Morgunblaðið - 18.09.1986, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
JSB hefur vetrarstarf á
þremur stöðum í borginni
VETRARSTARF Jazzballett-
■^skóla Báru hefst af fullum krafti
I lok þessa mánaðar og verður
kennt á þremur stöðum í borg-
inni. Bára Magnúsdóttir opnaði
nýjan skóla í Hraunbergi i Breið-
holti i apríl sl. og verður þar
boðið upp á likamsrækt alla virka
daga.
„Við erum að komast í gang
núna eftir sumarið," sagði Bára í
stuttu spjalli við Morgunblaðið.
„Um 400 konur hafa sótt hjá okkur
námskeið síðan í apríl og eigum við
von á því að mikil aukning verði á
þátttöku þegar vetramámskeiðin
heQast."
Salarkynni JSB í Hraunbergi eru
um 200 fm og er þar rúmgóður
æfíngasalur, biðstofa, móttaka bún-
ingsklefar o.fl. Bára sagðist mjög
ánægð með húsakynnin, nema hvað
búningsaðstaðan væri eilitið
þrengri en þær ættu að venjast.
Konur á öllum aldri sækja
líkamsræktartíma JSB og eru yfir-
leitt 28 í hvetjum hópi. Hjá Báru
er líkamsræktin kennd eftir ákveðn-
um kerfum og eru byijendur í fyrsta
flokki og þeir sem lengst eru komn-
ir í fimmta flokki, sem er þolþjálfun,
eða eróbikk.
„Líkamsræktin er geysivinsæl
hér í Breiðholtinu og er hún löngu
búin að sprengja utan af sér þá tíma
sem við upphaflega ætluðum
henni," sagði Bára.
Eftirspumin eftir líkamsrækt í
Breiðholti virðist því mikil og sagði
Bára að konumar væru ákaflega
fegnar að fá aðstöðu í Hraunbergi.
Bára er með fimm kennara í fullu
starfi og þijá í hlutastarfi og kenna
þeir á öllurn stöðunum, en Bára
rekur einnig skóla í Suðurveri og í
Bolholti.
Aðspurð sagði Bára að áhugi á
líkamsrækt virtist hafa aukist á
síðari árum og hefði þá líkamsrækt-
arstöðvum farið mjög flölgandi.
„Við emm nú búnar að vera með
skóla í 20 ár og höfum haft yfir
20.000 konur á Reykjavíkursvæð-
inu í tímum hjá okkur. Eg var með
þeim fyrstu sem bauð upp á almenn-
ingsheilsurækt og hefiir því verið
nóg að gera hjá okkur í gegnum
árin og við höfum ennþá alveg nóg
að gera vegna aukinnar eftirspum-
ar.“
Bára sagði að mikill tími færi nú
í að reka staðina og hefði hún því
minnkað kennsluna nokkuð.
„Þetta hefur allt sínar skemmti-
legu hliðar. Mér finnst þó stundum
nokkur hvíld í því að kenna," sagði
hún.
Auk líkamsræktar býðst nem-
endum í nýja skólanum í Hraun-
bergi aðstaða til Ijósabaða og þar
er einnig gufubað, þar sem nemend-
ur geta slappað af og losað sig við
harðspermr. Bára sagðist fullviss
um að hún myndi ílengjast í Hraun-
berginu fyrst hún á annað borð
væri komin þangað með skólann.
„Ég er búin að vera með skólann
í Suðurveri í 20 ár og í Bolholti í
sex ár, þannig að ég verð örugglega
hér um kyrrt. Þetta er notalegur
staður og hér er góður andi, þannig
að það leggst vel í mig að vera
komin hingað," sagði hún að Iokum.
Réttur
dagsins
Margrét Þorvaldsdóttir
Sagt er að ástæðan fyrir hve vitur
Salomon konunugur var hafi verið
sú að hann hafði svo margar konur
að ráðfæra sig við.
— Þá vitið þið það. —
Fjölkvæni er þó ekki lausnarorðið
piltar. Stúlkur í dag vita vel að góð
ráð komast prýðilega til skila —
milliliðalaust.
Það má hafa hugfast við næstu
kosningar.
Fiskur er góður fyrir hjartað og
lítið eitt kryddaður og hæfir hann
við öll tækifæri.
Hér er
Ofnbakaður
f iskur í
krydd-
marinaði
700—800 gr fiskur, ýsa, lúða, sil-
ungur
1 sítróna (safinn)
1 tsk. salt
4 matsk. smjörlíki
1 lauf hvítlaukur (pressaður)
'/8 tsk. rosmarin
'A tsk. parsley eða steinselja
'/« tesk. chives eða graslaukur
1 tsk. salt.
