Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 46

Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMT-UDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 Minning: Jóharrn Stefáns- son skipstfóri Fæddur 14. nóvember 1889 Dáinn 10. september 1986 Fyrir rúmum aldarfjórðungi urðu fyrstu kynni okkar Jóhanns Stef- ánssonar skipstjóra. Hann var þá kominn um sjötugt, en þó tiltölulega nýhættur skipstjórn eftir um hálfrar aldar sjómennsku. En þrátt fyrir nokkurn aldur var engin ellimörk á honum að sjá, líkamleg heilsa sem maðurinn væri enn á bezta aldri og þá ekki síður hin andlega. Má ég því segja, að okkur hafi orðið vel til vina, þótt um þijátíu ára ald- ursmunur væri með okkur og maðurinn hlédrægur og ekki marg- máll í fyrstu. Fór ekki hjá því, að virðing mín fyrir hinum aldna, æðrulausa sjómanni yxi við hvem okkar fund, sem hefðu þó mátt vera fleiri. Jóhann Stefánsson var enginn málskrafs- eða hávaðamaður. En ekki duldist það, að hann hafði í miklum mæli til að bera þann góða eiginleika, sem Danir nefna „den stille intelligens", — rólega og ná- kvæma íhugun og gaumgæfni. Hann kvað ekki upp neina dóma, sizt harða, að óathuguðu máli, en ígrundaði hvert málefni til þeirrar hlítar, sem kostur var. Svo ná- kvæmur var hann, að eitt sinn, er rætt var um samningsgerð eina, minnti hann mig reyndar á lögfræð- ing, þaulvanan að fjalla um slík mál og sjá allar hliðar þeirra. Skyld þessum skýrleika í hugsun var ein- stök glöggskyggni hans á tölur. Er ekki að efa, að nám í æðri stærð- fræði hefði átt hið bezta við hann. Hann var því, þótt ekki hlyti hann neina akademíska þjálfun, að öllu eðli vísindalega þenkjandi maður. Til hárrar elli hélt hann þessu and- lega atgervi sínu, las mikið og var stálminnugur á flest. Var það ekki fyrr en um miðjan tíræðisaldur, að honum fór að förlast nokkuð og hafði auðvitað fyrstur orð á. En jafnframt þessum eðliskost- um voru aðrir, sem ekki eru minna virði hér í lífi. Heiðarleiki hans var traustur sem bjarg, réttlætiskennd- in sterk og góðviljinn einlægur. Það var eitt sinn í samtali, að einn við- mælenda lét í ljós þá skoðun sína, að sumum mönnum virtist með öllu vonlaust að bjarga, svo óviðráðan- lega stefndu þeir i ógæfuna. Þessu andmælti Jóhann þegar, kvað hveij- um manni skylt að gæta bróður síns og veita honum hjálp eftir mætti. Þessi var einlæg lífsskoðun hans, sem ekki varð bifað. Nú hefur þessi hógværi öðlingur lokið jarðvist sinni, en eftir hann lifír minningin í þakklátum huga um merkilegan mann. Jón S. Guðmundsson Það lifði rúmur áratugur af öld- inni sem leið, nítjándu öldinni, þegar Jóhann Stefánsson, stýrimaður og skipstjóri á skútum og togurum um áratugaskeið, fæddist norður í Fljótum í Skagafirði. Fæðingardag- ur hans var 14. nóvember árið 1889. Fæðingarstaður Illugastaðir í Flókadal. Foreldrar hans vóru Margrét Kjartansdóttir og Stefán Jóhannsson, útvegsbóndi. Stefán var lengi „formaður" á bátum norð- ur þar, meðan sjór var enn sóttur úr Fljótum, og oddviti Fljótamanna um skeið. Margrét, móðir Jóhanns, var Kjartansdóttir, Jónssonar, bónda að Hraunum í Sléttuhlíð. Kona hans og móðir Margrétar var Sigríður Stefánsdóttir, ættuð úr Svarfaðardal. Stefán, faðir hans, var Jóhannsson, Jónssonar, bónda að Illugastöðum í Fljótum, en kona hans og móðir Stefáns var Soffía Jónsdóttir ættuð frá Þorvaldsstöð- um í Eyjafirði. Böm Margrétar og Stefáns, sem kennd vóm við Móskóga í Fljótum, vóru sjö talsins. Eftir lifir eitt þeirra, Sigríður Stefánsdóttir, ekkja Frið- bjamar Níelssonar, kaupmanns og síðar bæjargjaldkera í Siglufirði, 92 