Morgunblaðið - 02.11.1986, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
39
Stjörnu-
speki
Umsjón: Gunnlaugur
Guðmundsson
Hin einfalda
sjálfsímynd
í dag ætla ég að fjalla um
fyrirbrigði sem við köllum
sjálfsímynd. Með sjálfsímynd
er átt við þær hugmyndir sem
við höfum um sjálf okkur,
það hver við erum, hvaða
hæfileika og veikleika við
höfum o.s.frv. Ástæðan fyrir
því er sú að undirrituðum
finnst sem margir hafí of ein-
falda og óljósa sjálfsímynd.
Afleiðingar
Afleiðingar of einfaldra hug-
mynda um sjálf okkur geta
verið margvíslegar. I fyrsta
lagi getur það leitt til þess
að við horfum framhjá mikil-
vægum eiginleikum, hæfi-
leikum og veikleikum. Utfrá
því getum við síðan átt erfítt
með að meta sjálf okkur. Við
verðum ómeðvituð um margt
í eigin fari og gerum ekki
viðeigandi ráðstafanir, fínn-
um t.d. hæfíleikum okkar
ekki jákvæðan farveg. Það
getur síðan leitt til leiða,
óhamingju og jafnvel sjúk-
dóma.
Þröng viðhorf
Og það sem ekki er síður
slæmt: Ef við gerum ekki ráð
fyrir fjölbreytileika, getum
við ekki notfært okkur fög
sem bjóða upp á sjálfsþekk-
ingu, s.s. stjömuspeki.
Þannig hindra þröng viðhorf
þroska og geta komið í veg
fyrir þekkingu, jafnvel þó við
viljum öðlast þekkingu.
Bjartsýnismaður
Einn ágætur maður sagði
eitt sinn við undirritaðan að
hann hefði alltaf litið á sig
sem bjartsýnismann. Það er
góðra gjalda vert, enda mað-
urinn að öllu jöfnu hress og
gott að vera bjartsýnn. Hins
vegar hafði hann átt við
ákveðið vandamál að stríða,
áfengissýki, sem varla var
hægt að flokka undir bjart-
sýni. Þegar við ræddum um
það hvað hefði rekið hann út
í drykkju yppti hann öxlum.
Hann vissi það ekki.
Stjórnleysi
Undirritaður telur ógæfu
fyrmefnds aðila a.m.k. að
hluta til fólgna í of einfaldri
sjálfsímynd og þar af leiðandi
meðvitundarleysi um mikil-
vægar þarfír. Hann vildi ekki
drekka, en hann réð ekki við
sig. Mikilvæg kenning í
stjömuspeki segir: Ef ákveð-
in orka er ómeðvituð og
ónotuð leitar hún útrásar eft-
ir öðrum leiðum. Vegna þess
að hún er ómeðvituð missir
viðkomandi stjórnartaum-
ana. Bjartsýnismaðurinn,
vinur minn, gat læknað sjálf-
an sig með því að opna augu
sín, viðurkenna viðkomandi
orku og beina henni inn á
jákvæðar brautir.
Opin augu
FVamangreint er ekkert eins-
dæmi. Við hengjum okkur
gjaman á einn geðugan þátt
persónuleika okkar og horf-
um framhjá öðrum. Slíku
viðhorfi þarf að breyta. Mað-
ur sem hefur Sól í Vatnsbera
og Tungl í Hrút þarf að gera
sér grein fyrir því að hann
er stundum yfírvegaður og
víðsýnn, en á öðrum stundum
getur hann átt til að vera
fljótfær, tillitslaus, eigin-
gjarn og þröngsýnn. Það
sama gildir um okkur, þó
áherslumar séu kannski aðr-
ar. Þetta ættum við að
viðurkenna. Ef við viljum
sjálfsþekkingu þurfum við að
horfast í augu við fjölbreyti-
leikann í sjálfum okkur, opna
augu okkar fyrir þeim mót-
sögnum sem eru fyrir hendi
og takast á við þær. Slík
opnun er fyrsta skref sjálfs-
þekkingar og aukins þroska.
X-9
Micronssia.. nteira en lúoo
tyjar, sumar cHkert osinaí in
íkcr upp úr Sjónam. 'A einni þeirra
or a& • firina dularfuiia orKu.Sem
JTö£>Ml>/*/£/WW.. Th/J oy
/e/ía- aS eyýu'-þsssari
-/WÓ ////um Són - /fom/oás/..
