Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 04.10.1986, Qupperneq 32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 32 Borgarstjórn Reykjavíkur: Deilt um hafnar- aðstöðu fyrir smá- báta í Reykjavík Á borg’arstjórnarfundi á fimmtudagskvöldið lagði Bjarni P. Magnús- son (A) fram tillögu um, að borgarstjórn feli Hafnarstjórn að byggja upp hafnaraðstöðu fyrir smábáta í Reykjavikurhöfn, ef könnun á vegum hafnarstjóra leiddi í ljós að mikil þörf væri á slikri aðstöðu. Guðrún Kristjánsdóttir við eitt verka sinna. Kjarvalsstaðir: Sýning á verkum Guðrúnar Kristjáns- dóttur opnar í dag Bjami sagðist leggja þessa til- lögu fram til að borgarstjóm gæti tekið af öll tvímæli um vilja sinn f þessum efnum. Taldi hann þörfina ^ á aukinni aðstöðu fyrir smábáta vera mikla og leiðinlegt ef borgar- stjóm léti mál sem þessi velkjast lengi í nefndum og ráðum. Bjami hafði áður lagt fram til- lögu um gerð smábátakvía og smábátaaðstöðu í gömlu höfninni á fundi hafnarstjómar 25. september s.l. Á þeim fundi samþykkti hafnar- stjóm samhljóða bókun, þar sem Viðræður enn um rekst- ur Hótels Húsavíkur Húsavfk. Samvinnuferðir-Landýn hefur haft Hótel Húsavík á leigu sl. eitt og hálft ár, en sá samningur rann út 1. október. Undanfarið segir m.a., að hafnarstjóm hafi flár- magnað gerð aðstöðu fyrir smábáta og trillur, sem notaðar era í at- vinnuskyni, á tveimur stöðum í gömlu höfninni og borgarsjóður hefði íjármagnað aðstöðu fyrir skemmtibáta í Skeijafirði og Elliða- vogi. Taldi hafnarstjóm ekki tímabært að leggja ný svæði í gömlu höfninni undir smábáta en fól hafnarstjóra að gera úttekt á þörf hafnargerðar fyrir smábáta í Reykjavík. Guðmundur Hallvarðsson (S) sagði þessa tillögu lagða fram með óvenjulegum hætti og með sam- þykkt hennar væri verið að taka ábyrgð og forræði í þessum málum af hafnarstjóm. Sagði Guðmundur róttækar breytingar vera í vændum á svæðinu f kringum Reykjavíkur- höfn og óvíst með notkunargildi hennar f framtíðinni. Sá hann því ekki ástæðu til að flytja þessa starf- semi þangað, heldur væri nær að bæta hana á þeim stöðum, þar sem hún nú er. Tillaga Bjama var felld með níu atkvæðum gegn einu. SÝNING á verkum myndlistar- konunnar Guðrúnar Kristjáns- dóttur verðuyr opnuð á Kjarvalsstöðum f dag kl. 14. Þar sýnir Guðrún 50 verk, flest unnin á þessu ári og eru þau öll til sölu. Flest verk Guðrúnar era „sam- sett“ (collage) úr handgerðum pappfr, sem hún hefur gert sjálf, og einnig úr máluðu taui. Guðrún Kristjánsdóttir er 36 ára Reykvíkingur. Hún nam við Mynd- listarskóla Reykjavíkur og við listaskóla í Aix-en-Provence, í Frakklandi um nokkurra ára skeið. Guðrún hefur tekið þátt f samsýn- ingu FÍM 1983, Kvennasýningunni „Hér og nú“ f fyrra og „Reykjavík í myndlist," á Kjarvalsstöðum á þessu ári. Sýningin, sem opnar í dag, er fyrsta einkasýning Guðrúnar. Sýn- ingin verður opin daglega kl. 14-22, dagana 4. til 19. október. Króksfjarðames: 12% dilka í O flokk Miðhúsum, Reykhólasveit. FYRSTA hálfa mánuðinn fóru rúmlega 12% af slátruðum lömb- um f sláturhúsi kaupfélagsins í Króksfjarðarnesi f 2. flokk O, eða offituflokkinn sem svo er kallað- ur. Samkvæmt upplýsingum frá Sig- urði Bjamasyni kaupfélagsstjóra í KróksQarðamesi var fyrsta hálfa mánuðinn slátrað í sláturhúsinu þar 4.847 dilkum og var