Morgunblaðið - 04.10.1986, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
Til varnar Yilmundi Gylfasyni
eftir ÓlafRagnar
Grímsson
Á þriðjudaginn var þjóðinni til-
kynnt að Bandalag jafnaðarmanna
hefði verið lagt niður um nóttina.
Sama dag birti DV viðtal við for-
mann Alþýðuflokksins, Jón Baldvin
Hannibalsson. Þar tilkynnir hann
að Guðmundur Einarsson, sem kos-
inn var þingmaður Bandalags
jafnaðarmanna í síðustu alþingis-
kosningum, muni ávarpa flokksþing
Alþýðuflokksins. Síðan bætir Jón
Baldvin við: „Þar með hafa tekist
sögulegar sættir og þar með bætt
fyrir þau mistök þegar Vilmundur
Gylfason gekk úr flokknum." Þessi
yfírlýsing var síðan sett í fyrirsögn
á viðtalinu: „Bætt fyrir þau mistök
þegar Vilmundur fór úr Alþýðu-
flokknum."
í nokkra daga beið ég eftir því
að Guðmundur Einarsson og Stefán
Benediktsson, sem meira en aðrir
menn hafa notið góðs af lýðhylli
Vilmundar, myndu gera athuga-
semd við þessi ummæli Jóns
Baldvins. En þessir tvímenningar
virðast við inngönguna í Alþýðu-
flokkinn svo heillum horfnir, að
þeir skeyta engu um heiður hins
látna foringja. Þeir gera ekki at-
hugasemd við að Jón Baldvin skuli
veitast svona ósmekklega að minn-
ingu Vilmundar.
í Morgunblaðinu fímmtudaginn
2. október birtist hins vegar lof-
grein sem Jón Baldvin skrifar um
sjálfan sig undir heitinu „Sögulegt
Það er tilvalið að koma í JL Byggingavörur við Hringbraut eða Stórhöfða.
Þiggja góð ráð frá sérfræðingum um allt mögulegt sem lýtur að
húsbyggingum, breytingum og viðhaldi húseigna.
Við höfum ætíð heitt kaffi á könnunni.
Laugardaginn 4. október verður kynningu háttað sem hér segir:
JL Byggingavörur v/Hringbraut. JL Byggingavörur, Stórhöfða.
Laugardaginn 4. októberkl. 10-16. Laugardaginn 4. októberkl. 10-16.
PCI FÚGUEFNI, FLÍSALÍM OG PLASTEINANGRUN FRÁ
VIÐGERÐAREFNI. SKAGAPLAST
PILKINGTON VEGGFLÍSAR Vönduð vara.
Sérfræðingar á staðnum. - KYNNINGARAFSLÁTTUR - - KYNNINGARAFSLÁTTUR -
Komið, skoðið, fræðist
JL
BYGGINGAVÖRUR
2 góðar byggingavöruverslanir.
Austast og vestast í borginni
Stórhöfða, sími 671100 • v/Hringbraut, sími 28600
flokksþing". Þar heldur hann áfram
aðförinni að sögu Vilmundar Gylfa-
sonar. Það er því ljóst að ummælin
í DV voru ekki tilviljun. Hér er á
ferðinni markviss og ósvífín tilraun
til að festa í sessi sögufölsun í þágu
stundarhagsmuna Jóns Baldvins og
pólitískrar leiksýningar í Hvera-
gerði. í greininni í Morgunblaðinu
ítrekar Jón Baldvin að nú sé verið
„að bæta fyrir“ mistök Vilmundar
Gylfasonar og herðir reyndar föls-
unartökin með því að gefa hér
einkunnina hin „alvarlegu mistök".
Það er því óhjákvæmilegt að við
sem þekktum þessa sögu vel vegna
tíðra viðræðna við Vilmund og aðra
forystumenn Alþýðuflokksins mót-
mælum þessari kokhreisti í Jóni
Baldvin, þótt vissulega hefði verið
viðkunnanlegra að félagar Vil-
mundar úr þingflokki BJ hefðu
haft manndóm til að svara. Ef eng-
inn gerir athugasemd er hætta á
að sagan verði skráð á grundvelli
blekkinga Jóns Baldvins.
Það voru ekki mistök að Vil-
mundur Gylfason gekk úr Alþýðu-
flokknum. í nokkur ár reyndi hann
til þrautar að fá þingmenn og aðra
forystumenn Alþýðuflokksins til að
taka upp baráttu fyrir breyttu
stjómkerfí. Vilmundur setti fram
ítarlegar tillögur um þessi efni:
Þjóðkjör forsætisráðherra, breytt
hlutverk Alþingis, nýskipan á stjóm
banka og opinberra stofnana, vald-
dreifíngu til héraðsstjóma, beinna
lýðræði og breyttar siðferðisreglur
á ýmsum sviðum.
Kjaminn í stefnu Vilmundar var
að breytingar á stjómkerfínu væm
forsenda þess að Islendingar næðu
árangri i stjóm efnahagsmála og
annarra mikilvægra þjóðmála. Þessi
viðhorf vom burðarásamir í stjóm-
málahugsjón Vilmundar.
