Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 47

Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986 47 Nýja íþróttahúsið á Laugum í byggingu. Morgunblaðid/Ingiberg Dalasýsla: Laugaskóli hefur vetrarstarf Hvoli, Saurbœ, Dalasýslu. KENNSLA er nú hafin við Laugaskóla í Dölum eftir sumar- leyfið og var byijað með undir- búning kennslu í byrjun mánaðarins og kennsla hafin 8. september. Nokkrar breytingar hafa orðið á starfsliði skólans, eins og oft vill verða, en þó ekki stórvægilegar, enda er allmikil festa í kennaraliði og hefur svo verið mörg undanfarin ár. Skólastjóri í vetur verður Krist- ján Gíslason, yfirkennari frá Blönduhlíð, í ársleyfi skólastjórans, Guðjóns Sigurðssonar. Yfirkennari verður Guðríður Aadnegaard. Þá hefur verið ráðinn nýr húsvörður við skólann, Jón Benediktsson í Miðgarði, en fyrrverandi húsvörður, Höskuldur Davíðsson, hefur nú gerst útvegsbóndi á Hnúki í Klofn- ingshreppi, og er þess að vænta að útgerðin sú megi bera sig sem bezt. Svo sem verið hefur, mun skóla- sel verða starfrækt í Saurbænum fyrir yngstu börnin er þar búa, sjö til níu ára, og hefur sú starfsemi gengið ágæta vel. Kennari þar er Brynja Jónsdóttir á Þverfelli. Und- anfarin ár hefur verið unnið að því að koma upp íþróttahúsi við skól- ann, en það verk gengur alltof hægt og háir þar skortur þess fjár- magns er til þarf. Iþróttasalur hússins er þó orðinn fokheldur en eftir að byggja búningsaðstöðu og tilheyrandi búnað. Er þess að vænta að fjármagn fáist hið fyrsta svo unnt reynist að Ijúka byggingu íþróttahússins sem allra fyrst, enda ekkert íþróttahús í allri sýslunni og þörfin því afar brýn, og á Laugum er heimavist með á annað hundrað börn í senn, svo augljóst er að þessa aðstöðu skortir tilfinnanlega. UH Nýkomið gott úrval af ódýrum vestur-þýskum leðursófas Leðursófasett Verö frá kr. 82*875 st.gr. vara við vægu verði BÚSTOFN _______________ Smiöjuvegi 6, Kópavogi simar 4SÓ70 — 44544. — ------|----|----I— **i Gódan daginn! UTSALA Einstakt tilboð! Seljum næstu daga útlitsgallaða skápa á stórlækkuðu verði. Komið að Smiðjuvegi 9 í Kópavogi og gerið hagstæð kaup. AÐEINS ÍÞRJÁDAGA , i. ASKAPUM AXIS SMIÐJUVEGI 9, 200 KÓPAVOGI SÍMI 91 43500

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.