Morgunblaðið - 02.11.1986, Side 41

Morgunblaðið - 02.11.1986, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 41 Afmæliskveðja: Tryggvi Jóns- son, Dalvík okkur alla miklu máli, en tvísýnt var um árangur. Aður en yfir lauk tók þetta verkefni meiri tíma en við máttum taka frá þeim fyrirtækjum, sem við störfuðum við, þar sem oftast þurfti að leggja nótt við dag. A þessum dögum varð mér ljóst hversu frábæra skipulagsgáfu Tryggvi hafði. Allt gekk sinn eðli- lega gang norður á Dalvík, þó að hann þyrfti að eyða löngum stund- um í Reykjavík. Það hefði ekki verið neitt merkilegt ef hann hefði haft aðstoðarmenn á hveijum fingri. En það hafði hann ekki. Hann annaðist framkvæmdastjórn, launaútreikn- inga og útborganir launa annaðist hann, en verkstjóm var samt aðal- starfið og er þá margt ótalið bæði innan fyrirtækisins og utan. Guðjón B. Ólafsson kom heim frá Englandi og tók við stjóm sjávaraf- urðadeildar og um sumarið 1968 var Félag Sambandsfískframleið- enda stofnað. Og nú sigldum við sléttari sjó um hríð. En næstu sex árin sátum við Tryggvi saman í stjóm Félags Sambandsfiskfram- leiðenda. Þetta vom ár uppbygging- ar og nýrra verkefna sem gott er að minnast. Þetta voru einnig ár margvíslegra vandamála og sam- eignlegra átaka. í samstarfí þessara ára komu bestu kostir Tryggva fram, réttsýni hans og góðvild, föst en hógvær málafylgja, sanngimi og samningalipuð. Þetta allt og skarpskyggni líka. Þegar Tryggvi tók til máls, brosandi sínu hógværa afsökunarbrosi, eins og honum þætti lítlsvert það sem hann hafði til málanna að leggja, þögnuðu all- ir og hlustuðu. Og það var ekki sjaldan að hann hitti einmitt nagl- ann á höfuðið með sínum fáu, hnitmiðuðu orðum. Tryggvi fæddist í Framnesi á Dalvík 3. nóvember 1906, sonur hjónanna Kristjönu Hallgrímsdótt- ur og Jóns Jónssonar fiskmats- manns frá Hóli á Upsaströnd. Á Dalvík ólst hann upp og þar ól hann aldur sinn. Menntunar aflaði hann sér alls staðar þar sem hana var að hafa. Hann var í unglingaskóla á Dalvík, aflaði sér skipstjórnarrétt- inda á minni bátum og vélstjómar- réttinda. Fram yfir tvítugt sótti hann sjó og stundaði verslunarstörf í hléum. Árið 1932 varð hann fast- ur starfsmaður verslunar Kaup- félags Eyfirðinga á Dalvík. Við það starfaði hann allt til ársins 1950, en þá tók hann við rekstri frysti- húss kaupfélagsins. Það fýrirtæki óx og dafnaði og þó að fleiri menn kæmu þar við sögu hef ég aldrei verið í vafa um að þáttur Tryggva hafi verið drýgstur. Seinustu árin, sem hann stjómaði frystihúsinu, var afkoma þess jafnan sú besta hér á landi. Tryggvi lét af störfum hjá frysti- húsinu um áramótin 1973 og 1974, 67 ára að aldri, og þótti flestum það of fljótt nema honum sjálfum. Hann vissi hvenær hætta skal leik. Eftir það hóf hann störf hjá Spari- sjóði Svarfdæla og vann þar allt til ársins 1983 að hann lét að fullu af störfum. Trúnaðarstörf fyrir byggðarlagið hlóðust snemma á Tryggva. Hann var formaður hafnarnefndar 1936— 1942. Á þeim ámm var einmitt mikið um að veraí hafnarmálum Dalvíkinga og var lagður gmndvöll- urinn ■ að þeirri höfn sem nú er. Hann var síðasti oddviti Svarfaðar- dalshrepps 1942—1946 áður en hreppnum var skipt. Eftir skipting- una var hann fyrsti oddviti Dalvík- urhrepps árin 1946—1950. Samtals var hann 20 ár í hreppsnefnd. Þeg- ar samstarf okkar Tryggva hófst var hann hættur öllum opinberum afskiptum af hreppsmálum. Engu að síður var hann stöðugt að reka ýmiss konar erindi fyrir heima- byggð sína. Árið 1931 giftist Tryggvi Rögnu Pálsdóttur. Ragna andaðist árið 1932 eftir aðeins rúmlega eins árs hjónaband. Sonur þeirra er Ragnar, sem starfar hjá Kaupfélagi Eyfírð- inga á Akureyri. 1935 giftist Tryggvi þeirri ágætiskonu Jómnni, dóttur Guðlaugar Baldvinsdóttur frá Böggvisstöðum og Jóhanns Jó- hannssonar frá Ytra-Hvarfi, útibús- stjóra Kaupfélags Eyfirðinga á Dalvík. Þau Jómnn og Tryggvi eiga tvö böm, Kristínu skólastjóra og Jóhann flugstjóra, sem bæði búa í Garðabæ. Vorið eftir að Tryggvi hætti framkvæmdastjórn við frystihúsið lét hann einnig af störfum í stjóm félags Sambandsfískframleiðenda. Það em tólf ár síðan, en samt er eins og hann sé ennþá með okkur. Hann fylgist með öllu sem gerist í sjávarútvegi og hann er oft með okkur á gleðistundum og verður það vonandi lengi enn. Og sjaldan er leiðin út á Dalvík löng, ef hún ligg- ur norður í land á annað borð. Ég minntist fyrr á skipulags- hæfiieika Tryggva. Þrátt fyrir það að hann annaði margföldu starfi hjá frystihúsi KEA á