Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, LÁUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 AP/Símamynd Alþjóðasöngur verkamanna var að venju sunginn að loknu þingi Verkamannaflokksins og hér er Kinnock annar frá hægri. Honum á hægri hönd er kona hans, Glenys. Breski Verkamannaflokkurinn: Vill bandarískar kjarnaflaugar burt London, frá Valdimar Rúnari VaJdimarssyni, fréttaritara Morgimblaðsms. LANDSÞING breska Verka- mannafloksins leggur nú línum- ar í hveijum málaflokknum af öðmm. Einna mesta athygli hef- ur vakið samþykkt þingsins um brottnám bandarískra kjama- flauga af breskri grund. Þingið lagði í gær með miklum meirihluta atkvæða blessun sína yfír þá stefnu verkamannaflokksins Beirút: Orðsending á mynd- bandi úr fanga- vistinni Beirút, AP. SAMTÖKIN „Heilagt stríð“ í Líbanon sendu í gær frá sér myndbandsspólu, þar sem tveir Bandaríkjamenn í haldi hjá þess- um samtökum, skomðu á Bandaríkjastjórn að fá þá lausa. Skírskotuðu mennimir til þess, að blaðamaðurínn Nick Daniloff hefði nýlega verið leystur úr haldi í Moskvu fyrir atbeina Bandaríkjastjórnar. Báðir mennimir, Terry A. Ander- son og David Jacobsen skýrðu svo frá, að samlandi þeirra, William Buckley, hefði verið myrtur, á með- an hann var í haldi hjá þessunm samtökum. Þetta var í fyrsta sinn, sem And- ersson kemur fram á myndbands- spóla með þessum hætti, síðan honum var rænt í vesturhluta Beir- út 16. marz 1985, en hann er aðal fréttaritari Associated Press frétta- stofunnar. að gera Bretland kjamorkuvopna- laust. Er ljóst að komist flokkurinn til valda mun hann meðal annars beita sér fyrir því að allar banda- rískar kjamaflaugar verði fjarlægð- ar af breskri grand innan árs. Stefna Verkamannaflokksins í afvopnunarmálum hefur vakið tölu- verða umræðu í Bretlandi að undanfömu, ekki síst vegna þeirrar gagnrýni sem þessi stefna hefur sætt af hálfu Bandaríkjamanna. Hafa talsmenn verkamannaflokks- ins bragðist ókvæða við því sem þeir kalla afskipti Bandarikjamanna af breskum innanríkismálum. Neil Kinnock sagði til dæmis á lands- þingi Verkamannaflokksins að yfírlýsingar Bandaríkjamanna um stefnu flokksins í afvopnunarmál- um gerðu ekki annað en grafa undan þeirri meginhugsjón sem lægi að baki vamarsamstarfí vest- rænna þjóða, þeirri ófrávíkjanlegu kröfu að sérhver þjóð fái með lýð- ræðislegum hætti að ákveða eigin framtíð. Stefna Verkamannaflokksins í utanríkismálum þykir róttæk en þó vilja sum öfl innan flokksins ganga enn lengra og láta sér til dæmis ekki nægja kjamorkuvopnalaust Marcoshjónin yfirheyrð: Hundsa óþægi- legar spurningar Honolulu.AP. FERDINAND og Imelda Marcos, fyrrverandi forsetahjón á Filipps- eyjum, hafa verið tekin til yfirheyrslu á Hawaii-eyjum, vegna málshöfðunar filippínskra stjórnvalda á hendur þeim. Ferdinand Marcos hefur 197 sinnum neitað að svara spurningum sem fyrír hann voru lagðar og Imelda 200 sinnum. Þau neita að svara spumingum tengdum morðinu á Benigno Aquino og um fjármuni, allt að 10 milljörð- um Bandaríkjadollara, sem þau era talin hafa komið undan, að því er embættismenn stjómvalda á Filippseyjum sögðu í gær. Yfír- heyrslumar fóra fram á þriðjudag og miðvikudag og sögðu hjónin í yfírlýsingu er þau gáfu út á mið- vikudag, að þau notuðu stjómar- skrárbundinn rétt sinn til að neita. að svara spumingum. Yfírvöld á Filippseyjum væra að reyna að fá fram upplýsingar í Bandaríkjunum til að nota við réttarhöld á Filipps- eyjum, en neituðu Marcoshjónunum um leyfí til að fara til Manila og skýra sitt mál. Bretland. Lögðu vinstrimenn fram tillögu á landsþingi þess efnis að Bretland segði