Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 04.10.1986, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 Norræna húsið: Grafík sýning í Norræna húsinu ANNA-Eva Bergman opnar sýn- ingu á grafik í anddyri Norræna hússins sunnudaginn 5. október kl. 14:00. Sýndar verða tréristur frá árunum 1957 til 1976. Anna-Eva Bergman er fædd árið 1909 í Stokkhólmi. Móðir hennar var norsk en faðir sænskur. Hún stundaði myndlistamám í Osló á árunum 1926 til 1928 en hélt til Parísar til framhaldsnáms árið 1929. Þar kynntist hún manni sínum, þýska listamanninum Hans Hartung og hafa þau hjónin búið í Frakklandi sfðan 1952. Anna-Eva Bergman hefur haldið sýningar víða um heim og hún hef- ur tekið þátt í mörgum alþjóðlegum samsýningum. Yfírlitssýningar á verkum hennar hafa verið haldnar aði ásamt manni sínum í Picasso safninu í Antibes og sl. vor sýndi hún málverk, smámyndir og trérist- ur í Gallerí Langegaaden í Fjösan- ger í Noregi. Verk henar eru í eigu fjölda safna víða um heim og á Listasafn íslands verk eftir hana. Sýningin í Norræna húsinu verð- ur opin daglega kl. 9 til 19, nema sunnudaga kl. 12 til 19 og stendur til 2_8,.október. (Úr fréttatilkynningu) Viötalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík S Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- ^ tals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá ^ kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- ( spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum | boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. I Laugardaginn 4. október verða til viðtals Hilmar Guðlaugsson, formaður bygging- jg arnefndar Reykjavíkur, stjórn Verkamannabústaða og Anna K. Jónsdóttir, to formaður stjórnar Dagvistunar barna og fulltrúi í heilbrigðisráði. S r J í Osló, Helsinki og París. Hún hefur einnig haldið sýningar á myndvefn- Skátafélagið Skjöldur; LYKILUNN AD... Vetrarstarf- ið að hefjast SKÁTAFÉLAGIÐ Skjöldur í Vogahverfi tekur inn nýja félaga dagana 4. til 11. október n.k. og fer innritun fram í Skátaheimil- inu við Sólheima. í skátastarfínu er lögð áhersla á útilíf og þjálfun sem því er tengd. Fyrir yngri félaga verður flokka- keppni í ýmskum skátaíþróttum sem einkum tengjast útilífi og ferðamennsku. Auk víðavangsleikja og útilega er skátastarf virkt fé- lagsstarf með skipulögðum fundum. Þá er á dagskrá félagsins viðamikið námskeiðahald fyrir hina ýmsu for- ingja félagsins og aðra. Hæst ber á starfsáætlun útilega um páska, sumarútilega og skátamót sem áformað er í ágústmánuði en ætlun- in er að bjóða öðrum skátafélögum að taka þátt í mótinu. (Úr fréttatilkynningu) Fermingar á morgun Fermingarböm í Reykjavíkur- prófastsdæmi sunnudaginn 5. okt. Fella- og Hólakirkja: Ferming og altarisganga sunnu- daginn 5. okt. kl. 14. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Gísli Guðmundsson, Austurbergi 32. Hermann Ragnarsson, Kaldaseli 2. Magnús Ragnar Magnússon, Kötlufelli 5. Sigurður Hlíðar Dagbjartsson, Erluhólum 3. Grensáskirkja: Ferming og altarisganga sunnu- daginn 5. okt kl. 14. Prestur sr. Halldór S. Gröndal. Helga Björg Ragnarsdóttir, Fiskaicvísl 18. Steinunn H. Blöndal, Hvassaleiti 15. Háteigskirkja: Ferming Seljasóknar í Háteigs- kirkju sunnud. 5. okt. kl. 10.30. Prestur sr. Valgeir Ástráðsson. Anna María Einarsdóttir, Þrándarseli 3. Jón Ingi Sigvaldason, Kögurseli 24. Steinunn Ketilsdóttir, Þjóttuseli 6. a -v liR m 1 9. október næstkomandi. Sjónvarpsdagskráin er ýmist læst eða opin. Læsta dagskráin verður send út í yfir 60 tíma á viku og er eingöngu ætluð áskrifendum. Áskriftar- gjaldið er 950 kr á mánuði. Opna dagskráin spannar um 20 tíma á viku til viðbótar. Staðgreiddur kostar lykillinn (afbrenglarinn) 11.200 kr. Boðið er upp á mjög sveigjanleg greiðslukjör. T.d. er hægt að fá lykilinn með 2500 kr útborgun og afganginn á 10 mánuðum. Einnig er mögulegt að semja um mun lægri útborgun og mun lengri greiðslufrest. Áskriftarsíminn er (91) 62 12 15. ...IÆST HJÁ OKKUIl! Heimilistæki hf HAFNARSTRÆTI 3 - SÆTÚN 8 SÍMI 27500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.