Morgunblaðið - 18.09.1986, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. SEPTEMBER 1986
59
Sagt eftir leikinn:
Jim Barron
„Við töpuðum stórt og ég
man ekki eftir svona tölum,
en við vorum að leika gegn
frábærum knattspyrnumönn-
um, sem voru okkur fremri á
öllum sviðum, en þetta er
munurinn á atvinnumönnum
og áhugamönnum," sagði Jim
Barron, þjálfari ÍA.
„Ég get ekki annað en hrós-
að Sporting, því leikmennirnir
voru mjög góðir, og knatt-
spyrnulega hreifst ég af leik
þeirra, þó sárt sé að fá svona
skell. Þeir unnu eins og vel
smurð vél og varamennirnir
voru hinum ekkert síðri.
Hvað okkur varðar þá höf-
um við ekki leikið gegn svona
sterku liði í sumar. Við breytt-
um um leikaðferð i bikarúr-
slitaleiknum, hún gekk vel þá
og hefur gengið vel síðan þar
til í þessum leik. Strákarnir
börðust allir vel, en ég var
óánægður með vörnina. Við
ætluðum ekki að spila eins og
við gerðum, en leikmenn
Sporting réðu ferðinni og við
dönsuðum með.
En vonandi lærum við af
mistökunum og við stefnum
að því að fá ekki svona útreið
í seinni leiknum," sagði Jim
Barron.
Manuel José
„EFTIR leik Fram og
Katowice voru leikmenn
mínir fullir bjartsýni, en við
töldum Akranes mun betra
lið en Fram og fórum í leikinn
með því hugarfari að við
mættum ekkert gefa eftir. En
Akranes var slakt gegn okkur
og við unnum stórsigur, mik-
ið meiri en ég bjóst við,“
sagði Manuel José, þjálfari
Sporting.
„Við lékum eins og við best
getum og allt gekk upp hjá
okkur. Ég hélt að völlurinn og
veörið myndi hafa áhrif á leik
okkar, en sú varð ekki raunin.
Við skoruðum snemma í leikn-
um, en héldum áfram á fullu
þar til dómarinn flautaði leik-
inn af.
Mótstaðan var engin, en
þetta var ekki síður móralskur
sigur, því svona úrslit þjappa
leikmönnunum vel saman.
McDonald hefur lítið verið
með til þessa, en hann lék
með seinni hálfleikinn, skoraöi
þrennu og lék vel, sem kemur
honum og liðinu til góða þegar
fram í sækir.
Leikmenn Akraness gáfust
ekki upp og börðust allan leik-
inn. Bestir voru Guðbjörn
Tryggvason og Pétur Péturs-
son.“
Morgunblaðiö/Júlíus
• Sigurður fyrirliði Lárusson brá sér í sóknina þegar Skaginn fékk horn, sem ekki var oft en hér rétt
náði markvörðurinn að slá í annað horn.
Fótaliprir og léttir
Portúgalir tóku ÍA
í kennslustund
Eitt skemmtilegasta lið sem hér hefur leikið
ÞAÐ VAR sannkölluð markasúpa á Laugardalsvellinum f gærkvöldi
er Skagamenn tóku þar á móti Sporting Lissabon í UEFA-keppninni.
Þeir portúgölsku skoruðu hvorki meira né minna en 9 mörk í leiknum
en Skagamenn ekkert. Stórt tap, og það stærsta sem íslenskt lið
hefur orðið fyrir á heimavelli frá upphafi. Portúgalir gerðu fjögur mörk
í fyrri hálfleik og í þeim síðari bættu þeir enn um betur og skoruðu
þá fimm mörk. Skagamenn mættu í gærkvöldi ofjörlum sínum og
áttu þeir aldrei möguleika gegn léttleikandi og skemmtilegu liði Sport-
ing Lissabon.
á ferðinni og skoruðu fallegt mark.
Sá fyrrnefndi gaf þá stungusend-
ingu á þann síðarnefnda sem
skoraði með góðu skoti.
Síðan komu marktækifærin á
færibandi. Snillingarnir frá Portúg-
al, því það eru þeir svo sannarleg,
fóru á kostum. Hver glæsisóknin
rak aðra og Ijóst var að mikið yrði
um mörk. Áður en flautað var til
leikhlés höfðu þeir Meade og Fern-
andes (víti) skorað tvö mörk til
viðbótar.
