Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 45

Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 45 í húsi með foreldrum, bróður, afa og ömmu, föðursystkinum og frændsystkinum, öllum undir sama þaki og var elst bamabama. Ef Jón stoppaði í landi var þetta hans heim- ili. Við Jón vorum því vinir frá því ég var lítil hnáta. En alltaf var haldið vestur á sumrin, að færa björg í bú og vinna með foreldrum sínum og systur í sumarönnum. Karólína systir Jóns kom suður að vinna í Reykjavík vetrarlangt. Hún kom auðvitað líka heim til okkar hverja frístund. Mikil var gleðin um vorið er mér var boðið að koma með henni vestur í sumardvöl þá 5—6 ára. Þau sumur urðu mörg, því ég dvaldi þarna á hvetju sumri upp frá því, þar til ári eftir ferm- ingu. Það var nóg að gera, þá var allt slegið með orfi og Ijá, allt vatn borið heim í hús, ljós á olíulömpum og sandskúraður gamli torfbærinn, en gleðistundir voru líka margar, svo mikið er vlst að ég komst aldr- ei nógu snemma af stað á vorin og aldrei nógu seint heim á haustin. Elín húsfreyja var sívinnandi dugn- aðarkona. Lína, heimasætan, vann auðvitað líka bæði úti og inni. Kol- beinn var ekki heilsusterkur en fylginn sér á sinn hægláta Ijúfa hátt, nú og svo auðvitað reynt að nota okkur krakkana, því venjulega var strákur þarna líka sumarlangt. En aðalstarfið hvíldi auðvitað á Jóni. Hann var hinn ungi duglegi maður, hægur og traustur alla tíð, en alltaf skammt í glettnina í aug- unum. Jón var ekki margmáll en krakkar finna fljótt hvað þeim er óhætt, þó við værum þreytt á kvöld- in, er æskan söm við sig, við leituð- um eftir ærslum við Jón, svo langt gekk að ég man að við urðum einu sinni að semja um að lofa honum að hvíla sig nema um helgar. Já, mikið þótt mér vænt um þetta fólk. Árin liðu. Karólína giftist sveitunga sínum. Ungu hjónin settust I búið. Jón fór í siglingar á skipum Eim- skipafélagsins. Eg var orðin 15 ára og vann mitt fyrsta sumar í Reykjavík, en um haustið dó Kol- beinn. Við Jón fórum saman vestur að fylgja gamla manninum. Það var okkur báðum minnisstæð ferð. En svo komu jólin. Á aðfangadags- kvöld þegar fjölskyldan hafði hlustað á húslesturinn hjá afa, upp- götvuðum við að Jón og Valgerður kennari, föðursystir mín, höfðu gift sig fyrr um daginn. Hún Valla var mín uppáhaldsfrænka og reyndar allra sem eru svo heppnir að eiga hana að. Það var mikið gæfuspor beggja. Þau hafa lifað í ástríku hjónabandi síðan. Jón sigldi fyrstu stríðsárin en fór svo að vinna í landi. Valgerður frænka kenndi. Elín, móðir Jóns, dvaldi hjá þeim á vetrum en vestra á sumrum. Þau voru bamlaus. En vestur á Amar- stapa urðu systrabömin átta. Valgerður og Jón tóku þá tvær dætumar til sín og ólu þær upp sem eigin böm og komu báðum til mennta. Og nú er Jón vinur minn ailur. Hann var þéttur fyrir en ljúf- ur drengskaparmaður, sem allir virtu sem kynntust. Valgerður frænka mín og Jón Kolbeinsson hafa lifað saman í ást og eindrægni í áratugi, alltaf tvö saman um alla hluti. Eg þakka honum ævilanga vináttu og óska honum guðs bless- unar. Frænku minni og fósturdætmm sendi ég samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan mann og fóst- urföður verða þeim styrkur, sem og öðrum ástvinum hans. Pálína Eggertsdóttir Aðalfundur Kvenfélagasambands Snæfellsness- og Hnappadalssýslu Stykkisliólnii. AÐALFUNDUR Kvenfélagasam- bands Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu