Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986_
Bókaþing ’86
auka hlut bóka
BÓKAÞING verður haldið 23. september á Hótel Loftleiðum á veg-
um hins nýstofnaða Bókasambands íslands. Einkunnarorð þingsins
eru „Bókaþjóð á krossgötum" og verða flutt ávörp þar sem m.a.
verður fjallað um ný viðhorf og nýjar aðferðir til að auka hlut bóka
sem menningarmiðils.
Bókaþing voru áður haldin af Hermannsson menntamálaráðherra
Félagi íslenskra bókaútgefenda, en ávarp, kl. 9.30 hefst erindi Péturs
þau lágu niðri þar til í fyrra, er Gunnarssonar rithöfundar sem
þing var haldið í Borgamesi. Þeir nefnist: Er bara líf í bókum? Krist-
aðilar sem að þinginu stóðu hafa ján Jóhannsson forstjóri Almenna
myndað með sér Bókasamband ís- bókafélagsins flytur erindi kl. 10
lands og verður bókaþing því sem hann nefnir: Þarf bókaútgáfan
væntanlega árviss viðburður. að breytast? Að því loknu er kaffi-
Dagskrá þingsins hefst með hlé, en kl. 10.45 flytur Árni
þingsetningu, Ólafur Ragnarsson Einarsson framkvæmdastjóri Máls
formaður Bókasambands íslands og menningar erindi sem hann
kynnir sambandið. Þá flytur Sverrir nefnir: Þarf bóksalan að breytast?
Kl. 11.15 ræðir Erla Jónsdóttir
bæjarbókavörður um hvort bóka-
söfn dragi úr sölu bóka og því
næst fjallar Hörður Bergmann
formaður Hagþenkis um hvort
skattleggja beri fróðleik í bókum.
Matarhlé verður frá 12.15 til 13.15,
en þá flytur Erlendur Jónsson gagn-
rýnandi erindi sem hann nefnir:
Hefur þjóðin áhuga á samtímabók-
menntum? Kl. 13.45 íjallar Aðal-
steinn Ingólfsson listfræðingur um
hvort bókin standist samkeppni við
aðra fjölmiðlun og kl. 14.15 flytur
Salvör Gissurardóttir tölvubókahöf-
undur erindi sem hún nefnir: Hvaða
áhrif hefur tölvutæknin á ritstörf
og útgáfu? Kl. 14.45 fjallar Magnús
E. Sigurðsson formaður Félags
bókagerðarmanna um prentsmiðju
framtíðarinnar, dr. Jón Þór Þór-
hallsson og fl. ræða nýtingu
bókasafnsforrits SKÝRR, Dobis
Libis. Kaffihié verður kl. 15.45.
Aðalheiður Bjamfreðsdóttir for-
maður Sóknar flytur erindi kl. 16
um hvort bókaþjóðin lesi nægilega
mikið af bókum. Kl. 16.30 fjallar
Ólafur Ragnarsson formaður Bóka-
sambandsins um það sem framund-
an er hjá sambandinu, og þingslit
verða kl. 17.
Hóf fyrir þinggesti hefst kl. 18
í boði menntarnálaráðherra. Þingið
er öllum opið, þinggjald er 500
krónur, innifalið er hádegisverður,
kaffi og fundargögn, en meðal
þeirra er 24 síðna litprentað þing-
rit, sem verður dreift til allra
félagsmanna þeirra félagasamtaka
sem standa að Bókasambandi Is-
lands.
Leyfi þarf til
að taka gjald
fyrir akstur
í FRÉTT á bls. 2 á sunnudaginn
þar sem segir frá svari samgöngu-
ráðuneytisins varðandi deilu sendi-
bifreiðastjóra og leigubílstjóra
láðist að geta þess að til þess að
aka megi farþegum gegn gjaldi
þarf tilskilin leyfi samkvæmt lög-
um. Biðst Morgunblaðið afsökunar
á því að þessa skilyrðis var ekki
getið í umræddri frétt.
Glæsisigling
í sumaryl um Miðjarðarhafið
10.okt.-25. okt
London
10. október. Flogið beint til London og gist þar eina
nótt á góðu hóteli.
Miðjarðarhafið
11. október. Nú flogið til Genúa á Ítalíu þar sem
stigið er um borð í glæsifleyið Maxim Gorky og siglt
um Miðjarðarhafið í sól og sumaryl.
Lúxusfley
Maxim Gorky er 25.000 brúttótonna lúxus- far-
þegaskip og tekur 700 farþega sem þjónað er af um
450 manna áhöfn. í skipinu eru sundlaugar, veitinga-
staðir, barir, dans- og diskósalir, kvikmyndasalir,
íþróttaaðstaða með hvíldarbekkjum, skokkbrautir
o.m.fl. Það þarf mörg orð til að lýsa glæsilegum mat
og þjónustu, við sleppum því að sinni.
Ævintýrasigling
Skipið siglir frá Genúa til Pírus í Grikklandi, þaðan
liggur leiðin til Kusadi í Tyrklandi, síðan til grísku
eyjarinnar Rhodos sem óþarft er að kynna. Næst er
komið við á Kýpur og þaðan farið til Alexandríu í
Egyptalandi, haldið áfram til Möltu og Túnis og
loks komið aftur til Genúa á Ítalíu þann 25. október.
Skoðunarferðir.
Á öllum viðkomustöðunum verður boðið upp á
spennandi og skemmtilegar skoðunarferðir sem gefa
fólki innsýn í menningu þessara landa og öllum
helstu atburðum liðinna alda lýst á söguslóðum. Til
dæmis undrum Egyptalands, stórbrotinni sögu og
náttúrufegurð Grikklands, Tyrklands og Kýpur.
Verð frá kr, 89.000.
Innifalið í verðinu er flug og gisting í London, flug
til Genúa og fimmtán daga sigling með fullu fæði
um borð í lúxusfleyi.
Þetta er ferð sem enginn sannur „siglingaunn-
andi“ má missa af.
Bjóðum góða greiðsluskilmála.
OtCOMTK:
tv
FERÐASKRIFSTOFA, HALLVEIGARSTÍG 1, SIMAR 28388
Umboö a Islandi fyrir
„ DINERSCLUB
28580 INTERNATIONAL
Fjallað um nýjar
aðferðir til að
Kennsla hefst 2. október. t jjr;
Syijendur (yngst 5 ára) og framhaldsnemendur. 1 jT
Innritun í síma 72154 kl 11-19. P 1 t
Kennslukerfi: ROYAL ACADEMY OF DANCING i jHP 4 RCISSIAN METHOD } jf
1 L
Einnig býður skólinn upp á kennslu í spænskum iönsum: FLAMEHCO, JOTA, SEVILLANAS o.fl. |
Félag íslenskra listdansara. i'
BflLLETSKÓLI SIGRIÐflR flRmflílí 1
SKÚLAGÖTU 52-34 OOÚ GYLMIR/SlA
Höfum flutt jjw ■
skrifstofurnar aö
FOSSHÁLSI27. f-
Nýttsímanúmer:
672000 W