Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 17

Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 17 Opið bréf til sam- gönguráðherra Við undirritaðir förum þess hér með á leit við þig sem æðsta mann samgöngumála á Islandi, að þú lát- ir kanna allan aðdraganda þess að ný brú var byggð á svokallaða Hófsá í Auðkúiuhreppi, Vestur- Isafjarðarsýslu, á nýliðnu sumri. Þessi beiðni okkar er ekki tilkomin vegna þess að við séum á móti nýbyggingum brúa yfirleitt, síður en svo. Aftur á móti teljum við nið- urrif gömlu brúarinnar á Hófsá orka svo mjög tvímælis miðað við upplýsingar sem fyrir liggja, að full ástæða sé til að kanna þetta mál allt nánar. Við nefnum eftirtalin rök máli okkar til stuðnings. 1. Vegagerð ríkisins hefur marg- lýst því yfir að steypan í gömlu brúnni hafi verið bæði morkin og ónýt. Rannsóknastofnun Byggingar- iðnaðarins hefur aftur á móti staðfest með bréfí að styrkleiki of- annefndrar steypu hafí verið 457—635 kg á fersentimetra og er það 30 til 90% meirá en almennt er krafíst við brúarbyggingar. Sama stofnun telur að umrædd steypa hafi verið bæði sterk, góð og alls ekki morkin. 2. Fulltrúi Vegagerðar ríkisins hef- ur sagt að aðkeyrslan að hinni nýju brú mundi breytast. Nýja brúin er þó byggð á nákvæmlega sama stað og sú gamla og er að flestu leyti mjög svipað mannvirki nema sú nýja er nokkrum sentimetrum lægri en sú gamla var. 3. Verkfræðingur Vegagerðar ríkisins sem tók ákvörðun um niður- rif margnefndrar brúar, lýsti því yfír í Helgarpóstinum 4. sept. sl. að Arnfirðingar hafi ekki „hunds- vit“ á steinsteypu frekar en almenningur yfírleitt, eins og hann orðar það. Nú má það vel vera rétt. Þessi ummæli eru þó þess eðlis að þau dæma einnig Rannsóknastofn- un byggingariðnaðarins á sama hátt og almenning í landinu, sbr. framanskrifað. 4. Fjöldi manns, þar á meðal bygg- ingameistarar með áratuga reynslu, hafa litið á verksummerki við Hófsá í sumar. Allir hafa lokið upp einum munni um það að gamla brúin hefði getað annað sínu hlutverki með sóma næstu árin og jafnvel ára- tugi, með smá lagfæringu á dekki líkt og framkvæmd var á brúnni á Mjólká í sumar. Heimamenn, allir sem einn, hafa tekið í sama streng. Byggingarkostnaður hinnar nýju brúar er áætlaður 4 milljónir króna. Það gæti þýtt í reynd 5 til 6 milljón- ir. Miðað við fjármagn það sem ætlað er til vegamála á Vestíjörðum almennt, er þetta að sjálfsögðu stórfé. Til viðmiðunar mætti nefna, að nýbygging sem unnið var að í Mýrahreppi í sumar og verður þar mikil samgöngubót, var tilboðsverk sem hljóðaði upp á 5 milljónir króna. Og erum við þar komnir að aðalat- riði þessa máls. Stórfé er kastað í verk sem allur almenningur telur algjöran óþarfa. Rannsóknamiður- stöður styðja eindregið þennan almannaróm. Þrátt fyrir það er eðli- legri gagnrýni svarað með hálfgerð- um hroka sem ekki virðist viðeigandi. Það er hverri þjóð mik- ilsvert að borgaramir veiti þeim aðilum sem fara með opinbert fé, aðhald. Ef mönnum er sama er hætta á ferðum í þjóðlífinu. Við teljum að gerð hafí verið mistök við Hófsá í sumar. Við telj- um að þær milljónir sem þar var sóað hefðu betur verið komnar í segjum til dæmis endurbætur