ára að aldri. Jóhann Stefánsson, sem hér er kvaddur, lézt á Hrafn- istu í Reykjavík 10. september sl., tæplega 97 ára að aldri, og verður útför hans gerð frá Fossvogskirkju klukkan þijú í dag. Með honum er genginn mætur einstaklingur, sem sótti sjóinn í sextíu ár, gerðist skip- stjóri þegar á skútuöldinni og stóð enn við stjómvölinn á tímum ný- sköpunartogaranna, sem svo vóru nefndir. Stárfsferli sínum lauk Jó- hann síðan sem kennari við Stýri- mannaskólann, en prófdómari var hann við þann skóla til ársins 1971, er hann var 82ja ára að aldri. Hann stóð vakt sína á enda og vel það. Þeir eru ekki margir sem skilað hafa íslenzkum sjávarútvegi lengri né farsælli starfsævi. Jóhann Stefánsson hóf sjó- mennsku norður í Fljótum með nýrri öld, árið 1900, þá 11 ára gamall. Það var árabátur sem bar hann í fyrstu veiðiferðina. Fjórum árum síðar ræðst hann á hákarlaskútu. Hann sækir sjóinn frá Siglufirði, Akureyri og fleiri norðlenzkum höfnum næstu árin og stundar margskonar veiðar, bolfisk, hákarl og síld. Arið 1911 færir hann sig um set til ísafjarðar og 1912 til Reykjavíkur, sem varð heimili hans æ síðan. Arið eftir, 1913, er hann orðinn stýrimaður á kútter Ástu frá Reykjavík. Jóhann leggur leið sína í Sjó- mannaskólann í Reykjavík, sem þá hét svo, og lýkur farmannaprófi frá þeim skóla árið 1914. Þar með var starfsvettvangur hans valinn. Raunar hófst hann íjórtán árum fyrr þegar ellefú ára hnokki sté um borð í árabát í Fljótum norður og hélt í sína fyrstu veiðiferð. Nú er stefnan hinsvegar mörkuð til skip- stjómar. Skipstjómarferill hans spannar meðalævi Islendings, eins og hún var til skamms tíma, tvær heimsstyijaldir og vegferð þjóðar- innar úr öldudal fátæktar og fábreyttra atvinnuhátta upp á öldu- hrygg nútíma velmegunar. Þeir em nú flestir gengnir, sem vörðuðu þann veg á fyrstu áratugum aldar- innar. En við megum gjaman minnast þess að þeir vom velgjörð- armenn kynslóðarinnar sem gekk í spor þeirra. Sjómannadagsblaðið 1983 grein- ir frá lífí og starfi Jóhanns. Þar segir m.a.: „Jóhann var orðinn stýrimaður á kútter 1914 og skipstjóri 1917 og var á kúttemm til 1920 og þá alls skipstjórnarmaður á skútum í sex ár, en hafði áður, allt frá 1904, verið háseti á skútum bæði nyrðra og syðra." Síðar í sömu grein segir: „Veturinn 1924 varð Jóhann stýrimaður hjá Sigurði Sigurðssyni á Geir og með Sigurði var hann stýrimaður þar til 1943, að Jóhann tók við skipstjóm á Geir að Sigurði látnum. Með Geir var Jóhann þar til hann var seldur í nóvember 1946, en 1947 varð Jóhann skipstjóri á nýjum Geir, nýsköpunartogara, og var með hann þar til 1957, og hafði þá verið 33 ár hjá sama útgerðarfé- laginu, Hrönn hf. . .“ Jóhann hætti fastri skipstjórn 1957, stundaði síðan kennslu við Stýrimannaskól- ann til 1965 og var prófdómari við þann skóla allar götur til 1971. Jóhann Stefánsson kvæntist þann 21. desember 1918 Stefaníu Þorbjörgu Ingimundardóttur, fæddri 7. marz 1891 í Krossadal í Tálknafirði. Hún lézt 19. febrúar 1960. Foreldrar hennar vóm Björg Ólína Júlíana Jónsdóttir og Ingi- mundur Gíslason. Þeim Jóhanni og Stefaníu varð tveggja barna auðið, Margrétar Unnar, bankastarfs- manns, og Jóns Kristjáns, læknis. Margrét er gift Þorsteini Guð- mundssyni, starfsmanni Olíufélags- ins hf. Böm þeirra em tvö. Stefanía Björg, hjúkmnarfræðingur. Maki hennar er Sveinbjörn Jakobsson, tannlæknanemi. Þau eiga einn son og Guðrúnu, blaðamann hjá tímarit- inu Mannlífí. Jón er kvæntur Ólavíu Sigurð- ardóttur, starfsmanni Seðlabank- ans. Böm þeirra em þijú. Jóhann, nemur skurðlækningar í Banda- ríkjunum. Kvæntur Sigurveigu