© im Klng Fcaturcs Syrtdicclc. Inc. WorId rlghls rcscrvcd.
V -V»
GRETTIR
HEITIK. „ SlCUItÐGeAFAM^
PAklSPÍRI VEe<AAðANN5
INS."
? 7
og E'ns oe
tiO \ÆlST HEF
V 6S OFN/EMI i
^FyRiKVINNU O
TOMMI OG JENNI
UOSKA
HVE LFNGI
E-R7U 8UIN AP
V6KA CÍIFT,
Af> HANN HAFPI
ENGA KOSTL
BARA 6ALLA,"'
FERDINAND
SMAFOLK
l'M 50RRV l*M LATE
UJITW YOUR 5UPPER..I
PIPNT REALIZE WHAT
TIME IT U)AS...
© 1906 Unlted Feature Syndlcale.lnc. g- 5
I CANT BELIEVE l'M
5TANPING HERE LETTING
MY5ELF BE BAWLEP OUT
0Y A 5T0MACH..
fWftj BirfKdx). AM
Hver fjárinn! Er hún orð-
ín sexi
Fyrirgefðu hvað ég kem
seint með matinn___ég
áttaði mig ekki á því
hvað var orðið framorð-
ið...
Ég vU ekki trúa því að
ég standi hér og hlusti á
maga skamma mig ...
Umsjón: Guðm. Páll
Arnarson
Becker-feðgamir eru þekktir
spilarar í Bandarílqunum. „Seni-
orinn", B.J. Becker, spilaði á
sínum yngri árum margsinnis í
landsliði Bandaríkjanna og vann
til heimsmeistara- og ólympíu-
titla í íþróttinni. „Júníoramir"
eru tveir, Michael og Steve.
Michael þekkja sumir Islending-
ar frá Bridshátíð fyrir nokkrum
árum, en Steve er minna þekkt-
ur. Hann er þó enginn viðvan-
ingur í spilinu, eins og sjá má
af handbragði hans í eftirfarandi
fjómm spöðum:
Suður gefur; enginn á hættu.
Norður
♦ DG6
¥8743
♦ ÁK852
♦ 7
Vestur Austur
♦ 9854 ♦ 72
¥ D102 llllll ¥965
♦ D109 ♦ 4
♦ D85 Suður ♦ ÁK103 ¥ÁKG ♦ G763 ♦ 104 ♦ ÁKG9632
Vestur Norður Austur Suður
— — — 1 grand
Pass 2 lauf 3 lauf 3 spaðar
Pass Pass 4 spaðar Pass Pass
Vestur kom út með lítið lauf,
sem austur tók á kóng og skipti
yfír í einspilið í tígli.
Steve drap það í blindum með
ás og fann nú bestu leiðina til
að tryggja vinning I 4—2-leg-
unni { spaða, spilaði litlum tfgli
úr borðinu!
Vestur fékk á drottninguna
og gaf makker sínum stungu. <-
En fleiri urðu slagir vamarinnar
ekki. Austur reyndi hjarta, en
Steve drap & ásinn, trompaði
lauf, tók trompin og lagði upp.
Hjartagosann gat hann losað sig
við ofan f fimmta tigulinn.
Umsjón Margeir
Pétursson
Á Haustmóti Taflfélags
Reykjavíkur 1986, sem lauk í
vikunni, kom þessi staða upp í
skák þeirra Jóns Garðars Við-
arssonar, sem hafði hvitt og
átti leik, og Sigurðar Daða
Sigfússonar.
Hvítur hefur þegar fómað
manni, en lék þrátt fyrir það:
21. Hd6! - Bxd6, 22. cxd6 -
Db6, 23. Df7+ - Kd8, 24.
Rc5! (Svartur er nú orðinn óveij-
andi mát) 4. — Re5, 25. Df8+
og svartur gafst upp. Sigurveg-
ari á haustmótinu varð Björgvin
Jónsson, sem hlaut 8 v. af 11 í
A-flokki. Næstur varð Hannes
Hlífar Stefánsson með V/t v. og
síðan komu þeir Jón Garðar Við-
arsson, Tómas Bjömsson og
Jóhannes Ágústsson með 6V2 v.
Þar sem Björgvin er ekki í Tafl-
félagi Reykjavíkur varð Hannes
Hlífar skákmeistari T.R. 1986.