iíklega verið falin í sorptunnu. Dav- enas sagði að í bifreiðinni hefðu verið tveir menn, báðir með yfirvar- arskegg. Líbönsk hryðjuverkasamtök liggja undir grun, en talið er að þau hafi staðið á bak við tilræðin að undanförnu. Þau hafa krafist lausn- ar þriggja hryðjuverkamanna, sem sitja í frönskum fangelsum. Höfuð- paur þeirra er Georges Ibrahim Abdallah, en frönsk stjórnvöld lýstu eftir tveimur bræðmm hans í gær. Annar þeirra, Robert Ibrahim Abd- allah, er grunaður um að hafa. staðið að sprengjutilræðinu á kaffi- stofunni í síðustu viku. Bræðurnir komu fram á blaðamannafundi í' Trípólí í Líbanon í gær og sögðust alsaklausir. Sjá ennfremur grein á bls. 26. Jackson reynir að halda sér ungum Los Angeles, AP. BANDARÍSKA poppstjarnan Michael Jackson hefur keypt sér loftþéttan súrefnisklefa í þeirri von að klefinn muni halda honum unglegum, að sögn talsmanns poppstjörnunnar. Læknar vara hins vegar við notkun klefans og segja hann geta verið hættulegan, sé hann ekki notaður undir leiðsögn sérfræðinga. í klefa þessarar tegundar er súrefni undir margföldum þrýstingi andrúmslofts. Klefarnir hafa verið notaðir til lækninga, einkum til þess að lækna þrálátar sýkingar og sjúkleika sem stafa af slæmri blóðrás. Jackson, sem er 28 ára gamall, finnst hann yngjast upp við að fara í klefann, að sögn talsmannsins, sem neitaði fregnum þess efnis að Jaekson vonaðist til að klefínn gerði það að verkum að hann gæti orðið 150 ára gamall. Læknar segja það ósannað mál hvort þess- ir súrefnisklefar geti lengt líf fólks. Myndin sýnir Jackson í klefanum. 25 Sovétmönn- um vísað úr landi Washington, Sameinudu þjóðunum, AP. STJÓRNVÖLD í Bandaríkjunum skipuðu í gær 25 starfsmönnum sendinefndar Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum að yfir- gefa landið. Heimildir innan sovésku sendinefndarinnar herma að brottrekstrinum muni verða formlega mótmælt og sendiherra Sovétrikjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, Alexander M. Belogonov, muni gefa út formlega yfirlýsingu í dag, fimmtudag. Talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, Bernard Kalb, sagði að brottreksturinn nú væri alls ótengdur njósnakærunni í Moskvu gegn bandaríska blaða- manninum Nicholas Daniloff. Sagði hann brottreksturinn vera hluta langtímaáætlunar um að fækka sendimönnum Sovétríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum, en Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, hefur sagt að sendinefndin sé hlut- fallslega mjög stór og stundi njósnir. Kalb sagði að Sovétmennirnir 25 yrðu að yfirgefa Bandaríkin fyrir 1. október næstkomandi og listi með nöfnum þeirra hefði verið af- hentur forsvarsmönnum sendi- nefndarinnar. í marsmánuði tilkynntu bandarísk stjórnvöld að Sovétmenn yrðu að fækka í sendi- nefnd sinni um 105, úr 275 niður í 170, á næstu tveimur árum. „Síðan þá hefur sovéska sendi- nefndin íti'ekað neitað að vinna með okkur að fækkuninni,“ sagði Kalb. Fundur George P. Shultz, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, og Eduards Shevardnadze, utanríkis- ráðherra Sovétríkjanna, til þess að undirbúa væntanlegan leiðtoga- fund, hefst á morgun. Shultz sagði á þríðjudagskvöld að stjómvöld í Bandaríkjunum hefðu undirbúið áætlun til þess að frelsa Daniloff. Nær 200 létust í námuslysinu Evander, Suöur-Afríku, AP. NÆR 200 nianns létust í slysinu í gullnámunni í Evander og er þetta versta slys í gullnámu í sögu Suður-Afríku. Samkvæmt opinberum tölum létust 177, 235 slösuðust og fimm manna er ennþá saknað. Landssamband námuverkamaniia segir ófullnægjandi öryggisráð- stafanir vera orsök slyssins og að yfirlýsingar forsvarsmanna gullnániuvinnslunar, um að slysatíðni í námum í Suður-Afríku sé hin lægsta í heiminum, séu fáránlegar. Slysið varð þcgar eldur braust út í námunni og eitraðar lofttegund- ir léku um námuganga. Talið er að eiturgasið hafi myndast þegar eld- urinn bræddi plastefni sem notað er til þess að styrkja veggi og loft námugangnanna. Námuverkfræð- ingar vinna nú að rannsókn slyss- ins. Nær allir sem dóu í slysinu voru blökkumenn eða 172, en fimm voru hvítir. 44 hinna slösuðu eru ennþá á sjúkrahúsum, en hinum hefur verið leyft að snúa til síns heima. Náman var lokuð í gær vegna slyss- ins. Um níu þúsund manns vinna þar að staðaldri og tókst björgnnar- sveitum að bjarga tvö þúsund manns upp á yfirborðið á meðan eldurinn logaði. Sjá eniifreinur fréttir á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.