Víðisdóttur. Eiga eina dóttur. Margrét, viðskiptafræðingur, gift Elíasi Leifssyni, skrifstofustjóra; eiga einn son. Sigurður Stefán, ljós- myndari í New York, ókvæntur. Móðurbróðir minn, Jóhann Stef- ánsson, lifði tímana tvenna, hvort heldur sem litið er til starfsvett- vangs hans, sjósóknar og skips- stjómar, eða þjóðfélagsins í heild. Hann skilaði samfélaginu langri og farsælli starfsævi án þess að hreykja sér í sviðsljós samtímans. Hann Iifði það að sjá þjóðfélag okk- ar breytast, frá hörðum kjömm þorra fólks á síðustu ámm nítjándu aldarinnar og fyrstu áratugum þeirrar tuttugustu, til framfara og velmegunar á líðandi stund, þegar hver einstaklingur á mun fleiri kosta völ en áður var. Og hann lagði sitt af mörkum, eins og svo margur samtímamaður hans, til framvind- unnar í samfélaginu. Vinnuvakt hans í atvinnulífinu var hinsvegar lengri en margra annarra. Hann var nærri 97 ára að aldri þegar jarðlífí hans lauk. Og nú hefur hann ráðist á nýjan farkost á úthafí eilífð- arinnar. Megi hann sigla fleyi sínu heilu í friðarhöfn. Móðir mín, Sigríður, systir Jó- hanns heitins, og afkomendur hennar senda aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur. Stefán Friðbjarnarson Helgir englar kómu ór himnum ofan ok tóku sál hans til sín, í hreinu lífi hon skal lifa æ með almáttkum guði. (Úr Sólarljóðum) Elskulegur afí okkar er látinn. Á skilnaðarstundinni er margs að minnast og margt að þakka. Afí var sérstakur maður, skarpgreind- ur, traustur, ástríkur og hlýr. En fyrst og fremst var hann okkur ómetanlegur vinur, sem var alltaf boðinn og búinn að greiða götu okkar í hvetjum vanda. Þannig munum við ávallt minnast afa, sem við kveðjum í dag með þakklæti, hlýhug og söknuði. Stefanía og Guðrún í dag fer fram útför tengdaföður míns, Jóhanns Stefánssonar, fyrr- verandi skipstjóra og vil ég minnast hans með þökk og virðingu fyrir löng og góð kynni. Jóhann fæddist á Illugastöðum í Flókadal, SkagaQarðarsýslu þann 14. nóvember 1889 og hefði því orðið níutíu og sjö ára á þessu ári. Hann var næst elstur bama for- eldra sinna, þeirra Stefáns Jóhanns- sonar bónda og konu hans Steinunnar Margrétar Kjartans- dóttur, síðast búandi í Móskógum í Fljótum norður. Af sjö alsystkinum Jóhanns er aðeins Sigríður eftir lif- andi, sem nú dvelur í sjúkrahúsi Siglufjarðar. Jóhann kvæntist í Reykjavík þann 21. desember 1918 Stefaníu Ingimundardóttur, sem fæddist 7. marz 1891 í Krossadal í Tálkna- firði. Böm þeirra eru kona mín, Margrét Unnur, og Jón Kristján læknir, kvæntur Ólafíu Sigurðar- dóttur. Stefanía helgaði eiginmanni sínum, bömum og heimili alla sína krafta, en eins og títt var um sjó- mannskonur varð hún að sjá um flest er heimilið varðaði í löngum fjarverum húsbóndans. Þau hjónin voru bæði rausnarleg og gjafmild og hjónaband þeirra einkar giftu- samlegt alla tíð. Stefanía lést f Reykjavík þann 19. febrúar 1960. Jóhann stundaði sjómennsku samfellt um sextfu ára skeið við mikinn og góðan orðstír. Hann var ekki nema ellefu ára gamall þegar sjómannsferill hans hófst, þá á ára- bátum og aðeins fímmtán ára að aldri var hann á hákarlaveiðum. Þá var Jóhann á ýmsum skútum frá Siglufírði og Akureyri á hand- færaveiðum og síldveiðum, en árið 1912 settist hann í Sjómannaskól- ann í Reykjavík þaðan sem hann lauk farmannaprófí 1914. Að loknu náminu var Jóhann skipstjóri á skútum frá Reykjavík, fram til árs- ins 1924, að hann réðst sem stýri- maður á Geir, sem þá var einn af elstu togurum okkar íslendinga og varð skipstjóri á honum árið 1942. Þegar samnefndur nýsköpunartog- ari kom til landsins árið 