Morgunblaðið - 02.11.1986, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 02.11.1986, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 Baðströnd Þorlákshafnarbúa orðin hrein á ný: Grindhvalirnir brögðuðust vel Þoriákshöfn. LOKIÐ er við að fjarlægja alla grindhvalina sem syntn á land í Skötubót við Þorlákshöfn á dög- unum. Fóðurstöðvar víða um land nýttu sér þennan hvalreka Háskólakennsla á Akureyri: Kennsla í hjúkrunar- fræði hefst næsta haust SVERRIR Hermannsson mennta- málaráðherra hefur skipað nefnd til þess að undirbúa kennslu i hjúkrunarfræðum á Akureyri, sem hann hefur ákveð- ið að hefjist að ári. Formaður nefndarinnar er Jóhann Sigur- jónsson skólameistari. „Það verður hafín kennsla í hjúk- runarfræði annað haust,“ sagði Sverrir Hermannsson í samtali við Morgunblaðið í gær. Hann sagði jafnframt að í Verkmenntaskólan- um á Akureyri myndi næsta haust hefjast kennsla í iðnrekstrarfræð- um á háskólastigi. „Ég hef í hyggju að athuga að ráða rektor að Há- skóla Akureyrar fljótlega," sagði menntamálaráðherra og kvaðst vera með ákveðinn mann í huga. Sverrir var spurður hversu miklir fjármunir væru áætlaðir til háskóla: kennslu á Akureyri á næsta ári: „í fjárlögum fyrir næsta ár er gert ráð fyrir 1250 þúsund krónum til þessa,“ sagði Sverrir, „en það er nú ekki búið að ganga frá fjárlögum ennþá, og við erum bara að setja okkur í stellingar í undirbúningn- um. Við tökum lítil skref og förum variega í sakimar. Það hefur mest að segja að undirbúningurinn sé vandaður." vel, til dæmis voru 120 tonn flutt norður i land, auk þess sem mik- ið fór til Fóðurstöðvar Suður- lands á Selfossi. Fjöldi einstaklinga fékk sér einn- ig bita í matinn. Að sögn þeirra sem bragðað hafa er þetta hinn ljúffeng- asti matur. Einungis 20—30 hvalir voru ekki nýttir og var þeim öllum ekið vestur á Berg þar sem þeim var fleygt í sjóinn í mikla strauma sem fjarlægja hræin fljótlega. —JHS. Baðströnd Þorlákshafnarbúa orðin hrein á ný eftir óvænta „mengun' Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson á dögunum. Seðlabanki leggur líklega til sameiningn Útvegsbanka, Verzlunarbanka og Iðnaðarbanka: Einkabankarnir segjast þurfa að vita hver söluvaran er STJÓRN Seðlabankans hefur að undanförnu unnið að tillögum um sameiningu banka, sam- kvæmt beiðni viðskiptaráðherra, og er starf stjórnarinnar nú á lokastigi. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun nefndin leggja til við viðskiptaráðherra að stofnaður verði nýr hlutafé- lagabanki, með sameiningu Útvegsbankans, Iðnaðarbank- ans, Verzlunarbankans og þátt- töku fleiri aðila. Dr. Jóhannes Nordal seðlabanka- stjóri staðfesti í samtali við Morgunblaðið, að innan skamms, myndi stjómin skila viðskiptaráð- herra tillögum sínum um samein- ingu banka, en Jóhannes vildi ekki greina frá hveijar tillögur banka- stjómar Seðlabankans yrðu. Davíð Seheving Thorsteinsson formaður bankaráðs Iðnaðarbank- ans var spurður hvemig honum litist á ofangreinda sameiningar- hugmynd: „Ég hef ekki heyrt þessa hugmynd formlega framsettá," sagði Davíð, „en aðalmálið er það, að ég verð að gæta þess að hluthaf- ar Iðnaðarbankans og starfsfólk, sé betur sett á eftir, heldur en áð- ur, ef af sameiningu á að verða. Ef að slíkri sameiningu yrði staðið þannig, að ég áliti að eigendur og starfsfólk væri betur sett á eftir, þá myndi ég standa að slíkri sam- einingu og mæla með henni. Ef einhveijar tillögur verða hins vegar uppi, sem gera það að verkum, að svo verður ekki, þá mun ég ekki standa að slíkri sameiningu og ekki beygja mig fyrir neinu." Ami Gestsson formaður banka- ráðs Verzlunarbankans var einnig spurður sömu spumingar og Davíð: „Við verðum auðvitað í þessu til- viki, eins og alltaf, þegar við erum að kaupa einhvem hlut, að vita hvað við emm að kaupa. Mér sýn- ist nú staða Útvegsbankans ekki vera slík, að það sé afskaplega eftir- sóknarvert að kaupa hann,“ sagði Ámi, en bætti við: „Það er yfírlýst stefna okkar í bankaráði Verzlunar- bankans, að við viljum án nokkurra skuldbindinga gjaman taka þátt í viðræðum um þessi mál, þannig að það geti skýrst hvort okkur fínnist vera vit í slíkri sameiningu eða ekki." Álafoss og kanínubændur kaupa nærfataverksmiðju: Kínverjar bjóða angórahár KANÍNUBÆNDUR hafa sam- þykkt að taka þátt i kaupum á verksmiðju til að vinna úr ang- órahári, í samvinnu við Álafoss hf. og fleiri aðila. Á næstunni verður stofnað hlutafélag sem kaupir verksmiðjuna Tuefelt í Þýskalandi. Hluta af hráefni verksmiðjunnar þarf að flytja inn, og hefur íslenska viðskipta- nefndin, sem að undanförnu hefur verið á ferð í Kína i tengsl- um við opinbera heimsókn Steingríms Hermannssonar for- sætisráðherra þangað, fengið hagstæð verðtílboð. Málverk eftir Þorstein I. Hjaltalín er fundið Listf ræðingnrinn Frank Ponzi hefur fundið merki- lega mynd í Danmörku eftir íslenska 19. aldar myndlist- armanninn Þorstein Illuga- son Hjaltalín. Ekki var áður vitað um neitt varðveitt verk eftir Þorstein. Það voru einungis til nokkrar ljósmyndir af verkum sem glötuðust í seinni heimstyij- öld. Þetta kemur fram í bókinni ísland á 19. öld, Leiðangrar og listamenn, eftir Frank Ponzi, sem kem- ur bráðlega út hjá Almenna bókafélaginu. Þorsteinn I. Hjaltalín fæddist árið 1770 í Vatnsfírði við ísa- Qarðardjúp, sonur séra Illuga Jónssonar. Ulugi dó er Þorsteinn var ungur að árum og fór hann utan til Þýskalands 19 ára gam- all til þess að læra málaralist hjá málaranum Friedrich Pasche Weitsch og settist að í Braunsch- weig. í bókinni íslenskir listamenn er ijallað um Þorstein I. Hjalta- lín. Þar vitnar Matthías Þórðar- , f*- ■ .jmRie SE 1 1 imr ’.jíáu.... TÉhÞ ~ m Hin nýfundna mynd Þorsteins. son til ummæla Finns prófessors Magnússonar í fyrstu deild af íslenskum sagnablöðum, sem Bókmenntafélagið gaf út vorið 1817. Þar segir Finnur frá íslenskum listamönnum er gert hafí ísland nafnfrægt í útlöndum. „Þannig er, prófessor Bertel Þor- valdsson í Rómaborg, sonur íslensks steinhöggvara, nú á dög- Sjálfsmynd eftir Þorsteinn Hl- ugason Hjaltalín. Eftir eir- stungu í Meusel’s Archiv, Dresden um af mörgum álitinn hinn mesti bílætasmiður í öllum heimi, og málarinn Þoreteinn Hjaltalín, bamfæddur á íslandi, en búfast- ur í Brúnsvík í konungsríkinu Hannover, er einn á meðal hinna nafnkunnustu þýzku lista- manna." í viðbót við þetta verk Þor- steins munu birtast í bók Frank Ponzi Qöldi mynda af íslandi á 19. öld, sem ekki var kunnugt um áður. Einnig hefur höfundur fundið forvitnilega texta, frá konunglegum heimsóknum til íslands, sem aldrei hafa birst áður. Að sögn Guðjóns Hjartarsonar framkvæmdastjóra hjá Alafossi hf. er áætlaður stofnkostnaður við verksmiðjuna um 46 milljónir kr. og er gert ráð fyrir að stofnendur leggi fram 25 milljónir kr. í hlut- afé. Tuefelt er spunaverksmiðja, og lítil pijóna- og saumastofa. Hún er keypt með markaði fyrir undirfatn- að úr angórahári, en þar er hægt að framleiða Qölmargar aðrar teg- undir af fínu bandi, sem ekki hefur áður verið aðstaða til að framleiða hér á landi. Taldi Guðjón að kaupin á verkmiðjunni gæti orðið töluverð lyftistöng fyrir prjónaiðnaðinn í landinu vegna þeirra möguleika sem hún gæfi. Guðjón sagði að gert væri ráð fyrir að framleiða úr 10 tonnum af angórahári í verk- smiðjunni á ári, auk 70—80 tonna af öðrum spunaefnum. Hér á landi eru framleidd um 4 tonn af angóra- hári á ári og verður því að flytja inn um 6 tonn, til að byrja með að minnsta kosti. Guðjón sagði að for- stjóri Álafoss, sem er í viðskipta- sendinefnd íslands í Kína, hefði fengið hagstæð verðtilboð og væri ekki ólíklegt að angórahár til verk- smiðjunnar yrði keypt þaðan. Verksmiðjan kemur um áramótin og verður sett upp í húsakynnum Álafoss í Mosfellssveit. Álafoss hf leggur fram 8 milljónir í hlutafé' framleiðendur 10 milljónir og Byggðastofnun 4 milljónir kr. Einn- ig er hugsanlegt að Þróunarfélag Islands leggi fram 3 milljónir kr í hlutafé. Fulltrúafundur Landssam- bands kanínubænda samþykkti að leggja fram 5 milljónir kr. sem hlut- afé í hina nýju verksmiðju, en sambandið hefur vilyrði frá Fram- leiðnisjóði landbúnaðarins um að sjóðurinn fjármagni þessi hluta- bréfakaup. Sambandið hefur einnig samþykkt að beita sér fyrir hluta- fjársöfnun meðal kanínubænda fyrir 3 milljónum kr. til viðbótar. Kanínumiðstöðin hf. í Njarðvík leggur fram 2 milljónir kr. til við- bótar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.