Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 leik 16. — Bg6 og staðan ætti að vera u.þ.b. í jafnvægi. 17. Rxf7 - Rxf7,18. Rb3 - Dxg3, 19. hxg3 - Bb6, 20. Rd4 - c5, 21. Rf5 - Hfe8, 22. axb5 - axb5, 23. Re7+! Það er einn helsti styrkleiki Jus- upovs hversu vel hann teflir endatöfl og nákvæmni hans við tæknilega úrvinnslu er við brugðið. Það teflir þó enginn betur en staðan leyflr og nú bætir Sokolov aðstöðu sína með hveijum leik. - Kf8, 24. Rg6+ - Kg8, 25. Hxa8 - Hxa8, 26. Be3! Biskupaparið nýtur sýn afskap- lega vel og nú getur hvítur sótt að svörtu peðunum á c5 og d5. Jus- upov grípur því til þess örþrifaráðs að fóma peði: 26. - d4!?, 27. cxd4 - c4 Eftir 27. — cxd4?, 28. Bf4 getur svartur ekki hindrað hvítan í að leika Bc2-b3 með óþolandi leppun riddarans á f7. 28. b3 — Rd6, 29. bxc4 — Rxc4, 30. Hbl - Ra3, 31. Hal - b4, 32. Bb3+— Kh7, 33. Re7! Jusupov átti nú aðeins flmm mfnútur eftir f þessari erfíðu stöðu og tfmahrakið kostar hann annað peð: - He8, 34. Rc6 - Rb5, 35. Bc4 - Rc3, 36. Rxb4 - Rg4,37. Bd3+ - Kg8, 38. Hd — Rxe3, 39. fxe3 - Hxe3, 40. Kxc3 - Hel+. Hér fór skákin í bið en Jusupov gafst upp án frekari taflmennsku, því eftir 41. Kh2 hefur hann engar bætur fyrir manninn. eru almennt nefnd meðal safnara. Munu þau sýna fugla, dýr, bíla, skip o.s.frv. Lftil samkeppnisdeild verður einnig og þar sýnt flugsafn, spjaldbréfasafn og átthagasafn frá Hafnarfírði. — Þá verður safíi póst- korta með myndum úr Reylq'avík. Fer vel á því og er líka í samræmi við heiti sýningarinnar, sem ber upp á 200 ára afmæli Reykjavíkur, enda er hún í tengslum við það. Sunnudaginn 12. október verður svo skiptimarkaður í Síðumúla 17 milli kl. 13 og 16 og er öllum op- inn. Ef að vanda lætur verður hann vel sóttur, enda hafa menn á þess- um mörkuðum bæði losað sig við umframefni og eins og ekki síður getað keypt ýmislegt í söfn sín við hóflegu verði. Aðgangur er ókeypis, en menn eiga þess kost að kaupa skemmti- legt aðgangskort með REYKJA- VIKUR-stimplum frá upphafí og fram á 6. áratug aldarinnar. Er það gefið út tölusett og í takmörkuðu upplagi. Gildir það sem happdrætt- ismiði, og er vinningurinn frí- merkjasafn, Reykjavík 200 ára. Verður það til sýnis í ramma nr. 1. Ekki er ólíklegt að mörgum muni þykja þetta kort áhugaverður safngripur, enda getur hann gilt bæði fyrir frímerkj asafnara og kortasafnara. Stefnt mun verða að því að koma upp einhveijum sýningarrömmum með frímerkjaefni á pósthúsum borgarinnar og e.t.v. víðar til að minna vegfarendur á Dag frímerk- isins og frímerlqasöfnunina. Sérstimpill Dags frímerkisins verður einnig notaður á Akureyri og Húsavík, en að því er ég hef fregnað, munu þeir Öskjumenn á Húsavík einir norðan heiða ætla sér að koma upp sýningarefni í nokkr- um römmum á pósthúsi staðarins. 