Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 29
leitað til hennar um aðstoð við leik- listarstarf í skólanum, bæði með leikstjóm og kennslu í framsögn. Og þar er skemmst af að segja, að fyrir atbeina hennar mótaðist sú venja að setja árlega upp leiksýn- ingu, sem stæði a.m.k. jafnfætis öðmm sýningum áhugafólks. Þetta hefur tekist síðan, þó að nemendur skólans hafi lengst af ekki verið fleiri en 160—200. Ýmsir ágætir leikstjórar aðrir hafa starfað hér hin síðari ár, en fullyrða má að sú alúð og metnaður, sem Krístín Anna lagði í leikstjóm sína fyrstu árin, hefur lyft þessum þætti skólalífsins og félagslífí nemenda svo að varan- legt hefur orðið. Ekki þarf að hafa fleiri orð um hvers virði það er skólastofnun að fá að njóta hæfi- leika listamanna með slíkum hætti. — Þess er einnig að minnast að Kristín Anna bar slíka persónu að nærvera hennar setti um margt sérstæðan — en máski ólýsanlegan — menningarsvip á skólann, eins og listgyðjan sjálf væri með ein- hveijum hætti nær en ella. Við fyrstu kynni bar Kristín Anna með sér glæsilega siðfágun og göfugmannlega reisn; nánari kynni leiddu í ljós hliðstæða mann- kosti. Hún var fágætlega nærfærin og næm á tilfínningar annarra; listamannslund hennar var við- kvæm og stórbrotin í senn. Milli heimila okkar voru margvís- leg kynni, enda böm okkar á svipuðum aldri. Öll þau samskipti em mér og fjölskyldu minni dýrmæt og ljúf í minningu. Eftirlifandi eiginmanni Kristínar Önnu, bömum hennar, Eyjólfí Kjal- ari, Öldu, Áma og Þórami; öldmð- um föður hennar og ástvinum öllum sendum við Rannveig innilegar samúðarkveðjur. Kristinn Kristmundsson Kveðja frá Leikfélagi Reykjavíkur Kristín Anna Þórarinsdóttir leik- kona er látin fyrir aldur fram, eftir langa og erfíða sjúkdómslegu. Hún var ein af athyglisverðustu leikkon- um landsins, þótt ekki léki hún mikið hin síðari ár. Hún kom ung til starfa hjá Leikfélagi Reykjavík- ur, tæplega tvítug að aldri og kom fyrst fram í hlutverki Amy í gaman- leiknum Frænku Charleys. Hún lék síðan svo til samfellt með félaginu í ein fimmtán ár, oft veigamikil og kröfuhörð hlutverk, en atvik hög- uðu því svo, að þá flutti hún út á land og það var ekki fyrr en nú á síðustu ámm að hún lék á ný hér á höfuðborgarsvæðinu. Leikferill Kristínar Önnu hjá LR spannar árabilið 1954—67. Blóma- skeið sitt átti hún um og upp úr 1960. Hún var í þeim fámenna hópi, sem fastráðinn var hjá Leik- félagi Reykjavíkur, þegar því var breytt í atvinnuleikhús árið 1963. Meðal hlutverka sem hún fór með má nefna Ödu í Nóa, írínu í Þrem systmm, Lauru í Glerdýmnum, Guðrúnu Ægis í Deleríum búbónis, ungu eiginkonuna í Ástarhringnum, Colubinu í Tveggja þjónn að ógleymdri sjálfri Júlíu, sem hún lék með glæsibrag í sviðsetningu írska leikstjórans Thomasar MacAnna á 400 ára ártíð Shakespeare 1964. Kristín Anna fluttist síðan út á land þar sem hún starfaði mikið að leikstjóm með áhugaleikfélög- um, lengst af á Laugarvatni, og var hún því ómetanleg hvatning og leið- togi listelskum menntaskólanem- endum sem og öðmm staðarbúum. Kristín Anna lék á sínum tíma töluvert í útvarpi og las oft upp ljóð enda meðal okkar albestu flytjenda á bundið mál. Hún lék einnig lítils- háttar í Þjöðleikhúsinu, síðast í norska leikritinu Fimm konur og var það hennar „come-back“ á höf- uðborgarsvæðinu. Síðustu árin gafst okkur svo aftur kostur á að njóta listar hennar í sýningu Al- þýðuleikhússins á Bitmm támm Petm von Kant og nú síðast í vor túlkaði hún með ógleymanlegum hætti eymd, niðurlægingu og ein- semd móðurinnar þöglu í sýningu Egg-leikhússins á leikritinu Ellu. Kristín Anna