Dalvík virtist hann alltaf hafa tíma til annarra hluta og aldrei virtist honum liggja á. Hann gaf sér tíma til ferðalaga, bæði innanlands og erlendis, veiði- ferða o.fl. o.fl. En áður en hann fór í burtu skipulagði hann störfin og ræddi við fólkið um þau. Hann fól hveijum um sig ábyrgð á sínu starfí. Ég held að það hafi verið lykillinn að velgengni hans að hann treysti samstarfsfólki sínu og umgekkst það í samræmi við það. Einu sinni þegar ég hitti Tryggva hafði hann miklar áhyggjur af því að hann hefði ekki komið rétt fram við undirmann sinn. Hann lýsti fyr- ir mér málavöxtum, en ég gat ekki leiðbeint honum. Satt að segja fannst mér málið þess eðlis að flest- ir hefðu gleymt því strax, eða látið sig það litlu skipta. En þetta var mikið mál fyrir Tryggva. Daginn eftir hringdi hann í mig og sagði mér að hann hefði getað hugsað málið í flugvélinni á leiðinni norður og komist að niðurstöðu. Og honum hafði greinilega létt. Ég vona að þessi saga segi í fáum orðum meira um skapferli Tryggva en hægt væri í löngu máli. Lengi væri hægt að halda áfram en nú er mál að linni. Ég hef reynt að bregða upp svipmynd af Tryggva eins og hann kemur mér fyrir sjón- ir. En það hefur ekki reynst vandalaust. Sjálfur notar Tryggvi hógvær orð. Þess vegna þarf að fara um hann hógværum orðum. En hvemig geta hógvær orð lýst Tryggva? Það er vandamál sem ég fæ ekki leyst. Þess í stað áma ég honum allra heilla á áttræðisaf- mælinu og þakka honum fyrir samstarfíð á góðum stundum og erfíðum. Samstarfið við hann og vinátta hans hefur verið mér og samstarfsmönnum mínum mikils virði. Og ég vona að við eigum enn eftir að eiga margt saman að sælda. Arni Benediktsson Á morgun, mánudaginn 3. nóv- ember, verður Tryggvi Jónsson, fyrrverandi frystihússtjóri á Dalvík, áttræður. Ég get ekki látið hjá líða að minnast hans á opinbemm vett- vangi á þessum tímamótum, þó að ekki fari hjá því að ég minnist fyrst og fremst persónulegra samskipta okkar og samvinnu á liðnum árum. Það er jafnan álitamál hvort slíkar endurminningar eigi erindi fyrir al- menningssjónir, en í þetta sinn verður að hafa það. Tryggvi hafði áhrif á þá menn, sem hann hafði samskipti við. Áhrif, sem oftast urðu varanleg. Og. þegar ég nú skrifa um Tryggva áttræðan, þá komu fyrst upp í hugann þau áhrif, sem hann hafði á mig og hafa ver- ið mér veganesti. Þegar fundum okkar bar saman í fyrstu var Tryggvi kominn yfír miðjan aldur, þroskaður maður með mikla þekkingu á þeim viðfangsefn- um, sem hann fékkst við, og mikla reynslu. Þá var ég ennþá ungur maður, tiltölulega nýkominn til starfa við sjávarútveginn, þóttist vita allt og vildi öllu breyta. Löngu seinna sagði Tryggvi mér að á þess- um árum hefði hann stundum látið sér detta í hug að taka svolítið í lurginn á mér og leiða mér fyrir sjónir að ég hefði ekki höndlað allan sannleikann. Af því varð þó aldrei. Hins vegar átti það fyrir mér að liggja að eldast og öðlast svolítið meiri þekkingu. Og þá komu ungir menn, sem allt þóttust vita og vildu öllu breyta. Og þannig kemur hver kynslóðin á fætur annarri með nýj- ar hugmyndir, sem ekki falla að reynslu eldri kynslóðar. Nýjar hug- myndir, sem oft reynast réttar þrátt fyrir fyrri reynslu, en oft reynast líka rangar. En hver ný kynslóð verður að fá að þreifa sig áfram og spreyta sig á verkefnunum eftir sínum eigin hugmyndum. Þannig miðar okkur áfram þó að margt glatist í leiðinni. En aldursmunur varð okkur Tryggva ekki leiðinni. En aldursmunur varð okkur Tryggva ekki lengi til hindrunar. Samstarf okkar Tryggva hófst svo nokkrum árum síðar, nánar til- tekið veturinn 1967—1968. Þá var okkur ásamtf fleirum falið af félög- um okkar að vinna verk, sem skipti Borgartúni 28. Skrifstofutæknir Eitthvað fyrirþig? Vegna mikillar þátttöku og vegna þess að færri komust að en vildu í skrifstofutækn- inám Tölvufræðslunnar sl. haust hefur Tölvufræðslan ákveðið að fara af stað með nýja námshópa í skrifstofutækni í janúar 1987. Um er að ræða þriggja mánaða nám í vinnu- aðferðum á skrlfstofu með sérstakri áherslu á notkun tölva sem nú eru orðnar algengar í allri skrifstofuvinnu. Nemendur útskrifast sem skrifstofutæknar og geta að námi loknu tekið að sér rekstur tölva við minni fyrirtæki. Námið hentar þeim sem lokið hafa stúd- entsprófí eða góðu grunnskólaprófí. Námskeiðið hefst 5. janúar 1987. Nánari upplýsingar veitir námsstjóri Tölvufræðslunnar Sjöfn Ágústsdóttir í sima 687590. Qf Tölvufræðslan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.