Morgunblaðið - 04.10.1986, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
Hver ræður ferðimii?
eftir Jón Magnússon
í júnímánuði 1983 skrifaði ég
grein sem birtist í Morgunblaðinu
undir heitinu „Einokunarsölur og
samkeppnishömlur eru neytendum í
óhag, Islenskur landbúnaður á tima-
mótum."
í greininni var varað við áformum
um að koma á einokunarsölu með
egg, sem þá var á döfinni, bent á
að verðhækkanir á búvörum væru
Benedikt Gunnarsson með likan
af altaristöflunni.
Kvenfélag
Háteigssóknar:
Kökusala í
Blómavali
KVENFÉLAG Háteigssóknar
verður með kökusölu i Blómavali
við Sigtún, í dag, 4. október. All-
ur ágóði af sölunni rennur til
gerðar altaristöflu í Háteigs-
kirkju.
Kvenfélagið gefur altaristöfluna,
sem verður í mósaík, tilbúna á kór-
vegg. Listaverkið er gert af
Benedikt Gunnarssyni og er til sýn-
is til 7. október í Listasafni alþýðu,
við Grensásveg.
Kvenfélagið, sem hefur engar
tekjur nema af kaffi- og kökusölu,
auk basars, sem haldinerí nóvemb-
erbyrjun hvers árs, hefur áður gefið
skímarfont, hljóðfæri til Háteigs-
kirkju. Auk þess hefur kvenfélagið
fjármagnað stóran hlut í kirkju-
klukkunum.
meiri en neysluvörum almennt, því
haldið fram að frelsið tryggði lægra
verð til neytenda og nauðsjm bæri
til að koma á breytingum í land-
búnaði. Þessi grein olli því, að
landbúnaðarforustan sendi hvem rit-
snillinginn af öðrum fram á völlinn
til að mótmæla þeim sjónarmiðum
sem sett voru fram í ofangreindri
blaðagrein og svargreinum. Nú, tæp-
um flórum árum síðar, er ástæða til
að kanna hvort eitthvað hafi komið
fram, sem sýni að ályktanir mínar
voru réttar eða Ingi Tryggvason og
félagar hafi flutt boðskap sem var
til þess fallinn að bæta hag sinna
umbjóðenda.
Hvað hefur komið í ljós?
Fyrirtækið ísegg, sem átti að
verða markaðsráðandi um flokkun,
dreifingu og sölu á eggjum, var stofn-
að, en fyrir dugnað nokkurra fram-
leiðenda og andstöðu neytenda fékk
það aldrei einokunarstöðu á mark-
aðnum. Þetta gæluverkefni þeirra
Inga Tryggvasonar og Jóns Helga-
sonar landbúnaðarráðhera fékk alla
þá opinberu fyrirgreiðslu, sem hugs-
ast gat, en nú þremur árum síðar
er ljóst að fyrirtækið rambar á barmi
gjaldþrots, smáframleiðendumir, sem
ginntir voru til þátttöku í ævintýrinu,
eru sáróánægðir. Neytendasamtökin
bentu hins vegar á það, þegar stofii-
un þessa fyrirtækis var á döfinni, að
eðlilegra væri að setja almennar regi-
ur um flokkun, eftiriit og gæðamat
á eggjum en láta markaðnum eftir
framhaldið, þar sem samkeppni var
á þem tíma næg til að tryggja neyt-
endum lágt verð á vörunni. Nú liggur
fyrir, að peningum hefur verið sóað
án nokkurs árangurs nema e.t.v. að
samkeppni eggjaframleiðenda hafi
orðið takmarkaðri en hún var fyrir
stofnun íseggs til tjóns fyrir neytend-
ur. Dómurinn í þessu efni er því
ótvíræður. Landbúnaðarforustan
hafði rangt fyrir sér.
Frelsið tryggir
lægraverð
Því var haldið fram að frelsið
tryggði lægra verð og bent á verð-
lagsþróun og verðþróun til margra
ára á afurðum svonefndra bundinna
greina landbúnaðarins og þeirra
frjálsu. Landbúnaðarforustan byijaði
á því að mótmæla þeim útreikning-
um, sem ég lagði til grundvallar sem
röngum, en enn í dag geri ég mér
ekki grein fyrir til hvers þeir eyddu
tíma sínum í að mótmæla tölulegum
staðreyndum. Þá var reynt að gera
verðlagningu í fijálsu greinunum tor-
tryggilega með því að benda á
verðsamanburð við nágrannalönd
okkar, þar sem fram kom að verð á
sömu afurðum var mun lægra þar.