Þegar Alþýðuflokkurinn hafnaði
þessari hugsjón þá var rökrétt að
Vilmundur segði skilið við Alþýðu-
flokkinn. Vilmundur var fyrst og
fremst hugsjónamaður og var reiðu-
búinn að fóma frama til að beijast
fyrir framgangi stefnu sinnar. í
hans huga var hugsjónin æðri
flokksþjónkuninni. Þess vegna
sagði hann skilið við Alþýðuflokk-
inn. Brottgangan var ekki mistök
heldur rökrétt staðfesting á því að
Vilmundur var trúr eigin boðskap.
En það er kannski ekki von að Jón
Baldvin skilji það. Um Stefán og
Guðmund gegnir öðm máli.
í nokkur ár vom skrifstofur okk-
ar Vilmundar í sama húsi. Vegna
gamallar vináttu og sameiginlegs
áhuga á eðli og uppbyggingu stjóm-
kerfa ræddum við oft um framvindu
þessara deilna í Alþýðuflokknum.
Aðrir forystumenn Alþýðuflokksins
vom einnig í þessu húsi og ég
kynntist þeirra viðhorfum. Það var
djúpstæður ágreiningur milli þeirra
og Vilmundar um afstöðuna til
stjómkerfísbreytinganna og mikil-
vægustu áhersluatriða í stjóm-
málabaráttunni. Brottför Vil-
mundar úr Alþýðuflokknum var því
víðs íjarri því að vera „alvarleg
mistök" sem þurfí „að bæta fyrir"
svo að notuð séu orð Jóns Bald-
vins. Hún var sönnun þess að
Vilmundur var stórbrotinn stjóm-
málamaður sem setti stefnuna ofar
eigin hagsmunum.
Þótt ég hafí verið ósammála
mörgu í tillögum Vilmundar og
hvað efnisþætti varðar gæti tekið
undir rök þeirra sem hafna þjóð-
kjöri forsætisráðherra, þá get ég
ekki setið þegjandi þegar Jón Bald-
vin fer að falsa söguna í þágu
skrautsýningar á Hótel Örk.
Sumir líta á stjómmálin sem
skák. í þeirra huga em allir leikir
leyfílegir ef þeir leiða til vinnings.
Jón Baldvin skipar sér í þá sveit
og velur „Miðtaflið" sem kaflaheiti
i lýsingunni á formannsferli sínum
sem birt var f Morgunblaðinu sl.
fímmtudag.
Aðrir skoða stjómmálin sem vett-
vang fyrir hugsjónabaráttu. Vil-
mundur Gylfason var slíkur
hugsjónamaður. Menn geta verið
ósammála stefnu hans en það er
ódrengilegt að vera svo upptekinn
við hraðskákinni um eigið vald að
gripið sé til blekkinga um feril lát-
ins foringja.
Höfundur er formaður Fram-
kvæmdastjómar AJþýðubanda■
lagsins.
Bandalagjafnaðarmanna:
Stefna á fram-
boð um land allt
Hluti Landsnefndar Bandalags
jafnaðarmanna hefur komið
saman og var ákveðið að mynda
starfshóp fimmtán manna. Fund-
urinn samþykkti yfirlýsingu þar
sem kemur fram að flokkurinn
muni bjóða fram tíl alþingis og
sagði Þorgils Axelsson að það
ætti við um »11 kjördæmin.
í yfírlýsingunni segir: í tilefni
þess að þrír þingmenn BJ telji sig
eiga betri möguleika á vegum Al-
þýðuflokksins og þeir láta líta svo
út að Bandalag jafíiaðarmanna hafí
verið lagt niður, þá lýsist yfír eftir-
farandi: 1. Bandalag jafnaðar-
manna hefur ekki verið iagt niður.
2. Haldinn verður Landsfundur BJ
eins og lög BJ gera ráð fyrir. 3.
Starfandi er fólk sem vinnur að
stefnumálum BJ. 4. Bandalag Jafn-
aðarmanna býður fram til alþingis.
5. Bandalag jafnaðarmanna mun
sækja styrk sinn til almennings.
Þorsteinn Hákonarsson, vara-
formaður Landsnefndar og Öm S.
Jónsson, formaður framkvæmda-
nefndar, voru meðal þeirra sem
sátu fundinn, en Vilhjálmur Þor-
steinsson varaformaður komst ekki.
Jónína Leósdóttir, varamaður Stef-
áns Benediktssonar sem genginn
er i þingflokk Alþýðuflokks, hefur
lýst því yfír að hún muni ekki taka
sæti á Alþingi fyrir Alþýðuflokkinn
ef til þess kæmi.
Haft var samband við Guðmund
Einarsson fyrrum formann Banda-
lags jafnaðarmanna, sem nú er
genginn í þingflokk Alþýðuflokks,
en hann vildi ekki tjá sig um stöðu
mála að svo stöddu.
MARIA E. INGVADOTTIR
KOSNINGASKRIFSTOFA í NÝJABÍÓHÚSINU, LÆKJARGÖTU.
SÍMAR:12540,14494,14558. OPIÐ FRÁ14.00-22.00.