Morgunblaðið - 02.11.1986, Blaðsíða 62
62
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986
4
Sjávarútvegur:
Velsældin er sótt í sjó
Hér segir
af þremur
þingmálum
Sjávarútvegur er burðarásinn
í útflutnings- og gjaldeyrisaf-
landi starfsemi þjóðarbúsins.
Leggur á borð með sér milli 70%
og 80% útflutnings- og gjaldeyr-
istekna okkar. Skipan og málatil-
búnaður Alþingis ber mikilvægi
sjávarútvegs ekki ríkulegt vitni.
Þar eru þó þingenn, í flestum
þingflokkum, sem með góðum
vilja er hægt að telja málsvara
atvinnugreinarinnar. í þingbréfi
í dag eru lítillega skoðuð þijú
mál, fram komin i upphafi þings,
sem tengjast sjávarútvegi.
Málaskrá ríkisstjórnar
Fylgiskjal, sem fylgdi stefnu-
ræðu Steingríms Hermannssonar,
forsætisráðherra, tíundar tillögur
< til þingsályktunar og frumvörp til
laga, er einstakir ráðherrar hyggj-
ast leggja fram á 109. löggjafar-
þinginu [stjómarmál].
Fylgiskjalið greinir frá fímm
væntanlegum frumvörpum sjávar-
útvegsráðherra:
* 1) Frumvarp til laga um
Stofnfjársjóð fískiskipa.
* 2) Frumvarp til breytingu á
lögum um Ríkismat sjávarafurða.
* 3) Frumvarp til laga um upp-
boðsmarkað á ferskum físki.
* 4) Frumvarp til laga um sel-
veiðar við ísland.
* 5) Frumvarp til laga um sjó-
mannadag.
Ekki er hægt að fjalla fyrirfram
um frumvörp þessi. Sum þeirra
kunna þó að vera nokkuð forvitni-
leg, ekki sízt frumvarpið um
uppboðsmarkað. Umfjöllun hlýtur
að bíða þess að efnisatriði liggi fyr-
ir.
Botnlægar tegundir
Hjörleifur Guttormsson (Abl.-
Al.) og fleiri þingmenn endurflytja
tillögu til þingsályktunar um rann-
sóknir á botnlægum tegundum á
grunnsævi. Tillagan felur ríkis-
stjóminni, verði hún samþykkt, að
„beita sér fyrir að fram fari skipu-
legar rannsóknir á botnlægum
tegundum á grunnslóð og kortlagn-
ingu slíkra miða til að auðvelda
veiðar, ekki sízt innfjarða. Gerð
verði áætlun um þetta verkefni með
Meginundirstaða
lífskjara
Velsæld íslendinga, sem hvar-
vetna blasir við á landi, er að
stærstum hluta sótt í sjó, sjávar-
fang.
Sjávarpláss á strandlengjunni
umhverfís landið allt vinna gjald-
eyri í þjóðarbúið, oft nótt með degi
í aflahrotum.
Á árabilinu 1980-1983 vóru sjáv-
arvörur 70% upp í 79% af fob-verði
íslenzks útflutnings.
Sjálfsagt má sitt hvað betur fara
í rekstri sjávarútvegsins, á heildina
litið. En sjávarútvegurinn er engu
að síður meginundirstaða lífskjara
og velsældar í landinu.
Myndin sýnir veiðskip, sem siglir
í kjölfar annars, á leið í þá auðlind
sjávar, sem gerir ísland byggilegt.
það í huga að ljúka slíkum yfírlits-
rannsóknum á næstu fímm árum
og til þess veitt sérstakt fjármagn
úr ríkissjóði, í fyrsta sinn á fjárlög-
um 1987“.
Veiðar og vinnsla á hörpudiski
og rækju hafa reynzt mörgum sjáv-
arplássum og þjóðarbúinu drjúg
búbót. Að mati Hafrannsóknar-
stofnunar eru stofnar þessara
sjávardýra nær fullnýttir.
