Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 07.11.1986, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR l.< NÓVEMBER 1986 »23 Strauk úr fangelsi í þyrlu samfanga Pleasanton, Kalíforníu. AP. ÞYRLU var flogið niður í garð fangelsis suður af San Francisco og tókst kvenfanga að flýja með henni. Talið er að flugmaðurinn hafi verið fangi, sem strauk úr sama fangelsi 28. október sl. Þyrlunni var rænt og er talið að þar hafí verið að verki Ronald Mclntosh, sem strauk úr Pleasan- ton-fangelsinu fyrir röskri viku. Líbanon: PLO menn og shítar berjast Beirút,AP. MÚHAMEÐSTRÚARMENN af trúflokki shíta, gerðu harða árás á stærstu flóttamannabúðir Pa- lestinumanna í Beirút á miðviku- dag og svöruðu Palestínumenn skothríðinni, þannig að loka varð hraðbraut þeirri er liggur til al- þjóðaflugvallarins, flugumferð stöðvaðist þó ekki. Lögregluyfir- völd segja að 12 manns hafi látist og 134 særst. í Bouij el-Barajneh flóttamanna- búðunum búa um 50.000 manns og hafa átök staðið þar yfír í viku, a.m.k. 35 hafa látist og 233 særst. Skothríðin bergmálaði um borgina í gær og sjúkrabílar voru á stöðug- um þönum með sært fólk. Útvarp múhameðstrúarmanna hvatti íbúa borgarinnar til þess að halda sig innan dyra og sjúkrahús báðu fólk um að gefa blóð. Átökin stóðu á milli Amalshíta sem eru stuðningsmenn Nabih Berri, dómsmálaráðherra Líbanons og skæruliða Frelsisfylkingar Pa- lestínu, PLO og saka báðir aðilar hinn um að eiga upptökin. Einnig kom til átaka milli sömu aðila við flóttamannabúðimar í Rashidiyeh, í hafnarborginni Týrus á miðviku- dag, 3 létust og 5 særðust. Hafa þá 36 látist og 185 særst síðan Amalshítar settust um þær búðir 1. okt. sl. Þessir aðilar hafa eldað grátt silfur um langt skeið, þar sem Amalshítar amast við veru palestín- sku flóttamannanna í Líbanon. Hann leigði þyrluna í San Jose undir því yfírskyni að þurfa að skoða hugsanlegt byggingarsvæði. Þegar komið var inn í óbyggðir lét hann flugmanninn lenda, dró fram byssu, neyddi hann út og flaúg sjálfur á braut. Kvenfanginn heitir Samantha Dorinda Lopez og er 37 ára. Hún afplánaði 50 ára fangelsisdóm fyr- ir bankarán í Georgíu. Þyrlan lenti á útivistarsvæði fangelsins og var vopnaður vörður meðal fanganna, sem þar voru, en skaut ekki á þyrluna. í atviki af þessu tagi er ekki skotið á þyrluna þegar ekki er vitað hvort flugmaðurinn hafí verið neyddur til verksins. í gær hafði hvorki spurst til þyrlunnar né fanganna tveggja. Mál gegn þjónustu- stúlku Nancy Reagan fellt niður AP/Símamynd Anita Sanabria Castelo, þjón- ustustúlka Nancy Reagan, gengur fyrir utan réttarsalinn i Richmond. ^ Richmond, AP. ÁKVEÐIÐ hefur verið að hætta við málsókn gegn Anitu Sanabria Castelo, þjónustu- stúlku í Hvita húsinu. Castelo var ákærð fyrir að reyna að smygla skotfærum til Para- guay frá Richmond í Banda- ríkjunum og áttu réttarhöld í máli hennar að hefjast á mánudag. Castelo er í starfsliði forsetafrú- arinnar, Nancy Reagan. Hún reyndi að koma skotfærunum um borð í flutningaskip frá Paraguay. Saksóknari ríkisins, Hemy Hud- Einstæðum foreldrum fjölgar í Bandaríkjunum Washington.AP. EINSTÆTT foreldri, yfirleitt kona, er í fyrirsvari fyrir fjórðu hverja bamafjölskyldu í Banda- ríkjunum, að því er fram kemur í nýlegri könnun er stofnun sú er annast manntal þar í landi hefur látið gera. Þar kemur einn- ig fram, að meirihluti fjölskyldna blakkra manna em á framfæri einstæðs foreldris. Hlutfall einstæðra foreldra með bam eða böm undir 18 ára aldri hefur vaxið um helming frá árinu 1970, úr 12.9% í 26% árið 1985. Þróunin hefur hægt aðeins á sér undanfarin 5 ár, en þeir sem unnu að könnuninni telja að þetta hækk- aða hlutfall sýni, að miklar breyting- ar hafí orðið á fjölskyldumunstrinu í Bandaríkjunum á undanfömum 15 árum. Skilnuðum hefur flölgað og ógiftum mæðmm einnig, þannig að stöðugt fleiri böm alast upp hjá að- eins öðru foreldrinu. 