Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 26

Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 Afvopnunarmál: Reag'an kemur til móts við Sovétmenn Wolfgang- Bindel, skipstjóri „Aurig-ae". Bátafólkið á „Aurigae“: Skipstjórinn ekki ákærður Oldenburg, Vestur-Þýskalandi, AP. ÁKÆRANDI í máli skipstjóra þýska skipsins, sem flutti flótta- fólk frá Sri Lanka áleiðis til Kanada, segist ekki hafa fundið lagaleg rök fyrir ákæru á hend- ur skipstjóranum. Rannsókn málsins verður nú hætt. Ákærandinn, Gerhard Hab- enicht, sagði fréttamönnum í gær að yfirvöld í Kanada hefðu fuliviss- að hann um að flóttamennimir hefðu farið um borð í þýska skipið „Aurigae“ af fúsum og fijálsum vilja. Þann 11. ágúst fundust 155 flóttamenn frá Sri Lanka á reki í björgunarbátum skammt undan strönd Nýfundnalands. í fyrstu sögðust þeir hafa komið frá Ind- landi en viðurkenndu síðar að hafa komið frá Vestur-Þýskalandi með skipi. Flóttafólkið greiddi Wolfang Bindel, skipstjóra „Aurigae", alls um 12 milljónir ísl. króna fyrir farið, að sögn lögregluyfirvalda í Vestur-Þýskalandi. Washington, AP. RONALD Reagan, Bandaríkja- forseti, hefur samþykkt að á fundi með Sovétmönnum í Genf í dag leggi fulltrúar Bandaríkja- stjómar fram nýja tillögu um fækkun langdrægra eldflauga. Hefur forsetinn horfið frá kröfu sinni um að eldflaugum af þess- ari gerð verði fækkað um 50%. Til þess að koma til móts við sjón- armið Sovétmanna gera Banda- ríkjamenn það nú að tillögu sinni að miðað verði við 30% fækkun. Viðræðunefndir Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um gagnkvæma fækkun kjarnorkuvopna hefja nýja fundalotu í Genf í dag. Að sögn embættismanns í Washington, sem ekki vildi láta nafns síns getið, kynnir Max M. Kampelman, for- maður bandan'sku nefndarinnar, hinar nýju hugmyndir strax á fyrsta fundi nefndanna. Samkvæmt þeim fá Sovétmenn að halda í fleiri af langdrægum eldflaugum sínum á landi en ætlun Bandaríkjamanna hefur verið til þessa. Bandan'kja- menn vilja hins vegar tryggja forskot sitt hvað varðar langdrægar sprengjuflugvélar, er flytja kjarn- orkuvopn. Þá kom einnig fram hjá banda- ríska embættismanninum, að Bandaríkjastjóm sé fús til að fall- ast á tilboð Sovétmanna um að fylgst verði með sovéskum herflutn- ingum í Evrópu úr lofti. Sergei Akhromeyev marskálkur, yfirmað- ur sovéska hersins, kynnti þessa tillögu í síðasta mánuði á Stokk- hólmsráðstefnunni um afvopnunar- mál í Evrópu. Henni var strax vel tekið af Bandaríkjamönnum, sem hvöttu Sovétmenn til að sýna sveigjanleika á öðrum sviðum í því skyni að draga úr líkum á hernað- arátökum af slysni í Evrópu. Ákvarðanir Bandaríkjaforseta um þessi efni eru taldar sýna að hann vilji reyna til þrautar að ná samkomulagi við Sovétmenn um afvopnunarmál og forsetinn ætli ekki að láta handtöku bandaríska Berlín, AP. ERICH Honecker, leiðtogi aust- ur-þýska kommúnistaflokksins, og Daniel Ortega, forseti Nic- aragua, hvöttu Bandaríkjamenn í gær til að binda enda á „hið óyfirlýsta stríð“ gegn Nicarag- ALLSHERJARÞING SÞ kom saman a mánudag í 41. sinn. Á meðal helztu mála þingsins verða fjárhagsvandi samtakanna og til- laga um að fækka í starfsliði þeirra. Alls eru 142 mál á dagskrá þings- ins, þar á meðal tillögur um áskorun á Víetnama að kalla herlið sitt burt frá frá Kambódíu og á Sovétmenn að flytja herlið sitt heim frá Afgan- istan. Fyrsta mál á fundi þingsins í gær var kosning forseta og var Humay- un Rasheed frá Bangladesh kjörinn. Þá virðist hafa náðst samkomu- lag um embætti framkvæmdastjóra SÞ næstu fímm ár. Hefur Javier Perez de Cuellar fallizt á að gegna því í annað kjörtímabil, en þessu blaðamannsins Nicholas S. Daniloff í Moskvu spilla fyrir framgangi þess. ua-búum. Leiðtogarnir áttu fund í gær í höfuðstöðvum kommún- istaflokksins