Morgunblaðið - 18.09.1986, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
55
Þessir hringdu . . .
Kvenúr
tapaðist
Þórdís Jónsdóttir hringdi og
sagðist hafa tapað silfruðu Seikó
kvenúri fímmtudaginn 4.septem-
ber sl. Finnandi er vinsamlega
beðinn að hringja í síma 624257,
eftir kl. 17.
Sessa týndist
1 flutningum
Helga Ingvarsdóttir hringdi:
„Þann 9. þessa mánaðar var
sonur minn að flytja búferlum í
Kópavogi. Hann flutti dótið sitt á
stórum bíl og lausum vagni. Með-
al þess sem var á aftanívagninum
var forláta leðursófasett. Á leið-
inni hefur dottið í götuna ein sessa
úr sófanum og þegar það upp-
götvaðist hafði einhver hirt hana.
Þetta átti sér stað á leiðinni um
Kópavogsbraut eftir Borgarholts-
braut að Holtagerði 12.
Eins og gefur að skilja kemur
sér afskaplega illa að missa svona
eina sessu, því þarmeð er settið
ónýtt. Sá sem hirti hana úr göt-
unni er því vinsamlegast beðinn
að koma hénni til skila að Holta-
gerði 12 eða á lögreglustöðina í
Kópavogi."
Hjólastóla-
námskeið inn í
ökukennsluna
Haukur Friðriksson, Sjálfs-
björg, hringdi og sagðist hafa
farið í Laugardalshöll um síðast-
liðna helgi til að sjá hjólastólaral-
lið sem þar fór fram. Það hafði
verið alveg frábært og vildi hann
koma þökkum á framfæri til allra
þeirra sem að því stóðu. Einnig
vildi hann stinga upp á því að
námskeið í notkun hjólastóla yrði
haldið í sambandi við ökukennslu,
þar sem ekki er hægt að segja
fyrir um hvað gerst getur í um-
ferðinni og nám af þessu tagi
gæti ekki einungis búið fólk undir
ýmislegt heldur fyrst og fremst
vakið það til umhugsunar um
hættur umferðinnar. Einnig vildi
Haukur koma þökkum á framfæri
til Sigrúnar Hjálmtýsdóttur, söng-
konu, fyrir fallegan söng áður en
landsleikur Islendinga og Frakka
hófst, en þá söng Diddú þjóð-
söngva beggja landanna.
Svefnpoka
saknað
Katrín hringdi:
„Til þess kulvísa sem tók
traustataki brúnan, tveggja
manna svefnpoka á Þjóðhátíðinni
í Vestmannaeyjum: Er ekki kom-
inn tími til að skila honum aftur?
Honum er hægt að koma til skila
í Box 70, 820 Eyrarbakka, merkt
Katrín."
Silkiblússa
týndist
Guðný Hjaltadóttir hringdi og
sagðist hafa týnt röndóttri silki-
skyrtu þegar hún var að sækja
hana í efnalaugina við Stigahlíð,
föstudaginn 5. september. Ef ein-
hver hefur fundið skyrtuna er
viðkomandi beðinn að hringja í
síma 12267.
Ég trúi þessu
ekki
Guðrún Kristín hringdi:
Hér um daginn var ég viðstödd
meistarakeppni í ökuleikni. Eitt
var það sem vakti mig til um-
hugsunar. Hversvegna í ósköpun-
um er sérstakur kvennaflokkur
þegar keppt er í ökuleikni? Erum
við í alvöru svona miklir klaufar
að við getum ekki komist í úrslit
nema í sérstökum kvennaflokki?
Hversvegna í ósköpunum er
kvennaflokkur þegar keppt er í
Bridge? Hvað kemur þetta estro-
geni við?
Hversvegna í ósköpunum er
tefld sérstök kvennaskák? Er þá
enginn jafnréttisvilji til staðar?
Hversvegna í ósköpunum er
sérstakur kvennaflokkur í reið-
mennsku (hestaíþróttum)? Er það
ekki kostur að knapinn sé léttur
og lipur? Er þetta bara til að stað-
festa að við séum ekki samkeppn-
isfærar? Ég trúi þessu ekki.
Fékk ekki að
sjá frönsku
sýninguna
Borjjari hringdi:
„Ég er bálvondur fyrir hönd
hins almenna borgara. Þannig er
mál með vexti að ég ætlaði mér,
eins og fleiri, að heimsækja
franska skipið sem var hér í heim-
sókn um helgina og skoða þar
sýninguna sem auglýst hafði ver-
ið. Þegar ég var kominn um borð
og spurðist fyrir um hvar sýning-
in væri var mér sagt að ég mætti
ekki fara á hana og þyrfti að fara
frá borði, þar sem Vigdís Finn-
bogadóttir, forseti íslands, ætlaði
að skoða sýninguna þennan dag.
