Morgunblaðið - 18.09.1986, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 18.09.1986, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR-18. SEPTEMBEiR 1986 15 Heilbrig'ðisþj ónustan Þörf fyrir nýj eftir Vilhjálm Egilsson íslendingar 70 ára og eldri voru yfir 17.000 um síðustu áramót. Á næstu árum mun fjölga verulega í þessum aldurshópi og um aldamótin má reikna með að um 23.000 manns verði á lífi 70 ára og eldri. Þessi fjölgun eldri borgara kallar á aukna heilbrigðisþjónustu og margs konar aðra starfsemi af hálfu hins opin- bera. Greinilegt er að aukin þjón- usta við aldraða verður næsta stóra verkefni heilbrigðisþjónustunnar og mikilvægt er að hún verði í stakk búin til þess að takast á við það. Heilbrigðisþjónustan á íslandi er með því besta sem þekkist í heimin- um. Læknar okkar eru margir hverjir menntaðir á bestu sjúkra- húsum erlendis og hafa flutt hingað þekkingu sem margar aðrar þjóðir mega öfunda okkur af. Faglega má segja að ísland sé í fremstu röð. En heilbrigðisþjónustan er dýr og hún gæti verið ódýrari. Mann- afli í þjónustunni hefur vaxið hröðum skrefum og reikna má með að nú sé ellefta hver vinnandi hönd að störfum í heilbrigðisþjónustunni. Kostnaðurinn við þjónustuna sem fellur á hið opinbera nálgast sjálf- sagt 10 milljarða króna í ár eða um 40 þúsund krónur á hvert mannsbam — 160 þúsund krónur á hveija fjögurra manna fjölskyldu. Tæplega verður hægt að bjóða skattgreiðendum uppá þyngri byrð- ar vegna heilbrigðisþjónustunnar en búið er að gera og aukning í mannaflanum í þjónustunni verður aðeins tekin frá atvinnulífinu, en þar með er líka verið að klípa af verðmætasköpuninni sem er undir- staða þjónustunnar sjálfrar. Við gætum náð meiri árangri á sviði heilbrigðisþjónustu, þ.e. fengið meiri og betri þjónustu fyrir þá peninga sem við eyðum í hana nú eða fengið sömu þjónustu fyrir minna fé. Og framtíð þjónustunnar, sérstaklega þjónustan við aldraðra, byggist á því að það takist að ná meiri árangri. ir hugmyndir Læknarnir eru mannlegir Gmndvallarvandinn sem við er að etja varðandi kostnaðinn af þjón- ustunni er sá að fjárhagsleg ábyrgð og ákvarðanir um eyðslu fara ekki saman. Þetta er reyndar vel þekkt vandamál við heilbrigðisþjónustu um allan heim, jafnt austan hafs sem vestan. í mörgum tilfellum hafa veitendur þjónustunnar (þ.e. læknar) og neytendurnir (þ.e. sjúkl- ingamir) mestan hag af því að kosta sem mestu til þar sem þriðji aðili borgar (þ.e. ríkið eða tryggingafé- lög). Hér á landi eru vel þekkt dæmi um það að sjúkrahús sem nota dag- gjaldafyrirkomulag láti fólk liggja lengur en þarf til þess að fá tekjur fyrir fleiri legudaga en ella. Og þar sem sjúkrahús eru rekin fyrir föst fjárlög má ganga út frá því að stjómendur einstakra deilda reyni að betjast fyrir auknum íjárveiting- um og umsvifum sama hvort þörfin fyrir slíku er raunveruleg eða ekki. Stjómendur sjúkrastofnana, læknar og hjúkrunarlið lúta nefnilega sömu mannlegu lögmálunum og við hin. Um allan heim er leitað leiða til þess að lækka kostnaðinn við heil- brigðisþjónustuna. Rætt er um að endurskoða