Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 17

Morgunblaðið - 04.10.1986, Side 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 Norræna húsið: Grafík sýning í Norræna húsinu ANNA-Eva Bergman opnar sýn- ingu á grafik í anddyri Norræna hússins sunnudaginn 5. október kl. 14:00. Sýndar verða tréristur frá árunum 1957 til 1976. Anna-Eva Bergman er fædd árið 1909 í Stokkhólmi. Móðir hennar var norsk en faðir sænskur. Hún stundaði myndlistamám í Osló á árunum 1926 til 1928 en hélt til Parísar til framhaldsnáms árið 1929. Þar kynntist hún manni sínum, þýska listamanninum Hans Hartung og hafa þau hjónin búið í Frakklandi sfðan 1952. Anna-Eva Bergman hefur haldið sýningar víða um heim og hún hef- ur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum samsýningum. Yfírlitssýningar á verkum hennar hafa verið haldnar aði ásamt manni sínum í Picasso safninu í Antibes og sl. vor sýndi hún málverk, smámyndir og trérist- ur í Gallerí Langegaaden í Fjösan- ger í Noregi. Verk henar eru í eigu fjölda safna víða um heim og á Listasafn íslands verk eftir hana. Sýningin í Norræna húsinu verð- ur opin daglega kl. 9 til 19, nema sunnudaga kl. 12 til 19 og stendur til 2_8,.október. (Úr fréttatilkynningu) Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík S Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- ^ tals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá ^ kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- ( spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum | boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. I Laugardaginn 4. október verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson, formaður bygging- jg arnefndar Reykjavíkur, stjórn Verkamannabústaða og Anna K. Jónsdóttir, to formaður stjórnar Dagvistunar barna og fulltrúi í heilbrigðisráði. S r J í Osló, Helsinki og París. Hún hefur einnig haldið sýningar á myndvefn- Skátafélagið Skjöldur; LYKILUNN AD... Vetrarstarf- ið að hefjast SKÁTAFÉLAGIÐ Skjöldur í Vogahverfi tekur inn nýja félaga dagana 4. til 11. október n.k. og fer innritun fram í Skátaheimil- inu við Sólheima. í skátastarfínu er lögð áhersla á útilíf og þjálfun sem því er tengd. Fyrir yngri félaga verður flokka- keppni í ýmskum skátaíþróttum sem einkum tengjast útilífi og ferðamennsku. Auk víðavangsleikja og útilega er skátastarf virkt fé- lagsstarf með skipulögðum fundum. Þá er á dagskrá félagsins viðamikið námskeiðahald fyrir hina ýmsu for- ingja félagsins og aðra. Hæst ber á starfsáætlun útilega um páska, sumarútilega og skátamót sem áformað er í ágústmánuði en ætlun- in er að bjóða öðrum skátafélögum að taka þátt í mótinu. (Úr fréttatilkynningu) Fermingar á morgun Fermingarböm í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 5. okt. Fella- og Hólakirkja: Ferming og altarisganga sunnu- daginn 5. okt. kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Gísli Guðmundsson, Austurbergi 32. Hermann Ragnarsson, Kaldaseli 2. Magnús Ragnar Magnússon, Kötlufelli 5. Sigurður Hlíðar Dagbjartsson, Erluhólum 3. Grensáskirkja: Ferming og altarisganga sunnu- daginn 5. okt kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Helga Björg Ragnarsdóttir, Fiskaicvísl 18. Steinunn H. Blöndal, Hvassaleiti 15. Háteigskirkja: Ferming Seljasóknar í Háteigs- kirkju sunnud. 5. okt. kl. 10.30. Prestur sr. Valgeir Ástráðsson. Anna María Einarsdóttir, Þrándarseli 3. Jón Ingi Sigvaldason, Kögurseli 24. Steinunn Ketilsdóttir, Þjóttuseli 6. a -v liR m 1 9. október næstkomandi. Sjónvarpsdagskráin er ýmist læst eða opin. Læsta dagskráin verður send út í yfir 60 tíma á viku og er eingöngu ætluð áskrifendum. Áskriftar- gjaldið er 950 kr á mánuði. Opna dagskráin spannar um 20 tíma á viku til viðbótar. Staðgreiddur kostar lykillinn (afbrenglarinn) 11.200 kr. Boðið er upp á mjög sveigjanleg greiðslukjör. T.d. er hægt að fá lykilinn með 2500 kr útborgun og afganginn á 10 mánuðum. Einnig er mögulegt að semja um mun lægri útborgun og mun lengri greiðslufrest. Áskriftarsíminn er (91) 62 12 15. ...IÆST HJÁ OKKUIl! Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - SÆTÚN 8 SÍMI 27500

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.