Morgunblaðið - 18.09.1986, Page 20

Morgunblaðið - 18.09.1986, Page 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 STÝRILIÐAR SEGULROFAR YFIRALAGSVARNIR STJORNUÞRI- HYRNINGSROFAR TIMALIÐAR ROFAHUS Hagstættverð = HÉÐINN = VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260 LAGER-SÉRTWITANIR-WÓNUSTA VLT HRAÐABREYTAR fyrir: dælustýringar, færibönd, loftræstingar, hraðfrystibúnað o.fi. Danfoss VLT hraða- breytar fyrir þriggja fasa rafmótora allt að 150 hö. Hraðabreytingin er stiglaus frá 0-200% og mótorinn heldur afli við minnsta snúningshraða. Leitið frekari upplýsinga í söludeild. = HÉÐINN = VÉLAVERSLilN, SÍMI 24260 SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTA-LAGER Neytenda þjónusta /Tl greiðir hluta \ \/ T^af kostnaði fyrir \ ▼ JL félagsmenn slna\ Sala og þjónusta í verslun Á undanfömum árum hefur samkeppni smá- söluverslana farið harðnandi og kröfur neyt- enda aukist. Kaupmenn verða því að tryggja að starfsmenn þeirra veiti eins góða þjónustu og auðið er. Vegna eindreginna óska hefur Stjórnunarfélagið skipulagt námskeið fyrir afgreiðslufólk og þjónustuaðila. Námskeiðið mun veita innsýn í þjónustuheim verslunar og örva umræður, þannig að starfsmenn geti tek- ist á við verkefni af meiri skilningi og veitt betri þjónustu. Efni: Smásöluverslun •Vöruþekking • Útstillingar og uppröðun • Vörukynningar • Sölumennska í mörkuðum • Neytendaþjónusta • Neytendaatferli • o.fl. Þátttakendur: Námskeiðiðer sniðið að þörfum starfsfólks í verslunum og ætlunin er að gefa öllum sem hafa áhuga á neytendaþjónustu, innsýn í heim verslunar. Tími oa staður: 29. sept,—1. okt., kl. 14.00—18.00 Ánanaustum 15, 3. hæö. Leiðbeinandi: Haukur Haraldsson, sölu- og markaðsrádgjafi. SgómunarfÉlag Islands UTFLUTNINGS OG MARKAÐSSKÓLIÍSLANDS Ananaustum 15 ■ 101 Reykjavlk ■ & 91-621063- TU2085 Samleikur á tvo gítara í Kristskirkju Gitarleikararnir Carlos Trepat og Arnaldur Amarson. Rætt við katal- ónska gítar- leikarann Carlos Trepat Útlendingar sem hér dveljast undrast stórlega yfir því fjöl- skrúðuga tónlistarlífi sem er hér í höfuðborginni. Tónleika- hald „Tónlistarfélaga Krists- kirkju“ var áberandi síðastlið- inn vetur. Raunar má segja að lítið sem ekkert hlé hafi orðið á starfseminni í sumar. Hvað um það, nú er vetrarstarfið hafið af fullum krafti. Formað- ur og framkvæmdastjóri fé- lagsins, Leifur Þórarinsson, tónskáld, lofar spennandi dag- skrá í vetur. í kvöld eru sem sagt tónleik- ar í kirkjunni. Að þessu sinni eru það gítarleikaramir Arn- aldur Arnarson og Carlos Trepat sem leika saman á tvo gítara. Amaldur Arnarson er búsett- ur á Spáni og er hann kennari í gítarleik við Luthier-tónlistarskól- ann í Barcelona. Það hefði einhvem tímann þótt saga til næsta bæjar hér á landi að Islend- ingur starfaði sem gítarkennari á Spáni. Amaldur hóf gítamám í Svíþjóð tíu ára gamall. Hann hélt áfram námi hjá Gunnari H. Jóns- syni hér í Reykjavík og síðar í Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar og tók þaðan burtfararpróf 1977. Hann var fjögur ár við tón- listamám í Royal Northem Col- lege of Music í Manchester og tók lokapróf 1982. Kennarar hans þar vom Gordon Crosskey og John Williams. Síðar lagði hann stund á framhaldsnám í eitt ár hjá José Tomás í Alicante á Spáni. En okkur langaði að kynnast Carlos Trepat aðeins nánar. Það reyndist ekki auðvelt að króa meistarann af, þeir félagar vom önnum kafnir við æfingar, en það tókst þó að lokum nú í vikunni. Trepat var fyrst spurður, hvort honum fyndist ekki íslendingar frekar dauflegir miðað við hina blóðheitu landa hans? „Nei,“ svarði hann og brosti, „ég er Katalóníumaður og við emm nú ekki þekktir fyrir að bera tilfinningar okkar á torg.