kröfurnar, bæta stjórn- unaraðferðir og kostnaðareftirlit, en mesta athygli vekja tilraunir til þess að tengja betur saman ákvarð- anatöku og fjárhagslega ábyrgð. Þannig er verið að velta því fyrir sér hvemig unnt sé að láta stjóm- endur sjúkrahúsa, lækna og hjúkr- unarfólk njóta þess þegar sýnd er ráðdeild og spamaður í rekstri. Eins er skoðað hvernig skynsamlegt sé að auka kostnaðarhlutdeild neyt- endanna án þess að fóma neinu af meginmarkmiðum heilbrigðisþjón- ustunnar varðandi framlag hennar til almennrar velferðar borgaranna. Reynsla Banda- ríkjamanna í Bandaríkjunum er blandað kerfi sjúkratrygginga, ýmiss konar einkatryggingar fyrir flesta sem stunda reglubundna vinnu og hafa sæmileg efni en opinberar trygging- ar fyrir aldraða og hina efnaminni. Óhætt er að fullyrða að Bandaríkin standa fremst í heiminum í heil- brigðisþjónustu en langflestar nýjungar hafa komið þaðan á und- anfömum árum. Meginvandi Bandaríkjamanna felst í því að þjónustan er mjög dýr og það hafa ekki allir efni á því að veita sér dýrustu og bestu þjónustuna. Bandaríska kerfíð er því hvetjandi á framfarir en ekki á jöfnuð, þótt hitt sé annað mál að þjónustan fyr- ir hina verst settu í Bandaríkjunum er betri en víða þar sern áherslan er á jöfnuð en ekki gæði. Á undanfömum árum hefur áhugi þeirra Bandaríkjamanna mik- ið beinst að því sem þeir kalla „Health Maintainance Organizati- ons“ eða heilsuverndarfélög. Þessi félög eru þannig uppbyggð að sami aðilinn veitir þjónustuna og trygg- inguna. Félögin eru flest í eigu lækna að einhverjum hluta og starfa þannig að þau bjóðast til þess að annast alla heilbrigðisþjón- ustu fyrir viðkomandi gegn föstu árgjaldi. Með því fyrirkomulagi hafa félögin hag af því að veita bæði góða og ódýra þjónustu. Ef gæðin minnka eða ef kostnaðurinn verður of mikill fara viðskiptavin- irnir annað. Hér á Íslandi gilda að sjálfsögðu íslenskar aðstæður og ólíklegt að við gætum notfært okkur beint þessar tilraunir Bandaríkjamanna til að veita góða en ódýra heilbrigð- isþjónustu. En án efa gæti þetta hentað okkur í einhverri útgáfu, t.d. með því að hið opinbera semdi beint við hóp lækna um að taka að sér einhveija vel skilgreinda þjón- ustu fyrir hverfi í Reykjavík fyrir fasta upphæð á hvern íbúa hverfís- ins. Eða að semja við starfslið Borgarspítalans um að taka að sér reksturinn gegn fastri greiðslu og skilgreina þá betur verksvið spítal- ans í heilbrigðisþjónustunni í Reykjavík. Ótal hugmyndir koma til greina. Aðalatriðið er að við leyf- um sjálfum okkur að fá hugmyndir og kasta þeim fram, ræða þær og Vilhjálmur Egilsson „ Við gætum náð meiri árangri á sviði heil- brigðisþjónustu, þ.e. fengið meiri og betri þjónustu fyrir þá pen- inga sem við eyðum í hana nú eða fengið sömu þjónustu fyrir minna fé. Og framtíð þjónustunnar, sérstak- lega þjónustan við aldraða, byggist á því að það takist að ná meiri árangri.