á veginum yfir Hrafnseyrarheiði, sem legið hefur svo til óhreyfður frá því hann var iagður um 1950. Fimm milljónir króna í þann heiðarveg hefðu verkað eins og vítamín- sprauta. Ef við höfum rangt fyrir okkur í þessu máli erum við menn til að viðurkenna það ef hægt er að benda okkur á rök í málinu sem við sjáum ekki í dag. Vegagerð ríkisins hefur unnið stórvirki um land allt á liðnum árum. Hún hefur á að skipa mörgum mjög hæfum starfsmönnum. En vegagerðin er ekki óskeikul fremur en aðrar opin- berar stofnanir. Þess vegna biðjum við um athugun á þessu máli, og ef í ljós kemur, sem allt bendir til, að mistök hafí verið gerð, verði það víti til varnaðar. Samgöngunef nd Auðkúluhrepps, Harald Kulp, Mjólkárvirkjun, Guðmundur Þór Kristjánsson, Mjólkárvirkjun, Hallgrímur Sveinsson, Hrafnseyri. Mjólkin send heim: „Sýnist vera grundvöll- ur fyrir þessa starfsemi“ segir Sveinn Guðmundsson hjá Mjólkurpóstinum „ÞAÐ er ekki hægt að segja ann- að en að undirtektir hafi verið góðar. Mér sýnist á fyrstu við- brögðum, að það sé góður grundvöllur fyrir þessari starf- semi,“ sagði Sveinn Guðmunds- son verkfræðingur, sem stofnað hefur fyrirtækið „Mjólkurpóst- urinn“ og ætlar að senda fólki mjólk heim að dyrum á mjólkur- búðaverði án þess að taka sér- stakt gjald fyrir heimsendingar- þjónustuna. Sveinn sagði í samtali við blm. Morgunblaðsins að hann væri búinn að gera lauslega könnun á grund- velli þessarar starfsemi og mætti segja að auglýsingar, sem birst hafa í blöðum undanfarna daga, væru frekari markaðskönnun. „Mér sýnist að þetta muni geta gengið," sagði hann. „Það fer að vísu tals- vert eftir því hversu þétt dreifingar- netið getur orðið á höfuðborgar- svæðinu - álagning á mjólk og mjólkurvörur er mjög lítil og því má dreifingin ekki taka of langan tíma. Ætlunin er að flytja mjólkina beint frá Mjólkurstöðinni heim til fólks, minnst tólf lítra í einu.“ Sveinn sagði að með því að koma mjólkinni beint í áframhaldandi kælingu væri engin hætta á að hún næði að hitna og skemmast og þannig gæti fólk verið laust við “hyggjur af stöðugum mjólkurburði heim úr verslunum í 2-3 daga. „Það kann að taka einhvern tíma að byggja upp dreifíkerfíð fyrir allt höfuðborgarsvæðið en ég geri mér vonir um að ég geti byijað dreifíng- una á næstu dögum," sagði Sveinn Guðmundsson verkfræðingur. í bjó 3*4 Þes! [W ðUlH r anskd SÓStag‘>nSÓSU esl 8 Tói''ials£[![a m 209 kf- Rabtt' ARNARHÓLL ■ PHIUPS Frystikistur 27.920.- 29.950.- 35.850.- 47.800.- 215lítra 315lítra 450 lítra 550 lítra 26.520.- 28.450.- 39.990.- 45.410.- Frystisképar 27.860.- 140 litra 26.470.- 300 litra 39.680.- 37.700.- Philips Philips Philips Philips Philips Philips frystikistur eru klæddar hömruðu stáli. frystikistur gefa til kynna með sérstöku aðvörunar- Ijósi ef frostið fer niður fyrir 15o frystikistur hafa lykillæsingu. frystikistum fylgja 2—3 lausar grindur. frystikistur hafa Ijós í loki. frystikistur fást í stærðunum 140—550 lítra. Philips viðgerðaþjónustu getur þú treyst. Þú kaupir Philips fyrir framtíðina. iþ Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI3 - 20455- SÆTÚNI 8- S: 27500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.