“ Carlos Trepat er fæddur 1960. Hann hóf tónlistamám í heimaborg sinni þrettán ára og hélt síðan áfram námi í Barcel- ona. Hann var um tveggja ára skeið í tónlistarskólanum í Aiic- ante undir handleiðslu José Tomás og tók þar lokapróf með hæstu einkunn. Hann stundaði fram- haldsnám í Ecole Normale de Musique í París hjá Alberto Ponce og lauk prófi með frábæmm vitn- isburði. Carlos Trepat var spurður, hvort gítarinn skipaði ekki vegleg- astan sess í spönsku tónlistarlífi. „Jú, það má segja það,“ svar- aði listamaðurinn. „En þess ber þó að gæta að þó við Spánveijar eigum marga frábæra gítarleik- ara, þá em í dag fjölmargir snillingar í gítarleik sem ekki em Spánveijar." En semja spönsk nútímatón- skáld verk fyrir gítar? „Jú, mikil ósköp, það er tölu- vert samið fyrir gítar.“ Hvað um þig sjálfan, hefur þú samið einhver verk fyrir gítar? Nú brosir Katalóníumaðurinn Trepat. „Það get ég nú varla sagt. Það litla sem ég hef samið er aðeins fyrir sjálfan mig.“ Em spönsku nútímatónskáldin ekki undir sterkum áhrifum frá hinni þjóðlegu hefð? „Jú, vissulega, mjög margir. Það mætti til dæmis nefna Rodr- igo í því sambandi. Nú og einnig hið ágæta tónskáld Mompou, en svo em aðrir sem hafa orðið fyrir öðmm áhrifum. í svipinn dettur mér til dæmis í hug tónskáldið Tómas Marco og Luis de Pablo sem em undir áhrifum frá þýska skólanum." Þess má geta að Carlos Trepat hefur haldið Ijölda tónleika á Spáni og ennfremur komið fram í Frakklandi og á Ítalíu. Hann hefur unnið til margvíslegra verð- launa í keppni innanlands og á alþjóðlegum vettvangi og er þar helst að telja fyrstu verðlaun í keppni ungra einleikara á Spáni 1979, fystu verðlaun fyrir flutning á verkum katalónskra höfunda í Mataró 1982, önnur verðlaun og Tárrega-verðlaunin í alþjóðlegu Tárrega-keppninni í Bericasim 1983—’84 og sérstök heiðursverð- laun dómnefndar í Havana á Kúbu 1986. Carlos Trepat var spurður, hvort hann hefði haft tækifæri til að kynna sér íslenska tónlist þann tíma sem hann hefur dvalist hér? „Nei, því miður. Tíminn hefur að mestu farið í æfingar. Við munum þó leika eitt íslenskt verk eftir Hróðmar Sigurbjömsson, sem hann kallar „Tilbrigði fyrir tvo gítara". Meðal annarra verka á efnisskránni em verk eftir Alessander Piccinini, Franz P. Schubert, Isaal Albéniz ogfleiri." Hvað er svo framundan? „Þegar heim til Spánar kemur mun ég halda nokkra tónleika. Eg hef verið kennari að undan- fömu en í vetur mun ég taka mér frí frá kennslunni og nota tímann til að „stúdera". Þar með var hann floginn. Carl- os Trepat gítarleikari frá Katal- óníu kvaddi og klæddi sig í þykka uilarvettlinga og gekk út í haust- veðrið. Sigmar B. Hauksson Tilkynning frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur Gottskálk Björnsson og Jón Gunnlaugsson munu láta af störfum sem heimilislæknar. frá og með 1. október nk. Þeir samlagsmenn, sem hafa haft þá fyrir heimilislækna vinsamlegast komi í af- greiðslu S.R. að Tryggvagötu 28 og velji sér nýjan lækni. SIGLFIRDINGAFÉLAGID f Reykjavík og nágrenni Síldarballið verður haldið í Ártúni laugardaginn 20. september og hefst kl. 21.00. AHir í fjöriö! Stýórnin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.