15 Norrænir tónlistardagar: Tríó og kvintettar T6nll«t Jón Ásgeirsson Ekki má skilja það sem ein- hveija karlrembu, þó vikið sé að því að konur eigi hlut að þeirri tónlist, sem flutt var að þessu sinni í Norræna húsinu, á vegum Norræna tónskáldaráðsins. Það vill svo til að tvö af fjórum verkum þessara tónleika eru eftir konur, svo að þar er vel séð fyrir jafnrétt- inu. En því er vert að minnast á þetta atriði, að verk kvennanna voru gædd einhveijum þeim ein- kennum, er bera merki ferskleika og nýstárleika. Fyrsta verkið á tónleikunum er eftir Áse Hedström og ber nafnið Right after. Hver eru þau augnablik sem upplifuð verða „strax á eftir", er spuming sem nú ónáðar alla og sérlega þá sem nýorðnir em arf- þegar þeirrar eignar, að vera orðnir fullvaxta en með lengri stundir óiifaðar en gengnar em. í verki Áse Hedström býr þessi spum, sem ekki verður svarað fyrr en „strax á eftir" og þá mun svarið e.t.v. aðeins lifa ómun sína og deyja síðan inn í eilíft hljóm- leysi dauðans. Note-Book eftir Mogens Wilken-Holm er, eins og nafnið bendir til, stuttar skissur úr minnisbók, þar sem upphafs- skissan verður einnig niðurlagið. Inn á milli má heyra alls konar tilfínningaviðbrögð, sem jafnvél má líkja við galdratilburði eins og dans, tuldur, öskur og söng og alls kyns undarlegt iátæði. Verkið er í þrettán stuttum þáttum og með orðum tónskáldsins eiga þeir að vera sprottnir upp úr þeim draum að skapa „galdrabók". Vegna veikinda hljóp einn hljóð- færaleikari f skarðið og fyrir bragðið má vera að flutningur verksins hafí ekki náð þeim galdrastemmningum, sem vel má ná f þessu skemmtilega verki. Þriðja verkið var Þríleikur eftir Áskel Másson._ Nú bregður svo við að tónmál Áskels er bæði lag- rænt og tóntegundabundið, ljúf- lega streymandi og elskulega fallegt. í miðþættinum hrá Áskell fyrir sig gamansemi og er sá þátt- ur mjög skemmtilega gerður, sem og reyndar allt verkið. Síðasta verkið heitir Helices og er eftir Cecilie Ore. í þessu verki er leikið með trillur og verður úr því sér- kennileg tónun, sem á köflum er mjög skemmtilegt nýnæmi. Til að vitna aftur til þess, að tvö tón- verkin eru eftir konur, þá er það ljóst að konur eiga til að bera ein- hveija dulda akra fegurðar, sem við karlamir erum utangarðs við. í verkunum eftir Áse Hedström og Cecilie Ore var slegið á strengi nýrrar ómunar um gömul og góð þemu, sem er ekki lítilvægt í því flóði fjölmiðlunar, sem næstum því er að verða ærandi og við ís- lendingar erum teknir að dansa eftir nauðugir viljugir. Flytjendur voru Daði Kolbeinsson, Einar Jó- hannesson, Hafsteinn Guðmunds- son, Bemhard Wilkinson, Joseph Ognibene, Krisfján Stephensen, Sigurður I. Snorrason, Rúnar Vil- bergsson, er hljóp í skarðið fyrir Bjöm Ámason, Sean Bradley, Carmel Russil og David Knowles, er allir gerðu sitt besta og sumt mjög vel, enda reyndir og ágætir tónlistarmenn. Sjálfstæðismenn Næstu daga munum við stuðningsmenn dr. Vilhjálms Egilssonar dreifa til allra sjálfstæðismanna í Reykjavík kosningablaði okkar. Kynnist viðhorfum Vil- hjálms. Það höfum við gert.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.