Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
Sitjandi frá vinstri við borðið eru: Jóhannes Nordal stjórnarformaður, Albert Guðmundsson iðnaðarráð-
herra, Þorsteinn Pálsson fjármálaráðherra og Halldór Jónatansson forstjóri Landsvirkjunar. Standandi
frá vinstri eru: Árni Þ. Ámason skrifstofustjóri, Halldór J. Kristjánsson deildarstjóri og Páll Flygen-
ring ráðuneytisstjóri iðnaðarráðuneytinu og Sigurður Þórðarson skrifstofustjóri í fjármálaráðuneytinu.
Landsvirkjun kaupir Jarðvarma-
veitur ríkisins í Bjarnarflagi
SAMNINGAR hafa nú tekist milli
ríkisins og Landsvirkjunar um
sölu á eignum Jarðvarmaveitna
ríkisins í Bjarnarflagi í Skútu-
staðahreppi í Suður-Þingeyjar-
sýslu og var samningur þar að
lútandi undirritaður í Reykjavík
i gær. Kaupverð eignanna er 120
milljónir kr. sem greiðist með
skuldabréfi til 15 ára verðtryggt
og em ársvextir 3%.
Samninginn undirrituðu Albert
Guðmundsson, iðnaðarráðherra, og
Þorsteinn Pálsson, fjármálaráð-
herra, fyrir hönd ríkisstjórnar
íslands og dr. Jóhannes Nordal,
stjómarformaður og Halldór Jónat-
ansson, forstjóri Landsvirkjunar
fyrir hönd fyrirtækisins.
VEÐURHORFUR í DAG:
YFIRLIT: Á hádegi í gær var 1005 millibara lægð á vestanverðu
Grænlandshafi sem þokaðist í norðnorðaustur, en 1035 millibara
hæð um 500 km vestsuðvestur af írlandi
ÍSLAND: Suðvestanátt verður ríkjandi, kaldi eða stinningskaldi
suðvestan- og vestanlands, en hægari á norðaustur- og austur-
landi. Skúrir verða á suður- og vesturlandi, en að mestu úrkomu-
laust annars staðar. Hiti verður á bilinu 10— 14 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
FÖSTUDAGUR: Búist er við sunnanátt og rigningu um mest allt
land og fremur hlýju veðri.
LAUGARDAGUR: Það mun kólna lítillega þegar skil fara yfir landið
og verða skúrir vestantil en léttir til austantil.
VEÐUR VÍÐA UM HEIM
kl. 12.00 í gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri 13 léttskýjað
Reykjavík 10 skýjað
Bergen 7 skýjað
Helslnki 11 léttskýjað
Kaupmannah. 13 léttskýjað
Narssarssuaq 7 rigning
Nuuk 7 alskýjað
Osló 12 skýjað
Stokkhólmur 12 léttskýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Algarve 23 skýjað
Amsterdam 13 skýjað
Aþena 30 heiðskírt
Barcelona 28 skýjað
Berlín 12 alskýjað
Chicago 11 alskýjað
Glasgow 12 skýjað
Feneyjar 22 léttskýjað
Frankfurt 11 alskýjað
Hamborg 12 skýjað
Jan Mayen 2 skýjað
Las Palmas 25 skúr
London 13 skýjað
LosAngeles 16 skýjað
Lúxemborg 9 súld
Madríd 23 skýjað
Malaga 28 skýjað
Mallorca 27 skýjað
Miami 26 léttskýjað
Montreal 6 skýjað
Nice 25 léttskýjað
New York 11 léttskýjað
Paris 11 alskýjað
Róm 28 léttskýjað
Vín 22 heiðskírt
Washington 10 léttskýjað
Winnipeg 9 súld
Studia Islandica:
Form og hugmynda-
fræði í sagnagerð
ÚT ER komin bókin Ást og út-
legð eftir Matthías Viðar
Sæmundsson. Undirtitill hennar
er Form og hugmyndafræði í
íslenskri sagnagerð 1850—1920.
Bókin skiptist í sjö kafla: I.
„Form og hugmynd“ þar sem höf-
undur gerir grein fýrir rannsóknar-
aðferðum sínum og meginhug-
myndum. II. „Ást og útlegð" fjallar
um rómantísk viðhorf til ástarinn-
ar. III. „Óland í bókmenntum"
Qallar um sögur Jóns Thoroddsen,
Jóns Mýrdal, Páls Sigurðssonar og
Torfhildar Hólm. IV. „Raunveru-
leiki í bókmenntum“ fjallar um
sögur Jóns Ólafssonar, Gests Páls-
sonar og Þorgils gjallanda. V.
„Málamiðlun í bókmenntum" fjallar
um sögur Jónasar Jónassonar, Jóns
Trausta, Einars H. Kvarans og
Guðmundar Friðjónssonar. VI.
„Þróunin til einveru" fjallar um
sögur Jónasar Guðlaugssonar, Ein-
ars Benediktssonar og Jóhanns
Gunnars Sigurðssonar. VII. „Ást í
útlegð" fjallar um hvörfin við upp-
haf nútímabókmennta, einkum verk
Gunnars Gunnarssonar og Jóhanns
Signrjónssonar.
Um verk sitt segir höfundur í I.
kafla: „Hér á eftir verður ljósi beint
að ástarhugsjóninni, þróun hennar,
myndbreytingum og loks hnignun
í byrjun nýrrar aldar. Könnuninni
Matthías Viðar Sæmundsson
er og ætlað að sýna þá hugarfars-
byltingu sem varð á tímabilinu
1850—1920, þróunina tii nútíma í
hugmyndum manna um líf og sam-
félag.“
Ást og útlegð er 44. heftið í rit-
röðinni Studia Islandica sem
Bókmenntafræðistofnun Háskóla
íslands og Bókaútgáfa Menningar-
sjóðs gefa út. Bókin er 295 blaðsíð-
ur og prentuð í prentsmiðjunni
Leiftri.
