Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 24
~24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 ■leiðtogafundurinn í REYKJAVÍkH Staðfestingar um húsnæði krafist af ferðamönnum: Reglur stjómvalda valda vonbrigðum „Hélt að ísland væri vestrænt ríki,“ segir formaður samtaka til stuðn- ings gyðingum í Sovétríkjunum ÝMIS samtök til stuðnings sovéskum gyðingum ætla að koma hingað til lands meðan á fundi Ronalds Re- agan og Mikhails Gorbac- hev stendur í Reykjavík 11, og 12. október til að gefa út „sýnilega, opinbera yfir- lýsingu" eins og einn full- trúi slíkra samtaka orðar það. Nú gæti aftur á móti komi babb í bátinn hjá þess- um samtökum, þvi að dómsmálaráðuneytið hefur gefið út reglur, sem kveða á um að erlendum ferða- mönnum verði ekki leyft að koma inn í landið dagana 3. til 13. október, nema þeir hafi í höndum staðfestingu, sem flugvallarstarfsmenn meta gilda, um að þeir hafi tryggt sér húsnæði hér á landi. Reyndar eru frétta- menn, sem hingað koma til að fylgjast með fundinum, undanþegnir reglugerð- inni. „Mér þykir miður að þessi ákvörðun skuli hafa verið tek- in,“ sagði Jerry Goodman, formaður samtakanna „The National Conference on Soviet Jewiy", sem höfuðstöðvar hafa í New York, í samtali við Morg- unblaðið. Spurning um val fundarstaðar „Hér er augljóslega verið að takmarka rétt manna og frelsi. Fyrst íslendingar þurfa að grípa til slíkra aðgerða til að tiyggja öryggi hlýtur sú spum- ing að vakna hvort réttur staður hafí orðið fyrir valinu þegar ákveðið var að halda Reykjavíkurfundinn," sagði Goodman og bætti við að greinilega hefði verið gripið til þessara aðgerða til þess að komast hjá „óþægindum". „Þetta mun ekki einangra ísland, heldur afmarka íbúa landsins frekar á landakortinu. ísland tilheyrir hinum frjálsa heimi og aðgerðir sem þessar myndu ekki falla að fólki í Bandaríkjunum. Ég vil benda á að þegar leið- togafundurinn var haldinn í Genf kom ekki til væringa milli lögreglu og gyðinga. Enda vor- um við ekki þangað komin til að fara ófriðlega heldur koma okkar sjónarmiðum á framfæri á friðsamlegan hátt.“ Ýkjukennd viðbrögð Goodman telur reglumar bera ýkjukenndum viðbrögðum vitni: „íslendingar hafa aflað sér velvildar erlendis með því að samþykkja að halda leið- togafundinn á íslandi. Aftur á móti má búast við að þessi velvild hverfí eins og dögg fyr- ir sólu vegna reglnanna, sem bera merki asa og fljótræðis. Einnig er verið að gefast upp fyrir hryðjuverkamönnum með því að loka þjóðfélaginu, stað þess að halda í lýðræðislegar dyggðir." Goodman heldur áfram: „Hér gafst íslendingum kostur á að sýna allar sínar bestu hlið- ar. Og vissulega er til fólk, sem vill vera viðstatt sögulegan við- bur, kemur til íslands og rennir blint í sjóinn með húsnæði. Leiðtogar stórveldanna hittast ekki daglega. Þetta fólk hlýtur að verða fyrir vonbrigðum vegna þessara ströngu hafta. Eg vona aðeins að íslenskum yfírvöldum veitist tími til að draga úr þessum höftum án þess að raski lögum og reglu,“ sagði Goodman. Yuri Stem, talsmaður „Menntunar- og upplýsinga- stofnunar sovéskra gyðinga", sem aðsetur hefur í Jerúsalem, lýsti yfír því á þriðjudag að ákveðið hefði verið að halda leiðtogafundinn á íslandi til þess að