60,1% blakkra bamafjölskyldna eru á framfæri annars foreldrisins og 20,8% hvítra. í flestum tilfellum er hið einstæða foreldri kona, eða 4,9 milljónir hjá hvíta kynstofninum af 5,7 milljónum og 2,6 milljónir af 2,8 milljónum hjá svertingjum. Meðal þess sem fram kom í könn- uninni má nefna að meðalfjölskyldan hefur minnkað lítillega; dregið hefur úr því að fólk undir 25 ára aldri stofni heimili; mest flölgaði heimilum sem fólk 35-44 ára var í fyrirsvari fyrir, eða um 25%, næst mest sem fólk 75 ára og eldra stóð fyrir, eða um 13,6% og stöðugt fleiri einstakl- ingar búa einir, þó fjölgar þeim er það lqósa ekki jafn hratt og á árun- um 1970-1975. son, sagði Robert R. Merhige dómara að komist hefði verið að þeirri niðurstöðu að það hefði ekki verið ásetningur Castelo að brjóta lög. Castelo kvaðst vona að hún fengi aftur vinnu í Hvíta húsinu. Henni var veitt leyfí frá störfum þegar hún var ákærð í ágúst. Elaine Crispen, blaðafulltrúi Nancy Reagan, sagði að forseta- frúin vildi fá Castelo aftur til vinnu sem fyrst. Ég er mjög ánægð með það að Anita var saklaus fundin," hafði Crispen eftir Nancy. Julio Cesar Baez Acosta, skipt- stjóri flutningaskipsins, og Eug- enio Silva, bílasali í Richmond, voru einnig ákærðir í málinu. Þeir játuðu báðir að hafa reynt að flytja skotfæri án þess að hafa leyfí til slíkra flutninga. Dæmt verður í máli þeirra 5. desember. Þeim var sleppt gegn tryggingu. Að sögn Hudsons saksóknara keypti Castelo 70 öskjur með skot- færum í verslun í Richmond. Skipstjórinn sagði að hún hefði farið fyrir sig í verslunina. Castelo hefði verið grunlaus um að hún færi ekki að lögum. Viðtalstími borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins verða til við- tals í Valhöll Háaleitisbraut 1, á laugardögum frá kl. 10—12. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrir- spurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfæra sér viðtalstíma þessa. Laugardaginn 8. nóvember veröa til viðtals Magnús L. Sveinsson forseti borgarstjórnar og Hulda Valtýs- dóttir formaöur menningarmálanefndar. Bandaríkin: Óttast aukið húð- krabbamein vegna eyð- ingar ósonlagsins Washington, AP. TALSMAÐUR Umhverfismála- stofnunar Bandaríkjanna sagði á þriðjudag, að hætta væri á, að húðkrabbamein ykist um helming á næstu 88 árum ef ósonlagið, sem hylur og vemd- ar jörðina fyrir útfjólubláum geislum, heldur áfram að eyð- ast. Skýrsla stofnunarinnar verður rædd á ráðstefnu vísindamanna í Washington 24.-25. nóvember nk. og verður þar hugsanlega lagt til, að framleiðslu klórflúorkolefn- is verði settar frekari skorður. Telja vísindamenn, að það eigi mestan þátt í, að ósonlagið yfír Suðurskautinu hefur minnkað mjög. Efnið hefur verið notað mikið í úðabrúsa en í Banda- rílqunum var það bannað að mestu árið 1978. Chris Rice, talsmaður umhverf- ismálastofnunarinnar, sagði, að bandarískum sendiráðum hefði verið skýrt svo frá, að ríkisstjóm- in ætlaði brátt að leggja fram tillögu um algert bann við fram- leiðslu efna, sem eyddu ósonlag- inu. Yrði það líklega gert í Genf snemma næsta mánaðar þegar fulltrúar iðnríkjanna koma þar saman til fundar um þessi mál. Evrópubandalagsþjóðimar hafa þegar samþykkt ákveðin takmörk við framleiðslu klórflúorkolefnis en þau em hins vegar allnokkuð fyrir ofan núverandi framleiðslu. Óson er skaðlegt efni í lítilli lofthæð en í efri loftlögunum hlífír það jörðinni við útfjólubláum geislum sólarljóssins og er því ein af undirstöðum lífsins. Breytingar á ósonlaginu gætu ýtt undir svo- kölluð „gróðurhúsaáhrif" en þá er átt við, að hitastigið um allan heim hækki smám saman. Aðal- ástæðan fyrir því er þó samsöfnun koltvísýrings í andrúmsloftinu. SÉRVERSLUIM YFIRSTÆRÐIR Tískusýning í dag kl. 17. Við eigum 1 árs afmæli í dag. í tilefni dagsins bjóðum við 10% afslátt af öllum vörum. bouliqut> m.iraanda 2. hæð, Kjörgarði, Laugavegi 59, sími 622335.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.