1. Fiskstykkin eru roðflett og skorin
í hæfilega stór stykki. Þau eru síðan
sett í smurt eldfast fat og er salti
stráð yfir þau. Sítrónusafinn er sett-
ur yfír fiskinn.
2. Smjörlíkið er brætt í potti og
kiyddinu, rosmarin, parsley og chiv-
es, bætt í.
3. Fiskurinn er síðan grillaður í ofni
í 10—15 mín. eða þar til hann er
steiktur í gegn. Penslið með smjör-
líkisblöndunni á meðan á steikingu
stendur.
Berið fiskinn fram með soðnum
grjónum og hrásalati.
Verð á hráefni
800grýsa ..... kr. 144,00
1 sítróna .... kr. 12,50
Kr. 156,50
Sumar freistingar eru beinlínis til
þess að falla fyrir þeim. Gott dæmi
um það er ein fiðurlétt
Súkkulaði
kaka
2/a bolli smjörlíki
l3/« bolli sykur
2 egg
1 tsk. vanilla
***
3'/2 bolli hveiti
3 matsk. kakó
l*/« tsk. matarsódi
'/2 tsk. sait
*
l>/« bolli ísvatn
1. Hrærið smjörlíki, sykri, eggj-
um og vanillu og þeytið í 5 mín.
2. Hveiti, kakói, matarsóda og
salti er blandað saman. Degið er
sett saman á venjulegan hátt.
Hveitið og ísvatnið er hrært á
víxl með smjörinu og þeytt vel á
milli. Þéytið deigið síðan áfram
þar til það fer að þykkna.
3. Tilskorinn smjörpappír er sett-
ur í botn á tveim kökumótum, 3
cm djúpum. Smyijið mótið og
hristið með hveiti. Kakan bökuð
við venjulegan hita (180—190° í
30—35 mínútur. Hún er síðan
kæld og smurð með súkkulaði-
kremi.
Morgunblaðið/RAX
Bára ásamt kennurum I Hraunbergi. F.v. Margrét Amþórsdóttir, Sigríður Guðjohnsen, Bára Magnús-
dóttir, Irma Gunnarsdóttir, Anna Norðdahl og Margrét Ólafsdóttir. Á myndina vantar þijá kennara
sem eru í hlutastörfum, þær Agnesi Kristjónsdóttur, Auði Valgeirsdóttur, og Katrínu Hall.
Eutectic
í®
FIRST IN
MAiNTENANCE
WELDING
TECHNOLOGY
Gastolin
ÞUNGAVINNUVÉLAEIGENDUR.
Euteclic
Rgg&ljy
FIRST IN
MAINTENANCE
WELDiNG
TECHNOLOGY
Gastolin
• •* / / / *••* V-, -m>>.
^ZrrrW/i Cju j|ír
Hin vaxandi samkeppni meðal verktaka í jarðvegsvinnu og grjótmölun
hefur hvatt þá til að stórauka fyrirbyggjandi viðhald á tækjum sínum, því
ónauðsynleg stöðvun tækja til viðhalds- og viðgerða er mjög kostnaðarsöm.
Fækkum því þessum ótímabæru stoppum og notum CASTOLIN
viðhalds- og viðgerðar suðuefni.
CASTOLIN + EUTECTIC er fyrsta fyrirtækiö sem sérhæfir sig eirtgöngu í fyrirbyggjandi viögeröar- og viöhaldstækni
með raf- og logsuðu.
CASTOLIN + EUTECTIC hefur 80 ára reynslu að baki (framleiðslu sérvíra og efna til viðhalds- og viðgerðarsuðu.
Reynsla CASTOLIN + EUTECTIC kemur Islendingum nú að góðum notum við lausn á mörgum viðgerðar-
og viðhaldsvandamálum. Notkun CASTOLIN efna er ört vaxandi þáttur I starfsemi fjölda vélsmiðja, vélaverkstæða,
jarðvegsverktaka, útgerðarfélaga og verksmiðja.
iSTÆKNI HF. er umboðsaðili CASTOLIN + EU-
TECTIC á Islandi og hefur á að skipa úrvalsliði fag-
manna sem sérhæfa sig í lausn þinna mála.
□sQaBfeDiiB OdOo
Ármúla 34 - Pósthólf 8556 -128 Reykjavík Sími 91-34060-34066