Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 31

Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 31
 .'iS’. -'vx 30 ■p^- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 —s-- MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 31 Plnrgw Útgefandi nttbtfetfr Árvakur, Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoöarritstjóri Björn Bjarnason. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskriftargjald 500 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 50 kr. eintakiö. Merkileg umskipti Nú þegar tæp tvö ár eru liðin frá hinu harða verk- falli opinberra starfsmanna hafa orðið merkileg umskipti er snerta mikilvæga þætti í framkvæmd verkfallsins. Eins og menn muna vakti það helst heimsathygli á verkfallinu, að lögreglumenn í Reykjavík fóru í einkennisbúningum í verk- fallsgöngu. Þá skapaðist veruleg spenna í millilanda- flugi vegna verkfalls tollvarða. Með lokun Ríkisútvarpsins var skrúfað fyrir alla fjölmiðlun í landinu, þar sem bókagerðar- menn voru í verkfalli á sama tíma og opinberir starfsmenn. Kæmi til verkfalls opinberra starfsmanna nú, stæðu lög- reglumenn utan við það. Þeir sömdu fyrr í sumar við fjár- málaráðuneytið um að afsala sér verkfallsrétti. Var sú niður- staða samninganna síðan staðfest með góðum meirihluta í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal lögreglumanna. Undir forystu Ragnhildar Helgadótt- ur, þáverandi menntamálaráð- herra, var staðið þannig að málum á Alþingi, að unnt reyndist að ná samstöðu um lagafrumvarp, sem mælir fyrir um afnám ríkiseinokunar á útvarpsrekstri. Nú hefur fyrsta einkastöðin tekið til starfa; það verður ekki framar dæmt sem brot á íslenskum lögum, þótt aðrir noti öldur ljósvakans hér á landi en starfsmenn ríkisins. Og enn hefur það gerst, að á vegum fjármálaráðuneytisins undir stjóm Þorsteins Pálsson- ar, íjármálaráðherra, hafa tekist samningar við tollverði, sem svipar til samninganna við lögreglumenn. Geir H. Haarde, aðstoðar- maður fjármálaráðherra, segir í Morgunblaðsviðtali í gær, að samningurinn við tollverði sé launalega sambærilegur við samninginn við lögreglumenn og í samningunum séu sams- konar ákvæði um afnám verkfallsréttar. Þá segir Geir H. Haarde einnig, að það sé ekki ætlun samninganefndar ríkisins að gera hliðstæða samninga við önnur aðildarfé- lög Bandalags starfsmanna ríkis og bæja (BSRB). Sú stefna hefði verið mörkuð varð- andi samningsréttarmál þegar í febrúar sl., að löggæslustétt- irnar hefðu ekki verkfallsrétt vegna sérstöðu sinnar. Eftir að lögreglumenn höfðu gert samning sinn í sumar, snerust forystumenn BSRB harkalega gegn honum. Var hart lagt að lögreglumönnum að snúast gegn þeirri stefnu, sem mótuð var í samningnum og þar með forystumönnum sínum. Þessi barátta skilaði ekki árangri, það var forystu- sveit BSRB, sem tapaði henni. Ef að líkum lætur munu for- svarsmenn BSRB nú snúa sér að tollvörðum og mælast til þess við þá, að þeir felli hinn nýgerða samning í atkvæða- greiðslu. Á þessu stigi er ógjörlegt að fullyrða, hver verða úrslit atkvæðagreiðslunnar hjá toll- vörðum. Sú skoðun hefur ráðið í kjaraviðræðum aðila á al- menna vinnumarkaðnum undanfarin ár, að forðast beri í lengstu lög að hleypa þeim upp með hörðum átökum; væn- legra sé til árangurs að halda uppi