koma í veg fyrir að efnt yrði til mótmæla. Gyðing- ar myndu þó ekki láta það á sig fá heldur koma til íslands og tryggja að hlustað yrði á þá. Ætlaaðkomaog farasamadag Goodman sagði að reglu- gerðin myndi vissulega setja strik í reikninginn hjá samtök- um stuðningsmanna gyðinga í Sovétríkjunum. Aðgerðir sam- takanna yrðu smærri í sniðum en ella. Þó hefði fjöldi gyðinga ákveðið að koma og fara sam- dægurs og bjóst Goodman við að íslensk yfirvöld myndu hleypa þessu fólki inn í landið. Hann vildi leggja áherslu á að hér væri ekki um mótmæli að ræða heldur „sýnilega yfir- MICHAL Shirman er haldinn hvítblæði og þarf á beinmergs- aðgerð að halda. Hans eina von er systir hans f Sovétrflgunum. Hún hefur aftur á móti ekki fengið vegabréfsáritun hjá sov- éskum yfirvöldum til að fara til ísraels og gefa bróður sínum beinmerg. Shirman kvaðst f viðtali við Morgunblaðið vita af þeim að- gerðum, sem „Menntunar- og upplýsingastofnun sovéskra gyð- inga“ í Jerúsalem, ráðgera á íslandi í tilefíii að Reykjavíkur- fundinum. „Ég vona að heilsa mín ieyfí mér að koma til íslands og taka þátt f að afhenda leiðtogunum viljayfírlýsinguna og taka þátt f baxáttunni," sagði Shirman. lýsingu á almennum vett- vangi“. Myma Scheinbaum, fram- kvæmdastjóri „The National Conference on Soviet Jewry", sagði í samtali við Morgun- blaðið að ætlunin væri að ýmsir málsmetandi gyðingar legðu fram nokkurs konar viljayfir- lýsingu á leiðtogafundinum. Þar verði Reagan hvattur til að standa við skuldbindingar sínar og ræða ekki aðeins mannréttindamál við Gorbac- hev heldur einnig minnast sérstaklega á málefni gyðinga í Sovétríkjunum. Þá verður í yfírlýsingunni áminning til Gorbachevs um brjóta ekki rétt sovéskra gyðinga, að sögn Scheinbaum. Hún sagði að ákveðið hefði verið að leigja Boeing far- þegavél til að flytja þátttakend- ur í „friðsamlegum aðgerðum" til íslands og mætti gera ráð fyrir að nokkur hundruð manns kæmu til landsins frá .Banda- ríkjunum. Einnig kæmi flöldi fólks frá Vestur-Evrópu og ísrael. Athygli fjölmiðla eins og leysigeisli Scheinbaum kvaðst búast við að gyðingamir kæmu 10. október „Þá verður safnast saman og gildir einu þótt leið- togamir verði ekki komnir." Goodman tók í sama streng: „Það skiptir ekki máli hvenær aðgerðir okkar fara fram. At- hygli mikilvægustu ^ölmiðla heims beinist nú að íslandi. Það má líkja þessu við leysi- geysla. Búast má við því að fréttaleynd ríki yfir viðræðum leiðtoganna og munu frétta- mennimir því verða að gera sér allt að fréttum. í Genf vom fréttamenn bandarísku sjón- varpsstöðvanna famir að taka viðtal hver við annan. Allar uppákomur á Reykjavíkur- fundinum verða því í sviðsljós- inu.“ „Pyrir átta mánuðum sótti syst- ir mfn, Inessa, um vegabréfsárit- un til að mega koma hingað til ísraels til þess að læknar gætu framkvæmt aðgerðina, sem ég lífsnauðsynlega þarf á að halda. Henni var synjað. 