var sérstök leik- kona. í minningunni lifír leikur hennar sem eitthvað hreint, tært MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 39 og óspillt. í rödd hennar og fram- setningu vom kátína og tregi oft samfléttuð á sérkennilegan hátt. Yfír Önnu Stínu hvíldi iðulega þetta undarlega, dulúðuga og óskilgrein- anlega, sem skilur á milli afburða- leikara og góðs leikara. Það var óralöng leið milli geisl- andi æskufjörsins í Júlíu hennar forðum og nístandi vesældómsins í Ellu en báðar þessar persónur em meðal þeirra sjaldgæfíi gimsteina, sem við áhorfendur munum varð- veita í minningunni — lengi, lengi. Að hafa veitt okkur þá gleði og ánægju, snortið okkur trega og harmi: hæfileikinn sá er náðargjöf. Þá náðargjöf hafði Kristín Anna hlotið og kunni að rækta. Blessuð sé minning hennar. SB Anna Stína er dáin. Dauðastríðið háði hún af einstæðu æðmleysi. Hún var leikkona, afburða upples- ari og, þegar bezt lét, frábær listakona. Sem leikmaður minnist ég meðal annars söngs hennar með Lámsi Pálssyni, sem er mér ógleymanlegur. Við starfsfélagar hennar í STEFi kveðjum hana með hlýhug og virð- ingu. Ástvinum hennar sendum við beztu samúðarkveðjur. Sigurður Reynir Pétursson Það hefur borið til óþarflega oft, að íslendingar hafa þurft að sjá á eftir sínum bestu leikkonum í miðj- um önnum á besta aldri. En þannig var það þó með Stefaníu Guð- mundsdóttur, Soffíu Guðlaugsdótt- ur, Helgu Valtýsdóttur og Öldu Möller. Og nú er röðin komin að Kristínu Önnu Þórarinsdóttur, dótt- ur Öldu. Hún lést aðfaranótt sunnudags, rúmlega fímmtug að aldri. Þau leikslok komu að vísu ekki á óvart, því að hinar síðustu vikur varð ljóst, að hveiju dró. Og þó var ekki nema hálft ár, síðan hinn válegi sjúkdómur gerði vart við sig; hún var þá að leika eftir- minnilegt hlutverk í Ellu eftir Achtembusch hjá Egg-leikhúsinu. Kristín Anna, eða Anna Stína, eins og hún nefndist í vinahópi, fæddist í Reykjavík 26. október 1935. Að henni stóð listfengt fólk í báðar ættir, og ekki mun hún hafa verið ýkja gömul, þegar hún gerði sér ljóst, í hvaða átt hugurinn hneigðist. Bamung var hún komin í leiklistarskólann hjá Ævari R. Kvaran og 17 ára gömul hlaut hún inngöngu í Leiklistarskóla Þjóðleik- hússins, ein hin yngsta, sem þar hefur stundað nám. Hún lauk burt- fararprófi þar 1954 í árgangi, sem mikið hefur látið að sér kveða æ síðan, þar eru líka Guðrún Þ. Steph- ensen, Þóra Friðriksdóttir, Guð- mundur Pálsson, Helgi Skúlason og Jón Laxdal. Hlutverkin létu ekki bíða eftir sér. Á námsámnum lék hún nokkur smáhlutverk í Þjóðleikhúsinu, og varla var hún búin að ljúka leiklist- arprófi er hún var farin að æfa stórt hlutverk í Frænku Charleys í Iðnó. Við Tjörnina ílengdist hún og var á annan áratug í forystusveit leik- kvenna þar, unz hún venti sínu kvæði í kross og fluttist með bónda sínum, Kristjáni Amasyni bók- menntafræðingi og skáldi, til Laugarvatns, þar sem þau voru búsett um margra ára skeið. Á þeim ámm vann hún helst að leik- list sem leikstjóri með áhugafélög- um víða um land, auk þess sem hún kom talsvert fram í útvarpi. Eftir að þau hjón fluttust til Reykjavíkur aftur, fyrir nokkmm ámm, lék hún nokkur hlutverk á sviðum höfuð- borgarinnar, í Þjóðleikhúsinu, Alþýðuleikhúsinu og víðar, en þó færri en skyldi. Hennar stóra tíma- bil sem leikkonu vom Leikfélagsár- in, fyrst örlögin ætluðu henni ekki nýtt blómaskeið núna, svosem vonir margra stóðu til. Til marks um það traust, sem Kristín Anna naut, má nefna, að rúmlega tvítugri að aldri era henni falin svo kröfuhörð hlutverk sem Irinu í „Þremur systmm" og Laura í „Glerdýmnum", og það sem