sig úr NATO og öll- um bandarískum herstöðvum yrði lokað hið snarasta. Landsþingið felldi þessa tillögu en bersýnilegt var þó á allri umræðu að þingfull- trúar era flestir mjög tortryggnir í garð Bandaríkjastjómar og þeirrar utanríkisstefnu sem Reagan forseti stendur í forsvari fyrir. Kom það til dæmis glögglega fram í ræðu Neils Kinnock á dögunum er hann fordæmdi Bandaríkjamenn fyrir afskipti af innanríkismálum í Nic- aragua og stuðning við Contra- skæraliða. Fékk sú gagnrýni mikinn hljómgrann meðal þingfull- trúa eins og flest annað sem Kinnock hefur látið frá sér fara á undanfömum dögum. Er ljóst að formaðurinn hefur á þessu lands- þingi Verkamannaflokksins mjög treyst tök sín á flokksvélinni og ratt úr vegi ýmsum hindranum sem angrað hafa ráðandi öfl í flokknum upp á sfðkastið. Ber þar hæst þá flokksmenn sem lengst standa til vinstri, þeir hafa farið halloka að undanfömu og meðal annars misst nokkra fulltrúa úr mikilvægum trúnaðarstöðum innan flokksins. Ekki leiðum að líkjast Sam Knurr frá Denver (til vinstrí) og 6 ára gamli hundur hans voru hinir kátustu, eftir að þeir höfðu unnið keppni um, hveij- ir væru líkastir hver öðrum, húsbóndi og hundur. Keppni þessi fór fram í Denver i vikunni. Svíþjóð: Verkfall opinberra starfs- manna dregst á langinn Frá fréttaritara Morgnnblaðsins, Pétri Péturssyni. EKKERT útlit er fyrir að verkfall opinberra starfsmanna hér í Svíþjóð, sem hófst á þriðjudaginn var, Ijúki á næstunni. Hvem dag sem líður bætast nýir hópar inn í verkfallsaðgerð- imar og samningaumleitanir virðast engan árangur bera. í gær fóra um 17 þúsund laun- þegar í alþýðusambandinu í verkfall og næsta skrefíð í þessum átökum er yfirvinnubann sem verkalýðsfélögin hafa boðað og kemur það til með að setja strik í reikninginn hjá stóram opin- beram stofnunum svo sem pósti og sjúkrahúsum sem þegar hafa orðið fyrir truflunum. Hluti hjúkranarfólks er í verk- falli og er mikill baráttuhugur í hjúkranarkonum sem hafa farið fram á allt að 30 prósenta launa- hækkun. Þær virðast hafa samúð almennings og jafnvel þeirra sjúklinga sem verkfall þeirra bitn- ar á. Þær benda réttilega á að þær hafi dregist aftur úr öðram hópum launþega undanfarin ár og að þær hafí oft á tíðum mjög óþægilegan vinnutíma. Fóstrar og starfsfólk á dag- heimilum hafa einnig farið í verkfall á nokkrum stöðum svo sem í Lundi og Uppsölum. Margir hafa því ekki getað komist til vinnu sinnar vegna þessa. Deilan virðist nú standa um aðeins 50 skr. launahækkun á mánuði. Full- trúar atvinnurekenda, í þessu tilfelli ríkis- og sveitarfélaga, hafa bragðist mjög hart við öllum launakröfum og segja ekkert rými fyrir hærri laun hjá hinu opinbera ef hagkerfíð á að haldast í jafn- vægi. í samningunum hafa full- trúar launþega auk þess farið fram á tryggingu fyrir því að laun opinberra starfsmanna fylgi nokkum veginn launaþróun hjá þeim hópum sem starfa í iðnaði. Ferðir lesta og strætisvagna hafa traflast vegna verkfallanna og er þetta einkum áberandi í Stokkhólmi. Fólk tekur í auknum mæli einkabfla sína til þess að komast í vinnu úr úthverfum borgarinnar og hefur nokkurt umferðaröngþveiti skapast í mið- borginni, ekki bætir úr skák að stöðumælaverðir era í verkfalli og bflstjórar geta því lagt bflum sínum þar sem þeir fínna pláss, en þeir era oft fyrir annarri um- ferð. Starfsfólk í miðaafgreiðslu er í verkfalli og þess vegna er nú orðið hægt að ferðast ókeypis á sumum leiðum. Það er eini ljósi punkturinn í þessari vinnudeilu það sem af er en bætir vart hag launþega þegar fram í sækir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.