Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
35
AKUREYRI
Framkvæmdir á svæði
Skautafélags Akureyrar:
Byrjað að steypa
plötuna undir
vélfrysta svellið
Þýskur íshokkíþjálfari eftir áramót
í FYRRADAG hófst vinna við að steypa hluta plötunnar á hinu nýja
skautasvelli Skautafélags Akureyrar við Krókeyri. Völlurinn verður
59x29 metrar að stærð en hér er um að ræða vélfryst svell. Vélfryst-
ingin verður þó varla sett upp i vetur, að sögn Guðmundar Pétursson-
ar formanns félagsins.
„Það er búið að leggja frystilögn-
ina i ’/3 af svæðinu og við erum
hálfnaðir með annan hluta. Við
reynum að steypa þann hluta fyrir
eða um helgina." Að sögn Guð-
mundar fara 190 nimmetrar af
steypu í plötuna - en 20 kilómetrar
af rörum verða notaðir í frystilögn-
ina.
„Við byrjuðum á þessu í júní og
allt er unnið i sjálfboðavinnu. Við
fengum einn múrara í dag en allt
annað er gefið. Verkið lendir á fáum
mönnum og mörg hundruð vinnu-
stundir eru að baki,“ sagði
Guðmundur.
Skautafélag Akureyrar verður
50 ára 1. janúar næstkomandi og
sagði Guðmundur að meiningin með
þessu öllu saman hefði verið að
félagið gæfi sjálfu sér vélfrysta
svellið i afmælisgjöf. „Stefnan er
að það komist í gagnið á afmælisár-
inu en mér sýnist það ekki verða í
vetur. Þetta er nógur biti að kyngja
i einu sem við erum að gera nú.“
Skautafélagið hefur ekki fengið
ákveðið svar frá íþróttasjóði um
greiðslur úr sjóðnum vegna þessara
framkvæmda en það ætti að skýr-
ast fljótlega.
Vélfrystingin kostar §óra og
hálfa milljón og er það norskur
búnaður sem reiknað er með að
kaupa.
Guðmundur sagði að svellið yrði
sprautað upp á gamla mátann i
vetur en það yrði mun auðveldara
en áður. „Það er munur að hafa
svona slétta steypta plötu. Við vor-
um með klæðningu á gamla
svæðinu en hún var ekki nægilega
góð.“ Akureyringar ættu að geta
farið að reima á sig skautana í
nóvember því þá reiknaði Guð-
mundur með svellið yrði tilbúið.
Hingað til hefur „skautatimabil"
varað frá þvi i nóvember og fram
i febrúar, en eftir að vélfrysta svell-
ið verður komið i gagnið reiknar
Guðmundur með að hægt verði að
skauta 8-9 mánuði á ári hveiju.
Gleðifrétt fyrir unnendur skauta-
íþróttarinnar.
í framtíðinni er gert ráð fyrir þvi
að byggja yfir skautavöllinn og var
það m.a. af því að svæði Skautafé-
lagsins var flutt.
I lokin má geta þess að þýskur
skautaþjálfari hefur sýnt þvi áhuga
að koma til SA og þjálfa. Gæti orð-
ið af því nú eftir áramótin að sögn
Guðmundar. Hér er um að ræða
pilt sem kom til íslands í fyrra -
talar islensku - og hefur mikinn á
að starfa hér. „Er ólmur í að
koma,“ eins og Guðmundur orðaði
það.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
Haustblíða á Akureyri
BLÍÐVIÐRI var í Eyjafirði í gær og ekki bar á öðru en að
mannskepnan og aðrar skepnur í landi Akureyrarbæjar yndu
því vel. Þessi mynd var tekin í Lækjargötu - þar sem einn íbú-
anna var að dytta að húsi sínu með pensil í hönd. Nú er tími
gangna og rétta - en hvort sem ærnar á hæðinni ofan húsanna
eru nýkomnar af fjalli eður ei virtust þær svangar og bitu gras
í óða önn.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Félag-ar í Skautafélagi Akureyrar vinna vid skautasvæðid á Akureyri.
Alþýðubankinn:
Verk Jóhanns
Ævars kynnt
I Alþýðubankanum á Akureyri
stendur nú yfir kynning á verk-
um eftir Jóhann Ævar Jakobs-
son.
Hann hefur áður haldið einkasýn-
ingu og tekið þátt í nokkrum
samsýningum. Það er Menningar-
samtök Norðlendinga sem standa
að kynningunni, en henni lýkur 30.
þessa mánaðar.
Sigurbjörg ÓF
með ónýta vél
Áhöfninni sagt upp
SIGURBJÖRG ÓF, verksmiðju-
skip Magnúsar Gamalíelssonar á
Ólafsfirði, var dregið til hafnar
aðfararnótt þriðudags. Að sögn
Svavars Magnússonar, fram-
kvæmdastjóra, varð mjög alvar-
ieg bilun í vél skipsins.
