Morgunblaðið - 02.11.1986, Side 29

Morgunblaðið - 02.11.1986, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 29 GarAar Cortes. á hverja sókn í Borgarfirði Hallgrímskirkja: Eitt sæti MORGUNBLAÐINU hefur borizt frá Byggingamefnd Hallgrímskirkju eftirfar- andi frétt um gjöf til Hallgrímskirkju í Reykjavík frá prófasts- dæmi sr. Hallgríms Péturs- sonar. „Á vígsluhátíð Hallgrímskirkju í Reykjavík, 26. þ.m. barst gjöf skv. meðf. ljósritum. Til sóknamefndar Hallgríms- kirkju í Reykjavík. Á héraðsfundi Borgarfjarðar- prófastsdæmis 19. október 1986 var að tillögu prófasts einróma samþykkt, að prófastsdæmið gefi Hallgrímskirkju í Reykjavík sem svarar 21 sæti í kirkjuna, eða eitt sæti frá hverri sókn í próf- astsdæminu. Samkvæmt því afhendist kirkjunni hér með á vígsludegi gjöf að upphæð kr. 52.500,00 frá söfnuðum Borgar- fjarðarprófastsdæmis. Gjöf þessi er færð í þakkar- og góðrar minningarskyni um mesta trúarskáld þjóðarinnar, sem var prestur í Borgarfjarðar- prófastsdæmi og orti þar Passíu- sálmana, sem hafa verið og munu verða ljós á leið kynslóðanna, sem una lífi og dögum í þessu landi. Með þessari gjöf viljum við tjá þakkir héraðsins fyrir þá miklu Guðs gjöf, sem sr. Hallgrímur var okkur. Jafnframt viljum við hvetja önnur prófastsdæmi til að fara að fordæmi okkar. Minningarkirkju hans í Reykjavík færum við innilegar blessunaróskir. Megi hún stöðug standa og flytja þjóð vorri boð- skap trúarskáldsins, — meðan Guðs náð lætur vort láð / lýði og byggðum halda. Saurbæ á Hvalfjarðarströnd, 26. október 1986. F.h. Borgarfj arðarprófasts- dæmis, Jón E. Einarsson, prófastur" íslenskur stórsöngvari og þegar Garðar heyrði nafn austurríska umboðsmannsins sagðist hann hafa sungið fyrir hann fyrir 5 árum. Sá breski bar þessi boð til félaga síns sem kveikti um leið á perunni og sagðist muna vel eftir Garðari, „hann hafði ekki tíma til að staldra við og syngja", sagði sá austurríski. Umboðsmaður Garðars vill sigla honum inn á sömu mið og Pava- rotti, Domingo og fleiri stórsöngv- arar halda sig á og hann vill stefna Garðari inn á Vínaróperuna, Schala, Covent Garden og önnur óperuhús af þeirri stærðargráðu, alls 6—7 óperuhús, og stfla sérstaklega upp á Verdi og Puccini, því þótt heimur- inn sé fullur af tenórum þá séu fáir af því tagi sem Garðar Cortes sé. Nú í nóvember, þegar Garðar mun væntanlega syngja fyrir Karaj- an í London, mun hann einnig syngja fyrir nokkur óperuhús í Bretlandi og væntanlega einnig á meginlandi Evrópu. Garðar hefur nýlega fengið tilboð frá Opera North í Bretlandi um að syngja í óperunni Daphne etir R. Strauss í frumuppfærslu á Bretlandi í mars- apríl næsta ár, en hann hefur hafnað tilboðinu vegna þess að á sama tíma verða sýningar á Aidu hér heima og þar fyrir utan finnst Garðari ekki freistandi að syngja þessa óperu. Kristján Jóhannsson óperusöngv- ari ferðaðist á sínum tíma með Opera North um Bretland. En hvað segir Garðar sjálfur um þessa lotu þar sem hann tekur skrefið út fyrir landhelgina og kveð- ur upp raust sína í harkalegri samkeppni heimskúltúrsins. „Eg held að ég geti sagt að mér hafi verið tekið seint sem söngvara, ég var í svo mörgu og eiginlega allt í öllu, að menn áttu ekki von á neinu, en það er bæði spennandi og skemmtilegt að freista aðeins gæf- unnar í öðrum löndum. Ég hef fengið hvatningu frá miklum kunn- áttumönnum um að slást á því sviði sem menn kalla heimsmarkað, en það liggur einnig ljóst fyrir að það er ávallt mikið happdrætti hvemig menn hitta á í þeim efnum, hvaða stemmningu menn eru að leita eftir hveiju sinni, hvaða tónn gildir. í þeim efnum er ekkert borðliggj- andi, en það er skemmtilegt sem íslendingur að fá hvatningu til þess að leggja rödd sína og reynslu á vogarskál annarra landa í þessum efnum.“ Grein: Arni Johnsen MALLORKA Jólaferð 21/12—04/01 Vetrardvöl 04/01—15/04 Hvað er betra en að rífa sig úr dægur- þrasi og njóta dvalar á fjarlægum en kunnuglegum stað, sofa út á morgnanna, njóta sólarinnar yfir daginn og fá sér svo gott að borða á kvöldin? Hitinn er reglulega þægilegur, þetta upp í 20 gráður á daginn og svalt á kvöldin og um nætur. Jólahátíðin fer fram á íslenska vísu með hangikjöti og tilheyr- andi. Einnig verður efnt til kirkjuferðar þannig að allt verði sem hátíðiegast. Verð aðeins frá 23.280.-* * miðað við 4 i íbúð. Og enn á ný býður Atlantik upp á Mall- orkaferð fyrir fólk á öllum aldri. Þessi ferð er kjörin fyrir þá, sem vilja fá mikið fyrir peningana. Ferðin kostar aðeins frá krónum 28.050.-* a mann (eða rétt um 275 kr. á dag) með flugferðum báðar leiðir, ferðum til og frá flugvelli og gistingu á góðu hóteli. Upplagt tækifæri til að njóta veðurblíðu hásumars eins og það gerist best á íslandi, hitinn 20—23 gráður og sjávarhitinn um 15 gráður á þessum árstíma. Nú er dýrara að vera heima. íslenskir fararstjórar á staðnum. Pantið tímanlega. Þessar ferðir seljast upp á skömmum tíma. mmtK Feröaskrifstofa, lönaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388-28580. Umboó a IslancJi tyrir DINERSCLUB INTERNATIONAL I F

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.