Morgunblaðið - 04.10.1986, Page 43

Morgunblaðið - 04.10.1986, Page 43
43 Allir telja hann góðan gest getið er víða mannsins, hans hefur röddin heillað mest heimasætur landsins. Og hin: Þorsteinn mörgum vann í vil vanur að kókitera, túnum bænda bestu skil búinn er hann að gera. Eftir sumardvölina á Vatnsleysu fór amma aftur til Reykjavíkur. Þangað heimsótti afi hana oft um veturinn og næsta vor opinberuðu þau trúlofun sína. Um veturinn, 18. nóvember 1922, riðu þau í slag- veðri frá Vatnsleysu að Torfastöð- um, ásamt Kristínu systur afa og Erlendi, með brúðarskart í hnakk- tösku, og þar voru þessi tvenn pör gefin saman í heilagt hjónaband. Fimmtíu árum síðar héldu bæði þessi hjón upp á gullbrúðkaup sitt með íjölskyldum og sveitungum í félagsheimili sveitarinnar, Ara- tungu. Öli þessi ár bjuggu þau í tvíbýli að Vatnsleysu og var sam- gangur mikill milli bæjanna. Amma og afi eignuðust níu böm, Þorsteinn dó aðeins sjö ára að aldri, hin eru öll á lífi. Ingigerður, Sigurð- ur bóndi á Heiði í Biskupstungum, kvæntur Ólöfu Brynjólfsdóttur, móðir mín, Steingerður, varð ekkja 1966 eftir Guðna Þ. Þorfinnsson, Einar Geir, kvæntur Ingveldi B. Stefánsdóttur, Bragi, bóndi á Vatnsleysu, kvæntur Höllu Bjamadóttur, Kolbeinn, kvæntur Erlu Sigurðardóttur, Sigríður og Viðar, kvæntur Guðrúnu Gestdótt- ur. Amma var sérlega falleg og ung- leg kona. Ég furðaði mig oft á því, að hún skyldi hafa alið níu böm, því hún var svo lítil og nett. Það kom oft í hennar hlut að sjá um bamaskarann og búið, þí afi var mjög virkur í félagsmálum og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveitunga sína. í áraraðir var hann formaður Búnaðarfélags ís- lands. Það var ekki létt verk að fæða og klæða þennan stóra bama- hóp. Það var nú farinn að vænkast hagurinn, þegar ég kom til sögunn- ar. Ég átti því láni að fagna að fá að vera hjá afa og ömmu á hveiju sumri fram á unglingsár og stund- um hluta úr vetri. Þegar fór að vora, fór ég að ókyrrast og gat vart beðið með að komast í sveit- ina. Amma minntist þess oft, þegar ég, sem lítil hnáta á leið í sveitina, sönglaði nær alla leiðina f aftursæt- inu með andlitið klesst á milli framsætanna, eina setningu; „ég er að fara austur". Mér er líka minnisstætt suðusúkkulaðið, sem afi geymdi f hanskahólfinu. Ég tala ekki um tilfinninguna, sem gagntók mig, þegar við komum á Fellskots- holtið og við blasti hin fegursta sýn — sveitin mín — Vatnsleysa. Hér ætlaði ég að eiga heima á jörðinni hans afa. Mér fannst amma dásamlegasta mannvera sem ég þekkti þá, og alla tíð síðan. Alltaf tilbúin að taka mig á hné sér og róa með mig í fanginu og hughreysta, þegar eitt- hvað bjátaði á. Ég man aldrei til MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 1986 þess að hún hafi skammað mig né hreytt í mig ónotum. Hún kom allt- af fram við böm eins og fólk, talaði við þau, en ekki niður til þeirra. Hún haiði líka tíma til að hlusta og tala við þau. Það var gott að leita til ömmu um ráð og huggun. Hún dæmdi ekki. Hún reyndi alltaf að sjá góðu hliðamar á öllu og hjá öllum. Er hún heyrði einhvem hneykslast á unga fólkinu, löngun- um þess og ástríðum, varð ömmu þá að orði: „Enginn vill muna sína æsku“. Amma var kát og skemmti- leg. Hló dillandi hlátri, tilbúin til að gantast, jafnvel tilbúin að taka nokkur dansspor á miðju eldhús- gólfí við tóna frá útvarpinu, milli þess sem við þvoðum upp og röðuð- um diskum í skápa. Jafnvel að þvo upp með ömmu var skemmtilegt. Amma hafði gaman af öllum kveð- skap og kunni ógrynni af vísum. Það var gaman að hlusta á hana fara með tækifærisvísur og segja frá tilurð þeirra. Amma var mjög ánægð með bamahópinn sinn. Henni fannst hún vera rík. Hún fylgdist líka mjög náið með bamabömum sfnum og tók þátt í lífí þeirra. Böm hennar og tengdadætur hugsuðu afskap- lega vel um ömmu. Þau létu sér mjög annt um hana. Hún var aldrei ein. Þó henni fyndust dagamir lengi að líða í seinni tíð vegna heilsu- brests og þráði hvíld, þá var hún þakklát þeim fyrir umhyggju þeirra. Alveg fram til dauðadags hélt hún heimili á Vatnsleysu ásamt Braga syni sínum og konu hans, Höllu Bjamadóttur, og fjölskyldu. Þegar hún var búin að vera einhvem tíma í burtu hjá bömum sínum til skipt- ist, þráði hún alltaf að komast heim að Vatnsleysu, þar sem hún hafði búið í 64 ár. Elsku ömmu minni þakka ég fyr- ir samfylgdina, og hve henni þótti vænt um mig. Hvíli hún í friði. Sigríður dótturdóttir Ég man eftir því þegar amma stóð við koxeldavélina og hellti upp á kaffi við