„KA átti tvímælalaust
siðferðislegan rétt
á j öfnunargjaldi“
— sagði Arnór Valgeirsson í yfirheyrslu
fyrir Sakadómi í „Kaffibaunamálinu“
ARNÓR Valgeirsson, deildarstjóri fóðurvörudeildar SÍS, sagði við
yfirheyrslur í Sakadómi Reykjavíkur í gær að hann liti svo á að
Kaffibrennsla Akureyrar ætti ekki lagalegan rétt til jöfnunargjalds
á kaffi, en hins vegar tvímælalaust siðferðilegan rétt.
Arnór sagði ennfremur að hann
hafi fengið sent samrit af samningi
NAF (Nordisk Andelsforbund) og
IBC, brasilísku kaffimálastofnunar-
innar, fyrir árið 1981. Hafi hann
afhent Hjalta Pálssyni samiitið og
bréf sem fylgdi með því, en áður
hefur Hjalti neitað í yfirheyrslum
að hafa þekkt efni þessa samnings
eða annarra samninga milli NÁF
og IBC. Á samningum þessara að-
ila er avisos, eða afsláttarkerfið,
byggt.
Arnór sagðist aðspurður alltaf
hafa litið svo á að raunverulegt
verð hverrar kaffisendingar sé til-
boð kaffiseljenda, sem samþykkt
hefði verið að taka af Kaffibrennslu
Akureyrar og SIS og staðfest hefur
verið af NAF. Geti jöfnunargjald,
eins og Arnór kallar avisos, sem
greitt er af brasilísku kaffimála-
stofnuninni (IBC) ekki undir
ncinum kringumstæðum verið túlk-
að sem afsláttur frá einstökum
kaffiútflytjendum. Gjaldið sé hluti
af uppsöfnuðu jöfnunargjaldi hjá
IBC vegna viðskipta við mismun-
andi kaffiútflytjendur í Brasilíu.
Með frádrættinum sé SÍS að nýta
þann rétt er það hefði öðlast til
ráðstöfunar þessa jöfnunargjalds.
Ekki kvaðst Arnór hafa vitað um
fjögurra manna nefnd, sem falið
var árið 1981 að reyna að komast
að samkomulagi um skiptingu
þessa jöfnunargjalds, en í nefndinni
áttu sæti þeir Guðmundur Skafta-
son, endurskoðandi KA^ Geir
Geirsson, endurskoðandi SIS, Geir
Magnússon, framkvæmdastjóri
fjármálasviðs SÍS bg Snorri Egils-
son, aðstoðarframkvæmdastjóri
innflutningsdeildar SÍS. Sagði Arn-
ór að Snorri Egilsson hefði þó sagt
sér frá því um haustið sama ár að
þessi mál væru í skoðun.
Þegar yfirheyrslum yfir Arnóri
Valgeirssyni lauk var kallað fyrir
fyrsta vitnið í málinu, Þröstur Sig-
urðsson, fyrrum framkvæmdastjóri
Kaffibrennslu Akureyrar. Þröstur
kvaðst ávallt hafa álitið að hann
fengi bestu upplýsingar um heims-
markaðsverð á kaffi á hveijum tíma
frá innflutningsdeild SÍS og hefði
því ekki séð ástæðu til að leita
upplýsinga víðar. Sagðist Þröstur
hafa litið svo á að SÍS væri umboðs-
aðili í kaffiviðskiptunum og að KA
hafi fengið góða vöru á góðu verði
fyrir milligöngu þess.
Þröstur sagði að hann hafi að
mestu leyti séð sjálfur um kaffivið-
skiptin við innflutningsdeild SÍS,
en borið þau undir Val Arnþórsson,
stjórnarformann, ef ócðlilegt ástand
skapaðist, t.d. vegna uppskeru-
brests. Pantanir hafi venjulega farið
fram með símtali og síðan hafi kom-
ið skriflegar staðfestingar frá SÍS.
Sagði Þröstur að samskipti sín við
innflutningsdeildina hafi jafnan
verið við einn aðila og nefndi hann
Gísla Theodórsson, Sigurð Áma
Sigurðsson og Amór Valgeirsson,
en mundi ekki hver þeirra hpfði
verið á hvaða tíma.
Þegar Þröstur var inntur eftir
því hvort honum hefði verið kunn-
ugt um samninga milli NAF og
Brasilíumenn um kaffiviðskipti á
árunum 1979-1981 svaraði hann
því neitandi. Hann kvaðst muna
eftir símtali frá innflutningsdeild í
ársbyijun 1981 þess efnis að byija
ætti að endurgreiða KA niður-
gi-eiðslur frá Brasilíu. Hafi hann
skömmu síðar fengið bréf til stað-
festingar því. Ekki minntist hann
þess að hafa leitað eftir eða fengið
nánari upplýsingar frá SÍS um þess-
ar greiðslur og mundi ekki hvenær
hann kynnti stjórn og stjórnarfor-
manni KA þessa ákvörðun, en það
hljóti hann að hafa gert. Sagðist
hann ekki hafa talið þörf á að kynna
sér heimsmarkaðsverð á kaffi þrátt
fyrir tilkynningu um endurgreiðsl-
ur.