1947 tók Jóhann við skipstjórn hans og var með nýja Geir næstu tíu árin. Þann- ig starfaði Jóhann í samtals þijátíu og þijú ár hjá sama útgerðarfélag- inu, Hrönn hf., sem er til marks um farsæld hans og hæfni í sjó- mannsstarfinu enda var hann mikill sjómaður, þaulkunnugur fískimið- unum og þess vegna mjög afíasæll, en auk þess var hann með eindæm- um góður og vinsæll stjómandi. En ævistarfi Jóhanns var ekki lokið því hann hélt áfram að sækja sjóinn og á árunum 1957—’61 fór hann margar ferðir sem afleysinga- skipstjóri á togurum. Hann var jafnframt stundakennari í verklegri sjóvinnu við Sjómannaskólann frá árinu 1957 og við prófstörf þar allt fram til áttatíu og tveggja ára ald- urs. Jóhann átti heimili með okkur Margréti í mörg ár og var sú sam- búð eins og best verður á kosið. Jóhann var einstaklega góðum gáf- um gæddur. Hann var mikill stærðfræðingur, hafði stálminni, var grandvar maður í hvívetna og sérstakt prúðmenni. Reyndist hann okkur mikill hollvinur, ekki síst dætrum okkar Stefaníu og Guð- rúnu, sem áttu í honum þann besta afa, sem hugsast getur, en þeim var hann allt í senn félagi, fóstri og kennari. Einnig bjó Jóhann hjá Jóni syni sínum og Olafíu konu hans og var hann á báðum heimilunum hvers manns hugljúfi. Síðustu mánuðina fyrir andlátið dvaldi hann á Hrafn- istu í Reykjavík. Þrátt fyrir háan aldur hafði Jóhann fótavist og var andlega em til síðasta dags. Hann lést þann 10. september síðastlið- inn. Blessuð sé minning heiðurs- mannsins Jóhanns Stefánssonar. Þorsteinn Guðmundsson Unglingakór frá Vesturbrú hyggur á Islandsferð Sönghópurinn hressi fyrir utan „hús lífsgleðinnar" á Vesturbrú. Jónshúsi. ÞAÐ VAR líf og fjör í æskulýðs- húsinu á Vesturbrú kvöld eitt fyrir skömmu, er kynnt var nýj- asta hljómplata sönghópsins unga, sem þar er til húsa. Enda stóð í. boðsbréfinu, að þar yrði „fögnuður mikill fyrir viðkvæm- ar hljóðhimnur". Hljómplata þessi er 12. breiðskífan sem ungl- ingahópurinn og æskulýðshúsið gefa út og ber hún nafnið „Ghetto Saga“. Eru lögin sex á hvorri hlið. Framkvæmdastjóri hússins, Jörgen Rosenkvist, sagði fyrst frá mikilvægi þessa staðar þama mitt í versta hverfi borgarinnar, þar sem glæpir, vændi og eiturlyfjaneyzla fyrirfínnast. Þykir mörgum ekki af veita, að eitthvað jákvætt komi fram um þennan bæjarhluta, sem svo margt ljótt er sagt og skrifað um. Hann kallaði hin myndarlegu húsakynni „hús lífsgleðinnar" og það nú hafa starfað í 29 ár. Leif Sylvester las upp kvæði sitt um börnin og unglingana á Vestur- brú, en það prýðir plötuumslagið ásamt kvöldmyndum úr borginni. Svo tók sönghópurinn lagið með undirleik hljómsveitar, en þar var leikið á 3 gítara, bassa, trommu og hljómborð, og var mjög taktfast sungið og leikið. Eru krakkamir frá 10 ára aldri. Þá voru aðstandendur plötunnar og hjálparmenn heiðrað- ir, en sá, sem mestan þátt á í tilurð plötunnar og flestra hinna líka, heitir Bo Schiöler. Tónlist og textar eru eftir hann og er hann einnig söngstjóri. Lögin á Ghetto Saga eru öll úr söngleikjum, sem Bo Schiöler hefur samið og krakkamir hafa sett á svið víða. Og nú hyggja þau á Islandsferð, líklega næsta sumar, og hefur Jörg- en Rasmussen haft milligöngu og samband við æskulýðsféiög og nefndir heima. Áður hafa þau ferð- ast hér á landi og í Svíþjóð. Er ætlunin að búa í Reykjavík og helzt á Akureyri líka og syngja fyrir fé- lög og klúbba þar og í nágranna- bæjum. Vonandi fá þessir hressu unglingar og hinir bjartsýnu leið- beinendur þeirra góðar móttökur heima, þegar þar að kemur. C.L.Á»(f.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.