var haldinn í Stykkis- hólmi dagana 29. og 30. ágúst sl. Á fundinum voru mættir full- trúar frá 10 félögum af 11 sem í sambandinu eru auk formanna félaganna og stjórnar sambands- ins. Fundurinn hófst með helgistund í Stykkishólmskirkju sem sóknar- prestur loiddi. Þaðan var haldið á Hótel Stykkishólm sem hefir látið útbúa sérstaklega góðan ráðstefnu- sal fyrir smærri fundi á neðstu hæð hússins, en þar setti Kristín Björns- dóttir formaður sambandsins fundinn, bauð konur velkomnar til starfa og ályktana. Þá hófst skýrsla stjórnar og reikningar lesnir og síðan umræður um þá og samþykktir. Á fundinum voru rædd mörg inn- anhéraðsmál og sérstaklega þau sem kvenþjóðina snerta eins og líknarmál en sambandið hefír verið þar í fararbroddi. Orlofsmál kvenna voru til umfjöllunar og skýrt frá hve áunnist hefði á þeim vettvangi. Einnig var rætt um námskeiðahald á vegum sambandsins og hinna ýmsu kvenfélaga. Kom fram að undanfarin ár hafa 20 konur átt þess kost á vegum sambandsins að fara á 5 daga garðyrkjunámskeið í Garðyrkjuskóla ríkisins í Hvera- gerði og hefir af því orðið góður árangur enda samvinna góð þar á milli. Kvenfélagið Hringurinn undirbjó fundinn og bauð fulltrúum í mat á Hótelinu og einnig í hádegisverð í eigin félagshúsi Freyjulundi sem staðsettur er í skrúðgarði bæjarins. Starf Hringsins hefir verið viðamik- ið undanfarin ár og á næsta ári verður Hringurinn 80 ára. Seinni daginn flutti gestur sam- bandsins, frú Sigrún Sturludóttir úr Reykjavík, snjallt og fróðlegt og yfirgripsmikið erindi um fíkniefni og áhrif þein-a í íslensku þjóðfé- lagi, en Sigrún er í stjóm Áfengis- varnaráðs n'kisins og KI. Hún ræddi mjög um hættuna af þessum efnum og hvemig þau legðu hvert heimilið á fætur (iðru í rúst og líklega væri Auglýsingar 22480 Afgreiðsla 83033 svo komið að ekkert heimili í landinu væri laust við einhver áhrif af þessum vanda. Hún minntist á allar þær stofnanir sem hefðu verið reistar til að hjálpa þeim sem væm flæktir í þessi eiturefni og hve mik- ið börn liðu af völdum vímugjaf- anna. Tap þjóðai’innar fjárhagslega gæti enginn mælt og því síður þann mannskap sem fórnað væri á altari þessara ólyfjana. Miklar fyrirspurn- ir og umræður urðu um erindið. Ymsar tillögur voru samþykktar á fundinum meðal annai-s þessar: 1. Fundurinn skorar á valdhafa að gera allt sem í þeirra valdi stend- ur til öflugrar sóknar gegn vímuefnum og sjá til þess að fjöl- miðlar sjónvaip og útvarp og aðrir hafi aukna fræðslu um þessi efni og áhrif þeirra og stjórnvöld stuðli að hert verði eftirlit og barátta gegn smygli og viðurlög hert. 2. Varðandi tillögur menntamála- ráðherra um niðurskurð fjár- magns til skólaaksturs og heimavistar og gæslu mótmælir sambandið þessum tillögum og telur að sveitafélög hafi engin tök á að taka þann kostnað að sér. I sambandinu eru nú 340 konur. Kristjana Hannesdóttir heiðurs- félagi sambandsins sat fundinn en hún er nú 92 ára. Kristjana var foi'stöðukona húsmæðraskólanna á Staðarfelli um skeið og kennari um langa hríð. I stjórn sambandsins eiga sæti; Kristín Björnsdóttir, Stykkishólmi, formaður, Ina Jónas- dóttir, Stykkishólmi, gjaldkeri og Ásgerður Halldórsdóttir, Fum- brekku, ritari. - Ámi Kvenfélagskonur úr Snæfells- og Hnappadalssýslu. Morgunbladið/Ámi Helgason Litlan sætan mjúkar, góóar Fást í heílum, hálfum og i/4dösum í næstu versiun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.