Ég svaraði sem var, að sýningin
hefði verið auglýst opin almenn-
ingi á þessum tíma og að forseti
íslands væri alvanur því að skoða
sýningar með þjóð sinni. Það varð
þó engu tauti við komið og ég
þurfti frá að hverfa. Þetta var
síðasti dagur sýningarinnar og því
enginn möguleiki að skoða hana
síðar."
Hjá franska sendiráðinu feng-
ust þær upplýsingar að þessi
ákvörðun, að meina almenningi
aðgang, hefði verið tekin af yfír-
manni skipsins. Það væri skylda
hans að loka skipinu almenningi
þegar þjóðhöfðingi kæmi um borð.
Ástæðan fyrir því að sýningin
hefði verið auglýst opin á þessum
tíma var sú, að heimsókn forset-
ans bar að með skjótum hætti og
því ekki gefíst tími til að leiðrétta
auglýstan tíma.
Tann-
stöngull í
tertusneið
Hótel Örk, Hveragerði.
Um alvörusvip veður- og hagfræðinga
Ingibjörg skrifar:
„Sunnudaginn 7. sept. sl. fór ég
ásamt þremur vinkonum mínum í
eftirmiðdagskaffi á hið nýja Hótel
Örk í Hveragerði. Fengum við kaffí
og ijómatertu. Til að byrja með kom
hvorki sykur né mjólk á borðið, en
ég bað um það og kom það þó eng-
in afsökun fylgdi. Síðan fórum við
að gæða okkur á veitingunum og
er ég var komin inn í miðja tertu-
sneiðina mína kom þar út tann-
stöngull og hár með honum. Ég
kallaði aftur á stúlkuna sem bar
fram veitingamar og sýndi henni
það sem komið hafði í ljós. Hún
baðst ekki afsökunar, en kvaðst
geta komið með aðra sneið. Þetta
endaði með að hún kom með sneið
af annarri tertu, sem ég þó hafði
enga lyst á, sem von er eftir það,
sem á undan hafði gengið, enda var
heldur enginn gaffall borinn með
þessu né skeið. Vil ég endilega
koma þessu á framfæri við rétta
aðila og benda þeim á, að þetta
geri staðinn varla langvinsælastan
á landinu að mínu mati, enda býst
ég ekki við að bera þar við aftur.
Seinfari skrifar:
Þannig ritar Dagfari í DV þann
11. september 1986:
„Hagfræðingar . .. hafa einnig
áberandi skaddað hægra heilahvel,
og veðurfræðingar sömuleiðis ef
marka má alvörusvipinn á þeim á
sjónvarpsskerminum.“
Það er nú venjulega ekki mikið
að marka Dagfara, og heldur er ég
á því að honum hafi enn einu sinni
skjátlast í ályktunum sínum. Vil ég
nú með leyfi bijóta upp á annarri
skýringu, miklu sennilegri:
Þess ber að gæta að það getur
ekki verið neitt skemmtiverk að
reyna að segja fyrir um veður á svo
óstöðugu veðursvæði sem íslandi
og grennd.
Svo kemur meira til: Manni skilst
að veðurfræðingar megi gera svo
vel og sitja óg hlusta þegjandi á
allar svonefndar sjónvarps„fréttir“,
þ.e. ýtarlegar romsur um kosti
gámaútflutnings, fískrannsókna-
.niðurstöður, fískverðsákvarðanir,
samanburð á bolfiskafla þriggja
mánaða ársins 1986 samanborið við
sömu mánuði „í fyrra“. Það má
rétt nærri geta hvemig þessum
veðurfræðingum veiður loks innan-
bijósts. Þeir verða líka að horfa á
þetta lesið upp.
Loksins þegar veðurfræðingur
fær orðið, eftir allar þessar hörm-
ungar, þá er nú orðin tíska að hann
verði skotspónn persónulegrar
spumingar, kjámakaralega fram
borinnar: „ .. .og getur þú nú, kæri
Páll tíhí, upplýst okkur um eitt, —
megum við eiga von á að þessi ó,
yndislega sól, tíhí, fái að skína á
okkur enn um hríð?“. Eða þá svona:
„Eru nú ekki mestar líkur á því að
við megum vænta betra veðurs en
voru þama á fiskimiðunum, ha,
Markús?"
Þessi skýring á tilteknum svip
tiltekinnar stéttar virðist mér miklu
sennilegri en skýring Dagfara.
KJÖTMIÐSTÖOIN Sfmí 686511
V
<
ALLT I ROÐ OC REGLU!
Ef þú ert þreytt(ur) á óreiðunni
og uppvaskinu í kaffistofunni
þá er Duni kaffibarinn lausn á vandanum.
Duni er ódýrasti barinn í bænum
Duni kaffibarinn sparar bæði tíma og pláss.
Hann getur staðið á borði eða hangið á vegg.
^- kaffistofa
í hverjum krók!
FAINIIMIR HF
Bíldshöfða 14, sími 672511
BJORNINN HF
Borgartún 28 — simi 621566
Reykjavík
URVALS VARA
FRÁBÆRU VER
síma 1621566
Og nú erum við í Borgartúni 28