Morgunblaðið - 02.11.1986, Síða 68

Morgunblaðið - 02.11.1986, Síða 68
Báts leitað með tvennt innanborðs SLYSAVARNARFÉLAG íslands ' hélt uppi spumum um þriggja tonna bát með tvennt innanborðs i gær. Ekkert hafði fréttst til bátsins frá þvi á fimmtudag, er hann hélt frá Mýrum út í Hvals- eyjar til að grennslast fyrir um sei. Þyrla Landhelgisgæslunnar hélt upp á Mýrar um hádegis- bilið til þess að svipast um eftir bátnum. Báturinn var ekki í Hvalseyjum og vom þá björgun- arsveitir á svæðinu kallaðar út til leitar, um það bil er Morgun- blaðið fór í prentun um miðjan dag f gær. Báturinn hefur ekkert látið vita af sér ftá því hann hélt út í Hvals- t, eyjar á fimmtudag og ekki svarað þegar hann hefur verið kallaður upp. Slysavamarfélagið hóf eftir- grennslanir í gærmorgun, en eins og fýrr sagði höfðu þær ekki borið árangur um miðjan dag. Shell og Esso: Kraftbensín- ~ ið lækkað um eina krónu OLÍUFÉLAGIÐ Skefjungur hf. (Shell) og Olfufélagið hf. (Esso) lækkuðu verð á kraftbensfni (superbensíni) um eina krónu í gærmorgun. Útsöluverðið iækk- aði úr 28,50 kr. í 27,50 krónur lítrinn. Verð á bensíni af venju- Iegum styrkleika er áfram 25 krónur. Að sögn Áma Ólafs Lámssonar viðskiptafræðings hjá Skeljungi eru hagkvæm innkaup ástæða lækkun- arinnar. Eru nú ráðandi í verðinu **farmar sem keyptir voru á lægra verði en þeir sem nýlega var lokið við að selja. Skeljungur og Olíufé- lagið standa saman að innkaupum á kraftbensíni, og mun það vera skýringin á því að félögin lækkuðu verðið á sama tíma. Oiíuverslun íslands hf. (Olís) er með sér inn- flutning og lækkaði það féiag ekki verðið í gærmorgun. Félag eldri borgara: Félaga- tala þre- faldast FÉLAG eldri borgara f Reykjavík og nágrenni hefur nær þrefaldað félagatölu sína á hálfum mánuði. Fyrir voru f fé- iaginu um 900 manns, en nú er félagatalan orðin hálft þriðja þúsund. Þessi fjölgun kemur í kjölfar þess að fréttabréf félagsins var sent út tii allra, sem orðnir eru 60 ára og eldri, en þeir hafa rétt til inngöngu í félagið. Samtals em um 23 þús- » und manns á félagssvæðinu. SUNNUDAGUR 2. NÓVEMBER 1986 VERÐ í LAUSASÖLU 50 KR. Úthlutunarnefnd listamannalauna: Morgunblaðið/RAX. Pylsubrauð ígogginn Allir þekkja söguna um Ijóta andarungann, sem varð að fögr- um svani, þegar hann óx. Nýjustu rannsóknir leiða að því likum að Hans Christian Andersen hafi verið konungsson og fara menn þá ef til vill að leggja nýja merkingu í sögu ævin- týraskáldsins fræga. En á köldum vetrardögum þykir öndunum og svönunum á Tjörninni í Reykjavík gott að fá brauð frá góðhjörtuðum borgarbúum. Hér er pyslubrauð í gogginn. Lagt til að neðri flokk- ur verði lagður niður ÚTHLUTUNARNEFND lista- mannalauna hefur einróma lagt til við Alþingi að neðri flokkur listamannalauna verði lagður niður. Telur nefndin ekki vera forsendur fyrir úthlutun lista- mannalauna, eins og lög mæla fyrir um, miðað við óbreytta fjár- veitingu. Síðastliðið ár var 95 mönnum í efra flokki úthlutað 40 þúsund krónum hveijum og 15 mönnum í neðra flokki úthlut- að 20 þúsund krónum hveijum. Heildarfjárveiting til nefndar- innar nam 4.107.000. Nefndin kom saman til fundar á fimmtudaginn var. í bréfi hennar til forseta Sameinaðs alþingis, seg- ir; „Nefndarmenn urðu sammála um að ekki væru forsendur fyrir úthlutun listamannalauna miðað við óbreytta §árveitingu. Sú venja hef- ur haldist frá upphafi, að þeir listamenn, sem valdir hafa verið í efra flokk, haldi þeim sessi. Þar sem fjárveitingar hafa verið naumar, hefur nefndin tekið þann kost, að fækka stöðugt í neðra flokki, þann- ig að lengra verður ekki gengið, ef fullnægja á lagaskyldu. Nefndar- menn telja að ekki standi efni til annars en láta efra flokk óbreyttan, meðan ný skipan listamannalauna hefur ekki verið tekin upp, en neðri flokkur falli niður. Til þess þarf lagabreytingu." Til þess að neðri flokkur verði lagður niður þarf lagabreytingu, eins og segir í bréfinu. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, forseti Sam- einaðs alþingis, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann myndi kynna formönnum þingflokka og menntamálanefnda efni bréfs Út- hlutunamefndarinnar. Bolli Gústavsson, formaður Út- hlutunamefndarinnar, sagði að fjárveiting til nefndarinnar hefði stöðugt dregist saman á undanföm- um ámm og hefði því verið mætt með því að fækka í neðra flokki, en fyrir nokkmm ámm hefðu verið álíka margir í hvomm flokki, sam- tals eitthvað á annað hundrað manns. Nefnd hefði verið skipuð fyrir fáum ámm til þess að endur- skoða listamannalaunin, en hún hefði lokið störfum án þess að kom- ast að niðurstöðu. Hann sagði að samkvæmt fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár, væri framlag til Launa- sjóðs rithöfunda, Starfslauna lista- manna og til Úthlutunamefndar listamannalauna f fyrsta skipti ósundurliðað, samtals 23.340.000. „Það er ljóst að úthlutun til nefnd- arinnar eykst ekki og því varð þetta niðurstaðan. Samtals er þetta ekki nema 30-40 árslaun menntaskóla- kennara, sem varið er til þessa og því óskiljanlegt að það sé almanna- rómur að hlaðið sé undir lista- menn,“ sagði Bolli. í úthlutunamefnd listamanna- launa eiga sæti, auk Bolla, Magnús Þórðarson, Jón R. Hjálmarsson, Halldór Blöndal, Bessí Jóhanns- dóttir, Gunnar Stefánsson og Soffía Guðmundsdóttir. Slippstöðin á Akureyri: Býður í breytingar á fjór- um kanadískum togurum SLIPPSTÖÐIN á Akureyri hefur gert tilboð í breytingar á fjórum kanadískum skut- togurum sem fram eiga að fara á næsta ári. Slippstöðin hefur lokið við svipaðar breytingar á 4 togurum sama útgerðarf élags og er að vinna við þann fimmta um þessar mundir. Tilboð í breytingamar verða opnuð um miðjan nóvember. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, sagðist ekki vita hvort margir gerðu tilboð, en vitað væri um mikinn áhuga hjá kanadískum skipasmíða- stöðvum að fá þessa vinnu. Breytingar á kanadísku togur- unum hafa kostað á bilinu 35 til 40 milljónir á skip. Þeir fjór- ir togarar sem fyrirhugað er að breyta á næsta ári eru ekki eins og togaramir sem Slipp- stöðin hefur verið að vinna við, en talið er að kostnaðurinn sé svipaður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.