Morgunblaðið - 04.10.1986, Síða 22
Verða gestir
allrar þjóðar-
innar en ekki
bara ríkis-
sljórnarinnar
MATTHÍAS Á. MATHIESEN ut-
anríkisráðherra hélt í gærmorg-
un fund með utanríkismálanefnd
Alþingis, þar sem hann greindi
nefndinni frá skipulagningu og
undirbúningi vegna leiðtoga-
fundarins i næstu viku.
Eyjólfur Konráð Jónsson formað-
ur utanríkismálanefndar sagði í
samtaii við blaðamann Morgun-
blaðsins í gær að þetta hefði verið
jákvæður og gagnlegur fundur og
allir hefðu verið sammála um það
sem gera þyrfti. Honum hefði verið
falið að sem formanni nefndarinnar
að vera í sambandi við utanríkis-
ráðuneytið og kalla nefndina saman
á nýjan leik, ef nauðsyn krefði.
„Við göngum út frá því að það
er ekki ríkisstjómin sem er gest-
gjafinn," sagði Eyjólfur Konráð,
„heldur er það þjóðin öll. Þess vegna
eiga allir þingflokkar, fulltrúar allr-
ar þjóðarinnar aðild að því að vera
gestgjafar hér.“
Gífurlegnr kostnaður
hjá erlendum sjón-
varpsstöðvum:
Níu sjónvarps-
stöðvar koma
með sínar eig-
injarðstöðvar
LJÓST er að kostnaður erlendra
sjónvarpsstöðva við fund leið-
toga risaveldanna verður gífur-
lega mikiil. Nú hafa 9 erlendar
sjónvarpsstöðvar sótt um leyfi
hjá Pósti og sima um að fá að
flytja sínar eigin jarðstöðvar tU
landsins, svo þær geti verið með
beinar útsendingar frá fundi
leiðtoganna. Ólafur Tómasson,
póst- og simamálastjóri sagði i
gær að stövarnar fengju tilskilin
leyfi, svo fremi sem þær ábyrgð-
ust greiðslur fyrir afnot af
gerfihnöttum, sem stofnunin
myndi svo greiða þeim sem reka
gerfihnettina.
Jarðstöðvamar eru mismunandi
að stærð og umfangi, en flestar
verða fluttar hingað til lands með
venjulegum flugvélum. Jarðstöðin
sem Cable News Intemational flyt-
ur hingað er geyslilega mikil að
umfangi, samvkæmt upplýsingum
Jim Clancy fréttamanns stöðvarinn-
ar. Hún verður flutt hingað með
sérstakri flugvél, C - 130, og verð-
ur kostnaður stöðvarinnar við
jarðstöðina, og flutninga til og frá
landinu, samkvæmt hans upplýs-
ingum 600 þúsund dollarar, eða um
24 milljónir fslenskra króna.
Flestar jarðstöðvamar munu
koma frá Bandaríkjumum, eða a.
m.k. 7 þessara níu. Sjónvarpsstöðin
WTN mun flytja tvær stöðvar hing-
að, IT eina, ABC eina, CBS eina,
NBS eina og CN eina.
Þá hefur sjónvarpsstöðin CBS
tekið Hótel Örk í Hveragerði á leigu
eins og það leggur sig, frá morgun-
deginum og fram yfír fundinn. Þar
verða höfuðbækistövar sjónvarps-
stöðvarinnar.
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986
Morgiublaðið/Bjarni.
Innlendir og erlendir fréttamenn þegar fundinum i Borgartúni var að ljúka, en þá var vænst sameiginlegrar yfirlýsingar um hver fundar-
staður leiðtoganna verður. Hún kom ekki, og kemur jafnvel ekki fyrr en á mánudag.
Eyjólfur Konráð Jóns-
son, formaður ut-
anríkismálanefndar:
Morgunblaðið/Ingvar Guðmundsson.
Bifreið sú, sem verður til afnota fyrir Mikhail Gorbachev, var flutt flugleiðis til landsins i gær. Henni var ekið beint frá Keflavíkurflugvelli
að húsum sovéska sendiráðsins við Garðastræti. Hér sést, þegar verið að koma bifreiðinni inn i bilskúr.
Maraþonfundir um
fimdarstað leiðtoganna
FULLTRÚAR leiðtoga stórveld-
anna og ríkisstjórnar íslands
funduðu i gær i Borgartúni 6 um
það hvar aðalfundarstaður leið-
toganna skuli verða.
Fundurinn hófst f Borgartúni kl.
16 og stóð til kl. að verða 18. Um
15 fulltrúar hvorrar stórþjóðar voru
mættir til fundarins ásamt íslensk-
um embættismönnum. Sendiherrar
beggja landanna hér á landi voru
jafnframt á fundinum.
Birgir Þorgilsson ferðamaálstjóri
gekk í gær frá samningi við norskt
skipafyrirtæki um að hingað komi
norska ferjan Bolette, sem verði
hótelskip hér í Reykjavíkurhöfn
fram yfír leiðtogafundinn. Feijan
getur hýst 400 manns í tveggja
manna klefum. Birgir kvaðst telja
að með þessari tilhögun, ásamt því
gistiiými sem boðið hefði verið fram
af einkaaðiium og því sem boðið
hefði verið fram af Menntaskólan-
um á Laugarvatni og Húsmæðra-
skólanum þar væri búið að leysa
vandann.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra sagði í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins að
Birgir hefði gengið frá þessum
samningi fyrir milligöngu Eimskips
hf. eftir að ríkisstjómin hafði fyrir
sitt leyti veitt heimild til þess að
norska fyrirtækinu yrði lofað að
skipið yrði fullbókað, þann tíma sem
það verður hér, en það var skilyrði
af hálfu Norðmannanna. Steingrím-
ur sagði að það kostaði á milli 10
og 11 milljónir króna að fá skipið
hingað þennan tíma. „Það á ekki
að fylgja því nein áhætta að stilla
verðinu þannig, að þær tekjur fáist
inn,“ sagði forsætisráðherra.
Forsætisráðherra var spurður
hvaða augum ríkisstjómin liti þann
möguleika að bandaríski blaðamað-
urinn Daniloff komi hingað til lands
til þess að annast fréttaskrif um
Morgunblaðið/Bjami
Sendiherra Bandaríkjanna Nicholas Ruwe kemur til fundarins í
Borgartúni siðdegis í gær.
leiðtogafundinn: „Ríkisstjómin hef-
ur vitanlega engin minnstu afskipti
af því, en persónulega finnst mér
það alls ekki klókt af hálfu Banda-
ríkjamanna að koma með hann, ef
þeir gera það,“ sagði Steingrímur.
03