Morgunblaðið - 02.11.1986, Page 32

Morgunblaðið - 02.11.1986, Page 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 1814 HUTSCHENREUTHER OERMANY DE PARIS MAXIM’S sameinar snilld listamannsins PIERRE CARDIN og handbragð HUTSCHENREUTHER, sem er eitt af virtustu framleiðendum postulíns í veröldinni. MAXIM'S hefur hlotið alþjóða lof fyrir frábæra hönnun og einstaka framleiðslu. Pess vegna hefur SILFURBÚÐIN valið MAXIM'S frá HUTSCHENREUTHER sem postulín fyrir þá vandlátu. (Q)SILFURBÚÐIN \XS LAUGAVEG 55 SÍMIH066 Svarjta skutan fyrir unga sem aidna Magnús B. finnbogason Þrjár smá- sögur í einni bók BÓKIN, Svarta skútan, eftir Magnús B. Finnbogason er komin út. I bókinni eru þijár smásögur, Svarta skútan, Konungskoman og í leit að frönsku skútunum. Sögurn- ar eru ætlaðar ungum sem öldnum og fjalla um veröld forfeðranna. Höfundur segir sjálfur á bókarkápu, „Við höfum að vísu verið það lán- samir að eiga þess nokkurn kost, því að þær sögur og sagnir, sem sagðar hafa verið mann fram af manni gegnum aldimar hafa gefíð okkur nokkra innsýn í þessa dular- fullu veröld." Otgefandi bókarinnar, sem er 113 blaðsíður, er Magnús B. Finn- bogason og er hún prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíðum Moggans! mm ERÓBIKK - STUDIO JÓNÍNU OG ÁGÚSTU RÉTTINDASKJAL Námskeið fyrir þá sem vilja læra að verða Eróbikk kennarar. Námskeiðið hefst 8. nóvember, kennt verður 50 klst. kvöld og helgar í 4 vikur. Eróbikk stúdíó Jónínu og Ágústu er með róttindi frá IDEA (International Dance and Exercise Association) og sækir námskeið erlendis, minnst 5 á ári, til þess að öryggi nemendanna sé tryggt. Sem dæmi þá eru ótal nýjungar hvað varðar þol-, styrk- og liðleikaþjálfun í gangi, til þess að draga úr meiðslum. Meiðsli koma oft ekki í Ijós fyrr en löngu eftir að hætt er að æfa. Varist ofálag, hættulegar teygjuæfingar, varasamar bak- og magaæfingar og kennara sem hafa ekki réttindi. Það eru til tvenns konar Eróbikk-kennarar, þeir sem eru með réttindi og hinir sem ættu að hafa þau. Námsefni: Vöðvafræði, hreyfingarfræöi, lífeðlisfræði, forvarnir, öryggi, líkamsbeiting, öndun, næringarfræði, fyrsta hjálp, stjórnun, tónlistarval, eróbikk-æfingar, réttarteygjuæfingar, styrktaræfingar.íþróttasál- arfræði, verkleg æfingakennsla, Eróbikk með þyngingum, Eróbikk með teygjuböndum, Eróbikk meðfélaga. í lok námskeiðs gangast þátttakendur undir bóklegt og verklegt próf. Þeir sem ná prófinu fá réttindaskjal útgefiö af Eróbikk-stúdíóinu, undirritað af Jónínu Ben. íþróttakennara og Ágústu John- son Eróbikk-kennara (International Dance & Exercise Association). Jónína Benediktsdóttir — íþróttafræði Mc-Gill University, meðlimurílDEA. Ágústa Johnson — Eróbikk réttindi frá IDEA Recreation Colorado University. Stefán Einar Matthíasson læknir, Læknadeild Háskólaíslands. Sigrún Arnar — kennari í Eróbikk stúdíóinu, læknanemi Háskóla íslands. Mark Wilson — Eróbikk kennari í Eróbikkstúdíóinu, námskeiöfrá Body Work íWinnipeg. Nánari upplýsingar og skráning í síma 29191 eða f Borgartúni 31. IDEA ÍSfpl . ■ ifel Keflavíkurflug- völlur: Hitaveitan gaf sig á 300 stöðum Keflavfk. „Það er Ijóst að hér hefur orð- ið umtalsvert fjón“, sagði Frið- þór Eydal blaðafulltrúi Varnarliðsins í samtali við Morg- unblaðið um það tjón sem varð á Keflavíkurflugvelli í sl. viku þegar hluti af hitaveitukerfi í íbúðarliúsum varnarliðsmanna gaf sig. Friðþór sagði að um 300 lekar hefðu myndast á 60 stöð- um. Ekki væri Ijóst hvað hefði valdið, en verið væri að rannsaka hvað hefði orðið þess valdandi að kerfin gáfu sig. Albert Albertsson framkvæmda- stjóri tæknisviðs Hitaveitu Suður- nesja sagði að óhappið hefði orðið eftir rafmagnsbilun í dælustöð við Fitjar. Við það hefði þrýstiskynjari farið úr sambandi með þeim afleið- ingum að vatnsþrýstingurinn til Keflavíkurflugvallar og Hafna hefði nær tvöfaldast og hefði þetta ástand varað í minna en 20 mínút- ur. Ekkert óeðlilegt hefði komið fram í Höfnum þótt þrýstingurinn þar hefði orðið hærri en á Keflavík- urflugvelli vegna hæðarmismunar. En kerfín þar yrðu samt athuguð í öryggisskyni. Albert sagði ennfremur að sér kæmi þetta óhapp einkennilega fyr- ir sjónir og spuming hvort búnaður- inn á Keflavíkurflugvelli hefði ekki átt að þola þennan mismun. B.B. Ný Tosca ______Tónlist Jón Ásgeirsson Nú hefur verið skipt um söng- konu í Tosca og á sýningunni sl. föstudagskvöld tók Elín Ósk Óskarsdóttir við titilhlutverkinu. Eftir að Elín Ósk lauk námi við Söngskólann í Reykjavík hefur hún stundað framhaldsnám á Ítalíu og þegar náð þeim árangri, að teljast ein af allra efnilegustu söngkonum okkar. Það er sannarlega ekki allra að hlaupa inn í mótaða sýningu, eftir fáar og ófullkomlega uppsettar æfingar og komast ekki aðeins vel frá verki, heldur bókstaflega að slá í gegn. Vissulega er það varasöm ráðstöfun að fá ungri og lítt reyndri söngkonu svo erfitt hlutverk en Elín Ósk tókst á við Toscu af skyn- semi, ofgerði sér aldrei og hafði full tök, bæði á söng og leik. I sam- anburði við frumsýninguna var þessi sýning mun hraðari og kraft- meiri. Hljómsveitin var einnig mun betri og bókstaflega lék með Elínu Ósk í Vissi d’arte, sem hún söng frábærlega vel. Aðrir söngvarar í sýningunni voru þeir sömu og sungu allir ágætlega og auk þess var leikurinn mun betri, einkum hjá Malcholm Amold í hlutverki Scarpia. Wterkurog k-/ hagkvæmur auglýsingamiöill!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.