Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 16

Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 Um eignarskatt eftirMaríuE. Ingvadóttur Þegar hugmyndir varðandi hækk- un eignaskatts ber á góma, er vert að hafa í huga hver tilgangurinn er með álagningu hans. I fyrsta lagi má spyija hvort eignarskattur eigi í raun rétt á sér. Hér er um að ræða að skattleggja enn einu sinni þær tekjur sem ráðstafað hefur veriðt il eignamyndunar, og endurtaka svo þá skattlagningu árlega. Hveijir greiða eignaskatt Ef eignaskattur á rétt á sér, hveij- ir eiga þá að greiða hann? Er það svo að sumir fái betri tækifæri en aðrir til að breyta tekjum sínum í „Ef eignaskattur á rétt á sér, hverjir eiga þá að greiða hann? Er það svo að sumir fái betri tæki- færi en aðrir til að breyta tekjum sínum í arðbærar eignir, þannig að á þá er lagður enn einn útjöfnunarskattur- inn og nú kallaður eignarskattur. Ef svo er, hveijir eru þá þessir út- völdu sem jafna þarf um.“ arðbærar eignir, þannig að á þá er lagður enn einn útjöfnunarskatturinn og nú kallaður eignaskattur. Ef svo er, hverjir eru þá þessir útvöldu sem jaöia þarf um. Ef við skoðum álagningarseðilinn frá skattinum vegfna ársins 1985, kemur í ljós að í þessum hópi eru allir þeir sem eiga hreina eign að verðmæti meira en 1.248 þúsund krónur um síðustu áramót. Ef hrein eign hjóna er meiri en sem nemur 2.496 þúsund krónum greiða þau 0,95% eignaskatt af því sem umfram er upp að 4.352 þúsund krónum, 1,2% eftir það, nema þeir sem eru 67 ára og eldri greiða áfram 0,95%. Eignaskatturinn leggst á heimilin strax og skuldabagginn á íbúðinni minnkar. Ef annar makinn fellur frá, verður frádráttur frá eignaskatts- Haustlaukar ■gsssssæss? Jólahyaslntur JR“*j"arsí[ama (AmmaryUs) ofl SYtfsláttur ÆUPnilaukunH Jólatúlípanar ^ntilboðin vinsselu 4 ™rJLJ& ssfe: 7 r/ stofni aðeins einn. Eftirlifandi maki, sem þá er orðinn eina fyrirvinna heimilisins, greiðir þá eignaskatt af eign sem hjónin greiddu e.t.v. ekki af áður. Það sama gildir um aðra einstaklinga sem standa fyrir heim- ili, eignaskattsstofriinn leggst þar á einn skattgreiðanda með einn frá- drátt. Þama er brotalöm sem þarf að lagfæra. Hækkun frádráttar Það sem erfitt er í framkvæmd að ákvarða einn eignaskattsstofn heimilisfólks, hlýtur að þurfa að hækka frádrátt hvers skattgreiðanda frá eignaskattsstofni, þannig að ein- staklingar, einstæðir foreldrar og fólk á miðjum aldri sem greitt hefur niður sín íbúðarlán, og fara að standa betur efnahagslega, greiði ekki eignaskatt. Hér er ég að tala um fólk með almennar launatekjur. Það er varla meiningin að leggja stein í götu þeirra sem eiga vilja þak yfir höfuðið og styrkja með því þann homstein sem heimilið er hverri §öl- skyldu. Um 75% framteljanda greiða eignaskatt, og á árinu 1985 voru tekjur ríkissjóðs vegna hans um 763 milljónir króna. Stóreignaskattur Framsóknar og Alþýðuflokks Margir þingmenn Framsóknar- flokksins em fylgjandi hugmyndum um hækkun eignarskatts í tillögum Alþýðuflokksins frá í vetur er gert ráð fyrir stighækkandi eignaskatti, þó svo að skattbyrði heimila með meðaltekjur, eigin Mð og bifreið eigi ekki að aukast vegna eignaskatts. Þetta kemur ekki heim og saman þegar eignaskattsmörkin em nú þegar of lág. Tillögur Al- þýðuflokksins bera með sér að í þeim felst í raun að skattbyrði vegna eignaskatts á meðalhúsnæði þyngist til muna. Lægri eignaskatta í stefiiuskrá Sjálfstæðisflokksins kemur skýrt fram að skattbyrði heimilanna skuli vera réttlát og ekki til þess fallin að draga úr vilja manna til fjárfestinga. Þess vegna verður að mínu mati að hækka eignaskatts- mörkin þannig að venjulegt launafólk greiði ekki eignaskatt. Höfundur er viðskiptafræðingur og fommður Hvatar. Flugleiðir; Flestir sem tengjast leiðtogafundinum borga fullt fargjald „ÖLLUM sérfargjöldum fylgja ýmsar kvaðir og það kemur eiginlega af sjálfu sér að þeir sem hingað koma vegna leiðtogafundarins, geta ekki ferðast á slíkum afsláttarfargjöldum,“ sagði Margrét Hauksdóttir, hjá kynningardeild Flugleiða í samtali við Morgun- blaðið. Þar sem ekki var vitað fyrr en í þessari viku að leiðtogafundur Reagans og Gorbachevs yrði hald- inn hér, gátu blaðamenn og aðrir, sem hingað koma í tengslum við hann, ekki tryggt sér flugfar með afslætti. Slík fargjöld eru háð ýms- um takmörkunum, og verður ferðalangurinn í sumum tilvikum að ákveða brottfarar- og komudag og lengd dvalar langt fram í tímann. Farpantanir streyma nú til Flug- leiða og verður ferðastraumurinn til landsins mestur í næstu viku. „Flestir sem koma til landsins á þessum tíma eru í tengslum við leið- togafundinn og mér fínnst líklegt að þeir greiði allir fullt fargjald," sagði Margrét. „Þegar svona að- staða kemur skyndilega upp, er raunverulega ekki um önnur en venjuleg fargjöld að ræða fyrir ferðamennina. Annars er þetta svo sérstakt tilfelli að við höfum aldrei komist í kynni við slíkt áður,“ sagði hún. Félagsmálaráð: Áframhald á hópstarfi gegn vímuefnum HÓPSTARFI með unglingum gegn vímuefnum, sem hófst í febrúar sl. en legið hefur niðri í sumar, verður haldiðáfram eft- ir áramót. „Það er tóm endaleysa að leggja eigi hópstarfíð niður,“ sagði Ami Sigfússon formaður Félagsmála- ráðs Reykjavíkurborgar vegna fréttar í Þjóðviljanum þar að Tút- andi. Ámi sagði að komið hefði til tals að mynda nýjan hóp unglinga nú í haust en til þess þyrfti aukafj- árveitingu frá borginni. Hann hefði því lagt til að málið yrði sérstaklega tekið fyrir við gerð fjárhagsáætlun- ar eftir áramót og gert ráð fyrir að nýir hópar verði myndaðir. „Menn eru hlynntir þessu starfí,“ sagði Ámi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.