eðlilegum samskiptum við samningaborðið en bíta í skjaldarrendur við verkfalls- vörslu. Um það hvora leiðina á að fara, að semja undir svipu verkfalls eða ekki, hefur verið deilt innan verkalýðshreyfing- arinnar, milli ASI og BSRB, og þó sérstaklega á véttvangi Alþýðubandalagsins. Deilur af því tagi eru ekki úr sögunni, þótt vilji alls þorra fólks standi til friðsamlegra lausna á kjara- þrætum eins og öðrum ágrein- ingi manna og þjóða í milli. Þegar rætt var um niður- stöðu í atkvæðagreiðslu lög- reglumanna um samninga sína hér á þessum stað, var komist þannig að orði, að úrslitin yrðu ekki túlkuð á annan veg en sem áfall fyrir forystusveit BSRB. Þá var einnig minnt á, að í desember síðastliðnum tapaði forysta BSRB í baráttunni um það, hvort kennarar yrðu áfram í bandalaginu og sú ályktun dregin, að óhjákvæmi- legt væri fyrir forystumenn BSRB að líta í eigin barm og huga að málflutningi sínum og baráttuaðferðum. Full ástæða er tii að endurtaka þessi orð. Elli kerling leikur ríki Evrópu grátt Fólksfækkunar mun taka að gæta á Islandi árið 2010 EVRÓPA er ekki eingöngu gömul í sagnfræðilegum skilningi þess orðs. Meðalaldur íbúa álfunnar er hinn hæsti í heimi hér. íbúafjöldi margra Evrópuríkja stendur í stað og víða fer fólki fækkandi. I nýjasta hefti hins virta tímarits The Economist er athyglisverð grein um þennan vanda sem hér birtist í íslenskri endursögn. Einnig þótti við hæfi að víkja stuttlega að mannfjöldaþróun hér á landi en skýrslu þar að lútandi er að vænta í haust. Fijósemi kvenna fer minnkandi víðast hvar í Vestur-Evrópu. A Norðurlöndum verður þessarar þró- unar vart en hér á landi mun fólki ekki taka að fækka fyrr en árið 2010. Raunar kann að fara svo að ísland muni skera sig úr ríkjum Evrópu hvað varðar þróun mann- fjölda. Alltént hlýtur það að vekja vissar vonir þegar skólaböm segjast telja æskilegt að eignast fleiri en tvö böm eins og fram kemur í ný- legri skoðanakönnun. Þegar talna- meistarar höfðu meðhöndlað svör þeirra kom í ljós að bæði kynin virt- ust nokkuð sammála um að 2,36 böm væri mjög æskilegur fjöldi innan hverrar fjölskyldu. í Evrópu telja menn að hver kona þurfi að fæða 2,1 lifandi böm að meðaltali til að viðhalda sama íbúa- fjölda. Áríð 1983 fæddi hver kona 2,24 lifandi böm hér á landi, en á síðasta ári var sú tala komin niður í 1,93 böm á hverja konu. Fóiks- fjölgun er nú 1% á ári en mun fljótlega lækka í 0,5% samkvæmt nýjustu spám. Eldri spá um mann- fjöldaþróun gerði ráð fyrir mun meiri frjósemi íslenskra kvenna og var því mjög villandi. Víðtækur vandi Bamsfæðingum fer ekki ein- göngu fækkandi í ríkjum Vestur- Evrópu. Austantjaldsríkin eiga við svipaðan vanda að glíma þrátt fyrir skipulagðar tilraunir hinna komm- únísku ríkisstjórna til að snúa þessari þróun við. Orsakir þessa eru vitaskuld fjölmargar en sérfræðing- ar nefna einkum getnaðarvamir, breytta stöðu konunnar og aukið valfrelsi hennar, áhyggjur manna af efnahagslegri afkomu, borgar- menningu og einfaldlega breytt hugarfar. Spænskar konur fæða að meðal- tali 2,1 lifandi börn hver og er Spánn hið eina af stærri ríkjum Vestur-Evrópu, sem nær að halda æskilegri tíðni bamsfæðinga. Fijó- semi kvenna er hvergi minni en í Danmörku og Vestur-Þýskalandi. Þar fæðir hver kona að meðaltali l, 4 lifandi böm. Meðaladur