í Austur-Berlín. Bandaríkjamenn styðja skæru- liða, sem beijast gegn stjóm líkur 31. desember nk. Búizt er við miklum umræðum um fjármál Sameinuðu þjóðanna og tillögur til umbóta á því sviði. En lagt er til að starfsliði verði fækkað um 15% og að rekstur verði bættur á öllum sviðum. London, AP. BANDARÍKJADOLLAR lækkaði í gær gagnvart öllum helztu gjaldmiðlum heims nema sterl- ingspundinu og kanadíska doll- arnum. Pundið lækkaði og komst niður fyrir þijú vestur-þýzk mörk í fyrsta sinn. Síðdegis í gær kostaði pundið 1,4740 dollara (1,4775) í London, en annars var gengi dollarans þann- Ronald Reagan sandinista í Nicaragua. Að sögn austur-þýsku fréttastof- unnar ADN lýsti Ortega sig reiðu- búinn til að eiga viðræður við Bandaríkjastjórn um bætt sam- skipti ríkjanna. Ortega og Honecker vom sammála um að vanda Mið- Ameríkuríkja yrði að leysa „á sanngjarnan hátt á vettvangi stjómmála" að því er fréttastofan sagði. Daniel Ortega kom til Austur- Þýskalands á þriðjudag og hyggst hann dvelja þar í nokkra daga. Með honum í för eru Miguel D’Escotot, utanríkisráðherra Nicaragua, og Alejandro Martinez viðskiptaráð- herra. Ortega hefur einu sinni áður sótt Austur-Þjóðveija heim en það var í maí á síðasta ári. ig, að fyrir hann fengust 2,0285 vestur-þýzk mörk (2,0465), 1,6427 svissneskir frankar (1,6565), 6,6525 franskir frankar (6,7050), 2,2930 hollenzk gyllini (2,3125), 1.406,10 ítalskar lírur (1.412,75), 1,3915 kanadískir dollarar (1,3866) og 155,10 jen (155,80). Gull lækkaði lítillega og var verð þess 413,50 dollarar únsan (415,00). Austur-Þýskaland: Forseti Nicaragua ræðir við Honecker 41. Allsherjarþing’- ið kemur saman Gengi gjaldmiðla Frakkland: Ógnaröldinni linnir ekki Frá Torfa H. Tulinius fréttaritara Morgunblaðsins I París. SPRENGING í höfuðstöðvum lögreglunnar í París á mánudaginn var sú síðasta í langri röð sprengjutilræða sem hófst í desember á siðasta ári. Tilræðin eru samtals fjórtán og hafa valdið dauða fimm manns en slasað 206 manns. Tvö samtök hafa lýst sig ábyrg fyrir sprengingunum en þau eru bæði líbönsk og fara fram á að nokkrum libönskum föngum verði sleppt úr haldi i Frakklandi. Sá sem er oftast nefndur í þessu sambandi er Georges Ibrahim Abdallah, sem nú afplánar fjögurra ára fangelsisdóm hér fyrir að hafa haft undir höndum vopn sem notað var til að myrða tvo diplómata hér í Frakk- landi: ísraelsbúann Yacov Barsimentov og Bandaríkjamanninn Charles Ray. Þetta er hið eina sem tekist hef- ur að sanna að hann hafi gert af sér en grunur leikur á að hann sé viðriðinn mörg önnur hryðjuverk og eru frönsk stjórnvöld því ófús til að sleppa honum þó að lög leyfi þeim að gera það bráðlega þegar hann verður búinn að sitja af sér helming fangelsisvistarinnar. Stjómvöld á Ítalíu hafa einnig farið framá að Abdallah yrði framseldur þangað þar sem hann er talinn vera forsprakki hryðjuverkasamtakanna FARL, en þau hafa framið ýmsa glæpi í því landi þ. á m. morðið á bandaríska hershöfðingjanum Leamont Hunt í febrúar 1984 í Róm. Hver er Abdallah? Georges Ibrahim Abdallah er kristinn líbani eins og erkióvinir hans falangistamir. Öfugt við þá er hann marxisti og stuðnmgsmað- ur Sýrlands og málstaðs Palestínu- manna. Hann hefur verið viðriðinn hryðjuverk í allmörg ár því sagt er að hann hafí verið í Jjjálfun hjá Rauðu herdeildunum á Italíu, þegar veldi þeirra stóð sem hæst 1979. Hann var handtekinn í Lyon 24. október 1984 fyrir að vera með fölsuð persónuskilríki og var dæmd- ur í sex mánaða fangelsi vegna þess. Þá var ekki vitað um tengsl hans við alþjóða hryðjuverkastarf- semi. Á meðan hann var að afplána þennan dóm kom í ljós að hann hafði verið viðriðinn morðið á ísra- elska sendifulltrúanum í París. Virðast þær upplýsingar hafa kom- ið frá falangistum í Líbanon. 