tým frá olfulampanum. Við sátum andaktug og hlustuðum á hana segja frá merkingu fslensku kveðjunnar og hún taldi ólíklegt að einlægari og fallegri kveðju væri að finna í öðmm tungumálum. En það var ekki einungis merking kveðjuorðanna sem mér hefur þótt vænt um heldur hvemig hún setti þau ávallt ffarn f hjartahlýrri og gjöfulli kveðju sinni. Kveðjuna not- aði hún til að votta umhyggju sína og væntumþykju en umffarn allt lysti kveðjan lífsskoðun hennar að sælla væri að gefa en þiggja. Þad er þess vegna sem ég veit að hún er sæl og blessuð nú þegar við kveðjum hana í hinsta sinni. Ég man eftir því þegar amma sat við saumavélina og ómur raf- hlöðuútvarpsins í eldhúsinu tmflaði ekki samraáður okkar um gmndvall- aratriði. Hún skildi þörf bamsins fyrir vitneskju og þreyttist ekki á að svara spumingum um lítils nýt atriði. Það er sagt að sá viti ekki sem ekki spyr. Hún var sjálf óspör á spumingar í gegnum tíðina en spumingar hennar tengdust fyrst og fremst umhyggju hennar fyrir mönnum og lífi í kringum hana. Amma var heilsteyptur persónu- leiki. Hún gerði skýran greinarmun á réttu og röngu og var í öllu sann- gjöm og réttlát. Amma var laus við allan hégóma og fánýti, hún var hrejn og bein. Ég man eftir því þegar amma sat í eldhúsinu og sagði frá. Hún hafði gaman af að segja frá og eftirtekt vakti minni hennar og skýrleiki allt fram til hins síðasta. Hún sá jafnan skoplegu hliðamar á hlutum og máleftium enda bjó hún yfír ríkri kímnigáfu. Amma gladdist með glöðum. Ég man eftir því hvemig brá fyrir glampa í aug- um ömmu og hvemig hún sló á lær sér og hallaði undir flatt og glamp- inn varð að dillandi hlátri sem enginn stóðst. Eg man eftir því þegar afi kall- aði mig ungan og nýgiftan mann á eintal. Hann sagði mér að ekkert væri mikilvægara í lífi hvers mans en lífsförunauturinn. Hann sgði mér að hlúa að því upphafi sem til hafði verið stofnað, hann sagði mér að rækta garðinn minn. Sá garður sem afi og amma ræktuðu bar rfkulegan ávöxt. Amma uppskar, því öllum hennar nánustu þótti vænt um hana og hlúðu að henni þegar svo bar undir. Amma lagði grunninn að því bróðurþeli sem einkennir hennar nánustu en slíkt er ekki sjálfgefið. Hún átti marga og góða vini sem sumir komu til hennar um langan veg. Þessar fátæklegu myndir eru ein- ungis ágrip þeirra heilsteyptu, góðu minninga um ömmu sem búa í bijósti mfnu en þeim verður ekki lýst með orðum. Ég kveð ömmu mfna með söknuði, blessuð sé minn- ing hennar. Þorsteinn Guðnason t Móðir okkar, KRISTGERÐUR EYRÚN GÍSLADÓTTIR, MeAalholti 21, Reykjavfk, andaðist í Borgarspitalanum aðfaranótt föstudags 3. október. Ólafur J. Símonarson, Guðrún Sfmonardóttlr, Ólöf Inglbjörg Sfmonardóttir, Gfsll Sfmonarson. t Faðir okkar, bróðir og afi, ÁSMUNDUR KR. ÁSGEIRSSON, fyrrverandl skókmeistari, Háteigsvegi 4, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 2. október. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systra, barnabarna, barnabarnabarna og annarra vandamanna, Ása Ásmundsdóttir, Ásgeir Ásmundsson. t Hjartkær eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaðir og afi, GUNNARÞÓRÐARSON, rennismfðameistari, Hringbraut 101, lést í Landspítalanum miðvikudaginn 1. október. Ágústa Guðmundsdóttir, Selma Gunnarsdóttir, Sigvaldi Ragnarsson, Birkir Þ. Gunnarsson, Róshildur Stefánsdóttir, Guðmundur G. Gunnarsson, Anna Thorlacius, og barnabörn. t Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, BJÖRNS MAGNÚSSONAR, bifreiðastjóra, Lækjargötu 11, Siglufirði, fer fram frá Siglufjarðarkirkju þriöjudaginn 7. október kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Sveinfna G. Jónsdóttir, Haukur Bjömsson, Sigrfð E. Guðmundsdóttir, Sverrir Björnsson, Slgfrfður E. Óladóttir, Anna Björnsdóttir, Guðmundur Garðarsson, Sævar Rafn Bjömsson og barnabörn. t Þökkum innilega samúð og hlýhug viö andlát og útför eiginmanns míns, föður, fósturföður, sonar og tengdasonar, INGÓLFS SIGURLAUGSSONAR, sfma verkstjóra, Langholtsvegi 14. Ingibjörg Aðalsteinsdóttir, Siguriaugur Ingólfsson, Guðrún Aldfs Jóhannsdóttir, Sigurlaugur Jónsson, Aðalheiður Halldórsdóttir, Guðrún Þórðardóttir. t Sonur minn og bróðir okkar, EINAR GÍSLASON, er látinn. Jarðarförin hefur fariö fram. Sigurborg Hansdóttir og systkinl hlns látna. Lokaðí dag vegna jarðarfarar ÁGÚSTU JÓNSDÓTTUR, Vatnsleysu í Biskupstungum. Blómabúðin Mímósa. Hótel Sögu. LAUGARDAGUR Littu inb ! r ^ & til kl. 16,00 EIÐISTORG111. Vörumarkaðurinn hl

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.