í hinu orðinu hélt landbúnaðarforust-
an því fram, að samkeppnin í fijálsu
greinunum væri þess eðlis, að verð
afurðanna væri orðið svo lágt, að
hætta væri á að fjölmargir framleið-
endur þyrftu að hætta starfeemi
sinni. Þó að þetta liti út eins og þver-
sögn, þegar það er sett í þetta
samhengi, þá ber að viðurkenna að
báðar þessar staðhæfingar land-
búnaðarforustunnar voru réttar. Það
er rétt að verð á afurðum í fijálsu
greinunum, þ.e. eggjum, kjúklinga-
og svínakjöti, er hærra en í ná-
grannalöndunum. Markmiðið hlýtur
þá að vera, að íslenskir framleiðend-
ur geti framleitt þessar vörur á
sambærilegu verði og nágrannalönd-
in í framtíðinni. Það mundi þýða
lækkað verð. Markmið landbúnaðar-
forustunnar var hins vegar annað.
Þeir telja rétt að framleiðsla á þessum
greinum haldi áfram með svipuðum
hætti og hingað til. Þannig að allir,
sem stundi þennan búskap nú, geri
það áfram. Slíkt hefði í raun þýtt
stöðugt hærra verð til neytenda og
gert bundnu greinamar samkeppnis-
hæfari við þær fijálsu og hvort sem
mönnum líkar það betur eða verr,
þá er staðreynd málsins þessi:
Forustumenn iandbúnaðarins
vilja framleiðsiu og verðlagn-
ingu frjálsu landbúnaðargrein-
nnnn nndir ákvörðunarvald sitt,
til að geta stjómað framleiðslu-
magni og verði afurðanna tíl
imyndaðra hagsbóta fyrir fram-
leiðendur búvöru, á kostnað
neytenda.
Breytinga var krafist
í áðumefndri grein var bent á, að
breytinga væri þörf. Þar segir orð-
rétt: „Landbúnaðurinn á vissulega
við möig vandamál að etja, en það
verður að vinna að því að leysa þau,
í stað þess að hnýta hnútana það
fasta, að óhjákvæmilegt verði að lok-
um að höggva á þá. Það skiptir miklu
fyrir velferð íslenskrar bændastéttar
og hag neytenda að breytt verði um
stefiiu. Búum þarf að fækka og þau
verða að stækka, til að aukin hag-
kvæmni í framleiðslu geti átt sér
stað og svigrúm skapað fyrir dugmik-
ið fólk í bændastétt til að njóta
afraksturs vinnu sinnar, hugvits og
fjárfestingar. Felsi í verðlagningu og
sölu á búvörum verður að auka,
þannig að hagkvæmni markaðskerf-
isins fái að njóta sfn í sama mæli
hjá bændum og öðrum framleiðend-
um f landinu."
Auk þess var bent á að þessar
breytingar gætu ekki orðið á skömm-
um tíma, en nauðsyn bæri hins vegar
til að breytt væri um stefnu. Þá var
sett fram sú skoðun að ríkið ætti að
kaupa óhagkvæmar bújarðir á mats-
verði af þeim bændum sem vildu
bregða búi. Slíkt væri eðlileg sann-
gimiskrafa og ódýrari kostur en
óbreytt stefiia.
Á þessu ári hafa allmiklar umræð-
ur orðið um landbúnaðarmál og ég
sé það mér til mikillar ánægju, að
ýmsir af andmælendum mínum frá
því umrædd grein var skrifuð eru
farnir að viðurkenna nauðsyn stefiiu-
breytingar í þá átt sem ég benti á.
Mér kom satt að segja á óvart
eftir að greinin birtist, en hún var
öfgalaus framsetning á staðreyndum
sem blöstu við, hversu hörð andstaða
forustumanna bænda varð við henni.
Hefðu menn hafist handa við að
framkvæma breytingar á þeim tíma
væri hagur þessarar atvinnugreinar
betri í dag en raun ber vitni.
