Morgunblaðið - 02.11.1986, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 02.11.1986, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 59 Nýr og betri maður. Nýleg mynd af Jerry Lee Lewis. Jack Clement hafði orðið hrifinn af hæfileikum Jerry Lee, þótt hann teldi að tónlistin væri ekki auðseld. Hann hafði spilað fyrstu upptökuna fyrir Sam Phillips og Sam taldi sig geta „notað strákinn". í þetta sinn gengu hlutimir betur fyrir sig og eftir að Sam hafði hlustað á útgáfu Jerry Lee á laginu „Crazy Arms“ sagði hann án þess að hugsa sig um: „Þetta get ég selt“. Platan var hljóðrituð og gefin út á mettíma og þótt hún kæmist ekki á vinsældarlista seldist hún vel í Suðurríkjunum og Jerry Lee fékk góða dóma. Hann komst á samning hjá Sun og var meðal annars feng- inn til að spila undir hjá Carl Perkins, sem skömmu áður hafði slegið í gegn með laginu „Blue Suede Shoes". Hann var einnig undirleikari hjá nokkrum öðrum upprennándi „Sun-stjömum“ og undi hag sínum allvel. En að því kom þó að hann barði í borðið og sagði Sam að héðan í frá myndi hann ekki spila undir hjá neinum öðmm en Jerry Lee Lewis. gæti komið sér vel við búskapinn heima. Þeir feðgar ræddu síðan um hvað þeir ættu að segja við Sam Phillips og hvaða lög Jerry Lee ætti að spila fyrir hann. Þegar þeir komu í hljóðverið morguninn eftir var þeim sagt að Sam Phillips væri ekki í borginni. Jerry Lee kvaðst þá myndu setjast á tröppumar og bíða þar til Sam kæmi aftur. Hljóð- upptökumaðurinn, Jack Clement, bauð honum þá að taka upp lögin og spila þau síðar fyrir herra Philipps. „Ég man vel þegar Jerry Lee kom þama með pabba sínum“, sagði Jack síðar. „Dæmigerðir sveita- menn, en við vomm orðnir vanir því að taka á móti alls konar fólki eftir að Elvis sló í gegn. Ég fann strax að Jerry Lee var opinskár og frakkur og það var kostur í þessum bransa. Hann spilaði og söng nokk- ur „kántrý-lög“, en það var ekki sú tónlist sem þá var líklegust til að slá í gegn. Ég sagði honum að fara heim, semja nokkur rokklög og þá yrði ef til vill eitthvað hægt að gera fyrir hann.“ TILKALL TIL KRÚNUNNAR í apríl 1957 gaf Sun-útgáfan út „Whole lotta shakin’ goin’ on“ með Jerry Lee Lewis og viku síðar fór hann í hljómleikaferð til Kanada ásamt Johnny Cash, Carl Perkins og Wanda Jackson. Þegar hann koma aftur varð hann var við að lagið heyrðist oft í útvarpi víða um Suðurríkin og nafn hans var að verða þekkt. I júní var lagið komið á vinsældarlista í öllum þremur teg- undum dægurtónlistarinnar, „popp-listann“, „kántrý-listann" og „rythm and blues- listann." Hann kom fram í sjónvarpsþætti Steve Allen og viðtökumar vom svo yfir- Kveöja til Breta. Jerry Lee ásamt systur sinni Frankie Jean (til vinstri) og eiginkonunni Myru Gale við brottförina frá London, eftir misheppnaöa hljómleikaferö um Bretland. ^ Nýgift og hamingjusöm, Jerry Lee og Myra Gale. sér grein fyrir því þá, að með þessu lagi hafði Jerry Lee markað framtíð sína. Um leið hafði hann dottið ofan I sitt eigið „dmllusvað", sem var að vísu harla ólíkt því sem forfeður hans höfðu svamlað í. Jerry Lee hafði vissulega fundið lag, sem átti eftir að skjóta honum upp á stjömu- himininn, en hann hafði einnig ftindið meðal sem gaf honum auk- inn þrótt til að halda sér þar. Það var í formi 15 milligramma Benzedrinepilla, sem er vömheitið á amfetamíni. Menn tóku fljótlega eftir því að það var píanistinn í bandinu sem var orðinn aðalnúmerið, ekki aðeins sem músíkant og söngvari heldur vakti óvenjuleg sviðsframkoma hans óskipta athygli. Hann átti það í hita leiksins að standa skyndi- lega upp, sparka stólnum aftur fyrir Hallar undan fœti. Jerry Lee í Los Angeles 1977. Upprennandi rokkstjarna í hljóöverinu hjá Sun. mSm mm ms&K. v S1g og fara hamfömm á hljóðfær- >nu, gjaman með lappimar uppi á hljómborðinu. Frændur hans hvöttu hann til að fera til Memphis og syngja inn á Plötu eins og Elvis. Kvöld eitt kom hann til hljómsveitarstjórans og tjáði honum að þetta væri sitt Sl’ðasta kvöld með hljómsveitinni. "Hvað nú“, sagði Johnny. „Á nú aftur að fara að prédika"? - „Nei“, sagði Jerry Lee. „Ég ætla til Memp- his og gera plötu og ef ég meika það ekki slæ ég aldrei framar nótu svo lengi sem ég lifí.