meðalfallþungi 15,7 kg. Er þetta svipaður meðal- fallþungi og í fyrra. Á þessum tíma fóra 500 dilkar í O flokkinn og var meðalvikt þar 19 kíló. Lenda því 12,4% af dilkunum f verðskerðingu vegna offitu. Siglufjörður: Mikil hálka Sigliiflrði. MIKIL hálka hefur verið á Siglu- firði undanfarna daga en engin umferðaróhöpp hafa þó orðið, að sögn lögreglunnar. Margir þakka þetta því að hám- arkshraðinn hér innanbæjar er 35 km og fara menn því yfirleitt mjög varlega. hafa staðið yfir viðræður milli aðilanna nm áframhaldandi leigu, en ennþá hefur ekki ennþá náðst samkomulag. Herbergjanýting á hótelinu hefur verið með betra móti þetta ár, en ráðstefnur færri en oft áður enda hefur hótelum með aðstöðu fyrir ráðstefnuhald flölgað á undanföm- um áram en fæst hafa þó hótelin þá staðsetningu að vera mitt í einu eftirsóknasta ferðamannahéraði landsins. Nýlunda var að hér vora á sl. vetri haldin þijú Iandsmót í bridds sem þóttust takast vel. Fréttaritari Myntsafnarafélag íslands: 'O INNLENT Danskur myntsérfræð- ingur með fyrirlest- ur í Norræna húsinu HÉR Á landi er staddur danskur myntsérfræðingur, Jerry Mayer og mun hann flytja fyrirlestur um danska og islenska sérmynt í Norræna húsinu á sunnudag. Mayér hefur sérhæft sig í söfnun sérmyntar, sem er óopinber mynt sem notuð var fyrr á öldum, í stað venjulegra peninga, og eru reyndar enn notuð í Danmörku. Elsta danska sérmyntin er frá miðöldum, og var blýmyntin notuð Mistök í auglýsingu: Kaupstaður seldi lamba- kjötið á 100 kr. undir verði í AUGLÝSINGU í Morgunblað- inu á miðvikudag var auglýst lambakjöt af nýslátruðu til sölu í versluninni Kaupstaði á 198 krónur kflóið, en í ljós kom að mistök höfðu orðið í auglýsinga- gerð og var rétt verð á kjötinu 298 krónur kflóið. „Við seldum kjötið á auglýstu verði, á meðan birgðir entust," sagði Elís Helgason, verslunarstjóri Kaupstaðar, í samtali við Morgun- blaðið á fímmtudag. „Þetta vora að vísu leið mistök, en ég held að allir hafi nú verið sáttir við hvemig málinu lyktaði." Elís gat ekki sagt með vissu hvað mikið af kjöti var *6elt á lága verðinu, en á fimmtudag komu nýjar birgðir og vora þær seldar á réttu verði. „Salan hefur gengið alveg ljóm- andi í dag, enda^ er rétta verðið einnig mjög gott. Ég vonast til þess að við seljum jafn mikið og á mið- vikudaginn," sagði Elís. 9 Gunnar Steinn Pálsson hjá Aug- lýsingaþjónustunni GBB, sem sér um gerð auglýsinga fyrir Kaupstað, sagðist sjálfur bera ábyrgð á mi- stökunum. „Mistökin snérast nú upp í hið ánægjulegasta mál, þannig að fólk streymdi til innkaupa í Kaupstað og kjötið seldist upp á skömmum tíma,“ sagði Gunnar Steinn. „Við tókum þá stefnu strax um morguninn að selja kjötið á aug- lýstu verði og samþykktum að gera það með bros á vör. Mér fannst við bara snúa þessu snyrtilega okkur f hag. Við auglýstum líka í útvarpi „lambakjöt á sprenghlægilegu verði" og allir höfðu mjög gaman af. Því miður gátum við ekki hatdið þessu áfram fram að helgi, bæði vegna þess að nægilegt kjötmagn hefði aldrei fengist og einnig vegna þess að margir ætluðu sér ef til vill einum of stóran hlut af því kjöti sem til sölu var,“ sagði Gunnar Steinn að lokum. f sfldarolássum, eins og sfðar var gert á Islandi. Sérmynt frá þessum tíma er mjög sjaldgæf og era ein- ungis til 15 gerðir frá tfmabilinu 1200 til 1300. Notkun sérmyntar af þessu tagi var sfðan ekki tekin upp aftur í Danmörku fyrr en 1850 og vora þá slegnir sérstakir pening- ar fyrir hótel og veitingahús, auk þess sem mörg fyrirtæki áttu það til að greiða starfsfólki með eigin mynt, sem fólkinu var svo skylt að versla fyrir í búðum fyrirtækjanna. Fyrir aldamótin síðustu var sleg- in samskonar mynt hérlendis og vora það svonefndir „brauðpening- ar.