Kvótakerfi og fram-
leiðslustjómun
Þó að mál hafi þokast fram á við,
fer því enn víðs flarri að horfet sé í
augu við raunveruleikann. Biigðir af
búvörum hlaðast upp og sölumögu-
leikar úr landi eru vægast sagt
takmarkaðir, vegna þess að alls stað-
ar f kringum okkur er um offram-
Ieiðslu á búvörum að ræða. Viðbrögð
stjómvalda eru þau að herða fram-
leiðslustjómunina og kvótakerfíð.
Slíkt leysir engan vanda. Miðað er
við framleiðslumagn, sem útilokað
er að selja, og miðað er við að halda
sem flestum í bændastétt með því
að halda öllum á horriminni. Slfkt
er ömurlegt hlutskipti einnar afc-
vinnustéttar og getur ekki gengið til
lengdar. Kerfið virkar því í dag bæði
til tjóns fyrir neytendur, því þeir
borga brúsann með einum eða öðrum
hætti, en einnig til tjóns fyrir bænd-
ur, sem kerfið átti upphaflega að
þjóna.
Staðreyndin sem blasir við í dag
er því þessi: íslenskir neytendur þurfa
að kaupa mikilvægustu neysluvörur
sínar á mun hærra verði en neytend-
ur í nágrannalöndum okkar. Skatt-
greiðendur þurfa áriega að greiða
stórfé til að hægt sé að halda núver-
andi kerfi við lýði, en þrátt fyrir þetta
er afkoma bænda í hættu.
Jón Magnússon
„Staðreyndin sem
blasir við í dag- er því
þessi: Islenskir neytend-
ur þurfa að kaupa
mikilvægustu neysluvör-
ur sínar á mun hærra
verði en neytendur í
nágrannalöndum okkar,
Skattgreiðendur þurfa
árlega að greiða stórfé
til að hægt sé að halda
núverandi kerfi við lýði,
en þrátt fyrir þetta er
afkoma bænda í hættu.“
Þegar ég les nú yfir skrif um land-
búnaðarmál undanfarinna ára fæ ég
ekki betur séð, en hver einasta stað-
hæfing, sem ég setti fram í ofan-
nefndri grein hafi komið fram. Ég
fæ heldur ekki séð annað, en þver-
girðingsháttur andmælenda minna
hafi hnýtt hnútana svo fasta að við
liggur að ekki sé lengur hægt að
leysa þá, það verði að höggva.
Er ekki mál til komið að taka upp
aðrar viðmiðanir og viðurkenna vam-
aðarorð þeirra manna, sem fyrst og
femst vilja leita lausna vandans.
Fýrir rúmum tveimur áratugum
skrifaði sá framsýni stjómmálamað-
ur Bjami Benediktsson í áramóta-
grein í Morgunblaðinu það sem ég
vil gera að lokaorðum mínum:
„Enginn ágreiningur er um það,
að íslenska þjóðin verður að viðhalda
landbúnaði, en hann verður að laga
eftir þörfum þjóðarinnar. Bændum
q'álfum er það til mestrar óþurftar,
ef þeir leiðast til framleiðslu, sem
verður þjóðarheildinni til varanlegra
þyngsla."
Höfundur er varaþingmaður Sjálf-
stæðisflokksins í Reykjavík.
SIMAR 21150-21370
SOLUSTJ LARUS Þ VAIDIMARS
LOGM JOH Þ0RÐARS0M HUI
Til sýnis og sölu meðal annarra eigna:
Á sunnanverðu Seltjarnarnesi
Vel byggt parhús m. rúmgóða 5 herb. íb. ó tveim hæðum um 77x2
fm. Svalir á báðum hæðum. Sárfb. 2ja herb. f kj. Bflsk. um 30 fm.
Skipti mögul. á minna einbýfi.
Einbýlishús eða tvíbýlishús
á stórri eignarlóð i Garðabæ. Húsið er nánar tiltekiö nýendurbyggð
hæð 132 fm. Jarðhæð um 74 fm ekki fullgerö. Getur nýst meö hæð-
inni eöa sem séríb. eða gott vinnuhúsnæöi. Góður bílsk. 45 fm.
Eignarlóð 4700 fm. Elgnaskipti mögul.
Á úrvalsstað í Grafarvogi
Rúmgóð raðhús f smfðum f Funafold. Ibúðarflötur um 170 fm auk
geymslu. 4 rúmgóð svefnherb. Sólsvalir um 24 fm. Tvöfaldur bílsk.
Nánari uppl. á skrifst. Byggjandi er Húnl sf.