íbúa Vestur-Þýskalands er hinn hæsti í heimi. Þjóðin samanstendur mest- megnis af miðaldra fólki og ellilíf- eyrisþegum. Albanir og Tyrkir halda sínu striki og þar fer fólki enn fjölg- andi. íbúum Póllands og írlands fjölgar einnig lítilllega og kann það m. a. að stafa af því að mikill meiri- hluti íbúanna játar kaþólska trú. Sovétmönnum fer einnig fjölgandi en þá staðreynd má einkum þakka fijósemi kvenna í þeim hluta lands- ins, sem tilheyrir Asíu. Konur í ríkjum Þriðja heimsins eru margfalt frjósamari en kynsyst- ur þeirra í Evrópu. Áhrifa þessa mun gæta á næstu öld því nú eru sex Evrópuríki í hópi fjölmennustu ríkja heims en árið 2020 munu að- eins tvö ríki teljast í hópi þeirra 20 fjölmennustu. I byijun þessarar ald- ar voru 20 fjölmennustu borgir heims í Evrópu. Um næstu aldamót mun engin þeirra komast á lista. Alvarleg’ar afleiðingar Því hefur verið haldið fram að minnkandi fijósemi evrópskra kvenna sé beinlínis æskileg. Skoðun þessi hefur verið rökstudd með til- liti til þess að atvinnutækifærum fjölgi ekki þótt fólkið sé fijósamt, margfaldist og uppfylli jörðina, líkt og boðað var í árdaga. Þessi rök- semd er einfaldlega röng því ekki er tekið tillit til þeirra þátta sem ráða þróun hagvaxtar. Afleiðing minnkandi fijósemi tveggja eða þriggja kynslóða kvenna blasir við; íbúar viðkomandi þjóðar verða að meðaltali aldur- hnignari en ella. Snemma á næstu öld mun ungt fólk bókstaflega skorta í fjölmörgum ríkjum Evrópu líkt og þegar hefur gerst í Vestur- Þýskalandi. Verði Evrópa eins konar elliheim- ili heimsbyggðarinnar mun það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir efnahag viðkomandi rílqa. Fyrir- tæki munu þurfa að aðlaga sig að kröfum eldri neytenda, verkefnum á sviði heilbrigðismála mun fjölga, þjónustuiðnaður ýmiss konar mun væntanlega blómstra og byggingar- iðnaður mun óhjákvæmilega dragast saman. Ef vélmenni annast ekki verksmiðju- og skrifstofustörf framtíðarinnar mun að lokum fara svo að skortur verður á starfsfólki. Þá kann að reynast nauðsynlegt að flytja inn vinnuafl frá Afríku og Asíu. Þar með er ekki öll sagan sögð. Hærri meðalaidur þegnanna mun reynast ríkjum Evrópu dýrkeyptur í þess orðs fyllstu merkingu. Fleiri munu þiggja eftirlaun, sem aftur mun þýða að vinnandi fólki mun fækka. Færra fólk mun þurfa að standa undir auknum lífeyris- greiðslum. Árið 2030 munu ellilíf- eyrisþegar í Vestur-Þýskalandi verða jafnmargir launþegum. Réttur einstaklingsins Þrátt fyrir að útlitið virðist dökkt hafa ríkisstjómir ríkja Vestur- Evrópu ekki gripið til miðstýrðra aðgerða gegn vandanum líkt og ríkin austan Jámtjaldsins. Sú skoð- un hefur verið ráðandi í lýðræð- isríkjunum að það sé ekki í verkahring stjómvalda að ákvarða æskilega fjölskyldustærð. Slíkt er talið bijóta í bága við sjálfsákvörð- unarrétt einstaklingsins og ógna hinu nýfengna frelsi konunnar. Ríkisstjómir Austurblokkarinnar þurfa ekki að hafa áhyggjur af ákvörðunarrétti einstaklingsins um eigið líf. Nokkrar kommúnista- stjómir hafa boðað að hver fjöl- skylda skuli að minnsta kosti telja þijú böm. Til þess að gera móður- hlutverkið aðlaðandi njóta þær konur sem fjölga mannkyninu ákveðinna forréttinda. Þær fá greiðslur við fæðingu annars og þriðja bams og njóta margra mán- aða fæðingarorlofs. Síðast en