meira var leysti þau af hendi svo að að- dáun vakti. Þetta vom dramatísk hlutverk, sem Kristín Anna léði í senn skaphita sinn og æskuþokka. Hún gat líka bmgðið sér í léttari ham eins og í leikriti Shaws „Það er aldrei að vita“ og „Ástarhring" Schnitzlers, eða sem Guðrún Ægis í „Deleríum búbónis" þeirra Múla- bræðra eða Iða Brá í fyrsta leikriti Jökuls, „Pókók". Umtalsverðan leiksigur vann hún síðan, þegar LR minntist 400 ára afmælis skáldjöfursins frá Strat- ford; þá var hún fyrsta Júlía hins íslenska leiksviðs og hinn ljóðræna harm hafði hún nú fyllilega á valdi sínu. Það þurfti því engan að undra þó að hún yrdi í þeim hópi leikara sem fyrstur var fastráðinn í Iðnó haustið eftir Rómeó og Júlíu, 1964, þegar leikhúsrekstri við Tjömina var endanlega breytt í form at- vinnumennskunnar; þar var hún í flokki með Guðrúnu Ásmundsdótt- ur, Helgu Bachmann, Sigríði Hagalín, Brynjólfi Jóhannessyni, Gísla Halldórssyni og Helga Skúla- syni. Þau þijú ár, sem hún starfaði sem fastráðin leikkona, lék hún §ölda margvíslegra hlutverka, en minnisstæðast er þeim, sem hér heldur á penna, Adele í Húsi Bem- örðu Alba eftir Lorca. Kristín Anna bjó yfír mörgum þeim kostum, sem góðan leikara prýða. Hún var húmanisti og hafði ríka samúð með náunga sínum og öll list hennar bar þess merki. Hún bjó yfír ríkum og fjölbreytilegum tilfinningum og innlifun hennar var slík að stundum á fyrstu ámnum jaðraði við að bæri tæknina ofur- liði, en hún gat líka verið hýr og glettin og þar naut sín hennar góða greind. Sjálf var hún viðkvæm og stundum ör og berskjölduð, en næmleiki hennar var með afbrigð- um og kom kannski hvergi betur fram en þegar hún fór með mikinn skáldskap; sannleikurinn er sá, að um hennar daga vom ekki margir betri upplesarar með þjóðinni; þar lögðust á eitt óvenjulegt skyn á blæbrigði, þjál og hljómfögur rödd- in, virðing fyrir tungu og erfð og þroskaður skilningur. Hún var tón- elsk og tónvís, hafði fallega söng- rödd, og þetta kom henni einnig að liði sem leikari og ekki síst sá afburða upplesari sem hún var. Þegar ég sit hér að pára þessi fátæklegu kveðjuorð til góðrar vin- konu og samferðamanns í listinni, rennur mér til rifja, hversu erfitt er að fanga hin gullnu augnablik leikarans á pappír og prentsvertu. En ég heyri rödd Önnu Stínu, tón- blæ, sem hlýjar mér um hjartað, svipbrigði, augnaráð, sem láta mér ekki standa á sama um mannskepn- una og framferð hennar hér í heimi. Hún var listakona að upplagi og hæfni, en hún var það líka af hug- sjón. Kristín Anna Þórarinsdóttir var eins og áður segir dóttir Öldu Möll- er leikkonu, einnar fremstu lista- konu síns tíma, og Þórarins Kristjánssonar símritara, bróður Kristjáns söngvara, en þeir vom synir Kristjáns Kristjánssonar hér- aðslæknis á Seyðisfírði; en Alda er af hinni þekktu Möllersætt frá Sauðárkróki og ein systir hennar Þorbjörg kona Jóns Leifs tónskálds; systkin Kristínar Önnu em svo Leif- ur tónskáld, kvæntur Ingu Bjama- son leikstjóra, og Sigríður, kona Odds Ólafssonar aðstoðarritstjóra. Kristín Anna var þrígift. Fyrsti maður hennar var Emil H. Eyjólfs- son bókmenntafræðingur og frönskukennari; sonur þeirra dr. Eyjólfur Kjalar, heimspekingur, kvæntur Hjördísi Björk Hákonar- dóttur borgardómara; annar maður hennar var Öm Bjamason (Odds- sonar læknis) og þeirra dóttir Alda yngri, sem fetað hefur í fótspor ömmu sinnar og móður og er braut- skráð leikkona úr Leiklistarskóla íslands. Eftirlifandi maki Kristínar Önnu er eins og áður segir Kristján Ámason, sonur Áma Kristjánsson- ar píanóleikara og konu hans Önnu Steingrímsdóttur Matthíassonar skálds; þau