Góð eign — Laus strax
Á útsýnisstað f Selási. Nýtt steinhús 140x2 fm. Ræktuö lóð. Rúmgóð-
ur bílsk.
Nýlegt steinhús — Ein hæð
Á úrvalsstað í Seljahverfi. 158 fm m. bílsk. 4 njmgóð svefnherb. m.
innb. skápum. Stór ræktuð lóð. Húsið verður laust 1. sept. 1987.
Margskonar skiptamöguleikar
Fjársterkir kaupendur óska eftir sórhæðum, 3ja, 4ra og 5 herb. ibúð-
um og einbýlishúsum. Margskonar eignaskipti mögul. Látið Almennu
fasteignasöluna finna fyrir ykkur róttu eignina I makaskiptum eða beinni
sölu þegar ðnnur eign er fundin.
Opið í dag laugardag kl. 11.00
tilkl. 15.00.
Lokað á morgun sunnudag.
ALMEN^A
FASTL IGHASkHN
LAUGAVEG118 SÍMAR 21150-21370
Píanóleikur — Norræn-
ir tónlistardagar
Tónllst
Jón Ásgeirsson
Anna Áslaug Ragnarsdóttir
píanóleikari lék verk eftir flóra
norræna höfunda á tónleikum f
Langholtskirkju sl. miðvikudag.
Hijómun kirkjunnar, sem æði oft
hefur verið til umræðu, er heppi-
leg fyrir söng en nokkuð um of
þegar um er að ræða hljóðfæra-
tónlist. Þrátt fyrir mikla endur-
óman komst leikur Önnu Áslaugar
mjög vel til skilá. Tónleikamir
hófust á Turbulens-laminar, op.
92, eftir Ib Nörholm. Þar gat að
heyra margt mjög fallega gert og
þrátt fyrir að verkjð sé á köflum
erfitt, var leikur Önnu Áslaugar
sannfærandi, en nokkuð vantaði
þó af þeirri ólgu sem höfundur
hefur líklega haft í huga. Vera
má að þar ráði nokkru hversu
verkið er nýtt fyrir píanóleikar-
ann, en þá vill leikurinn oft vera
stílaður á það að gera rétt frekar
en að sleppa fram af sér beisljnu.
Annað verkið var pfanósónata,
sem ber undirtitilinn Glerkaktus,
eftir Tabio Nevanlinna. Verkið er
nokkuð stórt í sniðum og ekki
auðvelt f Ieik, með alls konar tón-
tiltektum, sem mjög voru ný af
nálinni fyrir svona tuttugu til
þijátíu árum. Á köflum var hljóm-
skipan mjög „glær“, sem á að
tengjast hugmyndum dregnum af
undirtitli verksins, og vöxtur tón-
málsins á að svara til vaxtar
nefndrar Jurtar". Spyija má
hvaða skáldskap skuli finna í
slíkum tónlíkingum eða er líkingin
eins og hver önnur nafngift, fund-
in eftir á, sem eins konar afsökun
eða útlistun á atferli. Þessi árátta,
að skilgreina tónfræðilega og
formfræðilega byggingu tónverka
með samifkingum við alls konar
fyrirbæri, kemur einnig framhá
Per Nörgárd, en í verki hans er
byggingin miðuð að því að túlka
kapphlaup Akkilesar og skjald-
bökunnar. Það sem heyra má
samsvarandi þessum íþróttavið-
burði í tónverkum er samskipan
f hröðu og hægu tónferli, sem í
raun er ekki ólíkt því sem heyra
má f allri tónlist, nema þar sem
hrynferlið er samstfgt f öllum
röddum. Þrátt fyrir þetta má
heyra kraftmikil átök í verkinu,
sem eru nægilega sannfærandi
sjálf til að standa undir ánægju-
legri hlustun.
Anna Áslaug Ragnarsdóttir lék
öll þessi verk mjög vel en samt
innan þeirra marka að nokkuð
skorti á tilfinningalega skerpu.
Sú skerpa kom hins vegar n\jög
vel fram í fimm Prelúdíum er hún
iék eftir Hjálmar R. Ragnarsson.
Hún lék Prelúdíumar mjög vel og
með þeim hætti að tónmál verk-
anna fékk dýpri tilfinningalega
merkingu en fyrri verkin tilfinn-
inga merkingu er ekki verður
skilgreind en aðeins fundin og
má heyra hjá flytjendum sem vax-
ið hafa frá leikvandanum inn á
lendur túlkunarinnar.