“ TIL FRÆGÐAR OG FRAMA Morguninn eftir tóku þeir Jeny Lee og Elmo gamli eggjapeninga heimilisins og 20 dollara, sem Jerry Lee hafði unnið sér inn í klúbbnum þá vikuna og héldu norður þjóðveg númer 65, til Memphis. Þeir fengu sér hótelherbergi skammt frá Sun-hljóðverinu og Jerry Lee minnist þess, að Elmo gamla þótt mikið til þess koma að það var rennandi vatn í krana á herberginu og hafði á orði að slíkt Jerry Lee fór heim og settist við tónsmíðar. Þegar hann taldi sig vera tilbúinn brast hann lcjark til að fara aftur til Memphis. Frændi hans einn, sem búsettur var í Memphis, JW Brown, kom þá í heimsókn í þeim tilgangi að fá Jerry Lee með sér í hljómsveit. Brown, sem síðar átti eftir að verða tengda- faðir Jerry Lee, fékk hann til að koma með sér til Memphis og kynnti hann fyrir konu sinni og tólf ára dóttur, Myru Gale. þyrmandi að farið var að líkja honum við sjálfan rokkkónginn El- vis Presley, enda fór nú Jerry Lee að gcra tilkall til krúnunnar. Næsta plata hans „Great Balls of Fire“ gerði enn betur og varð söluhæsta hljómplata í sögu Sun- útgáfunnar. Jerry Lee Lewis var kominn í hóp skærustu stjama rokktónlistarinnar og ljóst að lífið yrði aldrei aftur hið sama fyrir sveitastrákinn frá Ferriday. Um þetta leyti hringdi hann heim í pabba og sagði honum að núllin á ávísuninni sinni væru næstum eins mörg og F-in sem hann fékk á bamaskólaprófinu. Nöfn Jerry Lee Lewis og Fats Domino vom skráð með stærstu letri í rokkkvikmyndinni „Jam- boree“, þar sem fram komu margar þekktustu rokkstjömur þess tíma. Jerry Lee fór heim í sigurför til Ferriday þar sem hann ók um gö- tumar í opnum bil með borgarstjór- anum. En þótt allt væri slétt og felt á yfirborðinu var ýmislegt að gerjast undir niðri í einkalífinu. Jane hafði alið honum tvo sonu en hjónabandið var í rúst og þau ák- váðu að skilja. Hann var þá þegar farinn að gefa hinni komungu frænku sinni, Myru Gale, hýrt auga og hún var ekki síður hrifinn af þessum fraéga frænda sínum. Þau giftu sig með leynd í desember 1957. Hún var þá þrettán ára, að verða fjórtán. Jerry Lee fannst ekkert óvenjulegt við samband þeirra og í Suðurríkjunum var algengt að fólk gengi ungt í hjónaband, og það átti líka við í Lewis-fjölskyldunni. Sjálfur hafði Jerry Lee gengið í hjónaband fimmtán ára og önnur af tveimur yngri systrum hans gifti sig 12 ára. Og um skeið bjó hjá fjölskyldunni fráskilin þrettán ára frænka. Eitthvað virðast þó hjóna- komin hafa verið óörugg í fyrstu og það var ekki fyrr en viku eftir vígsluna að þau þorðu að segja for- eldrum hennar frá þessu. Og opinberlega var ekki greint frá hjónabandinu fyrst um sinn. Jerry Lee hafði í nógu að snúast og næsta plata hans, með laginu „Brethless“ fór beint á toppinn. Hann fór í hljómleikaferð sem skipulögð var af Allan Freed og auglýst undir nafninu „The Big Beat“. Þar kom hann fram með ýmsum stórstjömum rokksins svo sem Chuck Berry, Buddy Holly, Frankie Lemmon, the Chantels og mörgum öðrum. Jerry Lee hafði nú vanist því að vera mesta stjaman á hljómleikum sínum og koma fram síðast. Svo var einnig um Chuck Berry. Allan Freed ákvað að Chuck skyldi enda tónleikana þar sem hann var eldri f hettunni. Jerry Lee gerði eins og fyrir hann var lagt og á opnunartónleikunum í Brooklyn Paramount í New York fór á sviðið næstur á undan Chuck. í lokalaginu „Great Balls of Fire“ dró hann upp kókflösku fulla af bensíni, hellti yfir píanóið og kveikti í. Hann hélt áfram að hamra á píanóið á meðan það brann og salur- inn bókstaflega trylltist. Þegar hann gekk af sviðinu og framhjá Chuck Berry, sem beið eftir að röð- in kæmi að sér, hreytti Jerry Lee út úr sér. „Leiktu þetta eftir, surt- ur“. Svo undarlega vildi til að eftir þetta urðu þeir Jerry Lee og Chuck Berry perluvinir. Þetta var nokkuð sem Chuck kunni að meta. Jerry Lee undirritaði samning við MGM kvikmyndafélagið í Hollywo- od um að koma fram f kvikmyndinni „High School Confidential" og semja og syngja titillag myndarinn- ar. Lagið fór á toppinn áður en myndin var frumsýnd. Jerry Lee stóð nú á hátindi frægðar sinnar og það besta var, að Elvis hafði verið kallaður í herinn og dæmdur úr leik næstu tvö árin. Þar með var Jerry Lee kominn með aðra hönd á veldissprota rokkkóngsins. Og framundan lá þýðingarmesta hljóm- leikaferð hans til þessa, til Bret- lands. BAKSLAGIÐ Allt virtist í lukkunar velstandi og lagið „Brethless" var komið á toppinn í Bretlandi. Jeriy Lee ákvað nú að fara ekki lengur í felur með hjónaband þeirra Myru Gale. Hann ætlaði að taka hana með sér til Englands og segja hveijum sem væri að hún væri konan sín. Um- boðsmenn hans og velunnarar ráðlögðu honum eindregið frá þess-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.