Sérfræðingar frá Brons í Hol-
landi eru nú að kanna skemmd-
irnar, en vélin er talin ónýt.
Skipið hélt á miðin sl. sunnudag,
og hafði kastað hálftíma áður en
vélin bilaði. Síðasta veiðiferð Sigur-
bjargar var líka söguleg, því þá
fékk hún fullfermi af rækju að and-
virði 17,5 milljónir króna. Háseta-
hlutur í þeirri ferð var rúmlega
200.000 krónur. Nú hefur áhöfn
skipsins verið sagt upp. Svavar
sagði að enn væri of snemmt að
segja hversu langan tíma viðgerð
tæki. Velja verður annan tveggja
kosta; að gera vélina upp eða kaupa
nýja að utan. Útgerðin er tryggð
fýrir vélarskaða að hluta, en Ijóst
er að tapið verður mikið fyrir fyrir-
tækið og starfsmenn þess.
Byrjað á fjórum
\
íbúðum á þessu ári
„Sjáum ekki merki um aukna eftirspurn eftir lóðum“
segir Jón Geir Ágústsson byggingarfulltrúi
ÞAÐ SEM af er árinu hefur verið hafist handa við byggingu
fjögurra íbúða á Akureyri. „Þetta er ótrúlegt, en satt engu
að síður,“ sagði Jón Geir Agústsson, byggingarfulltrúi Akur-
eyrarbæjar, í samtali við Morgunblaðið.
Árið 1979 var hafin bygging 187
íbúða á Akureyri, 1980 lækkaði sú
tala niður í 165, og 1981 var hafin
bygging 56 íbúða. Sem sagt 109
íbúða fækkun þá milli ára. 1982
var hafist handa við byggingu 97
íbúða, 22 íbúða árið 1983 og 30
íbúða árið 1984. I fyrra var síðan
hafist handa við byggingu 17 íbúða
og í ár aðeins fjögurra eins og áður
er getið.
Um síðustu helgi kynnti bygg-
ingafyrirtækið SS-Byggir teikning-
ar af fjölbýlishúsum sem fyrirtækið
hyggst reisa við Hjallalund og var
aðsókn að sýningunni góð. Að sögn
Sigurðar Sigurðssonar, annars eig-
enda fyrirtækisins, skráðu nokkuð
margir sig niður vegna hugsanlegra
ibúðakaupa. Talsvert gæti því bæst
við þær fjórar íbúðir sem hafist
hefur verið handa við byggingu á
til þessa á árinu nái SS-Byggir að
komast áfram með þessi fyrir-
huguðu hús.
Eftir að nýju húsnæðislögin tóku
gildi 1. september hefur mikið verið
um þau fjallað og sagði Jón Geir
Ágústsson flölda manns á Akureyri
hafa fengið umsóknareyðublöð
vegna lána frá Húsnæðisstofnun
ríkisins að undanfömu en það væri
í miklum mæli vegna kaupa á eldra
húsnæði. „Við sjáum ekki merki um
aukna eftirspum eftir lóðum,“ sagði
hann. Að sögn Jóns er nóg af laus-
um lóðum til í bænum, til dæmis í
Síðuhverfi og þá vom fjórar lóðir
nýlega auglýstar í innbænum. Þar
er um að ræða fjórar lóðir innst í
Aðalstræti og hafði verið reiknað
með að mikil eftirspum yrði eftir
þeim, enda sagði Jón Geir að mikið
hefði verið spurst fyrir um þessar
tilteknu lóðir á undanfömum árum.
Nú hafa viðbrögð hins vegar verið
ákaflega lítil, en umsóknarfrestur
er reyndar til mánaðarmóta þannig
að ekki er hægt að útiloka að úr
rætist.
Árin 1967 til 1970 var mikil
lægð í byggingu íbúðarhúsnæðis á
Akureyri en nú er ástandið enn'
verra að sögn Jóns Geirs. Bygg-
ingaframkvæmdir fóru upp á við á
árunum frá 1971 og náðu hámarki
1978 er unnið var við rúmlega 600
íbúðir, þar af tæplega 250 sem
hafíst var handa við það ár. Síðan
lá leiðin niður á við á ný og í fyrra
var unnið tæplega 150 íbúðir, og
aðeins hafíst handa við 17 eins og
áður segir.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrfmsson
Nýju lóðirnar sem auglýstar voru eru syðst í Aðalstrætinu. Hér sést
yfir það svæði. Búist. var við að mikill áhugi yrði fyrir þessum lóðum
en sú hefur ekki orðið reyndin.