23. mars 1985 er frönskum sendifull- trúa í Trípolí í Líbanon rænt. Þar eru vinir Abdallah á ferðinni og fara fram á að hann verði látinn laus. Ekki er Ijóst hvort frönsk stjómvöld féllust á kröfur mann- ræningjanna eða lofuðu aðeins að Abdallah yrði ekki afhentur falang- istum eftir að hafa afplánað dóm sinn í Frakklandi. Altént var Frakk- anum sleppt 1. apríl 1985 og átti Abdallah að vera látinn laus skömmu síðar. Eins og fyrr var rakið breyttist réttarstaða hans eft- ir að sannaðist að hann hafði haft í sínum fórum umrætt skotvopn. Þá var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsisvist og nú lítur út fyrir að sú vist eigi enn eftir að lengjast. Hvað gera frönsk stjórnvöld? Hryðjuverkin sem framin hafa verið á síðustu vikum og mánuðum virðast öll tengjast máli Abdallah og hefur lögreglurannsóknin mest snúist um að hafa gætur á þeim fjölmörgu Líbönum sem búa hér. Á síðustu dögum hafa margir verið yfirheyrðir og milli tíu og tuttugu manns hefur verið vikið úr landi. í gær var myndum af tveimur bræðrum Abdallah dreift í 200.000 eintökum og milljón franka verð- launum heitið þeim sem gæti veitt upplýsingar sem leiddu til handtöku þeirra eða einhverra sem viðriðnir væru sprengjutilræðin. Grunur leik- ur á að annar bróðir Abdallah hafí verið sá sem kom sprengju fyrir á stórri kaffiteríu á föstudaginn var. Skömmu áður en hún sprakk, stóð maður snöggt upp frá borði sínu og labbaði út. Lýsing sjónarvotta á manninum gæti vel átt við bróður Abdallah. Það jaðrar við stríðsástand hér í París. Lögreglumenn standa gráir fyrir jámum, nánast á hveiju götu- horni. Leitað er í töskum fólks áður en það fær að koma inn á opinbera staði. Jacques Chirac, forsætisráð- herra, hefur beðið almenning um að hafa augun hjá sér og taka eft- ir bögglum sem kynnu að liggja á glámbekk. Eins hefur hann beðið fólk að aðstoða lögrcgluna eftir fremsta megni. Herinn hefur verið kallaður til og á hann að gæta landamæranna. Eftirlit með fáförn- um landamærasvæðum hefur verið hert til muna. Veg-abréfsáritanir Það sem vakið hefur mesta at- hygli er sú ákvörðun franskra stjómvalda að fara fram á að út- lendingar sem koma til Frakklands, utan ríkisborgara EBE-landanna og Sviss, skuli vera búnir að afla sér vegabréfsáritunar. Markmiðið með þessari aðgerð er að gera hryðjuverkamönnum erfiðara fyrir að komast inn í landið, einkum með því að fylgjast grannt með öllum þeim sem koma frá löndum sem talin eru vera höll undir hryðju- verkastarfsemi. Frakkar benda á að Bandaríkjamenn sem hafa þvílíkar reglur þurfi ekki að líða það að sprengjutilræði séu framin í þeirra landi. Bandan'sk stjómvöld hafa lýst því yfir að þau skilji vel þessa ráð- stöfun Frakka þó þetta eigi eflaust eftir að valda bandarískum ferða- mönnum á leið til Frakklands óþægindum. Nokkrar þjóðir hafa þó lýst sig óánægðar með það að vera dregnar í dilk með hryðju- verkamönnum. Þar er um að ræða Austurríkismenn sem skilja ekki af hverju þeir þurfi að fá vegabréfs- áritun en ekki Svisslendingar. Afríkuþjóðir þær sem áður lutu stjóm Frakka hafa einnig kvartað yfír því að verið sé að gera upp á milli þeirra og Evrópuþjóðanna. Augljóst er að þessi ráðstöfun Frakka á eftir að draga úr straumi ferðamanna hingað til landsins og valda mörgum óþægindum. Allir vona, einkum ferðafrömuðir, að hún vari aðeins í skamman tíma. Marg- ir efast um að hún verði framkvæm- anleg. Frönsk sendiráð hafa hreinlega ekki mannafla til að anna hinni gífurlegu pappírsvinnu sem kemur til með að fylgja þessari ráðstöfun. Sem dæmi má nefna að sendiráð Frakklands í Austurríki afgreiðir að jafnaði um 2.000 um- sóknir um vegabréfsáritanir á ári. Nú er talið að hún muni þurfa að sinna fleiri hundmðum þúsunda. .

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.