Leikið á fullu
Flestir bjuggust við að Portúgal-
ir hægðu ferðina í síðari hálfleik
því þeir eiga erfiða leiki fyrir hönd-
um i deildarkeppninni en það
virtist ekki vera efst í huga þeirra.
Þeir léku á fullu allan leikinn og
höfðu þeir 1.518 áhorfendur sem
á Laugardalsvellinum gaman af
snilli þeirra.
McDonald (nr. 14) skoraði
fimmta markið snemma í síðari
hálfleik og skömmu síðar skoraði
hann annað mark en heiðurinn af
því átti Zinho (nr. 6). Hann prjón-
aði sig snilldariega framhjá hálfu
Skagaliðinu en Birkir náði að verja
en boltinn fór til McDonald sem
skoraði.
Negrete bætti síðan við sjöunda
markinu og McDonald því áttunda
og sínu þriðja áður en Zinho skor-
aði síðasta markið úr vítaspyrnu.
Þar með var martröð Skagamanna
á enda.
Morgunblaðið/Einar Falur
• Zinho var besti maður vallarins af mörgum góðum. Hér á hann f
baráttu við Sveinbjörn Hákonarson og Guðjón Þórðarson.
Skagamenn daufir
Það er lítið hægt að segja um
Skagaliðið í þessum leik. Svein-
björn og Júlíus voru þeirra bestu
menn og reyndu ýmislegt á miðj-
unni þó svo það gengi ef til vill
ekki alveg upp. Einnig átti Guð-
Skagamenn byrjuðu leikinn með
miklum látum og útlitið var bara
bjart - en því miður var það aðeins
fyrstu mínúturnar sem Skagamenn
áttu eitthvað í leiknum. Fyrsta
markið gerðu Portúgalir strax á
10. mínútu og átti Zinho (nr. 6) sem
var besti maður þessa leiks mest-
an hlut þar að máli. Hann stal þá
knettinum af tánum á Ólafi Þórðar-
syni og gaf á Fernandes fyrirliða
sinn sem skoraði.
Fimm mínútum síðar voru svert-
ingjarnir tveir sem hófu leikinn,
Oceano (nr. 7) og Meade (nr.11),
□M&S
Texti:
Skúli Sveinsson
björn góða spretti en hann var ef
til vill aðeins of seinn að losa sig
við boltann enda mótherjarnir ein-
staklega fljótir og snöggir í bolt-
ann. í fyrri hálfleik reyndu
Skagamenn að leika maður á
mann en það gekk ekki upp gegn
hinu léttleikandi liði Sporting.
Spurning hvort gamla ieikaðferö
Skagans, það að leika ekki með
„sweeper" hefði ekki gefist betur
að þessu sinni.
Eitt besta iiðið
Sporting Lissabon er án efa eitt
skemmtilegasta knattspyrnulið
sem hingað til lands hefur komið.
Allir leikmenn þess hafa yfir að
ráða geysilegri boltameðferð. Þeir
leika einstaklega skemmtilega á
milli sín og hvað eftir annað gekk
boltinn manna á milli án þess aö
leikmenn stöðvuðu knöttinn. Alltaf
var sent i fyrstu snertingu. Við
þetta verður leikur liðsins hraður
og Skagamenn réðu ekkert við
hraðann og tækni þeirra þannig
að sigurinn varð stór.
Besti leikmaður þeirra í þessum
leik var án efa hinn smávaxni en
snöggi Celso Santiago de Sousa
(Zinho) sem var númer 6. Hann
er hreint ótrúlega leikinn með bolt-
ann og hver einsasta sending sem
hann átti var úthugsuð og hárná-
kvæm. Allir eru leikmenn liðsins
góðir og erfitt að gera upp á milli
þeirra. Liðið lék á fullu allan tímann
og það er hlutur sem ekki er al-
gengt að sjá þegar erlend lið eiga
i hlut hér á landi.
Lið ÍA: Birkir Kristinsson, Siguröur Larus-
son, Sigurður B. Jónsson, Guöjón Þóröarson,
Heimir Guömundsson, Ólafur Þórðarson,
(Hafliöi Guöjónsson vm. á 46. min.), Svein-
björn Hákonarsson, Guöbjörn Tryggvason,
Júlíus Ingólfsson, (Árni Sveinsson, vm. á 70.
mín.), Pétur Pétursson og Valgeir Baröason.
SUÐURLANDSBRAUT 8
SÍMI 84670^|
ORKIN/SlA