20. júlí sótti hún um leyfí til að mega flytjast brott frá Sovétríkjunum. Henni var veitt leyfíð, en þeir hafa ekki ennþá látið hana hafa vegabréfsá- ritun." Shirman sagði að læknar hans segðu að lífslfkur hans myndu aukast verulega gæti hann geng- ist undir aðgerðina nú. En fengi systir hans ekki að fara frá Sov- étríkjunum innan tíðar ætti hann skammt eftir ólifað, f mesta lagi tvö ár. Mannslíf veltur á sovéskri vega- bréfsáritun Pressena Bild/Símamynd Sovéska feijan „Georg Ots“, sem nú er á leið til íslands vegna leið- togafundarins. Fylgdarlið Gorbachevs ætlar að nota hana sem aðsetur að einhverju leyti. Myndin var tekin í höfninni í Helsinki, en feijan var í förum milli hennar og Tallinn í Eistlandi. Reykjavík - tákn- rænt nafn í finnskum fréttum Helsinki, frá Lars Lundsten, fréttaritara Morgunbiadsins. í FINNSKUM fjölmiðlum hefur nafnið „Reykjavík" undanfama daga fengið samskonar tákn- ræna þýðingu og „Genf“ eða „Helsinki-sáttmálinn**. En það er augljóslega einungis tákn. Þrátt fyrir að mörg blöð noti orðið „Reykjavík“ í fyrirsögnum, hef- ur varla neinn fjallað alvarlega um þátt íslendinga i þessum við- ræðum. Fréttir frá íslandi segja frá siyókomu og að landið vanti herlið sem geti séð um öryggi leiðtoganna tveggja. Sjónvarpið var um daginn með fréttaþátt um undirbúning fundar- ins, en samkvæmt þeim þætti er allt úr skorðum í Reykjavík vegna fundarins. Finnar sem eru stoltir af því að þeir fengu að sjá um Helsinki-fundinn 1975 eru spenntir að sjá hvort íslendingum tekst að skipuleggja svona athöfn. Höfuðborg íslands virðist vera fíarlægur og dálítið spennandi fundarstaður í augum Finna. Grafíklistamenn sjónvarpsins voru fljótir að teikna ímynd Reykjavíkur- fundarins: Bandarískur og sovéskur fáni sem hittast fyrir ofan hvíta klessu. Það má kannski búast við að Reykjavík og ísland fái það mikla athygli í fréttum að landið verði í hugum Finna aðeins meira en hvítur blettur, hvað þá hvít klessa. Finnar telja sig aðeins með í undirbúningsvinnu Reykjavíkur- fundarins. Á meðan fundurinn stendur verða fínnskir ferðamenn á leið suður yfír Finnska flóann að taka rútubíl og aka alla leið fyrir botn flóans og verða þá að skoða Leningrad um leið. Þetta stafar af því að sovéska farþegaskipið „Georg Ots“ sem siglir milli Hels- inki og Tallinn sunnan við Finnska flóann hefur verið tekið úr umferð í um tvær vikur. Sovétmenn hafa ekki tjáð hvers vegna, en orðrómur er á kreiki um að Rússar ætli að nota skipið sem bækistöð í Reykjavík. Þetta virðist vera rök- rétt með hliðsjón af því að hótel- herbergin í Reykjavík eru löngu uppseld. Gengi gjaldmiðla London, AP. VAXANDI atvinnuleysi í Bandaríkjunum ( september varð til þess að Bandaríkja- dollar lækkaði i Vestur-Evr- ópu í gær. Reyndist atvinnu- leysið hafa verið 7% eða 0,2% meira en mánuðinn á undan. Þetta er skoðað sem vísbend- ing um, að hagvöxtur verði minni þar f landi á næstunni en áður var talið. Þá hafði einnig verið gert ráð fyrir því, að vestur-þýzki seðla- bankinn myndi grípa til ráðstaf- ana til styrktar dollaranum, en svo varð ekki. Hafði þetta einnig áhrif til lækkunar á dollarinn. Síðdegis í gær kostaði sterl- ingspundið 1,44225 dollara (1,4360), en annars var gengi dollarans þannig, að fyrir hann fengust 1,9965 vestur-þýzk mörk (2,0065), 1,6155 svissneskir frankar (1,6352), 6,5365 franskir frankar (6,6035), 2,2555 hol- lenzk gyllini (2,2775), 1.380,875 ítalskar lírur (1.393,50), 1,38675 kanadískir dollarar (1,3873) og 153,78 jen (154,33).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.