eignuðust tvo syni, Áma og Þórarin, sem báðir em af bemskuskeiði. Kristínar Önnu Þórarinsdóttur er sárt saknað. Blessuð sé minning hennar. Sveinn Einarsson Okkur setur hljóð þegar ástvinir hverfa á braut. Svo var um mig þegar ég heyrði andlátsfregn Önnu Stínu. En í þeirri þögn var söngur. Fyrsta minning mín um Önnu Stínu, flutningur hennar á Sóleyjarkvæði Jóhannesar úr Kötlum. Þung er sú þögn í landi álfar ugga um sinn hag. Þá horfið er af heiminum brott það ljúflingslag. Lindin spyr vindinn: - Hví syngur hann ekki í dag? Er ég var sextán ára unglingur, var ég í sumarvinnu í frystihúsi norður á Akureyri. Klæddur slopp og stígvélum mokaði ég físki á færibönd í þrettán tíma á dag og beið eftir að óendanlegur dagurinn liði. Að vinnudegi loknum fór ég úr stígvélunum og hvíldi fætuma í heitu vatni, setti hljómplötuna með Sóleyjarkvæði á fóninn og hlustaði á plötuna frá upphafi til enda, fyrr lauk ekki fótabaðinu. Þetta varð athöfn sem var endurtekin daglega sumarið á enda. Ég heillaðist af fínlegum og næmum flutningi Önnu Stínu á ljóðunum. Fáa hef ég síðan heyrt snerta jafn fagurlega strengi ljóðhörpunnar sem hún. Af hrif- næmi unglingsins lærði ég vitaskuld fljótlega ljóðin utanað — og dagam- ir við færibandið urðu léttbærir. Ég þurfti ekki annað en láta hug- ann reika lítillega og rödd Önnu Stínu hljómaði í huga mér. Mig gmnaði allra síst þá, að sext- án ámm síðar ættum við eftir að standa saman á sviðinu og leika hvort sína hlið sömu manneskjunn- ar. Ég nánast í sömu múnderingu og í frystihúsinu forðum. En nú var Anna Stína þögul. Hún kenndi mér þar og sýndi, að góður leikari getur sagt átakamikla sögu án þess að segja orð. í tæpa tvo klukkutíma stanslaust sagði hún okkur lífshlaup konu, þannig að engan lét ósnort- inn. Það er vandasamur leikur sem hún hafði fullkomlega á valdi sínu. Þetta var auðvitað Ella, síðasta hlutverk hennar á sviði. Það var mín gæfa að fá að kynn- ast svo náið hæfileikum hennar og ást á leiklistinni. Takmarkalausri fómfysi fyrir þá list sem var líf hennar. Jafnvel þó sjúkdómurinn, sem nú hefur dregið hana til dauða, gengi miskunnarlaust á krafta hennar, þá barðist hún á móti, svo fáa gmnaði hversu stór leiksigur var í rauninni unninn á bak við grímu persónunnar. Nú er aðeins þögnin eftir og minning um óviðjafnanlegan lista- mann sem ómar í þögninni. Ég votta eftirlifandi eiginmanni hennar og bömum mína dýpstu samúð. Viðar Eggertsson Vitaskuld fer ég að hugsa um kynslóðina okkar sem fæddumst uppúr 1930. Líklega hefur aldrei vaxið upp í þessu landi rómantísk- ari kynslóð. Við fæddumst inní heimskreppuna miklú sem dundi hér einsog haglél oní flekkina hjá ungmennafélagsanda og glaðbeitt- um framtíðarsýnum foreldra okkar. Við borðuðum drauma í flest mál og það var stagað í garmana okkar með vonarþræði sem fljótlega slitn- aði aftur. Stríðsárin vom leikföng okkar. Framundir gelgjuskeiðið. Við klámðum aðdáunina á Davíð Stefánssyni á einni nóttu flest — sum tóku í það viku. Og við emm kynslóðin sem uppgötvaði Stein og Stefán Hörð. Við urðum rómantísk af þessu, mátulega ringluð og trúð- um því einu sem okkur sýndist að trúa. Töldum að vísu fátt öraggt. Kringum 1950 sátum við á Laugavegi 11 og sáum margar blik- ur á lofti. Steingrímur Sigurðsson geystist fram með ofsa, sagði borg- aralegri mollunni stríð á hendur með riti sínu: LÍF OG LIST. Þar birtust þessi hráu angistaröskur í smásöguformi. Ásta Sigurðardóttir var höfundurinn. Við kölluðum hana George Sand kynslóðarinnar og foreldrar okkar vom með áhyggjusvip því ekki gátu þau vitað þá hversu vel þetta mundi altsaman . fara. Því rómantískasta kynslóð ís- landssögunnar átti framundan þau örlög að þurfa að lifa manndómsár sín á þeim prósaískustu tímum sem gengið hafa yfír landið. Núorðið er vandfundin sú miðaldra sál hérlend- is sem ekki kemst fyrir í vanalegri _ peningabuddu. Líf þjóðarinnar snérist uppí langa eyðimerkur- göngu afkomuþjarksins, listin varð einskonar heildsölufyrirtæki kring- um innflutning á andlegum tertu- botnum frá Evrópu gömlu. Módemisminn var kominn á mark- aðinn hér og hentaði svo vel til svo margs einsog gengur með innflutn- j ingsvöm á veltiáram. Tími neytendaumbúðanna var kominn. Undir torskildum váboðum þess tíma urðum við tvítug og rétt áður en þokan datt á kom út kvæðabók- - in hans Hannesar með línunum sem við lærðum öll samstundis og höfum sum ekki gleymt uppfrá því. Manstu hve gleðin tefur tæpa stund en treginn lengi? Þetta fannst okkur Tónninn hreini. Og Tóninn hreina dýrka all- ir sannir rómantíkerar. í leikarastétt okkar var Kristín Anna Þórarinsdóttir fulltrúi þessa tandurhreina rómantíska söngs. Mín vissa er sú að hún væri æfi- langt trú þessum tóni og gmnur minn er sá að þögn hennar sem leikkonu í hálfan annan áratug hafí að nokkm stafað af því hversu lítil eftirspum varð um tíma eftir þessum tóni. Hafi menn þaðsem sannara reynist ef mér skjátlast. I Glerdýmnum eftir Tennessee Will- iams lék hún hlutverk bækluðu stúlkunnar. Hlutverk sem að sönnu er jafn brothætt og sá glerdýra- heimur sem stúlkan flýr til í kröm sinni. Erlendis hef ég séð margar sýningar á þessu verki. Allar hafa þær annaðhvort hafnað í væmni ellegar þá hrottaskap. Sá ljúfí snill- ingur Gunnar Hansen rataði ein- stigið til skáldskapar með þessa . , sýningu fyrir það meðal annars að hann fann í ungri leikkonu þann hreina tón sem einn megnar að flytja svona verk óskemt. Um þenn- an tón vitna líka ljóðalestramir hennar Önnustínu. Og þeir geym- ast. Og svanasöngurinn hennar: hlutverk þöglu Ellu í leikriti Her- berts Achtembusch fyrir bara fáeinum mánuðum sagði mér svo ekki verður um vilst að tóninn sinn geymdi hún ekki bara öll þessi ár heldur þroskaði hún líka með hon- um miskunnarlaust raunsæi sem miklum rómantíkemm einum leyfíst að beita. Einmitt þannig er listin sjálf, óinnpökkuð og óinnpakkanleg í neytendaumbúðir. Þá varð ég stoltari af minni broguðu kynslóð en lengi hafði gefíst tækifæri til. Vissi þó ekki fyren seinna um þann sanna hetjuskap sem fólst í því að koma banvæn uppúr spítalarúminu á seinustu sýningamar og fara beint á spítalann eftir hveija sýn- ingu. I því birtist sjálfur kjami mann- eskjunnar — sem hún einmitt var að leika. Og lífið snæðir sitt fólk með alskonar viðbiti. Þeim sem horfir tilsýndar á það mataræði getur stundum þótt einsog hamingj- an sé frátekin handa þeim yfír- borðslegustu. En það er nú blekking því hamingjan er bara vörumerki. Gleðin er þaðsem við leitum að þeg- . ar við skoðum undir yfírborðið á mannlegum samskiptum. Gleðin er þaðsem á að vera í pakkanum. í sambandi við undirbúningsvinnuna að leikritinu um Ellu varð ég þeirr- ar gæfu aðnjótandi að fá að koma nokkram sinnum á heimili þeirra Önnustínu og Kristjáns. Gleðin var þá þar alltaf í heimsókn. Stafaði frá þeim báðum, hljóðlát og dálítið í ætt við þennan tón sem mér hefur orðið svona tíðrætt um. Af því dreg ég þá náttúrlegu ályktun að nú sé tregi Kristjáns djúpur. Léttvæg orð mín synda vitaskuld ósköp klaufa- • lega á yfírborðinu en samt vil ég biðja þau fyrir einlægar samúðar- kveðjur frá mér og mínum til Kristjáns og hinna sem nærri standa. Þorgeir Þorgeirsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.