Rannsóknir innfjarða og á grunn-
sævi eru hinsvegar æskilegur
undanfari þess, að skipuleg nýting
heQist á fleiri botnlægum tegund-
um. Framkomin tillaga er því
athygli verð.
Tilraunaveiðar á nokkrum teg-
undum eru raunar hafnar, m.a. með
stuðningi Hafrannsóknarstofnunar,
sem lánað hefur áhugaaðilum rann-
sóknartæki. Flutningsmenn vilja
hinsvegar knýja á um markvissari
rannsóknir - eða fylgja þeim fram
með viljayfírlýsingu Alþingis. Þeir
staðhæfa að botnlægar tegundir á
grunnsævi við landið séu „ónumið
land“.
Hér hljóta ýmsir aðilar að koma
við sögu, m.a. Hafrannsóknarstofn-
un, Líffræðistofnun Háskólans og
Rannsóknarstofnun fískiðnaðarins.
Síðast en ekki sízt þarf til að koma
frumkvæði fyrirtækja og einstakl-
inga víðsvegar um landið. Slíkt
%
Kynningarfundur
AA-deildanna í Háskólabíói í dag
sunnudag 2. nóvember kl. 14.
AA-deildirnar á Reykjavíkursvæðinu efna
til opins kynningarfundar í Háskölabíói,
sunnudaginn 2. nóvember kl. 14.00. Til
þessa fundar er öllum boðið sem áhuga
hafa á að kynna sér starfsemi AA-samtak-
anna.
AA-samtökin eru fastlega þeirrar skoðunar
að margir eigi brýnt erindi við samtökin;
fólk sem verður að koma úr felum og tak-
ast á við áfengissýkina á hreinskilinn og
opinskáan hátt.
Fundurinn á sunnudag er framlag AA-
samtakanna til frekari upplýsingamiðlunar
um baráttuna gegn áfengisvandanum og er
skorað á alla þá sem erindi eiga við samtök-
in eða þau eiga erindi við að koma á
fundinn. Slíkt skaðar engan en getur mörg-
um hjálpað.
ÚTVARP / SJÓNVARP
Ríkisútvarpið:
Skáldið Benedikt
Gröndal í viðtali
■1 A dagskrá Skúlagötuút-
30 varpsins í dag verður
samtalsþáttur við góð-
skáldið Benedikt Gröndal. Að vísu
er hann ekki staddur í eigin persónu
í útvarpssal, en Gils Guðmundsson
sá um að taka þessa dagskrá sam-
an.
Sem fyrr segir er þátturinn í
samtalsformi og er látinn gerast
um aldamótin. Þá er komin út stór
ljóðabók eftir hann, en hann hefur
verið einn fremsti og dáðasti rithöf-
undur þjóðarinnar í hlfa öld. Af
þessu tilefni ákveður fréttamaður-
inn að heimsækja Gröndal og eiga
við hann viðtal um skáldskap, trú
og lífsviðhorf.
Fréttamaðurinn fær heimilisvin
Benedikts, skáldið Þorstein Erlings-
son, til þess að ganga sér vestur
Vesturgötu að heimili Gröndals og
lýsa í leiðinni högum hans og hátt-
um, skapgerð og lundarlagi. Þegar
inn kemur og viðtalið hefst lætur
Gröndal brátt gamminn geisa og
segir skoðun sína á mönnum og
málefnum umbúðalaust og án allrar
tæpitungu.
Það sem hér er lagt Þorsteini
Erlingssyni í munn er mestallt úr
Benedikt Gröndal Sveinbjarnar-
son.
grein í afmælisriti, sem helgað var
Benedikti áttræðum. Efniviðurinn í
spjallið við Gröndal er allt sótt í rit
hans, einkum ritgerðir í tímaritum,
blaðagreinar og bréf.
4