Morgunblaðið - 02.11.1986, Qupperneq 1
247. tbl. 72. árg.
Rússar
hleruðu
sænska
sendiráðið
Gautaborg, frá Kristjáni Einarssyni,
fréttaritara Morgunblaðsins.
SOVÉTMENN hafa hlerað
sænska sendiráðið í Moskvu frá
því í lok sjötta áratugarins, að
þvi er utanríkisráðuneytið í
Stokkhólmi skýrði frá í gær. Ing-
var Carlsson, forsætisráðherra,
hefur komið skriflegum mótmæl-
um á framfæri við yfirvöld í
Moskvu.
Því er spáð að hleranimar eigi
eftir að hafa áhrif til hins verra
fyrir sambúð Svía og Sovétmanna.
Þær uppgötvast á sama tíma og
ríkin reyna að útkljá deilu um mörk
lögsögu ríkjanna undan Gotlandi.
Utanríkisráðuneytið hefur vilja
sem minnst um málið segja nema
að umfangsmikill og flókinn hler-
unarbúnaður hafi fundist í sendi-
ráðsbyggingunni þegar sænskir
iðnaðarmenn unnu að lagfæringum
í húsinu. Talið er að ekki séu öll
kurl komin til grafar þar sem eftir
er að bijóta upp veggi og athuga
hvort búnaður leynist víðar en hann
hefur fundist.
Tomas Bertilman, sendiráðu-
nautur í Moskvu, sagðist efast um
að Rússar hefðu náð að hlera mikil-
væg samtöl og fjarskipti sendiráðs-
ins, sem færu fram með sérstökum
búnaði til að gera hlerun illmögu-
lega.
Uppgjör í
Sinn Fein
Dyflinni, AP.
KLOFNINGUR er í röðum
Sinn Fein, hins pólitíska
arms írska lýðveldishersins
(IRA), og greinir liðsmenn á
um það hvort samtökin skuli
skella sér út í hefðbundna
stjómmálaþátttöku og taka
sæti á þingi.
Arsfundur Sinn Fein ér í dag og
verður þá tekin afstaða til tillögu
framkvæmdastjórnar samtakanna
þess efnis að frambjóðendur flokks-
ins tækju þingsæti, sem ynnust í
kosningum. Hingað til hefur það
verið stefna samtakanna að taka
ekki sæti á þingi og vilja harðlínu-
menn í röðum flokksmanna
óbreytta stefnu í því efni. Þeir segja
að með því að taka sæti á þingi
viðurkenndi Sinn Fein í raun skipt-
ingu írlands og þær stofnanir sem
samtökin hafa barizt gegn.
Litið er á fundinn, sem 600 full-
trúar sitja, sem uppgjör. Annars
vegar millli ungu kynslóðarinnar í
samtökunum, sem óttast að þau
einangrist og að rödd þeirra nái
ekki eyrum fólks meðan hún hljómi
ekki á þingi, og hins vegar þeirra
sem vilja halda fast i sömu stefnu
og samtökin höfðu að leiðarljósi i
sjálfstæðisbaráttunni og borgara-
stríðinu 1921-23. „Gamla varðliðið"
er mestallt sveitamenn úr lýðveld-
inu og er búizt við að það verðj
undir á fundinum.
STOFNAÐ 1913
112 SÍÐUR B/C
SUNNUDAGUR 2. NOVEMBER 1986
Prentsmiðja Morgunblaðsiiis
Vífilsfell í vetrarbúningi
Morgunblaðið/Karl Sæmundsson
Bandaríkin:
Shultz veitist að Sovétmönn-
um vegna mannréttindabrota
Washington, Los Angeles, AP.
GEORGE P. Shultz, utanríkis-
ráðherra Bandaríkjanna, sakaði
stjórn Sovétríkjanna á föstudag
um að miskunnarlausa kúgun
þegna sinna og sagði að Sovét-
menn yrðu „á eftir tímanum og
útskúfuð úrhrök“ úr samfélagi
manna þar til sakaskrá þeirra
breyttist til hins betra.
Shultz hélt því fram að Sovét-
menn hefðu opnað glugga almanna-
tengsla til vesturs og hleypt
nokkrum kunnum andófsmönnum
úr landi undanfarið til þess eins að
þyrla ryki í augu almennings. Þessi
herferð Sovétmanna væri til þess
gerð að leiða athygli almennings
frá kerfisbundnum mannréttinda-
brotum í Sovétríkjunum.
Ummæli Shultz á ráðstefnu
Heimsmálaráðsins í Los Angeles á
vesturströnd Bandaríkjanna eru
þau hörðustu, sem Bandaríkjastjóm
hefur látið frá sér fara um mann-
réttindamál í Sovétríkjunum í
marga mánuði.
Shultz sagði að það hefði komið
í ljós í Reykjavík að stjóm Mikhails
Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna,
sem nú hefði setið 19 mánuði, væri
fær um að semja af alvöru.
En hann bætti við: „Sáttmálar
um takmörkun vígbúnaðar við
stjóm, sem brýtur mannréttindi,
geta ekki tryggt öryggi heimsins.
Ef sovésk yfirvöld vilja að litið
sé á Sovétmenn sem jafningja í
samfélagi þjóða verða þeir að virða
rétt þegna sinna," sagði Shuitz.
„Annars eiga Sovétmenn ekki völ
á öðru en að varðveita hina hræði-
legu arfleifð sína, vera á eftir
tímanum og útskúfuð úrhrök á
hjara veraldar vorra tíma.“
Shultz kvaðst ætla að gera so-
véskum embættismönnum grein
fyrir þessum atriðum þegar hann
færi til Vínar í þessari viku í for-
svari sendinefndar Bandaríkjanna á
ráðstefnu 35 þjóða um öryggismál
og samstarf í Evrópu.
Skæruliðar kommúnista
bjóða vopnahlé fyrir jól
Manila, AP.
SKÆRULIÐAR á Filippseyjum hafa boðið vopnahlé fyrir næstu
jól ef sljómin verður við fimmþættum kröfum þeirra. Kommúnist-
arnir vilja m.a. að lagðir verði af einkaherir og nokkrar deildir
hers Filippseyja.
í tilkynningu Þjóðfylkingar lýð-
ræðissinna (NDF), þar sem
kommúnistar hafa töglin og
hagldimar, sagði að uppreisnar-
mennimir væru reiðubúnir til að
fallast á 100 daga vopnahlé.
Gæti það hafist 10. desember.
„Við vonum því að byssumar
þegi fyrsta skipti í mörg, mörg
ár yfír jól og áramót," sagði í
yfírlýsingunni.
Ef fallist verður á kröfur
skæruliðanna myndi vopnahléð
einnig vera í gildi þegar þjóðarat-
kvæðagreiðsla fer fram um nýja
stjómarskrá og haldið verður upp
á að ár er síðan Ferdinand Marc-
os hrökklaðist völdum.