“ Fór þá fólk með sekki af mjöli til bakarans og fékk sérstaka brauðpeninga fyrir, en bakarinn tók helming mjölsins í greiðslu fyrir að baka brauð úr mjölinu. Vændiskonum í Kaupmannahöfn var skylt á sfðustu öld að fara f læknisskoðun og keyptu gleðikon- umar sérstaka peninga hjá lögregl- unni til að greiða fyrir þjónustu lögreglulæknisins. Áhugi Mayers á myntsöfnun hófst árið 1959 en árið 1962 hóf hann að safna sérmynt fyrir alvöra. Hann átti þá 20 slfka peninga, en safn hans telur nú um 3.000 pen- inga. Mayer á tæplega 30 fslenska, óopinbera peninga og era vörapen- ingamir frá því fyrir 1930 mjög verðmætir. Tunnumerkin svoköll- uðu frá sfldaráranum, era öllu algengari, og á Mayer töluvert safn af þeim. Mayer er hér í boði Myntsafnara- félags íslands og mun hann fjalla Morgunblaðið/O Jerry Mayer, sérfræðingur í danskri sérmynt. um bæði íslenska og danska sér- mynt á fyrirlestrinum í Norræna húsinu á sunnudag og sýna skyggn- ur af nokkram slíkum peningum. Fyrirlesturinn hefst kl. 15. Kvennalistakon- ur bjóða fram Kvennalistakonur í Reykjavík ákváðu á félagsfundi sem hald- inn var á miðvikudagskvöld að bjóða fram í næstu kosningum til Alþingis f Reykjavíkurkjör- Opið prófkjör A-listans AÐALFUNDUR kjördæmisráðs Alþýðuflokksins f Reykjanes- kjördæmi var haldinn í Stapa f Njarðvík 30. september sl. í stjóm vora kjömir Hörður Zóp- haníasson formaður, Gísli Ólafsson og Gunnlaugur Guðmundsson. í varastjóm: Georg Tryggvason, Öm Eiðsson og Petrina Baldursdóttir. Fráfarandi formaður, Sigþór Jó- hannesson, baðst undan endurkosn- ingu. Á fundinum var ákveðið að við- hafa opið prófkjör um 5 efstu sæti A-listans í Reykjaneskjördæmi fymhluta nóvembermánaðar. í samræmi við lög Alþýðuflokks- ins kaus kjördæmisráðið 5 menn í flokksljóm Alþýðuflokksins og tvo til vara. Þessi vora kosin: Anna Margrét Guðmundsdóttir, Keflavík, Gestur Geirsson, Garðabæ, Hauður Helga Stefánsdóttir, Kópavogi, Magnús Ólafsson, Grindavík og Margrét Pálmarsdóttir, Hafnarfirði og til vara Ólafur H. Einarsson, Mosfellssveit og Eðvald Bóasson, Njarðvík. dæmi. Framboðið var samþykkt einróma. í fréttatilkynningu frá kvenna- listakonum segir: „Fram kom á fundinum að Kvennalistakonur telja allar fyrri ástæður fyrir sérframboði kvenna enn í fullu gildi. Aðstæður kvenna hafa versnað í tið núverandi ríkis- stjómar og því aldrei nauðsynlegra en nú að konur láti til sín taka hvar sem ráðum er ráðið. Ein af ástæðum þess að konur ákváðu á sínum tíma að bjóða fram kvenna- lista til Alþingis var nauðsyn hugarfarsbyltingar í íslensku þjóð- félagi og nýrra starfshátta í íslensk- um 8tjómmálum. Ljóst er að hvort tveggja á enn langt í land. Ljóst er einnig að konur verða sjálfar að betjast fyrir rétti sínum og betri heimi, aðrir gera það ekki fyrir þær. Þess vegna bjóða Kvennalista- konur fram nú.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.