Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986 Slepak-hjón- in látin laus? New York, Reuter. ALEXANDER Slepak, sonur so- véska andófsmannsins og gyð- ingsins Vladimirs Slepak, sagði eftir fund bandariskra og sové- skra embættismanna í Vín í gær að faðir sinn myndi ef til vill fá brottflutningsleyfi innan skamms. Alexander Slepak hafði eftir Gennady Gerasimov, talsmanni so- véska utanríkisráðuneytisins, að útlit væri fyrir að stefna Sovét- manna í málum útflytjenda myndi Beljavskí nú efstur breytast til batnaðar og hvað föður hans varðaði væri ástæða til bjart- sýni. Alexander er nú kominn til New York eftir þriggja daga dvöl í Vín. Að sögn Alexanders Slepak ætl- aði Eduard Shevardnadze, utanrík- isráðherra Sovétríkjanna, að fjalla um mál Vladimirs á fundi með starfsbróður sínum, George P. Shultz, í Vín. Hann sagði að Gerasimov hefði gefið í skyn að það ylti á samkomu- lagi við Bandaríkjastjóm hvort faðir hans fengi að fara. „Ég er þess nú fullviss að foreldr- ar mínir fá að fara," sagði Alexand- er. Maria og Vladimir Slepak sóttu fyrst um leyfi til að flytja frá Sov- étríkjunum fyrir sautján árum. Henrietta Orlovsky reis upp á blaðamannafundi með Sovétmönnum á Hótel Sögu meðan á Reykjavíkur- fundinum stóð til að vekja athygli á málstað systur sinnar Mariu Slepak og eiginmanns hennar, Vladimir. í Hollandi Pakistan: Sovétmenn aðstoða Indveija við framleiðslu á kjamorku Tilburg, Hollandi. ÚRSLIT í 13. umferð skákmótins í Hollandi urðu þau, að Timman vann Korchnoi og Ljubojevic vann HUbner, en jafntefli varð hjá Beljavskí og Portisch og Karpov og Miles. Úrslit biðskáka úr 12. umferð urðu þau, að Miles vann Ljubojevic, en jafntefli varð hjá Portisch og Húbner og Timman og Karpov. Áður hafði Beljavskí unnið Korc- hnoi. Eftir 13 umferðir var staðan í mótinu þannig, að Beljavskí var efstur með 8 vinninga, næstur kom Ljubojevic með 7 1/2 vinning, þá Karpov með 7 vinninga, í fjórða til fímmta sæti voru Portisch og Tim- man með 6 1/2 vinning hvor og í sjötta og sjöunda sæti voru þeir Húbner og Miles með 6 vinninga hvor. Korchnoi rak svo lestina með 4 1/2 vinning. Islamabad.AP. RÍKISSTJÓRN Pakistan hefur leyft sovéskum flugvélum er flutt hafa efni til framleiðslu á kjarnorku, að fljúga í lofthelgi sinni og nota flugvelli þar í landi, að því er talsmaður stjómarinnar sagði á miðvikudag. Talsmaðurinn, er ekki vildi láta nafns síns getið, sagði fréttamönn- um að sovésku flugvélamar hefðu verið að flytja þungt vatn o.fl. til Indlands og nú væri í athugun hjá yfirvöldum í Pakistan beiðni frá Sovétstjóminni um frekari flutn- inga af þessu tagi. Yfirlýsingin kom fram er fréttamenn vom að spyija hvort bandarískar kafbátaleitar- flugvélar notuðu flugvelli í nágrenni höfuðborgarinnar, Karachi. Sagði talsmaðurinn að ríkisstjóm Pakist- an áliti það hluta af eðlilegum samskiptum þjóða að leyfa flugvél- um og skipum afnot af flugvöllum og höfnum landsins. Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins í Pakistan sagði á miðvikudag, að staðhæfingar um að Pakistanir væm að smíða kjamorkuvopn væm tilhæfulausar með öllu. Sagði hann að rannsóknir þeirra beindust ein- göngu að friðsamlegri notkun kjamorku og nær væri fyrir þá er um þessi mál fjölluðu, að beina sjón- um að ríki einu í nágrenni Pakistan, þar sem sprengd hefur verið kjam- orkusprengja og yfirvöld hafa viðurkennt að þekking sé þar fyrir hendi til þess að smíða kjamorku- vopn. Talsmaðurinn nefndi Indland ekki á nafn, en það er eina ríkið á þessu svæði, þar sem sprengd hefur verið kjamorkusprengja og var það gert árið 1974. Ríkisstjóm Pakistan segist styðja Iq'amorkuvopnalaust svæði í Suður-Ásíu. HEIMILIS- OG RAFTÆKJADEILD Verð kr. 11.875,- ____________ HF LAUGAVEGI 170 • 172 SÍMI: 695550 Qeát/I KENWOODCw Barn fæddist eftir sjálfsvíg móður Chicago, AP. SLÖKKVILIÐSMENN tóku á móti stúlkubarni eftir að móðir þess framdi sjálfsmorð með því að stökkva fram af 30 m háum járnbrautarturni í Chicago. Yfirvöld sögðu að bamið hefði grátið hátt og snjallt og litaraft þess hefði verið hraustlegt við fæðinguna. Bamið var 12 merkur að þyngd við fæðingu og var við sæmilega heilsu snemma í gær. Stúlkan var flutt á bamaspítala við háskólann í Chicago. Anthony Savino var einn slökkviliðsmannanna og hann tók á móti baminu á sunnu- dag „Ég held að barnið hafi litið mjög vel út miðað við allt sem það mátti að þola.“ Móðir barnsins hét Connie Hor- an og var hjúkrunarkona. Að sögn lögreglu framdi hún sjálfsvíg vegna þess að hún hélt að fóstrið væri andvana. Hún fór á sunnudag með manni sínum í sjúkrahúsið, sem hún vann við vegna þess að hún hélt að komið væri að fæðingu. Starfslið sjúkrahússins var þess ekki umkomið að sannfæra Connie Horan um að lífsmark væri með fóstrinu. Dugði ekki til að móðirin tilvonandi fékk að hlýða á hjartslátt fóstursins í hlustunarpípu. Allt virtist ganga að óskum þar til upp komst að Connie Horan var horfin á braut. Skömmu síðar barst tilkynning til lögreglu að kona hefði klifrað upp á ljósatum við jámbrautarteina skammt frá sjúkrahúsinu. Að sögn lögreglu stökk hún þegar fyrsti lögreglu- þjónninn birtist við tuminn. Framsóknarflokkurinn stofnaður í Færeyjum Þórshöfn. Frá Hilmari Jan Hansen, fréttaritara Morgunblaðsins. ADOLF V. Hansen lýsti yfir því á þriðjudag hann sæti nú á fær- eyska lagaþinginu fyrir nýjan flokk, Framsóknarflokkinn. Hansen hefur hefur setið á þingi síðan 1978. Þegar síðast var kosið var nafni flokks hans breytt úr Framfara- og fiskveiðiflokknum í Kristilega þjóðarflokkinn - fram- fara- og fískveiðiflokkinn. Nýir menn höfðu gengið til liðs við flokk- inn og vildu breyta nafni hans í Kristilega flokkinn. Þegar ný ríkisstjóm var mynduð 1985 átti flokkurinn kost á aðild að stjóm, en deilur spruttu upp um það hver þingmanna hans skyldi sitja í henni. Hansen sagði sig úr flokknum vegna þessa ágreinings og hefur síðan verið utan flokka. Böggull fylgdi skammrifí. Hans- en gat ekki lagt fram ný mál vegna sérstöðu sinnar á þinginu. Ákvað hann því að stofna nýjan flokk og nefndi hann Framsóknarflokkinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.