“ meta fordómalaust. Það er nóg ef ein hugmynd af hundrað er hugsan- lega nothæf. Á að borga meira beint? Mikið hefur verið rætt um það hvort skynsamlegt sé að fólk borgi beint meira af kostnaðinum við heilbrigðisþjónustuna. Margir telja það aðför að sjálfri velferðinni ef fólk þarf að borga meira milliliða- laust en ekki með sköttunum. Þær hugmyndir sem settar hafa verið fram um aukna kostnaðarþátttöku neytenda ganga yfirleitt útá það að vel stætt og fullfrískt fólk sem fer endrum og eins til læknis eða á spítala greiði stærri hluta kostn- aðarins en nú. Það er hvorki verið að tala um að íþyngja eldri borgur- um eða að koma í veg fyrir að efnaminna fólk fái þjónustu. Hagurinn við aukna kostnaðar- þátttöku er sá að hún veitir aðhald. Þegar fólk borgar beint vill það yfirleitt fá eitthvað fyrir peningana sína og síður eyða þeim í vitleysu. Dæmin sanna hins vegar að bæði almenningur og læknarnir eru í of mörgum tilfellum tilbúnir til þess að eyða peningum skattgreiðenda í vitleysu. Það sem liggur t.d. bein- ast við er að verðleggja mismunandi lyfjategundir sem hafa sömu verkan hlutfallslega miðað við kostnað. Nú kosta slík lyf nánast jafn mikið hvort sem þau eru dýr eða ódýr og því enginn hvati til þess að nota ódýrari lyfin þrátt fyrir að þau geri sama gagn. Ef fólk þyrfti að borga meira fyrir dýrari lyfin en þau ódýr- ari myndi það stuðla að sparnaði og meira yrði notað af ódýrari lyfj- unum. Hleypum almennri skynsemi að Hugmyndir eins og þessi sem virðist svo sjálfsögð og eðlileg hafa ekki átt upp á pallborðið hjá mörg- um þeim sem telja sig verndara velferðarinnar. En því miður mæla þeir oftast árangur heilbrigðisþjón- ustunnar í því hversu miklum peningum er eytt í hana. Því meiri kostnaður, því betri þjónusta. Raun- veruleikinn er hins vegar ekki þannig og slík viðhorf verða að víkja ef takast á að gera heilbrigðis- þjónustuna færa um að veita stórauknum fjölda eldri borgara viðunandi þjónustu á næstu árum. Framtíð velferðarinnar á íslandi fer eftir því hvort við leyfum al- mennri skynsemi að njóta sín í rekstri heilbrigðisþjónustunnar og öðrum hlutum velferðarkerfisins eða látum fordómana ráða eins og við höfum gert í of ríkum mæli hing- að til. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Verðlaun fyrir afrek í öldurann- sóknum GÍSLI Viggósson, verkfræðingur við Vita- og hafnamáiastofnun, hefur hlotið verðlaun úr menn- ingarsjóði Axels Lind fyrir afrek í öldurannsóknum. Gísli hefur um nokkurra ára skeið stundað öldurannsóknir á hafínu umhverfis landið. Starf hans er mikilvægt brautryðjendastarf sem vakið hefur verðskuldaða athygli og getur haft mikil áhrif á hafnar- gerð. Prófessor Per Bruun, sem er sér- fróður um bylgjuhreyfmgar og áhrif öldugangs, afhenti verðlaunin í Grene-listasafninu í Skagen á norð- urodda Jótlands. Nema verðlaunin 10 þúsundum danskra króna. Fróóleikur og skemmtun fyrirháa semlága! GARÐHUS Framleidum sérhönnuð garðhýsi úr plastprófílum eftir þínum smekk. ■■ tRT VWHAI£■ ÁLLTAFSt^J^ stako renn \urdir og utl H I hverskona KOMIÐ OG SKODIÐ GÆÐAFRAMLEIÐSLU í SÝNINGARSAL OKKAR AÐ SMIÐSBÚÐ 8 GARÐABÆ. GARÐHUS — GLUGGAR — HURÐIR PLASTGLUGGAR Framleiðandi: íbúðaval hf., Smiðsbúð 8, 210 Garðabæ. Sími: 91-44300

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.