ekki síst komast bammargar Qölskyldur framar á biðlista eftir húsnæði. Getnaðarvamir og fóstureyðing- ar hafa verið bannaðar í Rúmeníu og fylgjast stjómvöld grannt með því að þegnamir virði gildandi lög. Póllans sker sig nokkuð úr öðrum kommúnistaríkjum hvað þetta varð- ar. Þar hafa stjómvöld áhyggjur af því að fleiri munnar komi til með að sliga efnahag þjóðarinnar. Þrátt FÆKKUN FÆÐINGA Frávik frá æskilegri tíðni fæðinga 1984 (2,1 lifandi fætt barn á hverja konu ef við- halda á sömu ibúatölu). -0.8 -0.4 0 0.4 0,8 1,2 1,6 2,0 E d E E E Júgóslavia Spánn Grikkland Malla ísland Rúnnenia Sovétríkin Pólland Kýpur irland Albanía Tyrkland V-Þýskaland..... Danmörk......... Holland......... Svlss........... lúxemborg....... Sv.b.áó......... Auslurríki...... Belgia.......... italía....... Finnland........ Noregur........ Ungverjaland... A-Þýskaland.... Bretland....... Frakkland...... Portúgal....... Búlgaría....... Tékkóslóvakia . núll........... núll........... núll........... núll....:...... 3 B sa sa .....Fjöldi ibúa (milljónir) .61.0 ....5,1 .14.5 ...6,4 ....0,4 ...8,4 ...7,6 ...9,9 T.57,1 .........4,9 .........4,2 .........10,6 .........16,7 .........56,5 .........55,0 .........10,2 .........9,0 .........15,5 .........23,1 .........38,6 ..........9,9 ..........0,4 .........0,2 .........22,6 .........276,3 .........37,1 49,3 Asía Fjöldi jarðarbúa (eftir svæðum) 7 milljarðar----- fyrir viðleitni kommúnistaríkjanna til að stemma stigu við dvínandi ftjósemi þegnanna virðist sem al- menningi þar eystra sé einkum umhugað um að njóta hinna verald- legri gæða tilvemnnar. Bíll og ísskápur er ofar á óskalistanum en bamavagn. Mannfjöldaspár hafa reynst misjafnlega áreiðanlegar í gegnum tíðina. Á fjórða áratug aldarinnar þóttust menn sjá þess merki að dagar Evrópubúa yrðu senn taldir. Þá tók fólkinu að fjölga. Þegar menn tóku að velta sér upp úr „of- fjölgunarvandamálinu" á sjötta áratugnum hríðféll fæðingatíðnin. Hvað sem þessu líður er ljóst að Elli kerling mun leika ríki Evrópu grátt ef ekkert verður að gert. A.Sv. Hér á landi eru börn á forskólaaldri nú 30 þúsund en verða 24 þúsund um næstu aldamót samkvæmt nýjustu spám. Árið 2010 mun fólki á vinnualdri taka að fækka. W < Jú, ekki ber á öðru en dilkar komi vænir af fjalli. Leikskólakrakkarnir borða nesti sitt í rólegheitum, en kalla mildi að ekki fór illa. RETTAÐ VATNSDAL Blðnduósi. FÖSTUDAGINN 13. september og laugardaginn þann 14. var réttað í Undirfellsrétt í Vatnsdal og Auðkúlurétt í Svínavatnshreppi í A-Hún. Að sögn gangnamanna var veðrið gott þá daga sem leitað var og gekk smöl- un vel. Á meðfylgjandi myndum má sjá fólk og fénað í Undirfellsrétt í Vatnsdal og var margt af hvorutveggja. Leikskólabömin frá Blönduósi komu í réttina til að líta fjallalömbin. Það óhapp vildi til meðan bömin vom að gæða sér á nestinu fyrir utan réttina að krakki kom aðvífandi á hesti sem hann hafði misst stjórn á og fór inn í krakkahópinn. Tvö af bömunum meiddust lítilsháttar og má teljast mildi að ekki fór verr. — Jón Sig. Það er ekki verra að vera örugg á háhesti þegar stikað er um al- mennin&rinn. nokkru eftir að þessi mynd var tekin hljóp stjómlaus hestur inn í hópinn og má í Bændur svipast um eftir kindum sínum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.