Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 49
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
Hjartaknúsarmn Hutton
á villigötum
Timothy Hutton er ungur bandariskur leikari,
sem þykir með þeim efnilegri í hópi upprenn-
andi hjartaknúsara, eins og íslenskir kvikmyndahús-
gestir hafa reyndar haft mörg tækifæri til að
sannreyna, því margar mynda hans hafa verið sýnd-
ar hérlendis, m.a. TAPS og Ordinary People.
Um daginn tók kappinn hins vegar upp á því að
bregða sér í hlutverk sem hiaut misjafnar undirtekt-
ir þeirra er til sáu.
Hann mætti í venjulegt samkvæmi til vinar síns
íklaKÍdur svörtum netsokkum, pínupilsi úr leðri i
sama lit, á pinnahælum eins og þeim er voru ógn-
valdur allra parkettgólfa hér á árum áður, í þröngri
peysu, fleginni, og við múnderinguna hafði vinurinn
síðan bætt dágóðu lagi af litskrúðugum andlitsfarða
og umfangsmikiili hárkollu.
Brá viðstöddum nokkuð þegar Hutton mætti til
leiks svona útlítandi, þar sem hann hefur hingað til
verið þekktur fyrir að vera heldur íhaldssamur í
klæðaburði. En allt var þetta nú hið græskulausasta
gaman og sýndi fátt annað en það að maðurinn
væri gæddur meira ímyndunarafli en vinum hans
hafði verið kunnugt um fram til þessa. Það var
ekki fyrr en heim skyldi haldið að gamanið tók að
káma.
Hutton þurfti sumsé að ganga nokkum spöl til
að nálgast ökutæki sitt á blflastæði i nágrenninu
að afloknu samkvæminu. Þá komu auga á hann
tveir góðglaðir náqungar, sem leist svo vel á þessa
föngulegu „næturdrottningu“ að þeir hófu umsvifa-
laust að gcra henni hin ýmsu 'osæmilegu tilboð.
Þetta þótti Timothy hin grófasta móðgun, en fékk
.hins vegar ekki að gert, þvi meir sem hann sneri
upp á sig því ósæmilegri urðu tilboðin.
Timothy Hutton hugsar sig væntanlega tvisvar
um áður en hann fer í samkvæmisleiki sem
gætu misskilist.
Fór svo að hjartaknúsarinn slapp, lítt sár en
móður eftir að hann hafði hent veskinu sínu í aðdá-
endurna tvo. Hann hugsar sig væntanlega um tvisvar
áður en hann tekur aftur á sig gervi næturdrottning-
ar með handtösku eina að vopni.
49
NÝTTEÐA
’/2 SVIN REYK.T
Napoleon gœdi 235 kr. kg.
Minni fita Tilbúið • k'stuna.
Betra eldi
Lægra verð
KJOTMIÐSTOÐIN Sími 686511
HRAÐLESTUR
- NÁMSTÆKNI
Næsta hraðlestrarnámskeið hefst þriðju-
daginn 23. september nk. Síðast komust
færri að en vildu, svo þú skalt skrá þig
snemma.
Skráning öll kvöld kl. 20.00—22.00
ísíma 611096.
HRAÐLESTRARSKÓLINN
Hjaríanlegar þakkir fœrum við börnum,
tengdabörnum og vinum í tilefni af gullbrúð-
kaupi okkar þann 12. september 1986. Guð
blessi ykkur öll.
Sigurbjörg Þorleifsdóttir og
Jóhannes Jónsson,
Bleikargróf7,
108 Reykjavík.
H'E^AINIÍWNT
HAUSTLITIRNIR KOMNIR
Bylgjan, Hamraborg 6, Kópavogi.
Ócúlus, Austurstræti 3, Rvk.
Snyrtivörubúðin Laugavegi 76, Rvk.
Josiane Bellini frá París mun kynna YSL-vörurnarí
Snyrtivörubúðinni Laugavegi 76, fimmtudaginn
18. sept. frá 12—18.
Ócúlus, föstudaginn 19. september frá 12—18.
yí^lNl^URENT
Sfitfjois
prófun
ákbeóa
LITIR
FRISK
hlisgöciv
Grindin í MALMÖ
unum er massív fi
Áklæðið er 100% bóm-
ull. Litir: turkisgrænt,
bleikt og svart.
húsgagna hollin
BÍLDSHÖFÐA 20 — 112 REYKJAVÍK 91-681199 og 681410